Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 11 Sigrún á fundi hjá American Business Womens Association sem eru samtök kvenna í viðskiptum. Samtökin, sem fá m.a. stuðning frá bandaríska ríkinu, styðja við bakið á konum i viðskiptalifinu. borða ekki kjöt, svo það var ekkert fyrir mig að hafa þarna nema sæl- gæti. Ég hugsaði nú bara með mér; Guð minn almáttugur, aumingja út- lendingarnir sem koma hingað. Ég tala nú ekki um ef þeir borða ekki kjöt. Það er einmitt orðið svo al- mennt alls staðar í heiminum að fólk borði ekki kjöt. Það er aldrei hægt að byggja upp túrisma ef svona hlut- um er ekki breytt." Sigrún segir að ísland hafi á vissan hátt aUtaf togað í sig þegar hún var búsett erlendis og að hana hafi alltaf langað að koma heim og prófa að búa hérna. Nú sé hún hins vegar laus við þá löngun vegna þess að hún hafi komist að því aö það sé alls ekki svo freistandi að búa hérna og fleiri dyr virðast standa henni opnar úti. Viðtal: Kristrún M. Heiðberg Jólagjöf safnarans ★ Frímerkjaalbúm ★ Innstungubækur ★ Stækkunargler ★ Albúm og blöð fyrir mynt- og seðla- safnara o.fl. o.fl. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustig 21A Simi 2 11 70 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! y^EBoAR konum að stofna fyrirtæki. Það væri einnig hægt að koma t.d. nokkrum konum saman og veita þeim sérstakt lán til að stofna fyrirtæki. Ég var til að mynda meðlimur í American Business Womens’ Association í Bandaríkjunum í sjö ár en það eru samtök kvenna í viðskiptum. Sam- tökin, sem fá m.a. stuðning frá bandaríska ríkinu, styðja við bakið á konum í viðskiptalífiou og hvetja þær til aö fara út á vinnumarkað- inn.“ Sigrún sagði að það hefði komið sér á óvart að sjá hversu stutt kvenna- baráttan hér á landi væri í raun á veg komin. Hún sagði að Kvennalist- inn hefði vakið mikla athygh erlend- is þegar hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið og fólk hefði talið að íslensk- ar konur hlytu að standa framarlega í kvennabaráttunni fyrst þær væru með eigin stjórnmálaflokk. „Svo þeg- ar maður kemur heim þá er aht ann- að upp á teningnum. Ég hef ekki séð nokkurn hlut eða heyrt nokkurn hlut af einu eða neinu frá þeim síðan ég kom heim. Það skiptir ekki máli þótt þær séu ekki í stjóm. Þær ættu samt að láta meira á sér bera og vera að gera eitthvað fyrir kvenfólkið. Mér finnst eins og íslenskar konur séu annars flokks borgarar í þessu þjóð- félagi. Þær fá lægri laun en karl- menn, það er mun meira atvinnu- leysi á meðal kvenna og svo finnst mér þær ahs ekki vera eins sjálfstæð- ar og maður hélt. Mér finnst Banda- rískar konur t.d. vera mun sjálfstæð- ari. Annað segi mér fmnst ekki nógu gott hér á Islandi og það er í sam- bandi við misnotkun á börnum. Mér finnst ekki nógu strangt tekið á því hérna og það sama er með nauðgan- ir. Þetta eru svona mál, sem mér fyndist að kvenfólk í stjórnmálum gæti tekið meira fyrir. Hvað er þessi Kvennalisti eiginlega búinn að gera fyrir konur á íslandi, ég bara spyr?“ íslendingar alltaf jafn lokaðir Vegna þess hversu erfitt hefur ver- ið fyrir Sigrúnu að fá vinnu hefur hún ákveðið að flytjast aftur til Kali- fomíu. Hún ætlar til Newport Beach og stofna sams konar fyrirtæki og hún var með. Aðspurð hvað hafi komið henni mest á óvart eftir að hún kom aftur heim segir hún að það sé t.d. hversu lokaðir og hlédrægir íslendingar séu. „Þeir eru jafnlokaðir og þegar ég fór út fyrir 29 árum. Mér finnst líka margt voðalega gamaldags hérna, sem er kannski ekki nema von miðað við hversu smátt og einangrað landiö er. í þessu sambandi mætti nefna hvernig fyrirtækin eru rekin. Ef maður hringir t.d. á opinberar skrif- stofur eða fyrirtæki þá getur maður átt von á því að þurfa að bíða í síman- um í 10 mínútur eða lengur, með enga músík eða neitt. Það kostar al- veg ofQár að bíða svona í símanum og fólk gæti þess vegna verið búið að gleyma manni eða sambandið búið að slitna fyrir löngu. Þetta finnst mér slæmt og mér finnst vanta mikið upp á að þjónustan sé góð. Annað dæmi, sem ég get tekið, er þegar ég fór í smáferð sl. sumar með dóttur minni og tveimur dætrum hennar sem eru innan við tíu ára. Við fórum í berjamó til Þingvalla og síðan til Gullfoss og Geysis en þangaö hafði ég ekki komið síðan ég var krakki. Við fórum inn á hótehö hjá Geysi og ég ákvaö að bjóða þeim í kaffi og með því. Ég var atvinnulaus og hafði því ekki efni á dýrum veit- ingum en ég vildi bara bjóða þeim upp á eitthvað, svo við gætum setið saman í rólegheitunum. Nei, það var sko aldeihs ekki hægt. Það eina, sem var hægt að fá var kaffi og hlaðborð fyrir 750 krónur á manninn. Þannig, aö það hefði kostað mig þrjú þúsund krónur að fá eftirmiödagskaffi fyrir mig, dóttur mína og tvær litlar stelp- ur. Við fórum því í htla sjoppu, sem var þarna skammt frá, en þar var óhollasti matur, sem maður getur nokkurn tímann borðað á ævinni. Þær fengu sér hamborgara og franskar kartöflur og það var miklu ódýrara en kaffið og kökurnar. Ég Meiming Jet Black Joe - Fuzz ★★ V2 Tilraunir og þreifingar Velgengni hljómsveita og popptónhstarmanna á ís- landi byggist nánast eingöngu á lögum sem ná vin- sældum í útvarpi. Gæðatónhst sem ekki höfðar til vin- sældalista útvarpsstöðvanna skiptir plötukaupendur minna máh en eitt vinsælt lag. Þannig fór plata Jet Black Joe í fyrra fyrir ofan garð og neðan hjá kaupend- um þrátt fyrir mjög svo lofsamlega dóma gagnrýn- enda. Þar vantaði þetta vinsæla lag sem selt getur vörubílsfarma af plötu ef því er að skipta, þó svo ann- að efni á plötunni sé harla lítilfjörlegt. Um þetta eru mörg dæmi hérlendis. Á þessari nýju plötu sinni hafa þeir Jet Black Joe menn haft vaöið fyrir neðan sig hvað vinsældalistana áhrærir og uppskera eflaust sölu í samræmi við það. Gahinn er bara sá að mínu mati að þessi plata er mun síðri en sú sem kom út í fyrra. Platan einkennist um of af thraunastarfsemi og virkar hálftætingsleg fyrir vikið. Til að mynda er smellurinn Higher and Higher frekar einmana á plötunni, því það ágæta lag gefur afar skakka mynd af innihaldinu að öðru leyti. TUraunastarfsemi hjá ungum tónlistar- mönnum er góð og blessuð út af fyrir sig. Hún má þó ekki ganga svo langt að öhu sé hent jafnharðan og það hefur verið notað, bara th að rýma fyrir nýju. Þannig virðist Jet Black Joe að mestu vera búin að missa þann þráð sem sveitin spann svo listilega á síðustu plötu. Og í stað þess að byggja áfram á þeim grunni hleypur sveitin út undan sér í tilraunum og þreifmgum út og suður. Og sveiflurnar eru stórar; stundum er Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson eins og maður sé dottinn inn í plötu með Snoop Doggy Dogg og félögum sem eru muldrandi og masandi öll sín lög út í gegn og annars staðar brugðið á létta sveiflu í anda sjöunda áratugarins. Platan er sumsé ahtof brokkgeng th að komast í fremstu röð en í bestu lögunum sýnir Jet Black Joe, svo ekki verður um vihst, að hljómsveitin er enn bjartasta vonin í íslensku rokki. ILADA Vélarstilling Tímareim athuguð Viftureim strekkt Tímakeðja strekkt Rafgeymasambönd hreinsuð Rafgeymir álagsprófaður Hleðslugeta mæld Isvari, rúðusprauta og önnur "forðabúr" athuguð Kælikerfi þrýstiprófað og frostþol mælt Frostvarnarkerfi sett á þéttikanta hurða og læsingar smurðar Undirvagn skoðaður á lyftu (sjónskoðun) Olía á gírkassa og drifi athuguð, sérstaklega m.t.t. olíuleka Skipt um olíu og olíusíu ef óskað er Loftþrýstingur allra 5 hjólbarða mældur Stýrisgangur athugaður 16. Ljósastilling - virkni og ástand rúðuþurrka skoðað 17. Hemlaprófun 18. Reynsluakstur 10. 11 15. 15% afsláttur af varablutum vegna vetraskoðunar Verð 6.865 kr. með vsk. SUÐURLANDSBRAUT 14, SÍMI: 68 12 00 BEINN SÍMI Á VERKSTÆÐI: 3 97 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.