Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1994, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 8. DESEMBER 1994 19 Menning Sýn á samtíma- listina í Gerðarsaf ni Nokkuð hefur færst í vöxt að samsýningar íslenskra myndlistarmanna séu gerðar út af örkinni til kynning- ar á hérlendri samtímalist erlendis. Þannig hafa Kjarv- alsstaðir sent sýningar til Norðurlandanna og Bret- lands áður en þær hafa verið settar upp á Kjarvalsstöð- um. Ekki standa listastofnanir þó alltaf fyrir slíkum Ustkynningum, líkt og sannast á „Sýn“, eða „Visi- ons“, sýningu á verkum sex íslenskra myndUstar- kvenna sem sett var upp í Barbican Centre í London sl. sumar. HaUdór Björn Runólfsson skipulagði sýning- una í samvinnu við Jakob Frímann Magnússon, menn- ingarfuUtrúa sendiráðsins í London. „Sýn“ hefur nú verið sett upp í Gerðarsafni í Kópavogi, e.t.v. tU að gefa hugmynd um hvernig staðið er að ímynd íslands út á við. Þjóðleg ímynd? HaUdór Björn fylgir sýningunni úr hlaði með nokkr- um orðum. Hann lætur í ljós þá skoðun að „hin með- vitaða leit að þjóðlegum tjáningarmáta til að treysta ákveðna ímynd" hafi nýlega þokað fyrir afslappaðri og hispurslausari Ust. Ekki veit ég hvaða Ustamenn Halldór hefur þar í huga. Hispursleysi og alþjóðleg hugmyndasamskipti hafa nefnUega verið viðloðandi hér síðustu þrjá áratugina og áratugina þrjá þar á undan var hið þjóðlega ávallt skrefi á eftir hinum al- þjóðlegu straumum og hefur jafnvel ekki þótt fínt fyrr en á allra síðustu árum, samanber ijúpuna hans Guð- mundar frá Miðdal og verk ýmissa alþýðulistamanna. Fyrstu þrjá áratugi aldarinnar er hins vegar hægt að segja að leit að þjóðlegri ímynd hafi verið númer eitt, tvö og þijú í verkum Þórarins B., Einars Jónssonar o.fl. Sýning hinna sex Ustakvenna er, samkvæmt ofan- skráðu, með alþjóðlegu yfirbragði og hispursleysið uppmálað. Aukinheldur má segja að hún sé þráðlaus, því verkin eru eins og sitt úr hverri áttinni, a.m.k. við fyrstu sýn. Inga Þórey Jóhannsdóttir kemur talsvert á óvart með vel heppnuðu samspili lágmyndar og málverks þar sem áferð strigans minnir einna helst á sjóbarða grjóthnuUunga. Hulda Hákon heldur sig á svipuðum slóðum í lágmyndagerðinni og mótar að Myndlist Ólafur J. Engilbertsson þessu sinni fimm konur og fjóra karla og málar setn- ingu neðanvið, s.s. „Self portait as a sleeping hero“. Sólveig Aðalsteinsdóttir fetar ennfremur áþekkar slóð- ir sem fyrr og göfgar rusl í fjórum gólfverkum og sex veggverkum. Efni á borð við svamp, ull og sag öðlast nýtt líf í hennar meðfórum. Ugglaust má þó slá því föstu að verk hennar séu hvað umdeildust á sýning- unni vegna þess hve óhefluð þau eru. Hversdagsleiki og göfgun Verk Guðrúnar Hrannar Ragnarsdóttur eru heldur ekki allra sakir hráleika. Þar teflir hún saman, líkt og á öðrum sýningum síðustu þrjú árin, húsgögnum og hst. Form skápsins heillar listakonuna sýnilega mest og með hjálp veggfóðurs nær hún að tengja verk sín hversdeginuin, sem þó er ekki séríslenskur. Svava Björnsdóttir sýnir þijú veggverk sem voru á sýningu hennar á Kjarvalsstöðum á síðasta ári. Þar göfgar hún pappírinn og býr til lágmyndir sem í senn hafa hand- gert og fjöldaframleitt yfirbragð. Loks hefur Ráðhildur Ingadóttir tússaö bláar mandölur á vegg. Verk hennar gefa sýningunni allt að því trúarlegan tón. í heild má þó segja óvenjulegur efniviður og margbreytileg út- víkkun lágmyndarinnar geti tahst samnefnari þessar- ar samsýningar sem stendur í Gerðarsafni til 18. des- ember. Þess má að lokum geta að handverkssýning á neðri hæð hefur verið framlengd til sama dags. Mörkinni 1 - sími 885858, Smiðjuvegi 4B - sími 673838 Otrúlegt verð á undirfötum, t.d. Wonder-Bra á b. 990-1.490. Opið tíl ld. 23.30 öll kvöld. Hefurþú athugao hvaoþab kostar? Sendu jólapakkana og jólapóstinn með DHL Jólapóstur NYTSAMAR A OTRULEGU VERÐI Kolster 14" litasjónvarp með ísl. textavarpi og fjarstýringu. TV201 Kolster 20" litasjónvarp með fjarstýringu. Kolster 21" litasjónvarp með ísl. textavarpi og fjarstýringu. TVC14 TVC21 SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 68 90 90 • OPIÐ LAUG. 10-16 - SUN. 13-16 Við erum ódýrari en Pósturinn Það er ódýrara að senda jólakortin til útlanda með sendibréfaþjónustu DHL en með hefðbundnum flugþósti. Ef þú ert með 20 jólakort eða fleiri sækjum við þau heim til þín endurgjaldslaust. ATH Skilið bréfunum ófrímerktum. MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR Síðasti dagur til að senda jólakort til einstakra landa er: ► 16. des. Til Norðurlandanna. ► 15. des. Til Evrópu. ► 12. des. Til USA, Kanada og annarra landa. Jólapakkar Við gefum þér 2 auka viku Það er engin ástæða til að láta jólapakkana og jólamatinn velkjast um í pósti í nokkrar vikur. DHL kemur jólapökkunum hratt og örugglega heim til viðtakenda. Síðasti skiladagur er 19. des EINFALT ÞÆGILEGT ÓDÝRT jótatííbaé óéýrara en þig gntnarí woMjmvmexpmM DHL HRAÐFLUTNINGAR HF, Faxafen 9 108 Reykjavík Sími 568 9822 DHL' fljótarí en jóíasvehmímt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.