Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1994, Page 28
28 LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1994 Hátíð í hálfa öld Brúðubíllinn þykir ómissandi á hverri þjóðhátíð. 17. júní 1993. Strákar stríða við skautbúning. Fjallkonan er Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Út er komin bók um sögu 17. júní hátíðarhalda í Reykjavík frá upphafi til afmælisársins 1994. Bókin er gefm út á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur. Ritstjóri bókar- innar er Klemenz Jónsson. Allmarg- ar aðsendar greinar eru birtar í bók- inni. Kaflinn sem hér birtist er eftir Gísla Áma Eggertsson æskulýðsfull- trúa. Hátíðarhöldin -hin hliðin Hjá þeim sem vinna að undirbún- ingi hátíðarhaldanna 17. júní ríkir jafnan mikil eftirvænting að morgni þjóðhátíðardagsins. Að baki er mikil vinna og nú mun koma í ljós hvernig til hefur tekist. Kvöldið áður, þann sextánda, iðar allur miðbærinn af lífi, fólk og bílar á þönum með allt það skraut og dót sem koma þarf fyrir. Hópur manna vinnur við lokafrágang á sviöunum í Lækjargötu og Hljómskálagarðin- um. Annar hópur vinnur við skreyt- ingar. Skátar æfa fánaburð í portinu við Miðbæjarskólann. Tæknimenn koma fyrir hátölurum og öðrum hljóðbúnaði, og þannig mætti lengi telja. Margir borgarbúar taka forskot á þjóðhátíðina og fara út að skemmta sér þetta kvöld. Upp úr klukkan þijú er oft mikill gleðskapur í miðbænum. Starfsmenn borgarinnar láta það ekki trufla sig við vinnuna þó mann- fjöldinn fylgist með, ýmsir vilji gefa góð ráð og jafnvel hjálpa til. Það er dálítið hátíðlegt andrúmsloft, þrátt fyrir öll lætin, á morgun verður meira gaman, mikil hátíð. Smám saman hljóðnar í miðbænum og um fimmleytið hefur ró færst yfir. Ein- ungis má sjá mannskap og bíla frá hreinsunardeild borgarinnar fara með vélsópa yfir stræti og torg. Fugl- arnir á Tjörninni eru hljóðir. Unga- mæður sofa í hólmanum og líkt og mannfólkið búa þær sig og sína und- ir erilsaman dag. En kyrrðin varir þó ekki lengi því strax upp úr sex koma nýir hópar til starfa. Þar eru á ferðinni hópar frá umferðardeild sem undirbúa lokanir gatna og upp- stillingar á Austurvelli, hópur manna vinnur við uppsetningu sölu- tjalda, annar hópur kemur fyrir fánaborgum og veifum um allan miöbæinn. Leiksvið ævintýra og manngrúa Mikið ber á gulum borgarbílum frá hreinsunardeild, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og umferðardeild. Mest áberandi eru þó alls konar sendibílar fullir af söluvarningi félaganna sem selja úr sölutjöldunum svokallaðar 17. júní vörur. Hjá mörgum æsku- lýðs- og íþróttafélögum er 17. júní stærsti fjáröflunardagur ársins. Sölutjöldin standa í röðum frá Lækj- artor'gi og suöur í Hljómskálagarð. Þau eru í áberandi litum - rauð, blá, hvít og appelsínugul - og von bráðar eru þau skreytt margvíslegum aug- lýsingum og fánum. Fljótt á litið einkennist þessi morg- unstund af óreiðu og skipulagsleysi en svo er raunar alls ekki. Starfs- menn borgarinnar og flestir þeir sem hér ganga til starfa á vegum félag- anna hafa staðið í þessu áður. Eftir því sem líður á morguninn verður götumyndin skýrari og öll Lækjar- gatan breytist í leiksvið ævintýra og manngrúa. Við Austurvöll er annars konar andrúmsloft. Höfuðborgin og þjóðin öll mun þar von bráðar eiga hátíð- lega stund með forseta sínum og fyr- irmönnum. Andi liðinna tíma og arf- ur kynslóðanna sækir á og morgun- bjarmi lýsir upp Jón forseta stað- fastan á stöpli sínum. Fánum skrýdd- ur Völlurinn er tiibúinn. Fyrir dyr- um Alþingishússins standa nokkrir lögregluþjónar og starfsmenn Al- þingis og ræðast viö. Morgunkaffi á Hótel Borg Þjóðhátíðamefnd borgarinnar hef- ur í áraraðir haldiö þeim sið að hitt- ast að morgni 17. júní á Hótel Borg og drekka þar morgunkaffi. Það er mannmargt á Borginni. Margir góð- borgarar hafa þennan sið í heiðri. Eftir morgunkaffi ganga nefndar- menn til starfa sinna. Sumir fara upp í kirkjugarðinn viö Suðurgötu aörir í Alþingishúsið. Rétt fyrir klukkan tíu berst klukknahljómur yfir miðbæinn. Samhljómur kirkju- klukkna í Reykjavík hringir inn há- tíöina. í kirkjugarðinum við Suður- götu leggur forseti borgarstjómar blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sigurðssonar. Að þeirri athöfn lokinni ganga þeir sem þar hafa safn- ast saman fylktu liði á Austurvöll. Við Alþingishúsið standa nú lög- reglumenn heiðursvörð og þangað streyma bifreiðar með æöstu menn þjóðarinnar og fulltrúa erlendra ríkja. Von bráðar er orðin þröng á þingi í anddyri Alþingishússins. Prúðbúið fólkið raðar sér upp eftir settum reglum og gengur út á Aust- urvöll, alhr nema forsetinn, forsætis- ráðherra og Fjallkonan sem stendur ein í Kringlunni og fer í síðasta sinn yfir hátíðarljóðið. Að loknu setning- arávarpi formanns þjóðhátíðar- nefndar ganga þau ásamt tveimur nýstúdentum að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og leggur forseti þar blómsveig frá þjóðinni. Því næst er ávarp forsætisráöherra og að lokum flytur Fjallkonan ættjarðarijóð. Á milli atriða er kórsöngur og lúðra- sveitaleikur. Athöfnin á Austurvelli er i fóstum skorðum, engu öðra lík og þannig á hún að vera. Hún er íslensk. Á eftir hlýða hátíðargestir á messu í Dóm- kirkjunni. Stjórnstöð hátíðarinnar í höfuðstöðvum íþrótta- og tóm- stundaráðs að Fríkirkjuvegi 11 er mikill erih, þar er stjómstöð 17. júní hátíðarinnar. Athafnamanninum Thor Jensen hefði eflaust vel hkað að sjá það hlutverk sem hið virðulega heimili hans gegnir á þessum degi. Gamla vinnustofan er nú fjarskipta- miðstöð með talstöðvar og íjölda síma. í stássstofunni, sem á sínum tíma var ein sú glæsilegasta í land- inu, sitja nú starfsmenn stofnunar- innar að snæðingi. Þeir hafa verið að störfum frá því snemma um morg- uninn. Það er örlítil stund milli stríöa. í kjallaranum, þar sem synir hans léku billjard, er bækistöð þeirra sem sjá um skreytingar á sviðum meö fánum og blöðram. Garðskál- inn, þar sem fjölskyldan drakk kókó á hátíðisdögum, hefur nú verið klæddur innan með svörtu hni. Þar mun spákona hafa aðsetur. Um allan Hallargarðinn hefur verið komið fyr- ir leiktækjum fyrir börnin. Upp úr hádegi er miðbærinn tilbú- inn að taka við þeim þúsundum barna og fuhorðinna sem þangað leggja leið sína á þessum degi. Götum hefur verið lokaö þannig að nú verð- ur einungis komist um á tveimur jafnfljótum. Smám samah fjölgar fólkinu og klukkan tvö, þegar skrúð- göngurnar koma, fyllast allar götur miöborgarinnar. Fyrir framan sölu- tjöldin myndast strax ös því öll börn verða að fá 17. júní blöðra og fána. Á sviðunum hefjast skemmtiatriöi af ýmsu tagi, úr hátölurum berst tónhst og raddir leikaranna yfir manníjöld- ann. 17. júní í Reykjavik er fjölmennasta útihátíð sem haldin er á íslandi ár hvert. En þó fjöldinn sé mikill gengur allt vel fyrir sig. Margir þekkja orðið skipulagið og vita að skemmtilegra er að flakka um hátíðarsvæðið en að dvelja einvörðungu á einum stað. Áth.: Millifyrirsagnir eru blaösins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.