Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 13 , \ < • 'n ! id : jp ;: M I Litlu börnin eru farin að bíða óþreyjufull eftir jólunum. Mörgum finnst það mikilvægur áfangi á leiðinni til jólanna þegar kveikt er á stóra jólatrénu á Austurvelli. DV-mynd GVA Senn koma jólin Litlu börnin eru þegar farin að bíða óþreyjufull eftir jólunum, enda eru ekki nema tvær vikur þar til aðfangadagurinn rennur upp. Höfuðborgin og helstu kaupstaðir á landinu hafa að undanfórnu bor- ið greinileg merki þeirra umsvifa kaupsýslunnar sem einkenna jóla- haldið á okkar tímum. Og þetta merkilega séríslenska fyrirbrigði, jólabókaflóðið, er í daglegum vexti. En þótt marght ljós jólaverslun- arinnar blasi við augum nánast hvert sem litið er í þéttbýlinu þessa dagana virðist augljóst að hjá mörgum verður veraldleg umgjörð jólanna fátæklegri en oft áður. Því valda fyrst og fremst miklir fjárhagslegir erfiðleikar margra fjölskyldna. Gjaldþrot, atvinnu- leysi, sjúkdómar, lág laun margra sem þó hafa atvinnu, þungur skuldabaggi vegna húsnæðis - þetta eru allt vágestir sem hafa heimsótt þúsundir íjölskyldna í landinu síðustu misserin og munu setja sinn dapra svip á jólahaldið á mörgum heimilum. Fyrir síðustu jól var óvenju mikið um að fjölskyldufólk leitaði aðstoð- ar hjá félagsmálayfirvöldum og margs konar hjálpar- og líknar- stofnunum vegna fjárhagslegra erf- iðleika. Þannig verður það víst einnig fyrir þessi jól þvi neyðin hef- ur ekkert minnkað nema síður sé. Jól í verkfalli? Til viðbótar kemur að svo getur farið að þegar jólin ganga í garð hafi heil stétt manna verið í verk- falli í einn og hálfan mánuð. Sem stendur virðast nefnilega litlar lík- ur tíl þess að gengið verði til samn- inga við sjúkraliða fyrir jólahátíö- ina. Síöustu vikumar hefur engin al- vara verið í samningaviðræðunum í þessari kjaradeilu, þrátt fyrir um fimmtíu sáttafundi. Ríkisvaldið sit- ur enn á eigin tímasprengju, þar sem er samningurinn við hjúkrun- arfræðinga frá því í vor, og virðist ekki finna ráð til að aftengja bomb- una. Félagsmenn í sjúkraliðafélaginu era ríflega 2100 talsins. Af þeim fjölda eru líklega um 750 manns í verkfalli. Það segir sig sjálft að þrátt fyrir éinhveijar verkfallsbæt- ur verður þröngt í búi hjá fólki sem hefur veriö án reglulegra launa sinna í á annan mánuð. Það hlýtur að segja til sín um jólin. Verkfalhð hefur einnig valdið mörgum sjúkhngum vandræðum. Þjónusta heilbrigðiskerfisins við fjölmarga sjúka, fatlaða og aldraða hefur stórlega minnkað vegna vinnustöðvunarinnar. Þess vegna má búast við að hjá mörgum sem búa við heilsuleysi eða fötlun geti þessi jól reynst óvenju erfið. Heimurbókanna Mörg undanfarin ár hafa jólin og bækurnar verið tengd afar sterk- um böndum í hugum íslendinga. Það er vafalaust óbærileg tilhugs- un fyrir fjölmarga landsmenn að halda jól á þessari sögueyju okkar án nýrra bóka til gjafa og lestrar. Síðustu árin hefur mikið verið rætt og ritað um bóklestur íslend- inga og þær ógnir sem sækja að bókmenningu samtímans vegna tæknibyltingar í myndmiðlun. Sumir hafa þar snúist th varnar. Fyrir eigi löngu var til dæmis efnt til skemmtilegrar keppni í skólum landsins um lestur bóka. Það átak vakti mikla athygh og umræður í þjóðfélaginu og hefur vafalaust aukið áhuga margra af yngri kyn- slóðinni á bóklestri. En þótt sérstakar aðgerðir af slíku tagi séu gagnlegar skiptir þó mestu máli að leggja rækt við bók- ina allt árið um kring. Það ræktun- arstarf á auðvitað að verulegu leyti að fara fram á heimilunum, í faðmi fjölskyldunnar. En heimhin eru misjafnlega í stakk búin th aö vekja athygli bama á stórbrotnum heimi bókar- innar. Sums staðar em alls engar forsendur th slíks uppeldis, því miður. Laugardags- pistiU Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Þess vegna er hlutur bókasafn- anna og skólanna í nauðsynlegu bókauppeldi barna og unghnga áf- ar mikilvægur. Starfsfólk þeirra stofnana glæðir hka áhuga unga fólksins með margvíslegum hætti og getur þegar best tekst th breytt htlum neista í myndarlegt bál. Viö skulum minnast þess að jóla- bókaflóöið stendur bara nokkrar vikur einu sinni á ári. Hiö andlega ræktunarstarf í bókasöfnum og skólum er hins vegar unnið mestan hluta ársins. Ekki er hægt að mikla nógsamlega þýðingu þess fyrir framtíð íslenskrar menningar að þar sé vel aö verki staðið. Kraftur þráttfyrir allt Það hefur ekki farið fram hjá neinum að bókaútgáfa hefur átt í vemlegum erfiðleikum síðustu tvö árin eða svo. Margir kenna þar sérstaklega um bókaskattinum svonefnda sem tek- inn var upp í fyrra. Virðisauka- skatturinn lagöist þá með miklum þunga á útgefendur og höfunda ís- lenskra bóka. Afleiðingin var með- al annars sú að mun færri bækur voru gefnar út en árið á undan. Sum virt forlög lentu svo í alvar- legri fjárhagslegri kreppu í kjölfar- ið, eins og fram hefur komið í frétt- um. Því var spáð að samdráttur í út- gáfu yrði líklega áberandi á þessu ári. En nú þegar bókaflóðið er að ná hámarki bendir flest til þess að útgefnir bókatitlar verði mun fleiri en á síðasta ári. DV hefur nokkur undanfarin ár gefið út sérstakt bókablaö í des- ember. Þar er sagt frá öllum nýút- komnum bókum. Þessi bókatíðindi fylgja blaðinu í næstu viku. Þar verða kynntar um 430 nýjar bækur sem er veruleg aukning frá þeim fjölda nýrra bóka sem sagt var frá í bókablaði DV í fyrra. Þessi mikla útgáfa er ánægjulegt merki um aukna bjartsýni og kraft þrátt fyrir bókaskattinn og efna- hagslega lægð í þjóðfélaginu. Að þessu sinni eru fá stór útgáfu- fyrirtæki sennilega sterkari á bókamarkaðinum en nokkru sinni. En í skjóli þessara mikhvægu risa þrífst fjölbreytt flóra líthla fyrir- tækja og einstakhnga sem gefa út eina eða fáeinar bækur hver um sig. Slíkt einstakhngsframtak er reyndar angi af þeirri almennu þátttöku í menningarstarfsemi sem er eitt af jákvæðustu einkennum íslensks þjóðlífs um þessar mundir. Það eru svo ótrúlega margir íslend- ingar virkir í einhverju menning- arstarfi. Þeir skipta örugglega þús- undum sem eru að skapa eða túlka hst af fjölbreytilegasta tagi: skáld- verk, leikverk, myndverk, tónverk. Slík almenn þátttaka er ánægjulegt merki um kraftmikið menningarlíf þjóðar. Skáldsagan í sókn Þegar reynt er að rýna í bókaflóð- iö vekur strax athygh hversu mikið líf virðist í íslenskum skáldsagna- höfundum um þessar mundir. Núna koma út mun fleiri nýjar ís- lenskrar skáldsögur en á síðasta ári. Fyrir þessi jól geta lesendur til dæmis valið úr nýjum prósaverk- um eftir höfunda á borð við Árna Bergmann, Einar Kárason, Fríðu Á. Sigurðardóttur, Hallgrím Helga- son, Ólaf Jóhann Ólafsson, Pétur Gunnarsson, Sjón, Thor Vhhjálms- son og Vigdísi Grímsdóttur, svo nokkrir séu nefndir. Hér er um mjög ólík skáldverk að ræöa, en þau hafa yfirleitt feng- ið ágætar viðtökur hjá gagnrýn- endum dagblaðanna og bera vott um að skáldsagan sé ekki aðeins sprelhifandi heldur beinlínis í sókn. Margboðað andlát hennar lætur sum sé á sér standa, sem betur fer. Einnig er gaman að sjá gróskuna í ritun skáldverka fyrir börn og unghnga. Margir íslenskir höfund- ar senda frá sér nýjar bækur um og fyrir ungt fólk. Þar ber mikið á raunsæislegum skáldsögum sem gerast í íslenskum veruleika en einnig bregður fyrir ævintýrum, ekki síst í sögum fyrir yngstu les- endurna. Bama- og unglingabækur þurfa auðvitað fyrst og fremst að vera ungum lesendum sínum th skemmtunar og fróðleiks. En á þessum timum yfirþyrmandi am- erískrar myndmiðlunar í sjón- varpi, á myndböndum og í tölvu- leikjum er líka mikhvægt fyrir þroska og sjálfsvitund ungs fólks að lesa bækur sem em í jarösam- bandi við íslenskt þjóðlíf sam- tímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.