Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Skák Friðrik og Larsen vöktu athygli í Moskvn '56 11. desemberkl. 16:30 Ólympíuskákmótiö sem nú stendur yfir í Moskvu er 32. mótið í röðinni. Þetta er í annað sinn sem ólympíumót er haldið í Moskvu þótt aðstæður séu nú með riokkuð öðrum hætti. Þegar tefit var í Moskvu 1956 stóð veldi kommún- ista sem hæst en nú er öldin önnur þótt áhöld séu um það hvort ástand þar eystra hafi batnað eða versnað. Þrjátíu og íjórar þjóðir sendu full- trúa sína á mótið í Moskvu ’56. Eins og við mátti búast fóru Sovétmenn með sigur af hólmi, enda engir smáfiskar þar um borð: Botvinnik, Smyslov, Keres, Bronstein, Taj- manov og Geller. Sveit Júgóslava, með Gligoric á fyrsta borði, hreppti silfurverðlaun og bronsið kom í hlut Ungverja þar sem Szabo var í fararbroddi. Teflt var með öðru sniði á ólymp- íuskákmótunum en nú er þar sem tefldar eru 14 umferðir eftir Monrad-keríi í einum stórum flokki yfir hundrað þátttökuþjóða. Fyrst voru undanrásir og síðan teflt til úrshta í þremur flokkum. ' íslenska skáksveitin var skipuð Friðriki Ólafssyni, Inga R. Jó- hannssyni, Baldri Möller, Frey- Friðrik Ólafsson og Bent Larsen vöktu mikla athygli á ólympíumótinu í Moskvu 1956, liðlega tvitugir. Friðrik steini Þorbergssyni, Sigurgeiri vann m.a. Najdorf og Larsen hreppti stórmeistaratitil. Gíslasyni og Arinbimi Guðmunds- syni. f undanrásum gekk sveitinni ekki sem skyldi og tókst ekki að komast í „A-úrslit“ og tefia í hópi tólf útvalinna þjóða. Hins vegar stóð sveitin sig vel í B-flokki, varð þar í 2. sæti á eftir Austurríkis- mönnum en fyrir ofan sveitir Svía, Finna, Hollendinga, Þjóðverja, Frakka og Norðmanna, svo nokkr- ar séu nefndar. Friðrik Ólafsson, 21 árs gamall, náði bestum árangri íslensku kepp- endanna, fékk 13 v. úr 18 skákum. Friðrik hafði þegar getið sér gott orð á alþjóðavettvangi og þátttaka hans vakti töluverða athygli, enda var sýnt að þarna var maður fram- tíðarinnar á ferð. Athyglin beindist ekki síður að jafnaldra Friðriks og félaga, Bent Larsen, sem var svo lánsamur að koma dönsku sveit- inni upp í A-flokk. Larsen „sló í gegn“ í baráttunni við stórmeistar- ana, hlaut 14 v. af 18 mögulegum og var í kjölfarið útnefndur stór- meistari. Lítum á þekktustu skák Friðriks frá Moskvu. Hér á hann í höggi við stórmeistarann fræga, Miguel Najdorf, sem þá var 46 ára gamall og margreyndur áskorandi. Hvítt: Friðrik Ólafsson Svart: Miguel Najdorf Kóngsindversk vörn. 1. c4 RfB 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. e4 d6 5. f3 e5 6. Rge2 c6 7. Be3 0-0 8. Dd2 Da5?! Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þessi skák var tefld byggist „teórían" enn á gömlum grunni. Betra er taliö 8. - Rbd7, eða 8. - exd4 en tilraun Najdorfs, sem virðist beint gegn langri hrókun hvíts, reynist einfaldlega leiktap. 9. d5! cxd5 10. cxd5 a6 11. a3 Dd8 Ef 11. - b5 12. b4 Dd8 13. Rcl og síðan 14. Rb3 og hvítur beinir spjót- um sínum að drottningarvængn- um. 12. g4 Rbd7 13. Hbl b5 14. h4 Hb8 Eins og Friðrik bendir á í sinni ágætu bók, Við skákborðið í aldar- fjórðung, sem út kom hjá tímarit- inu Skák 1976, er 14. - h5 betra sem spomar við atlögu hvíts. 15. Rg3 b4 16. axb4 Hxb4 17. h5 Rc5 18. hxg6?! fxg6 19. Dh2! Svartur á nú í mestu erfiðleikum BJARTMAR GUÐLAUGSSON BJÖRGVÍN HALLDÓRSSON BJÖRN JÖRUNDUR BUBBI MORTHENS DANCIN MANIA EGILL ÓLAFSSON HÖRÐUR TORFASON KÓR ÖLDUTÚNSSKÓLA PLÁHNETAN SCOPE OG SVALA BJÖRGVINS SSSÓL TRÍÓ ÓLAFS STEPHENSEN VINIRVORS &BLÓMA ólatónleikar SKÍFUNNAR 1 Háskólabíói til styrktar krabbameinssjúkum bömum með að mæta hótuninni 20. g5 en gæti þó reynt 19. - Kf7! sem sovéski skákmeistarinn Romanovsky stakk upp á, með hugmyndinni 20. g5 Re8 21. Dxh7? Hh8 og fangar drottninguna. Þetta er ástæðan fyr- ir því að uppskiptin í 18. leik vora trúlega of snemma á ferðinni. 19. - De8? 20. g5 Rh5 21. Rxh5 gxh5 8 i VXé 7 Jl A 6 1 Á 5 4Ai AA 4 I A ABCDEFGH 22. Bxc5! í raun og veru vinnur Friðrik sig- ur með þessum og næstu leikjum sem byggjast á þeirri strategísku hugmynd að skilja svartan eftir með tætta peðastöðu í endataflinu. 22. - dxc5 23. Be2! Auðvitað ekki strax 23. Dxh5? Dxh5 24. Hxh5 Hxf3 og hótar 25. - Hxc3. Peðið á h5 býr ekki við nein- ar samgöngur. Umsjón Jón L. Árnason 23. - a5 24. Rdl! Annar sterkur leikur. Riddarinn býr sig undir að heija að veikleik- um svarts. 24. - Dg6 25. Dxh5 Dxh5 26. Hxh5 Bd7 27. Hcl Hc8 28. Bc4 Be8 29. Hh2 Bf8 30. Re3 Hcb8 31. Hlc2 Bg6 32. Hhd2 Bd6 33. Ba2! Og nú, þegar riddarinn hefur að- gang að c4-reitnum, fer að styttast til leiksloka. 33. - Kg7 34. Rc4 Bc7 35. d6 Bd8 36. Rxe5 Bxg5 37. Rc6! H4b6 38. Rxb8 Bxd2+ 39. Hxd2 Hxb8 40. e5 - Og Najdorf gafst upp. Eitt ein- kenni á skákum Friðriks er hversu seint hann hrókar. í þessari skák hrókaði hann alls ekki og hvíti kóngurinn stendur meira að segja enn á upphafsreitnum. í pólskri bók um ólympíuskák- mótin er birt úrval skáka og stöðu- mynda frá mótinu í Moskvu, alls 48 dæmi. Þar af eru birtar fimm skákir Friðriks sem sýnir hve frísklega hann tefldi á mótinu og hve taflmennska hans vakti mikla athygli. Grípum niður í skák hans við Wantz, frá Lúxemborg. Friðrik hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu: 19. Rb5! Bxcl 20. Rd6+ Kf8 21. Bxcl! Kg8 22. Hxf7 Dxf7 23. Rxf7 Kxf7 24. Dh5+ g6 25. Df3+ Ke8 26. Df6 Hf8 27. De6+ Kd8 28. Bxh6 - Og svartur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.