Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 40
44
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994
Kafli úr bókinni Bankabókin eftir Ömólf Ámason:
„Skottíð er opið
„Margir glæpamenn sýna fórn-
arlömbum sínum meiri mannúð og
velvild en viðskiptamenn geta vænst
hjá íslenskum bönkum,“ segir Nóri.
„Ef maður vissi ekki hverjir ráða
ferðinni myndi maður spyija hvers
vegna Alþingi kjósi alltaf bankaráð
sem svo aftur velji slíka menn til að
stýra bönkunum, menn sem alltaf
haga því svo að almenningur sé
hlunnfarinn og smærri atvinnurek-
endur, hið raunverulega frjálsa
framtak þjóðfélagsins, en vinna leynt
og ljóst fyrir ættarklíkur og sam-
tengd einokunarveldi. Á verðbólgu-
tímunum fyrir verðtryggingu töpuðu
þeir sem ekki kunnu betri ráð en að
leggja peninga inn í banka. En þegar
vextir af innlánum voru gefnir frjáls-
ir 1. mars 1986 fundu bankarnir óðar
upp nýjar aðferðir til að láta sparifé
fólks, sem ekki sá við þeim, brenna
upp.“
Eg bendi á það að fleira veldur
hinni gífurlegu eignatilfærslu á 9.
áratugnum. A tveimur árum, 1983-
1985, þegar búið var að taka launa-
þátt verðtryggingarinnar úr sam-
bandi, rýrnaði kaupmáttur launa um
hvorki meira né minna en fimmtung.
Þannig lá landið þegar innlánsvextir
bankanna voru gefnir frjálsir og enn
hófst ný sókn.
„Aðferðin var sú að breyta kerflnu
þannig að viðskiptavinirnir þyrftu
að hlaupa eftir sérkjaratilboðum
bankanna, færa peningana inn á
nýja reikninga og binda þá í langan
tíma til að njóta jákvæðra raun-
vaxta,“ segir Nóri. „Á nokkrum
fyrstu mánuðunum tapaði fólk millj-
örðum króna á núvirði vegna þess
að það lét af einhvetjum ástæðum fé
sitt hggja kyrrt á almennum spari-
sjóðsbókum."
Athugun Seðlabankans sem birt
var í Fjármálatíðindum í ársbyrjun
1986 leiddi í ljós að aldurshópurinn
60 ára og eldri átti þá 50,7% af heild-
arinnstæðum innlána í flokknum
„almenn innlán".
Engin ábyrgð
bankastjóra
„Það er dæmigert fyrir afstöðu
bankanna til viöskiptavinanna að
bankastjóramir svöruðu því bara til
að fólki væri sjálfrátt hvernig það
ávaxtaði peningana sína,“ segir Nóri.
„Bankastjórum dettur ekki í hug að
þeir beri ábyrgð á hagsmunum fólks
sem ekki er nógu glúrið að fylgjast
með nýjustu hundakúnstunum í
vaxtamálum vegna þess að það sé of
illa upplýst, heimskt eða afgamalt
nema allt fari sarnan."
„Eða hefur önnur brennandi
áhugamál en peninga og treystir
bönkunum," segi ég.
„Bankana varðar allra síst um svo-
leiðis pakk,“ segir Nóri og tekst allur
á loft. „Þeir sem hafa brennandi
áhugamál á öðrum sviðum eru áreið-
anlega stórhættulegt fólk og úr því
að það er bannað að misþyrma því,
hvað þá drepa það, er að minnsta
kosti sjáifsagt að stela frá því. Og um
hina, aula sem treysta bönkunum,
þá get ég bara sagt að slíkt dóm-
greindarleysi uppsker hvergi aðra
umbun en fyrirlitningu, allra síst í
bönkunum."
Við erum búnir að borða nægju
okkar af pönnukökunum hennar
Kristínar. Ég fékk mér bara eina með
rjóma, hann át hinar, en það má
mikið vera ef ég skákaöi ekki Nóra
við að hesthúsa upprúllaðar pönnsur
með sykri.
„Bankamir eru siðlausustu stofn-
anir landsins," segir Nóri. „Ég er
ekki að segja að bankastjórarnir eða
aðstoðarmenn þeirra þurfi endilega
að vera illa innrættir, þó að það hafi
aldrei útiiokað neinn frá starfi svo
óg viti til. En afstaða bankanna gagn-
vart viðskiptavinunum er svo gijót-
Sverrir Hermannsson bankastjóri.
hörð að ég hugsa að það verði að leita
aftur í samskiptin við dönsku einok-
unarverslunina til að finna dæmi um
annað eins. Eftir að raunvextir urðu
jákvæðir, frelsi jókst og samkeppni
hófst milli bankanna er að vísu auð-
veldara fyrir fólk að afla sér upplýs-
inga um kjör á innlánum og boðið
upp á þjónustufulltrúa til að leið-
beina þeim sem bera sig eftir því.
Þetta lítur vel út á yfirborðinu en
þolir ekki mikla athugun. Satt að
segja er þetta sama stigamennskan
og áður.
Falin úttektargjöld
Dæmi um það er hvernig bankarn-
ir láta hjá líða að skýra frá ýmsum
kostnaði sem þeir innheimta hjá við-
skiptavinunum svo sem úttektar-
gjaldi vegna kjörvaxtareikninga og
gullbóka sem hvergi kemur fram í
þeim fagurprentuðu skilmálum sem
fólk fær í hendur."
Ég stenst ekki þá freistingu að
stríða Nóra svolítið.
. „Er það vegna þess að þú varst að
koma úr messu sem þú berð hag
gamla fólksins svona óskaplega
þungt fyrir bijósti, Nóri minn?“ spyr
ég. „Fórstu að hugsa um að þú færir
bráðum að reskjast sjálfur og fannst
til samkenndar?"
„Það er ekki bara gamla fólkiö sem
þeir leggjast á,“ svarar Nóri. „Nýj-
ustu fórnarlömbin eru börn og ungl-
ingar. Að undanfornu hafa allir
bankarnir dinglað einhveijum gylli-
boðum framan í unghnga. Oröalagið
er til dæmis „góðir vextir" og „hag-
stæö innlán". En ef þetta er athugað
nánar eru vextirnir á bihnu 0,4-1,5%.
Sér er nú hver dýrðin! Einhvern tíma
hefðu þeir nú ekki þótt fínir menn
sem ljúga aö bömum og unglingum
til þess að gera sér trúgimi þeirra
að féþúfu. En ef maður er banka-
stjóri með tíu milljónir í árslaun þá
skiptir það kannski ekki miklu máh
hvaða álit fólk úti í bæ hefur á
manni, það er alltaf nóg af brosandi
og huggulegu fólki i kringum mann,
sumt af því svo undirdánugt að unun
er að láta það snatta og stjana við
sig. Þá skiptir nú litlu máli hvað aðr-
ir eru að nöldra um afstæð hugtök
eins og siðferði.“
Útlánin em næst á dagskrá hjá
okkur, einkum óbilgirnin þegar ver-
ið er að innheimta gjaldfahnar skuld-
ir. Dæmi um siðlausa framkomu
bankanna gagnvart viðskiptavinum
sínum segir Nóri vera að við ákvörð-
un vaxtaálags á útlánunum haldi
þeir áfram að sefja vel stæða lántak-
endur með trausta ábyrgðarmenn
nær undantekningarlaust í næst-
hæsta áhættuflokk. Þeir upplýsi fólk
aldrei um það hvemig það geti kom-
ist í betri flokk en líklega gætu marg-
ir fengið lækkun á vaxtaálagi með
því að leggja fram gögn sem auðvelt
ætti að vera að útvega ef þeir vissu
um rétt sinn. En einstakhngar munu
sjálfkrafa vera settir í áttunda eða
næstahæsta áhættuflokk, aðeins á
eftir vanskilamönnum á svarta list-
anum frá Hafnarfirði sem lenda í
níunda flokki.
Áhættuflokkarnir
„Það er fullkomlega óeðhlegt að
setja skilvísa, heiöarlega og stönduga
einstakhnga í næsthæsta áhættu-
flokk enda er það aðeins gert th að
okra á þeim,“ segir Nóri. „Frændi
minn, ungur tannlæknir sem er
miklu glúrnari í peningamálum en
flestir viðskiptafræðingar, tók
skuldabréfalán um daginn. Ábyrgð-
armaður var faðir hans, fyrrverandi
útibússtjóri eins ríkisbankans, sem
áreiöanlega myndi fremur dansa
nakinn á Austurvelli en að borga
ekki hvern reikning á gjalddaga, ég
sagði Austurvehi af því að hann th-
biður Jón Sigurðsson - forseta, ekki
þjóðhaga - og á auk þess marga vini
í safnaðarstjórn Dómkirjunnar.
Heldurðu að þeir hafi ekki skellt
Jónas Haralz bankastjóri.
Tanna litla í áttunda áhættuflokk?"
„Og hvað sagði gamli útibússtjór-
inn við því?“ spyr ég fullur hluttekn-
ingar yfir meðferðinni á þessu vel
stæða fólki.
„Hann sagði ekki neitt, það var
auðvitað tannlæknirinn sem upp-
götvaði þetta og gerði allt súrrandi
vitlaust," segir Nóri. „Bankastjórinn
lækkaði hjá honum vaxtaálagið eftir
að hann skýrði út hvílíkur skilamað-
ur hann væri að langfeðgatah. Hann
segist hafa verið beðinn um að hafa
ekki hátt um þetta og getur sér þess
th að bankarnir óttist að geta ekki
staðið gegn því ef fleiri heimti laekk-
un vaxta á sömu forsendum."
Frændur og vinir
Tal okkar beinist að framkomu
bankanna við þá sem lenda í
greiðsluerfiðleikum og óbilgirninni
sem einkenni innheimtuaðferðirnar.
Við erum sammála um að kapp sé
lagt á að kasta sem stærstum og feit-
ustum bitum fyrir löglærðu hákarl-
ana meðan verið er að hausa og flaka
skuldaþorskana. Algengt er að lög-
fræðingar úti í bæ séu strax komnir
með ýmis skuldamál th innheimtu
þó að bankinn hafi starfsmenn th að
annast shkt, oft einhveijir sem tengj-
ast bankastjórunum folskyldu- eða
öðrum hagsmunaböndum. Þá verður
ekki annað séð en að klíkuskapur eða
í besta falli duttlungar ráði ákvörð-
unum um hörku eða linkind, niður-
felhngu vaxta, uppboð húseigna og
aðrar örlagaríkar ákvarðanir fyrir
fjölskyldur og fyrirtæki sem í hlut
eiga.
Svívirðileg brot
„Bankastjórar og útibússtjórar
gerast á hverjum degi sekir um sví-
virðileg brot á öhu velsæmi, ef ekki
hka lögum, þó að erfitt sé að sanna
hvert einstakt tilvik,“ segir Nóri.
„Þeir horfa upp á og stuðla jafnvel
að því að saklaust fólk sé platað til
að taka ábyrgð á fjárskuldbindingum
sem bankastjórarnir vita ofur vel að
vafasamt eða alveg vonlaust er að
skuldarinn geti greitt. Stundum má
þeim vera fuhljóst að ábyrgðaraðil-
inn myndi ekki skrifa upp á ef hann
vissi eins vel og bankinn hvernig
högum skuldarans er háttað.“
Nóri tekur fram ljósrituð blöð og
skoðar áður en hann heldur áfram:
„Hér er ég með upplýsingar um góð-
verk sem annar þjóðbankinn vann á
einstæðri móður með fimm börn í
sjávarplássi úti á landi. Konan hafði
skrifað upp á víxh fyrir ættingja
sinn, laghentan mann sem er at-
vinnulaus og datt í hug að nýta tím-
ann og gera endurbætur á húsi sínu
af því að hann hafði vilyrði fyrir 650
þúsund króna láni frá Húsnæðis-
stofnun að verkinu loknu. En því
miður kom í ljós við nánara mat á
eigninni að veð dugði ekki fyrir lán-
inu og því gat maðurinn ekki endur-
greitt bankanum. Víxlinum var þá
breytt í skuldabréf til eins árs en
samt vafðist fyrir manninum að
borga. Þar sem skuldarinn er at-
vinnulaus, en konan hefur vinnu og
tekur heim meö sér um 70 þúsund
krónur á mánuði eftir staðgreiðslu,
þótti bankanum það þjóðráð, enda
þjóðbanki, að breyta skuldabréfinu,
sem nú stóð í 654 þúsund krónum,
þannig að það verði th tveggja ára í
viðbót að því thskildu að unga-
mamman vinnusama gerðist aðal-
skuldari en atvinnulausi maðurinn
færði sig í sæti ábyrgðarmanns. Þetta
er nú bara með meinlausustu sögun-
um sem ég hef heyrt um hegðun
bankanna. Oft eru upphæðir svo
margfalt stærri og sorglegur endir
fylgir sögu. En þetta pínulitla mál,
sem kannski er ekkert pínulítið fyrir
barnafjölskylduna sem í hlut á, þykir
mér dæmigert fyrir ósköp venjulega
afgreiðslu ríkisbanka á erfiðleikum
sem snerta ósköp venjulegt fólk.“