Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1995, Side 32
44 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 1995 Stefán Guömundsson. Sæti á lista erekki fasteign „... Sæti á framboðslistanum er engin fasteign sem einhver á.- Prófkjör gengur út á það að menn gefa kost á sér í sæti en síðan er það fólksins að velja...,“ segir Stefán Guðmundsson í DV. Formaðurinn var í 2. sæti ...Ég er hins vegar ekkert að hóta því að ég geti ekki tekið 2. sætið. Annað sætið er öruggt þingsæti ef menn fara ekki að haga sér eins og hálfvitar. Og ég bendi á að Ólafur heitinn Jóhann- esson taldi sig fullsæmdan af því sæti. Og var formaður flokksins í því sæti,“ segir Páll Pétursson í DV. Ummæli Mönnum treyst en síðar ritskoðaðir „ ... Ef mönnum er treyst til ákveðinna verkefna þá er þeim væntanlega treyst. Það er ekki boðlegt að ritskoða síðan efnið eða hafa fingurna í því eftir á. Þetta viögengst eingöngu í ein- ræðisríkjum," sagði Ásta Ragn- heiður Jóhannsdóttir, útvarps- ráðsfulltrúi í DV. Vel séður í kvikmyndum „Menntaður, menntun? Þetta er nú bara eins og með rithöfund- ana, þeir þurfa að vera vel lesnir, ég er vel séður," segir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndgerðar- maður í DV. Heilaga Ingibjörg og Árni litli „Hinni heilögu Ingibjörgu Sól- rúnu hefur tekist að valta yflr Árna htla Sigfússon. Hann hefur leyft henni að komast nánast óá- reittri upp meö skattahækkan- ir... ,“skrifar Þorsteinn Arnalds ÍDV. Táknfræði og tákn í myndlist Fyrirlestur dr. Gunnars Krist- jánssonar um táknfraeði og tákn í myndhst verður í Hafnarborg í kvöld kl. 20.00. Að fyrirlestrinum loknum verða samræður um við- Fundir fangsefnið í kaffistofunni fram eftirkvöldi. Þettaerannaraffjór- um fyrirlestrum Gunnars um myndlist í trúar- og trúarheim- spekilegu ljósi, ITC-deildin Eik ITC-deildin Eik heldur fund í kvöld kl. 20.30 í Fógetanum, Aðal- stræti 10. Allir velkomnir. Uppl. gefur Svandís í síma 44641. Stinningskaldi norðanlands í dag verður norðaustankaldi sunn- ahlands og gert er ráð fyrir að það birti til þegar líður á daginn. Á norð- Veðrið í dag anverðu landinu verður kaldi fram- an af degi og síðar stinningskaldi úr norðri með éljagangi. Gert er ráð fyrir stormi á suðausturdjúpi. Víðast hvar á landinu verður 0 til 6 gráða frost. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustan- og austangola eða kaldi og dálítil snjómugga framan af degi. Þegar hður á daginn léttir til með norðaustankalda og frosti. Sólarlag í Reykjavík: 16.02 Sólarupprás á morgun: 11.06 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.25 Árdegisflóð á morgun: 01.06 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri snjók. á síö. klst. -2 Akurnes úrk.í grennd -3 Bergstaðir úrk. í grennd -3 Bolungarvik snjóél -2 Egilsstaðir skýjað -2 Grímsey skýjað -3 Keíla víkurílugvöUur úrk. í grennd 2 Kirkjubæjarklaustur snjóélásíð. klst. -4 Raufarböfn snjóél -3 Reykjavík úrk. í grennd 2 Stórhöfði snjóélásíð. klst. 1 Bergen skýjað 5 Helsinki alskýjaö 1 Kaupmannahöfn þokumóða -2 Stokkhólmur snjókoma -1 Þórshöfn rigning 3 Amsterdam súld 1 Berlín þokumóða -7 Feneyjar þokumóða 4 Frankfurt súld -5 Glasgow hálfskýjað 6 Hamborg mistur -4 London rigning 11 LosAngeles rigning 14 Luxemborg þokumóða -4 Sigmar Gunnarsson, hlaupari og pípari: Olgeir H. Ragnarsson, DV, Borgarbyggð: Sigmar Gunnarsson hlaupari vann gamlárshlaup ÍR sem hlaupið var á gamlársdag. Það er 9,6 kíló- metrar, ákveöinn hringur sem hlaupinn hefur veriö mörg undan- farin ár. Var þetta í þriöja skiptið sem Sigmar tók þátt í hlaupinu og Maöur dagsins bætti hann árangur sinn um rúma mínútu frá því hann hljóp það síð- ast í hittifyrra. Hann sagði þó að það væri erfltt að bera saman tím- ann ár frá ári. „Síðast var færið leiðinlegt, hálka og nýfallinn snjór, en mun betra núna.“ Sigmar er nýorðinn 29 ára og hefur verið einn fremsti hlaupari landsins síðan árið 1992 og vann öll hlaup sem hann stillti upp í á síðasta ári nema þtjú, bæði á götu og braut. „Ég hleyp frá flmmtán hundruð metrum og upp í tíu kíló- Sigmar Gunnarsson. metra hlaup. Það hefur ekki alveg lukkast með hálfmaraþonið enn sem komið er.“ Sigmar býr ásamt konu og tveim- ur börnum í Rauðanesi í Mýrasýslu og eiga þau hjón von á þriðja barn- inu um Jónsmessuna. Hann starfar sjálfstætt sem pfpulagningamaður og er um þessar mundir að vinna við pípulagnir í nýrri kirkju sem er að rísa í Reykhofti. Sigmar hefur fleiri áhugamál en hfaupið. Hann hefur gaman af ölfu mótorsporti og skotveiði en hefur fítið getað sinnt þvi síðustu árin þar sem hlaupið tekur nánast allan hans frítima. Hann byrjaði að æfa haustíð 1987 og segir að gegnum- brotið hafi komið 1992 og þá náði hann sínum besta árangri á braut. „Það fara svona frá einum og hálf- um og upp í þrír tímar, fimm til sex daga vikunnar, í æfingar og maður hleypur tólf til átján kílómetra. Ég var í Svíþjóð i þijú ár og þá var æft sex og sjö sinnum í viku.“ Hvað er svo fram undan hjá Sigmnari? „Stjörnuhfaup FH og fleiri götuhlaup en svo stefhi ég að því að fara á sænska meistaramótið og danska meistaramótið innan- húss og reyna að keyra aðeins upp hraða og ná betri árangri." Myndgátan Enginn verður óbarinn biskup Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Lög úr söng- leikjum Listakfúbburinn hefur nú starf sitt á nýju ári í Þjóðleikhúskjall- aranum í kvöld en þá munu þrjár ungar og upprennandi söngkon- ur flytja gestum fög úr söngleikj- Tónleikar um við pianóundirleik. Söngkon- urnar eru Ágústa S. Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir. Píanóleikari er Kristinn Arnar Kristinsson. Árni E. Blandon ijallar um sögufegan bakgrunn laganna með aðalá- herslu á Leonard Bemstein, höf- und tónlistarinnar í West Side Story sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Annað parið af tveimur, sem koma til með að leika Maríu og Tony syng- ur lög úr verkinu við undirleik Jóhanns G. Jóhannssonar hljóm- sveitarstjóra. Dagskráin hefst kl. 20.30. Skák Þessi staða er frá alþjóðlegu móti í Isra- el sem fram fór í lok ársins. Alþjóðlegi meistarinn Liss, frá ísrael, hafði svart og átti leik gegn landa sínum Sutovskij. Svartur hefur fómað peði til þess að fá þessa stöðu fram. Hvað hafði hann í Eftir 34. - Dxe3! 35. fxe3 Bg3! gafst hvitur upp. Jón L. Árnason Bridge Nú er lokið 9 umferðum í Reykjavíkur- mótinu í sveitakeppni og baráttan hörð um efstu sætin. í Á-riðlinum er sveit S. Ármanns Magnússonar efst en þar á eft- ir koma sveitimar Kátir piltar, Metró og VÍB. í B-riðlinum leiðir sveit Landsbréfa en á hæla henni koma sveitir Roche, Tryggingamiðstöðvarinnar og Hjól- barðahallarinnar. Fjórar efstu sveitimar í hvorum riðh komast áfram í útsláttar- keppni. Eftirfarandi spil kom fyrir í 6. umferð í leik Roche og Málningar hf. Sagnir gengu þannig á öðra borðinu: ♦ ÁG84 ♦ Á9 ♦ 83 + D8762 ♦ K9652 f 73 ♦ D965 + G4 ♦ D1073 V G85 ♦ ÁK1042 + 9 V KD10642 ♦ G7 Norður Austur Suður Vestur 14 Pass 1* 4V 44 Dobl p/h Vestur ákvað að hefja vömina á því að spila út laufásnum og eftir það áttu AV sér ekki viðreisnar von. í öðrum slag spilaði vestur hjartakóngum, sagnhafi drap á ás, tók ÁK í tígli, trompaði tígul, trompaði lauf og trompaði tígul. Næst kom lítið lauf úr blindum, austur henti hjarta, sagnhafi trompaði, spilaði tígul- tíunni og henti hjarta í blindum. Austur var altrompa, trompaði lágt og spilaði spaða en sagnhafi stakk upp drottningu, trompaði hjarta með spaðaásnum og tryggði sér 10. slaginn með því að spila fimmta laufmu. Austur gat ekki komið í veg fyrir að sagnhafi fengi slag á spaða- tiuna. Á hinu borðinu vom spilaðir 4 spaðar ódoblaðir, einn niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.