Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995
Fréttir
DV
Skólastjóri Austurbæjarskóla sendur 1 veikindaleyfi af ráðherra:
Múgsefjun eða brot í starfi?
- óánægja með skólastjórann hefur farið stigvaxandi síðustu ár
Verúleg óánægja er meðal kennara
og foreldra bama í Austurbæjar-
skóla með stjórnunarhætti í skólan-
um. Gagnrýni á Alfreð Eyjólfsson
skólastjóra hefur farið stigvaxandi
síðustu misseri en upp úr sauð
snemma í haust vegna húsnæðis-
mála svokallaðs skólavers og svo
skömmu síðar þegar skólastjórinn
rak starfskonu í skólaveri fyrir að
kvarta viö formann Skólamálaráðs.
í framhaldi af þessu ákváðu foreldr-
ar í samráði við kennara að ganga
fram fyrir skjöldu og krefjast stjórn-
sýsluúttektar á skólanum. Búist er
við lokaskýrslu frá fræðslustjóran-
um í Reykjavík innan tíðar og verður
þá tekin ákvörðun um framhaldið.
Svo virðist sem óánægjan í Austur-
bæjarskóla hafi kraumað lengi þó að
sæmilegur starfsfriður hafi haldist í
skólanum fram á haustdaga. Upp úr
sauð í haust þegar foreldrar sendu
frá sér kvörtun yfir því að ekki heföi
verið gengið frá sómasamlegu hús-
næði fyrir heilsdagsskólann og börn-
in látin hírast í lélegu húsnæði, með-
al annars í risi skólans. í desember
kvartaöi starfsmaður heilsdagsskól-
ans við formann Skólamálaráðs yfir
þvi að forstööukona heiisdagsskól-
ans, eiginkona skólastjórans, væri
sjaldan í vinnu og starfsmönnum
gert að gefa rangar skýringar á fjar-
verunni.
Skólastjórinn sagði starfsmannin-
um tafarlaust upp störfum.
Vísar ábyrgð
yfir á aðra
Kennarar hafa ekki gagnrýnt
skólastjóra Austurbæjarskóla opin-
berlega til að halda starfsfrið í skól-
anum. Samkvæmt heimildum DV
eru þó dæmi þess að börn hafi verið
lögð í einelti vegna gagnrýni foreldra
þeirra á skólastarfiö. í samráði við
kennara hafa foreldrar nú gengið
fram fyrir skjöldu og óskað eftir
stjórnsýsluúttekt. Þær raddir heyr-
ast að skólastjórinn sé vanhæfur til
aö stjóma skólanum, það birtist með-
al annars í því hversu mjög allar
framkvæmdir dragist á langinn,
skólastjórinn sé sjaldan við og van-
ráðherra hefur veitt Alfreð veikinda-
leyfi meðan hann gengst undir augn-
aðgerð á spítala og farið er yfír mál-
ið. Óvíst er hvort og hvenær hann
kemur aftur til starfa í skólanum.
Ráðherra segist hafa fullan hug á því
að taka á þessu máli og segist gera
það þegar lokaskýrsla frá fræðslu-
stjóranum í Reykjavík hefur borist.
Ekki séu nein timamörk á skýrslunni
þó að hún hljóti aö berast innan
nokkurra daga.
„Ég get tekið undir mörg ágrein-
ingsatriði sem hafa komið fram. Ég
vissi ekki að skólastjórinn hefði ekki
mætt til vinnu um miðjan ágúst held-
ur rétt áður en skólinn átti að hefjast
þó að skólastjórar eigi að láta mig
vita ef þeir eru ekki að störfum á
þeim tíma sem þeir eiga að vera. Þá
kom stúlka til mín í byrjun janúar
til að bera fram kvörtun vegna æru-
meiðinga og trúnaðarbrots skóla-
stjórans í hennar garö á fundi með
kennurum í desember. Ég er ekki
þeirrar skoðunar að ég hafi brotið lög
með því að senda skólastjórann í
leyfi,“ segir Áslaug Brynjólfsdóttir,
fræðslustjóri í Reykjavík.
Margir foreldrar eru þeirrar skoð-
unar að Austurbæjarskólamáliö sé
komið út í pólitík. Menntamálaráð-
herra Sjálfstæðisflokksins hafi veitt
ílokksbróður sínum í skólastjóra-
stöðunni ákveðna uppreisn æru um
leið, veitt fræðslustjóranum áminn-
ingu og keypt sér tíma til að taka á
.málinu fram yfir kosningar í vor.
Samkvæmt heimildum DV er Áslaug
fræðslustjóri flokksbundin fram-
sóknarmaöur.
Alfreð Eyjólfsson hefur verið
skólastjóri í Austurbæjarskóla í 15
ár og kennt við skólann í 25 ár. Sam-
anlagður aldur hans og starfsaldur
eru 101 ár þannig að hann hefur
möguleika á því aö fara á eftirlaun
ef hann svo kýs. Ekki er vitað hvort
þessi möguleiki hefur verið ræddur
í ráðuneytinu en ljóst er að skóla-
stjórinn hefur ekki verið áijáður að
fara í veikindaleyfi þegar það mál
hefur borið á góma.
Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur veitt Alfreð Eyjólfssyni, skólastjóra i Austurbæjarskóla, veikinda-
leyfi og óskað eftir lokaskýrslu um stjórnsýsluúttekt Áslaugar Brynjólfsdóttur, fræðslustjóra í Reykjavík. Búist er
við að skýrslan liggi fyrir innan nokkurra daga og ætti lokaákvörðun ráðherra þá að koma í Ijós.
ræki skólastarfið. Stundatöflur hafi
ekki verið tilbúnar þegar skóli hófst
í haust og skólabækur ekki borist
fyrr en nokkrir dagar voru hðnir.
Skólastjórinn hefur verið gagn-
rýndur fyrir aö hafa marga af sínum
nánustu í vinnu í skólanum. Sam-
kvæmt heimildum DV hafa dóttir
hans og sonur kennt í skólanum og
eiginkona hans var forstöðukona
skólavers. Þess eru dæmi að foreldr-
ar hafi haft böm í skólanum í mörg
ár án þess að sjá skólastjórann og
telja sumir foreldrar að yfirkennar-
inn hafi oft bjargað skólastarfinu fyr-
ir horn.
Tregurífrí
„Ég get ekki séð að ég hafi gerst
brotlegur í starfi. Ég hef farið yfir
stöðuna í huganum og rætt við að-
stoðarskólastjórann. Við höfum
Fréttaljós
reynt að leysa þau vandamál sem
upp hafa komið á sem bestan hátt.
Ljóst er að foreldrar koma sífellt með
meiri gagnrýni á skólastarfið og ein-
staka kennara með kröfu um að þeir
séu látnir víkja. Þegar um múgsefjun
er að ræða og fólk kemur ekki með
gagnrýni undir nafni er erfitt að taka
á hlutunum því að það þarf ekki
nema einn gikk í hverja veiðistöð.
Ég hef alltaf lagt á það höfuðáherslu
að hagur barnsins væri ofar öllu,“
segir Alfreð Eyjólfsson skólastjóri.
„Margt af því sem hefur verið gagn-
rýnt hefur veriö þess eðlis að aðstæð-
ur hafa verið óviðráðanlegar. Sjálf-
sagt hefur verið eitthvað til í þessari
gagnrýni líka án þess að ég vilji til-
taka einstök atriði. Það getur verið
erfitt fyrir mig að meta aöstæður því
að máhð er mér of skylt,“ segir Guð-
mundur Sighvatsson, aðstoðarskóla-
stjóri í Austurbæjarskóla.
Lokaskýrsla frá
fræðslustjóra
Málefni skólastjórans í Austurbæj-
arskóla hafa verið til umfjöllunar hjá
fræðslustjóra og menntamálaráð-
herra að undanfórnu. Menntamála-
FJOLSK\
HÓPAFSí
Fjölgun á Suðumesjum:
Karlmenn í meiri-
hluta í öllum
sveitarfélögunum
Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjum;
íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um
108 milli ára, voru 15.656 hinn 1. des-
ember 1994 en 15.548 á sama tíma
1993. Þetta eru bráðabirgðatölur.
Mesti mannfjöldinn er í nafnlausa
sveitarfélaginu, Keflavík, Njarðvík,
Höfnum, eða 10.347 sem er fjölgun
um 67 frá 1993. Þá voru þeir 10.280.
í Grindavík eru 2144 íbúar og þar
hefur fækkað um 12 milli ára. í Sand-
gerði voru 1358 íbúar 1. des. 1994 og
fjölgaði þar um 41. í Gerðahreppi
voru 1120 íbúar. Fjölgun um 10. í
Vatnsleysustrandarhreppi voru íbú-
ar 687 - fækkaði um tvo.
Karlmenn voru fleiri í öllum sveit-
arfélögunum en konur. í nafnlausa
sveitarfélaginu voru 5300 karlmenn
á móti 5047 konum. í Sandgerði 689
á móti 669, í Gerðahreppi 572 á móti
542 og í Vatnsleysustrandarhreppi
371 karlmaður á móti 316 konum.
Ísaíjörður:
Framhaldsskólanum
gef in dísilrafstöð
Siguijón J. Sigurösson, DV, fsafiröi:
Orkubú Vestfjarða færði Fram-
haldsskóla Vestfjarða dísilrafstöö að
gjöf 3. janúar. Rafstöðin veröur í
nýju verkmenntaskólahúsi sem tek-
ið var i notkun 4. jánúar og verður
notuð til kennslu í vélstjórnar- og
rafiðnaðargreinum. Vélin, árgerð
1959, var fyrst ljósavél togarans Vík-
ings en 1962 keypti Rarik hana.
Kristján Pálsson, stöðvarstjóri hjá
Orkubúi Vestfjarða, afhenti skólan-
um rafstöðina.