Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Page 19
MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 31 Fréttir Bor garfl arðarbrúin í hættu: Steypuskemmdir og grefur undan stöplum Steypuskemmdir eru orðnar vandamál á Borgarfjarðarbrúnni. Olgeir R Ragnaisson, DV, Borgarbyggð: Allt útlit er fyrir að viðhald brúar- innar yfir Borgarfjörð eigi eftir að aukast á næstu árum ef fram heldur sem horfir. Grafið hefur undan stöpl- um brúarinnar og þurft mikla grjót- fylhngu að þeim. Einnig hefur komið í ljós síðustu ár að töluverðar steypu- skemmdir hafa oröið á stöplum á því svæði þar sem flóðs og fjöru gætir og hefur steypan flagnað af á köflum. Þess eru dæmi að ber járngrindin blasi við. Þegar brúin var hönnuð var gert ráð fyrir að settur yrði upp grjót- þröskuldur milli stöpla og upp að öllum stöplunum. Hins vegar voru menn ekkert vissir um hvort grafa myndi frá stöplunum og þá hversu mikið. Fjárfesting í brúnni var gífur- leg og tóku menn þá ákvörðun að fylgjast vel með ástandinu og fylla að með gi-jóti þar sem þurfti. Síðan kom í ljós að það gróf frá stöplunum og byrjaði gröfturinn að sunnanverðu og færðist norðureftir. Keyrt var jafnóðum grjóti í þá stöpla sem gróf frá og er nú langt komið aö keyra þann grjótþröskuld í brúna sem upphaflegar hugmyndir gerðu ráö fyrir að þyrfti. Þetta hefur verið skoðað í neðansjávarmyndavél og virðist þröskuldurinn halda í stórum dráttum þó gera þurfi smávægilegar lagfæringar á honum. Flögnun steypu af stöplunum var Stöpull á Borgarfjarðarbrúnni sem farinn er að láta á sjá vegna steypu- skemmda. DV-myndir Olgeir Helgi ekki fyrirséð. Rannsóknir hafa farið fram á hvernig á því vandamáli stendur og er væntanleg skýrsla um máliö í lok mánaðarins. I grófum dráttum virðist niðurstaðan sú að þetta séu frostskemmdir og klaka- burður hjálpi til að rífa steypuna af. Birgir Guðmundsson, umdæmis- verkfræðingur Vegagerðarinnar í Borgarnesi, sagði í samtali við DV aö þó flögnunin væri ekki nema ein- hveijir millímetrar og að hámarki sentímetri á ári þá gerðist það smátt og smátt að stöplarnir þynntust og á endanum næði þynningin inn í járn og járnið ryðgaði. Skemmdimar eru á því bili sem gætir flóðs og fjöru, um tveir metrar á hverjum stöpli. Ekki er fyllilega ljóst hvað veldur skemmdunum en ákveðnar hug- myndir eru um það. í steypuna er blandað svokölluðu loftblendi til þess að fá loftbólur í hana, þannig að þeg- ar raki er í steypunni fái vatnið pláss í loftbólunum til að þenjast út í frosti. Þessar loftbólur, í ysta lagi steypunn- ar, era hins vegar fullar af einhverju seti þannig að vatnið í steypunni kemst ekki inn í þær og sprengir þar af leiðandi út frá sér í frosti. Þetta vandamál er viðvarandi í öll- um brúum sem standa í sjávarfóllum við landið, en sýnu mest í brúum í Borgarfirði, Borgarfjarðarbrúnni og Brákarsundsbrúnni í Borgarnesi, sem er reyndar álitin ónýt. Verið er að skoða hvað það er sem sest að í bólunum og í framhaldi af því verður leitað lausna á því hvern- ig hægt verður að koma í veg fyrir að þetta gerist áfram. Seyðisfjörður: Hátíð á aldaraf mæli Jóhann Jóhaimsson, DV, Seyðisfiröi: Undanfari afmæhshátíðarhalda vegna 100 ára afmælis Seyðisfjarðar 1. janúar 1995 var sá að 30. desember voru tendruð ljós á myndarlegu ljósaborði, sem sett var upp undir hlíðum Bjólfsins, ofan við bæinn. Þar Ijómaði í sólarhring ártalið 1994, sem breyttist í 1995 kl. 24 á gamlárskvöld og þá bættist við „100 ARA“ til heið- urs hinu aldargamla afmæhsbami. Á gamlárskvöld var vegleg brenna og fjölmennti fólk í kyrru en frost- köldu vetrarveðri. Eftir miðnætti dunaði dans í Herðubreið við leik hljómsveitarinnar „Austurland að Glettingi". Þar var mikið fjölmenni fólks á öllum aldri - ánægja og gleði ríkjandi við hæfi á hátíðarstundum. Á nýársdag var gengið til kirkju. Þar flutti Þorvaldur bæjarstjóri ávarp í tilefni hátiðarinnar. Séra Kristján messaði með aðstoð kirkju- kórs og Barnakórs Seyðisfjarðar. Útvarp Seyðisfjarðar var með beina útsendingu úr kirkjunni og hélt áfram útsendingu eftir þaö í 3 tíma á margs konar fjölbreyttu seyðf- Þorvaldur bæjarstjóri Jóhannsson flutti afmælisávarp fyrir guðþjónustu á nýársdag. DV-mynd Jóhann irsku efni frá síðustu 3 áratugum, hlustendum til óblandinnar ánægju enda ylja góðar minningar ávaht. Björgunarsveitin ísólfur hafði síð- an glæsilega flugeldasýningu um kvöldið og lauk þar með fyrsta degi ársins og hátíðarinnar. Borgarráð: Nef nd vinni að ferlimálum Borgarráð hefur samþykkt að kjósa nefnd til að vinna að ferhmál- um fatlaðra. Nefndin verður skipuð fulltrúum frá Borgarskipulagi, emb- ætti borgarverkfræðings, bygginga- fuhtrúa og Sjálfsbjörg. Nefndin á að hafa hhðsjón af tillög- um um úrbætur á aðgengi fatlaðra sem unnar hafa verið af Sjálfsbjörg í samvinnu við starfsmenn gatna- málastjórans í Reykjavík. Pitsa varð þjóf um að falli Greiðslukorti var stohð af manni í miðbænum sl. fimmtudagskvöld og aðfaranótt fóstudags var þjófnaður- inn kærður til lögreglu. Þjófnaður- inn var einnig kærður til greiðslu- kortafyrirtækisins. Um nóttina var svo hringt á pitsustað og pitsa pönt- uð. Kaupandinn gaf upp númer greiðslukorts, sem hann hugðist nota til að borga pitsuna með, og kom þá í ljós að kortið var það sem stohö hafði verið um kvöldið en kortið var á vákortalista. Pitsasendih fór á staðinn með pitsuna og kom höndum yfir kortið en tveir menn, sem grunaðir era um að hafa pantað pitsuna, voru handteknir og gistu þeir fangageymslur um nóttina. Horfóu tilframtíðar Hvað endast litmyndimar þínar lengi? Það fer eftir því hvaða ljósmyndapappír er notaður. Myndir á lélegan pappír geta glatað gæðum á örfáum árum. Samkvæmt rannsóknum óháðra vísindamanna m.a. við Tækniháskólann í Rochester í Bandaríkjunum og upplýsingum í bókinni „The Permanence and Care of Color Photographs“ eftir Henry Wilhelm, þá endist FUJICOLOR ljósmyndapappír, FJÓRUM SINNUM LENGUR, en sá næstbesti. Myndir á FUJICOLOR ljósmyndapappír halda fullum litgæðum með réttri geymslu íyfirlOOár. Tryggðu raunveruleg gæði og endingu myndanna þinna og láttu framkalla myndimar þínar hjá þessum framköllunarstofum, sem nota aðeins FUJICOLOR hágæða ljósmyndapappír: Reykjavík: Mosfellsbær: Borgames: Sauðárkrókur: Siglufjörður: Egilsstaðir: Höfn í Homafirði: Vestmannaeyjar: Selfoss: Garðabær: Ljósmyndavörur hf., Skipholti 31 Úlfarsfell, Hagamel 67 Express litmyndir, Suðurlandsbraut 2 Regnbogaframköllun, Síðumúla 34 Bókabúðin Ásfell, Háholti 14 Framköllunarþjónustan, Borgarbraut 11 Ljósmyndaþjónusta Stefáns Pedersen, Aðalgötu Nýja Bíó, Áðalgötu 30 Myndsmiðjan, Dynskógum 4 Ljósmyndastofa Jóhönnu, Hafnarbraut 25 Fótó ljósmyndaþjónustan, Bárustíg 8 Ljósmyndastofa Suðurlands, Austurvegi 44 Hraðframköllun Garðabæjar, Garðatorgi 1 FUJICOLOR Langbestu myndgœðin nœstu 100 ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.