Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Síða 13
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995
13
Feluleikur í Hafnarfirði
Þaö er sorglegt til þess að vita
að einn úr röðum okkar sjálfstæð-
ismanna hefur orðið til þess að
færa óstjórn fyrri ára aftur til valda
í Hafnarfirði. Þaö er morgunljóst
að kratar, nú með stuðningi Jó-
hanns Bergþórssonar, munu leita
allra ráða til að stinga undan gögn-
um um fjármálaóstjórn og misferli
fyrri ára. Þeir munu skírskota til
þess að horfa þurfi fram á veginn
og slá þannig ryki í augu bæjarbúa
að ekki verði kallað eftir því hvern-
ig þeir fóru fram á sínum tíma. Við
bæjarbúar munum þá engan botn
fá í allt sukkið í kringum Listahá-
tið, né hvemig aðilum, einstakling-
um sem fyrirtækjum, var hyglað á
kostnað annarra. Allt verður hvít-
þvegið og fortíðin ekki til!
Þáttur Jóhanns
Bergþórssonar
Það er sárast fyrir okkur sjálf-
stæðismenn að Jóhann Bergþórs-
KjaUaiinn
Halldór Halldórsson
varaformaður Þórs, félags
sjálfstæðismanna í Hafnarfirði
í launþegastétt
„Atburðir síðustu daga, svo og yfirlýs-
ingar Jóhanns, opinberlega og 1 sam-
tali við hann, hafa nú fært mér heim
sanninn um það að hann er óhæfur til
að gegna stjórnunarstöðu í opinberu
starfi.“
son skuli taka þátt í þessum ljóta
leik. Það verður þvi að greina hvað
veldur að fyrrum oddviti okkar í
málefnum bæjarins skuli svíkjast
aftan að kjósendum með þessum
hætti. Þáð \dta alhr að Jóhann hef-
ur staðið í orrahríð með fyrirtæki
sín. Oft hefur hann átt samúð okk-
ar og stuðning í þeirri baráttu, sem
virtist á stundum taka á sig mynd
stríðs litla mannsins gegn óarga-
dýri kerfisins.
En stríðið tapaðist með ómældum
sársauka, ekki síst fyrir þá íjöl-
mörgu einstaklinga sem nú eiga
um sárt að binda eftir að glata fé
og fyrirhöfn til einskis.
Menn héldu auðvitað að öll spil
hefðu verið uppi á borðum í þeim
leik og því er enn sárara fyrir þá
sem trúðu á framtíð fyrirtækja Jó-
hanns Bergþórssonar að sjá að
hann hefur um langt skeið verið í
nánum tengslum við íjármála-
óstjórn krata. Þetta var á sama
tíma og hann sat sem oddviti
minnihiutans í bæjarstjórn og lýsti
fjálglega á fundum okkar í hverju
óstjórn krata væri fólgin og tillög-
um sínum til úrbóta. Það er því
þegar af þessari ástæðu skiljanlegt
að Jóhann velji nú þann kost að
fela fortíðina og fegra sinn hlut.
Þá er komið að Jóhanni og bæjar-
verkfræðingsembættinu. Við vor-
um fjöldamörg sem sáum í Jóhanni
þann kraft og drífanda sem til
þyrfti í það starf. Um menntun
hans, þekkingu og reynslu var ekki
deilt og á þeim tíma vissum við
Jóhann Bergþórsson, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. -
Sárt að sjá að hann hefur um langt skeið verið í nánum tengslum við
fjármálaóstjórn krata, segir greinarhöf. m.a.
ekki betur en að sama gilti um sið-
ferðisþrekið. Af samtölum við Jó-
hann varð ekki heldur annað ráðið
en að hann væri á þeirri skoðun
að forðast bæri í hvívetna hags-
munaárekstra í pólitísku starfi.
Það var því aldrei spurning í min-
um huga að yrði Jóhann ráðinn
sem bæjarverkfræðingur í Hafnar-
firði þá myndi hann segja af sér
sem bæjarfulltrúi.
Skortir hæfileika
Atburðir síðustu daga, svo og yf-
irlýsingar Jóhanns, opinberlega og
í samtali við hann, hafa nú fært
mér heim sanninn um það að hann
er óhæfur til að gegna stjórnunar-
stöðu í opinberu starfi. Það verður
nefnilega líka að gera kröfur um
heilbrigða dómgreind og hæfni í
mannlegum samskiptum til þeirra
sem gegna eiga jafn mikilvægu
embætti sem bæjarverkfræðings-
staðan er. Jóhann Bergþórsson
hefur sýnt alþjóð með eftirminni-
legum hætti að hann skoi-fir þessa
hæfileika.
Fyrir mér er nú ljóst að svona
hlaut aö fara að lokum. Kratar
uröu að komast til valda á ný til
að moka yfir flórinn og njóta nú til
þess fulltingis leiguþýs úr okkar
röðum, því miður. Þeir ætla nú að
fara í pólitískan feluleik viö bæj-
arbúa. Oft var þörf, en nú er nauð-
syn, að sýna fullkomna hörku í
andstöðu viö nýjan meirihluta. Eft-
ir megni þarf að koma upplýsing-
um um óstjórn og misferli fyrri ára
á framfæri við bæjarbúa og ganga
aldrei undir þagnarheiti í bæjar-
ráði og bæjarstjórn um þau mál-
efni.
Halldór Halldórsson
í skjóli „þjóðarsáttar“
í lok ársins 1994 sáum við loks
fyrir endann á þeirri „þjóðarsátt"
sem staðiö hefur yfir í fjögur ár.
Þessi sáttmáh á milU verkalýðs-
hreyfingar annars vegar og at-
vinnurekenda og ríkis hins vegar
leit vel út á pappírum og þótti lofa
góðu fyrir þjóðarbúið. Nú er ljóst
að það fór eftir. Þjóðarbúinu var
bjargaö og atvinnufyrirtæki standa
mun betur nú en fyrir fjórum
árum, þrátt fyrir mikinn samdrátt
í fiskveiöum. Að minnsta kosti á
heimamiðum. Úthafsveiðar hafa
aukist til mikfila muna á þessum
tíma.
Peningar ekki pólitik
„Þjóðarsáttin" var eins og nafnið
bar með sér sátt á vinnumarkaði
og átti að skapa svigrúm til hag-
ræðingar hjá fyrirtækjum bæði al-
mennum og í opinberum rekstri.
hagræðingin fólst hins vegar í al-
mennum samdrætti á vinnumark-
aði og auknum álögum á almenn-
ing frá hinu opinbera í formi alls
kyns gjalda, þó aðaUega þjónustu-
gjalda.
Einnig hefur hið opinbera fært
álögur af fyrirtækjum yfir á ein-
stakUnga s.s. aðstöðugjöldin, auk
þess að færa aukin verkefni tii
sveitarfélaga sem kalla á hækkað
útsvar. Á meðan verkalýðshreyf-
ingin svaf „svefninum langa“ voru
stórauknar álögur lagðar á laun-
þega landsins og fjármálaráöherr-
KjaUaririn
Baldur J. Jósefsson
starfsmaður
Veðurstofu íslands
ann hafði ekki undan að sannfæra
fólk um að skatttekjur ríkissjóðs
hefðu ekkert hækkað í bókhaldinu.
í skjóli þessarar „þjóðarsáttar"
urðu því hinir verst stöddu enn
verr úti, en þeir sem betur mega
sín notuðu tímann til að taka sér
enn stærri skerf af þjóðarkökunni.
Það er einfaldlega staðreynd að það
eru peningar sem ráða ferðinni en
ekki póUtík. Þeir menn sem stjóma
ferðinni í þessu þjóðfélagi koma
aldrei nálægt póUtík nema þegar
þarf að láta ráðherra setja lög sem
vernda peningamennina.
Hver ber ábyrgðina
Almennir launþegar mega sín lít-
ils i þessu þjóðfélagi og eru varla
meira virði en peð á taflboröi. í
einni af þeim nýtísku hagfræði-
kenningum sem nú ryðja sér til
rúms segir að „hæfilegt atvinnu-
leysi sé gott við ákveðnar aöstæð-
ur“. íslenskir hagfræðingar vilja
varla vera eftirbátar kollega sinna
í öðrum löndum og hafa vafalaust
tileinkað sér þessar kenningar. Eitt
er víst, að stjórnmálamenn virðast
flestir orðnir sáttir við núverandi
ástand og þylja í sífellu einhverja
rullu sem enginn skfiur nema hag-
fræðingar.
Verkalýðshreyfingin sem á að
bera ábyrgð gagnvart launþegum
brást jú skjótt við og fann ekkert
þarfara en að boða samúðarverk-
foll svo að losna mætti við sam-
keppnisaðUa Flugleiða.
Hvað hafa forystumenn verka-
lýðsfélaga verið aö gera sl. fjögur
ár? Þeir hafa allavega ekki fylgst
með að þessi „þjóðarsátt" héldi, svo
margoft hefur hún verið brotin.
Þeir hafa ekki hugsað um hvernig
ætti að endurheimta þann kaup-
mátt sem við höfum misst. Það sést
allavega ekki á þeim kröfum sem á
að setja fram við næstu samninga.
Þar eru menn að tala um fasta
krónutöluhækkun á laun. Eru
menn ekki enn farnir að sjá að
svona hækkun skUar sér að sára-
Utlu leyti til launþega. Eftir Ijög-
urra ára rólegheit hjá þessum for-
kólfum gætu þeir verið aðeins
frumlegri í kröfugerð.
Það væri þarft verk að setja for-
ystumenn verkalýðsfélaga á nám-
skeið þar sem þeim væri kennt að
færa venjulegt heimUisbókhald svo
þeir sæju með eigin augum þann
vanda sem venjulegt heimih á við
að etja. Mér virðist oft sem þessir
menn séu álíka langt frá raunveru-
leikanum og stjórnmálamennirnir.
Baldur J. Jósefsson
„Hvað hafa forystumenn verkalýðsfé-
laga verið að gera sl. fjögur ár? Þeir
hafa alla vega ekki fylgst með að þessi
„þjóðarsátt“ héldi, svo margoft hefur
hún verið brotin.“
Meðog
Spurningakeppni
framhaldsskólanna
Óhæf íitúver-
andiformi
„Keppnin
hefur færst i
það horf að
skólarmr
hafa ekki ein-
asta haft
keppnisUðið
heldur stóran
hóþ áháng-:
enda. Þetta
i . i . Valdimar Gunnarsson,
kostaðl hins skólamaistari Mennta-
vegar of Skólans ó Akureyri.
mikla ijármuni. Ég held aö það
sem einnig mæhr á móti keppn-
inni i núverandi mynd sé sú stað-
reynd að óþarflega mikið var
dregið úr skemmtiatriðum sem
skólarnir lögðu sjálfir fram.
Nemendum fannst að keppnin
yrði með þessu einUtaðri og að
sfiómandinn léti þar með meira
á sér bera. Stundum kastaðist í
kekki á mUU stjómanda og kepp-
enda, nokkuð sem nemendur
gátu iUa sætt sig við. Mér er
minnisstætt þegar Stefán Jón
Hafstein var með glósur um
Guðna við MR-inga. Það var mjög
ósmekklegt. Síðan var stjómand-
inn með brandara á kostnað
krakkanna sem hötðu misþykk-
an skráp tU að taka þeim. Komið
sem fyllti mælinn var þegar skól-
unum voru send bréf frá sjón-
varpinu um að keppnin ætti að
fara fram í vetur. Formenn skóla-
félaganna sendu þá dagskrár-
deUd sjónvarpsins svarbréf. Þar
var farið fram á tUteknar breyt-
ingar í þriggja síðna greinargerö.
Víð því kom mjög einfalt svar þar
sem óbeint var fullyrt að sjón-
varpinu væri alveg sama hvað
keppendur væru að tuða. Þá fauk
í mína menn. Síðan var Uði safn-
að og menn sögðu sig úr keppni.
Keppnin er þess vegna óhæf í því
formi sem hún er fyrirhuguð í
vetur.“
Eigum samleið
meðungufólki
„Spurn-
ingakeppnin
er dagskrár-
liður sem hef-
ur notið vin-
sælda í mörg
ár. Þama eig-
um við sam-
leiðmeðungu !
fólki sem viö ?*ei"NÖT1:!’?,
höfum auð-
vitað áhuga á
son, dagskrárstjórí Inn-
lendrar dagskrárgeröar
Sjonvarpsíns.
að gera. Þaö hefur komið i ljós
að eins og mál hafa þróast lita
skólafélögin svo á að þau þurfi
að fara sem allra fjölmennust á
keppnisstað sein auðvitað hefm'
kostnað í för með sér. Við lítum
svo á að það hafi verið eðlUegt
fyrir okkur sem keppnishaldara
að greiða fargjald og gistingu fyr-
ir Uðin sjálf og Uðsstjóra. Auk
þess höfum við greitt 35-70 þús-
und krónur í styrk tU viðkomandi
keppnisfélags vegna þátttöku
þess. Við föllumst hins vegar eng-
an veginn á að það eigi að falla i
okkar hlut að sjá um greiðslur
fyrir áhangendur liðanna - ekki
frekar en þegar framhaldsskól-
ai'nir keppa í íþróttum. Ég hef
rætt viö annan bréfritara þátttak-
enda á Noröurlandi og tel að við
höfum gert út um okkar mál hvað
varðar samskipti okkar um þátt-
töku í næstu keppni. Ég sé ekki
ástæðu tU að fjalla um það nema
við viðkomandi en viö erum sara-
mála um aö horfa til framtíðar-
innar og stefna að þátttöku sem
flestra í keppninni árið 1996.“ -Ótt