Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Hátíð í hálfa öld Brúðubíllinn þykir ómissandi á hverri þjóðhátíð. 17. júní 1993. Strákar stríða við skautbúning. Fjallkonan er Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Út er komin bók um sögu 17. júní hátíðarhalda í Reykjavík frá upphafi til afmælisársins 1994. Bókin er gefm út á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur. Ritstjóri bókar- innar er Klemenz Jónsson. Allmarg- ar aðsendar greinar eru birtar í bók- inni. Kaflinn sem hér birtist er eftir Gísla Áma Eggertsson æskulýðsfull- trúa. Hátíðarhöldin -hin hliðin Hjá þeim sem vinna að undirbún- ingi hátíðarhaldanna 17. júní ríkir jafnan mikil eftirvænting að morgni þjóðhátíðardagsins. Að baki er mikil vinna og nú mun koma í ljós hvernig til hefur tekist. Kvöldið áður, þann sextánda, iðar allur miðbærinn af lífi, fólk og bílar á þönum með allt það skraut og dót sem koma þarf fyrir. Hópur manna vinnur við lokafrágang á sviöunum í Lækjargötu og Hljómskálagarðin- um. Annar hópur vinnur við skreyt- ingar. Skátar æfa fánaburð í portinu við Miðbæjarskólann. Tæknimenn koma fyrir hátölurum og öðrum hljóðbúnaði, og þannig mætti lengi telja. Margir borgarbúar taka forskot á þjóðhátíðina og fara út að skemmta sér þetta kvöld. Upp úr klukkan þijú er oft mikill gleðskapur í miðbænum. Starfsmenn borgarinnar láta það ekki trufla sig við vinnuna þó mann- fjöldinn fylgist með, ýmsir vilji gefa góð ráð og jafnvel hjálpa til. Það er dálítið hátíðlegt andrúmsloft, þrátt fyrir öll lætin, á morgun verður meira gaman, mikil hátíð. Smám saman hljóðnar í miðbænum og um fimmleytið hefur ró færst yfir. Ein- ungis má sjá mannskap og bíla frá hreinsunardeild borgarinnar fara með vélsópa yfir stræti og torg. Fugl- arnir á Tjörninni eru hljóðir. Unga- mæður sofa í hólmanum og líkt og mannfólkið búa þær sig og sína und- ir erilsaman dag. En kyrrðin varir þó ekki lengi því strax upp úr sex koma nýir hópar til starfa. Þar eru á ferðinni hópar frá umferðardeild sem undirbúa lokanir gatna og upp- stillingar á Austurvelli, hópur manna vinnur við uppsetningu sölu- tjalda, annar hópur kemur fyrir fánaborgum og veifum um allan miöbæinn. Leiksvið ævintýra og manngrúa Mikið ber á gulum borgarbílum frá hreinsunardeild, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og umferðardeild. Mest áberandi eru þó alls konar sendibílar fullir af söluvarningi félaganna sem selja úr sölutjöldunum svokallaðar 17. júní vörur. Hjá mörgum æsku- lýðs- og íþróttafélögum er 17. júní stærsti fjáröflunardagur ársins. Sölutjöldin standa í röðum frá Lækj- artor'gi og suöur í Hljómskálagarð. Þau eru í áberandi litum - rauð, blá, hvít og appelsínugul - og von bráðar eru þau skreytt margvíslegum aug- lýsingum og fánum. Fljótt á litið einkennist þessi morg- unstund af óreiðu og skipulagsleysi en svo er raunar alls ekki. Starfs- menn borgarinnar og flestir þeir sem hér ganga til starfa á vegum félag- anna hafa staðið í þessu áður. Eftir því sem líður á morguninn verður götumyndin skýrari og öll Lækjar- gatan breytist í leiksvið ævintýra og manngrúa. Við Austurvöll er annars konar andrúmsloft. Höfuðborgin og þjóðin öll mun þar von bráðar eiga hátíð- lega stund með forseta sínum og fyr- irmönnum. Andi liðinna tíma og arf- ur kynslóðanna sækir á og morgun- bjarmi lýsir upp Jón forseta stað- fastan á stöpli sínum. Fánum skrýdd- ur Völlurinn er tiibúinn. Fyrir dyr- um Alþingishússins standa nokkrir lögregluþjónar og starfsmenn Al- þingis og ræðast viö. Morgunkaffi á Hótel Borg Þjóðhátíðamefnd borgarinnar hef- ur í áraraðir haldiö þeim sið að hitt- ast að morgni 17. júní á Hótel Borg og drekka þar morgunkaffi. Það er mannmargt á Borginni. Margir góð- borgarar hafa þennan sið í heiðri. Eftir morgunkaffi ganga nefndar- menn til starfa sinna. Sumir fara upp í kirkjugarðinn viö Suðurgötu aörir í Alþingishúsið. Rétt fyrir klukkan tíu berst klukknahljómur yfir miðbæinn. Samhljómur kirkju- klukkna í Reykjavík hringir inn há- tíöina. í kirkjugarðinum við Suður- götu leggur forseti borgarstjómar blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Að þeirri athöfn lokinni ganga þeir sem þar hafa safn- ast saman fylktu liði á Austurvöll. Við Alþingishúsið standa nú lög- reglumenn heiðursvörð og þangað streyma bifreiðar með æöstu menn þjóðarinnar og fulltrúa erlendra ríkja. Von bráðar er orðin þröng á þingi í anddyri Alþingishússins. Prúðbúið fólkið raðar sér upp eftir settum reglum og gengur út á Aust- urvöll, alhr nema forsetinn, forsætis- ráðherra og Fjallkonan sem stendur ein í Kringlunni og fer í síðasta sinn yfir hátíðarljóðið. Að loknu setning- arávarpi formanns þjóðhátíðar- nefndar ganga þau ásamt tveimur nýstúdentum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og leggur forseti þar blómsveig frá þjóðinni. Því næst er ávarp forsætisráöherra og að lokum flytur Fjallkonan ættjarðarijóð. Á milli atriða er kórsöngur og lúðra- sveitaleikur. Athöfnin á Austurvelli er i fóstum skorðum, engu öðra lík og þannig á hún að vera. Hún er íslensk. Á eftir hlýða hátíðargestir á messu í Dóm- kirkjunni. Stjórnstöð hátíðarinnar í höfuðstöðvum íþrótta- og tóm- stundaráðs að Fríkirkjuvegi 11 er mikill erih, þar er stjómstöð 17. júní hátíðarinnar. Athafnamanninum Thor Jensen hefði eflaust vel hkað að sjá það hlutverk sem hið virðulega heimili hans gegnir á þessum degi. Gamla vinnustofan er nú fjarskipta- miðstöð með talstöðvar og íjölda síma. í stássstofunni, sem á sínum tíma var ein sú glæsilegasta í land- inu, sitja nú starfsmenn stofnunar- innar að snæðingi. Þeir hafa verið að störfum frá því snemma um morg- uninn. Það er örlítil stund milli stríöa. í kjallaranum, þar sem synir hans léku billjard, er bækistöð þeirra sem sjá um skreytingar á sviðum meö fánum og blöðram. Garðskál- inn, þar sem fjölskyldan drakk kókó á hátíðisdögum, hefur nú verið klæddur innan með svörtu hni. Þar mun spákona hafa aðsetur. Um allan Hallargarðinn hefur verið komið fyr- ir leiktækjum fyrir börnin. Upp úr hádegi er miðbærinn tilbú- inn að taka við þeim þúsundum barna og fuhorðinna sem þangað leggja leið sína á þessum degi. Götum hefur verið lokaö þannig að nú verð- ur einungis komist um á tveimur jafnfljótum. Smám samah fjölgar fólkinu og klukkan tvö, þegar skrúð- göngurnar koma, fyllast allar götur miöborgarinnar. Fyrir framan sölu- tjöldin myndast strax ös því öll börn verða að fá 17. júní blöðra og fána. Á sviðunum hefjast skemmtiatriöi af ýmsu tagi, úr hátölurum berst tónhst og raddir leikaranna yfir manníjöld- ann. 17. júní í Reykjavik er fjölmennasta útihátíð sem haldin er á íslandi ár hvert. En þó fjöldinn sé mikill gengur allt vel fyrir sig. Margir þekkja orðið skipulagið og vita að skemmtilegra er að flakka um hátíðarsvæðið en að dvelja einvörðungu á einum stað. Áth.: Millifyrirsagnir eru blaösins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.