Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Blaðsíða 46
50 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Sviðsljós_______________________________________ Líf Vivian Leigh kvikmyndastjömu: Harmleikur bak glamúrsins Einhver skærasta stjarna hvíta tjaldsins er án efa leikkonan Vivian Leigh sem sló öll met í kvikmyndinni Á hverfanda hveli þar sem hún fór með hlutverk Scarlettar O’Hara. Sjónvarpið hefur nýlokið við að sýna framhald stórmyndarinnar sem gert var fyrir stuttu en leitin að Scarlett var fyrirferöarmikil áður en af tök- um myndarinnar gat orðið. Leikkonan Vivian Leigh var aðeins 53 ára þegar hún lést árið 1967 en hún var fædd árið 1913 á Indlandi. Hún var óskabarn foreldra sinna en áriö áður höfðu þau misst barn í fæðingu. Hún var skírð Vivian Mary Hartley. Vivian var gift leikaranum Laur- ence Olivier í meira en 20 ár. Vivian átti glæstan feril í leikhúsum á Eng- landi og í Hollywood og svo virtist sem líf hennar væri dans á rósum í hinu glitrandi samkvæmislífi kvik- myndaheimsins. í rauninni var það þó allt annað. Á bakvið sviðsljósið var líf hennar hrein martröð. Hún gekk inn og út af geðdeildum og þurfti oft á raf- magnslosti að halda. Vivian vár alltaf á geðlyfjum vegna snerts af geðklofa sem hún var haldin. Þrátt fyrir þenn- an erfiða sjúkdóm, sem hún barðist við, hélt hún ætíö andlitinu út á við. Allirvildu líkjast henni Hún var hin dáða stjarna úr kvik- myndinni Á hverfanda hveh. Dúkk- ur voru skírðar í höfuðið á henni, súkkulaði var einnig hægt að fá með nafni hennar, ilmvatn var nefnt eftir henni og mynd af henni skreytti frí- merki. Eftir að Vivian Leigh lést liðu mörg ár áður en almenningur fékk að vita hvemig líf hennar var í raun og veru. Faðir Vivian var enskur lögfræð- ingur sem var sendur til starfa til Kalkútta á Indlandi þar sem fjöl- skyldan hafði það mjög gott, var með eigið þjónustufólk og matreiðslu- menn. Foreldrarnir vildu að Vivian færi í enskan skóla og hún var aðeins sjö ára þegar hún var send burt frá foreldrum sínum. Hún átti að læra. hjá nunnum í klaustri á Suður- Englandi. Litlu stúlkumar voru klæddar í dökkbláa búninga og þurftu að sofa í járnrúmum í stómm svefnskála. Vivian skipti oft um skóla á næstu árum. Hún var send í skóla í Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Sviss. Á sumrin kom móðir henn- ar í heimsókn til hennar. Vivian vissi nákvæmlega hvað hún vildi og lét innrita sig í The Royal Academy of Dramatic Art í London, einn helsta leiklistarskóla Bretlands. Ung og ástfangin Vivian var aðeins 18 ára þegar hún varð ástfangin. Hann var þrettán ámm eldri lögfræðingur, Herbert Leigh Holman. Henni fannst hann líkjast uppáhaldsleikara sínum, Leslie Howard. Þau giftu sig árið 1932 og keyptu fallega íbúð í London sem þau skreyttu með velúrgardínum og húsgögnum í stíl Önnu drottningar. Vivian tók sér ársfrí frá leiklistar- skólanum og eignaðist dóttur, Suz- anne. Vivian naut lífsins og hafði aUt til alls því Herbert var vel efnað- ur. Þau réðu þjónustufólk og bama- píu og Vivian hóf aftur nám sitt. Hún fékk síðan lítil hlutverk og umboðs- Vivian Leigh og Clark Gable - hið ógleymanlega par úr kvikmyndinni Á hverfanda hveli. Vivian Leigh í hlutverki sínu sem Kleópatra. Hið fullkomna par var án efa kvikmyndastjörnurnar Vivian Leigh og Laurence Olivier. En á bak við brosið var lif þeirra hrein martröð. mann. Nafni hennar var breytt í Vi- vian Leigh. Vivian hafði mikla hæfileika, hún var falleg og það geislaði af henni. Hún hafði hins vegar mikla minni- máttarkennd vegna handanna. Henni fannst þær svo stórar að hún gekk aldrei út úr húsi nema vera með hanska. Þegar hún lést fundust heil ósköp af hönskum í hirslum hennar. Herbert var mjög ástfanginn af konu sinni en hjónabandið entist ekki lengi þar sem Vivian varð ást- fangin af mótleikara sínum, Olivier Laurence. Hann var líka kvæntur þegar þau kynntust. Hvorugt fékk þó skilnað og liðu nokkuð mörg ár áður en skilnaður var gefinn eftir. Herbert fékk forsjá yfir dóttur sinni en þau Vivian voru alltaf mjög góðir vinir. Uppgötvuð í Ameríku Olivier fór til Hollywood og sá þá ekki Vivian í nokkuð langan tíma. Áriö 1938 ákvað hún að heimsækja hann í kvikmyndaborgina. Þá hafði staðið yfir leit að leikkonu í hlutverk Scarlettar og höfðu margar frægar Hollywood-leikkonur verið prófaðar. Vivian kom því eins og kölluð til kvikmyndaborgarinnar því þar var hún svo sannarlega uppgötvuð. Viv- ian lagði mikið á sig fyrir kvikmynd- ina. Hún vaknaði klukkan hálfþijú á nóttunni til að taka sig til fyrir vinn- una um morguninn. Eftir frumsýn- ingu myndarinnar varð hún síðan einhver skærasta stjarna kvik- myndaheimsins. Vivian var 26 ára þegar þetta gerðist og þá fengu þau Olivier bæði loks skilnað frá mökum sínum. Meðan seinni heimsstyrjöldin geis- aði bjuggu þau í Kaliforníu. Árið 1944 fóru þau aftur til Englands og keyptu sér hús í London. Vivian hafði þá verið lasin um tíma með stöðugan hósta. Hún reyndi að leyna veikind- unum fyrir manni sínum. Hann vissi ekki að hún þjáðist af berklum. Mikil veikindi settu svip sinn á líf þessarar skæru stjömu og er sagt að í raun hafi líf hennar verið hreint helvíti. Ólyginn sagði... ... að Zak Starr, sonur Maureen og Ringo Starr, hefði gefið móð- ur sinni beinmerg. Maureen, sem eignaðist þrjú börn með Ringo, þjáist af hvítblæði. Hún er nú gift Isaac Tigrett og á með honum tveggja ára gamla dóttur. ... að það hefði ekki komið á óvart þegar tiikynnt var að Karim Aga Khan og Salima Aga hefðu skilið eftir 25 ára hjónaband. Síð- ustu 10 árin bjuggu þau nefni- lega aðskiiin, hún í Sviss en hann í Frakklandi. Salima fer fram á 2 milljaröa íslenskra króna vegna skilnaðarins. ... að Kim Basinger, sem er orð- ín fertug, og Alec Baldwin hefðu ákveðið að nú sé kominn tími til að eignast barn. Alec hefur tek- ist að koma því inn í samninga við kvíkmyndaframleiðendur að hann fái leyfi tii að þjóta til Kim þegar hún er sem frjósömust. ... Ines de ia Fressange, sem er náin vinkona Karólinu prins- essu hefði verið valin tákn tíunda áratugarins f Frakklandi. Verður brjóstmynd af henni komið fyrir i ráðhúsinu í Paris við hlið brjóst- mynda af Brigitte Bardot og Cat- herine Deneuve. Ines hóf feril sinn sem tiskusýningarstúlka og var á samningi hjá Kari Lager- feld. Því næst fór hún að fram- leiða eigin línu og hefur opnað stóra verslun i París. Hún hefur í bígerð að opna útibú i New York, Los Angeles og San Franc- isco.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.