Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Dagur í lífi Ingibjargar Pálmadóttur alþingismanns: Ingibjörg Pálmadóttir alþingismaður á von á löngum og ströngum næturfundum rétt fyrir jól. DV-mynd GVA Eg vakna klukkan hálfsjö þennan mánudagsmorgun og er milli draums og veruleika tii klukkan sjö sem þýð- ir að ég verð að taka heldur betur til hendinni til að klára mig af morgun- verkunum en klukkan átta þarf ég að vera komin í Akraborgina. Yngsti sonurinn, 5 ára, nennir ekki strax í leikskólann svo pabbi gamli sér um hann eins og oftast. Við morg- unverðarborðið fara fram venjulegar samningaviðræður við þann stutta um sykurmagn í hafragrautnum, tannvemdarsjónarmið og önnur heilbrigðismál þar til hann sættist á að ein teskeið af sykri sé meira en nóg. Uti er snjókoma og allt orðið jóla- legt en ég er ein þeirra sem hlakka alltaf jafn mikið til jólanna. Mér finnst aðventan einn allra besti tími ársins sem gerir skammdegið allt bærilegra. Akranesbær er allur ljós- um prýddur í morgunsárið og ég renni mér í Akraborgina rétt fyrir klukkan átta. Starfsmenn skipsins eru brosleitir og þægilegir eins og ávallt. í þetta skipti er ég ekki látin bakka í þröngt horn um borð í skip- inu, ég er alltaf jafn fegin þegar ég losna við það. En það þykir víst skemmtiatriði út af fyrir sig (ekki fyrir mig) heldur áhöfnina að fylgjast með ökuleikni minni sem er að sögn ótrúleg og ég er oft spurð hvar ég hafi tekið bílpróf. Bréfaskriftir í Akraborginni í skipinu hitti ég meðal annarra samþingsmenn mína á Vesturlandi. Þeir eru að vinna hver í sínu horni og ég tek upp plögg mín og punkta niður ýmislegt. Skrifa tvö bréf, ann- að til hjóna á Skógarströndinni sem ég naut gestrisni hjá síðastliðinn laugardag en þá var húsbóndinn 60 ára. Þar var mikil veisla að gömlum og góðum sveitasiö. Á skrifstofu í Þórshamri er ég mætt upp úr klukkan níu. Þar bíða mín skilaboð svo ég dembi mér í samtöl og símtöl sem endast mér til hádegis. í hádeginu var áætlað að trimma en þingmenn hafa nýlega fengið bað- aðstöðu svo ekkert er að vanbúnaði fyrir þá að stunda hkamsrækt. Sitt- hvað verður þó til þess að ekkert verður úr því í dag, meðal annars er ég beðin að skrifa smáblaðagrein sem ég þarf að skila í hvelli. Ég af- greiði það og borða síðan steiktan fisk með Guðrúnu Helgadóttur al- þingismanni. Hún er afar skemmti- leg kona og eftirsóknarvert að vera í návist hennar. Nú er hún í miklum hugleiðingum um næsta leik í póli- tíkinni. Tekiðá móti gestum Klukkan eitt er fundur í stjórn þingflokksins. Þar er undirbúin dág- skrá fyrir þingflokksfund klukkan hálftvö. Umræðuefni þingflokks- fundar eru margvísleg. Við fáum gest í þingflokkinn sem kynnir okkur meðal annars þróunaraðstoð á Grænhöfðaeyjum og hann minnir okkur á hvað skerfur íslendinga er smár í þróunarmálum. Önnur mál eru einnig á dagskrá. Ljóst er að önnur umræða fjárlaga dregst veru- lega sem þýðir að þinghaldið fyrir jól lengist frá því sem ákveðiö var eins og oft áður sem þýðir langa og stranga næturfundi rétt fyrir jól með tilheyrandi þreytu og pirringi. Klukkan þrjú hefst þingfundur sem stendur stutt yfir - nokkrar fyrir- spurnir. Ég fæ gesti í heimsókn sem eru að kynna sér stöðu í vissu máli sem tengist kjördæminu. Síminn gengur stanslaust en skemmtilegasta upphringing dagsins er frá fyrrverandi þingmanni, Ás- geiri Bjarnasyni í Ásgarði, sem eins og venjulega skilur eftir heiðríkju í sáhnni. Ég hringi í gamla vinkonu mína sem á aftnæli í dag en þá er líka tími til kominn að ná Akraborg- inni aftur klukkan hálfsjö. Snarl borðað við sjónvarpið Klukkan hálfátta kem ég heim á blessaðan Skagann. Það er fámennt heima svo við fáum okkur snarl fyr- ir framan fréttir í sjónvarpinu - vondur siður en algengur á mínu heimili. Sá yngsti heimtar að spila Ólsen Ólsen með fréttatímanum. Síð- an fer hann í rúmið og fær kvöldlest- ur. Nú er það H.C. Andersen sem á hug hans allan: Ljóti andarunginn í gær og Litla stúlkan með eldspýturn- ar í dag. Eftir lesturinn telur hann mig bestu mömmu í heimi og Borgar- nesi líka. Þeir kunna að plata mann, þessir strákar, enda fær hann eina stutta aukasögu. Eftir lesturinn kveikjum við hjóna- kornin á kertum og skrifum nokkur jólakort til vina okkar erlendis, fyrstu jólakortin komin í umslög - hálfnað er verk þá hafið er. Klukkan er orðin allt of margt þeg- ar ég fer að sofa því í fyrramálið þarf ég að vakna fyrir klukkan sex og keyra til Reykjavíkur til að geta verið komin á nefndarfund klukkan átta. Það er gott að leggjast á koddann, ég tek enga bók meö mér í rúmið og svíf inn í svefninn eins og skot, enda ekki seinna vænna. Finnur þú fimm breytingar? 287
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.