Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 37 Þóra Einarsdóttir syngur ein söng með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Vínartónleikar Hinir árlegu Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands veröa í Háskólabíói í kvöld og verða síðan endurteknir á laug- ardaginn. Verða leikin verk eftir Johann Strauss, Eduard Strauss, Franz Lehár, Franz von Suppé, Richard Heuberger og fleiri. Ein- söngvari á tónleikunum er Þóra Einarsdóttir, en stjórnandi er Páll Pampichler Pálsson. Þóra Einarsdóttir, sem kemur Tónleikar nú fram í fyrsta sinn með Sinfón- íuhljómsveit íslands hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir söng sinn. Að loknu námi í Söngskól- anum í Reykjavík fór Þóra til náms í Guildhall School of Music and Drama í London þar sem hún lýkur námi í vor. Hún hefir tekið þátt í ýmsum óperuuppfærslum á vegum söngskólans, íslensku Óperunnar og Guildhall skólans, m.a. söng hún einsöngshlutverk í Sálumessu Mozarts í Barbican Centre í London. Kóngulær hafa lengi skelft mannskepnuna, hvort sem þær eru hættulegar eða ekki. Stærstu og smæstu kóngulæmar Stærsta kónguló heims er fugla- ætukóngulóin (Theraphosa leb- londi) sem lifir í regnsskógum á ströndum Súrínam, Gvæjana og Frönsku-Gvæjana í Suður-Amer- íku norðaustanverðri. í febrúar 1985 veiddi New York-búinn Charles J. Seiderman gríðarstórt kvendýr í Súrínam. Fæturnir Blessuð veröldin spönnuöu 26,7 sentímetra, heild- arlíkamslengd var 10,2 sentímetr- ar, bitkrókarnir voru 2,5 sentí- metra langir og hún var 122,2 grömm aö þyngd skömmu fyrir dauða sinn sem orsakaðist af örð- ugleika við hamskipti. Áður hafði veiðst karldýr sem hafði lengri fætur, eða 28 sentímetra langa, en kvendýrið er mun stærra. Smæsta kóngulóin Smæsta kónguló í heimi er teg- undin Patu marplesi sem lifir á Vestur-Samóa í Kyrrahafi. Karl- dýr sem fannst í mosa í um það bil 600 metra hæð í janúar 1965 reyndist vera 0,43 mm að lengd. Unun og Súkkat á Tveimur vinum: r . •! i i • / Tónleikar verða á Tveimur vinum í kvöld þar sem fram kemur hin athyglisveröa hijómsveit, Unun, og dúettínn góðglaði, Súkkat. Unun var sú hljómsveit, sem kom hvað mest á óvart á síðasta ári, sannköiiuð Skemmtanir spútnikhljómsveit sem lét fyrst að sér kveða síðast- liðiö sumar þegar hún sendi frá sér lagiö Hann mun aldrei gieyma’enni, en gestur hljómsveitarinnar í þvi lagi var Rúnar Júliusson, Unun sendi siðan frá sér plötu fyrir jólin sem kaUaðist einfaldlega Æ og fékk hún aideilis frábærar viðtökur og var kosin af gagn- rýnendum besta plata ársins. Unun er skipuð Þór Eldon gitarleikara, sem áður var í Sykurmolunum, dr. Gunna á bassa og söngkonunni Heiðu. Með þeim koma fram Óbó á trommur og Jóhann Jóhannsson á hljómborð. Áður en Unun kemur fram mun dúettínn Súkkat skemmta. Að vanda er hann skipaður kokkunum Hafþóri og Gunnari og er aldrei að vita nema þeir taki smeUinn sinn, Kúkur í lauginni. Unun kemurfram á hljómlelkum I kvöld ásamt Súkkati. Gríðarleg hálka Gríðarleg hálka er nú víða um land og er fólki, sem möguleika hefur á, ráðlagt að fresta fór sinni. Vegirnir um Mosfellsheiði og Kjósarskarð eru þungfærir og á Vesturlandi er Fróð- árheiði ófær en verið er að moka um norðanvert Snæfellsnes. Færð á vegum Á Vestfjörðum er ófært í GUsfirði og á Breiðadalsheiði en þungfært á Kleifaheiði, Gemlufallsheiði, í ísa- fjarðardjúpi, á Steingrímsfjarðar- heiði og um Strandasýslu sunnan Hólmavíkur. Norðanlands er hafinn mokstur á Vatnsskarði og á veginum á milli Sauðárkróks og Hofsóss og gert ráð fyrir að þar opnist fljótlega. Ástand vega E3 Hálka og snjór ® Vegavinna-aðgát @ Öxulþungatakmarkanir Q>) LokaörSt°ÖU ® Þungfært (£) Fært fjallabilum Dóttir Evu Rutar Strákar i strákaleik. Bíódagar Nú er stutt í aö nýjasta kvik- mynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar, Á köldum klaka, verði frum- sýnd, en hún mun verða tekin til sýningar í Stjörnubíói síðar í mánuðinum. Á köldum klaka kemur beint í kjölfarið á Bíódög- um sem enn er verið að sýna í Stjörnubíói og fer nú hver að verða síðastur að sjá hana. Þegar er farið að sýna Bíódaga erlendis og tíl að mynda hefur hún fengið góðar viðtökur í Danmörku. Friðrik Þór byggir Bíódaga á bernskuminningum sínum og er aðalpersónan Tómas, tíu ára gutti, sem alist hefur upp á möl- Kvikmyndahúsin inni. Hann er ærslafullur strákur sem tekur þátt í öllum stráka- leikjum, hvort sem það er fótbolti eða horfa í gegnum glugga á par elskast. Eins og algengt var um stráka á sjötta og sjöunda ára- tugnum er Tómas sendur í sveit og þar kynnist hann nýju lífs- munstri. í Bíódögum notar Friðrik Þór tvo erlenda leikara, dönsku leik- konuna Asta Esper Andersen og þýska leikarann Otto Sander. í myndinni Á köldum klaka eru einmg erlendir leikarar, má nefna hina þekktu leikara Fisher Steven og Lili Taylor. Nýjar myndir Háskólabíó: Priscilla Laugarásbíó: Skógarlíf Saga-bíó: Konungur ljónanna Bíóhöllin: Banvænn fallhraði Stjörnubíó: Aðeins þú Bíóborgin: Viðtal við vampíruna Regnboginn: Stjörnuhlið Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 11. 12. janúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 68,000 68,200 69,250 Pund 105,960 106.280 107,010 Kan. dollar 48,060 48,260 49,380 Dönsk kr. 11,2170 11,2620 11,1920 Norsk kr. 10,0860 10,1260 10,0560 Sænsk kr. 9,0770 9,1140 9,2220 Fi. mark 14,3130 14,3700 14,4600 Fra. franki 12,8020 12,8530 12,7150 Belg. franki 2.1472 2,1558 2,1364 Sviss. franki 52,6500 52,8700 51,9400 Holl. gyllini 39,4200 39,5800 39,2300 Þýskt mark 44,2100 44,3400 43,9100 it. líra 0,04187 0,04207 0,04210 Aust. sch. 6,2780 6,3090 6,2440 Port. escudo 0,4288 0,4310 0,4276 Spá. peseti 0.5088 0,5114 0,5191 Jap. yen 0.68210 0,68410 0,68970 irskt pund 104,590 105,110 105,710 SDR 99,36000 99,86000 100,32000 ECU 83,7400 84,0800 Slmsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Eitraðasta kóngulóin Það eru stórar brasilískar kóngu- lær af ættkvíslinni Phoneutria sem menn eiga að varast en þær hafa yfir að ráða máttugasta taugaeitrinu sem þekkist. Ef þær verða fyrir ónæði bíta þær grimmilega nokkrum sinnum. Sem betur fer er til sterkt móteit- ur en bitiö getur reynst banvænt. Litla stúlkan sem sefur vært á myndinni fæddist á fæðingardeild Landspítalans 7. janúar kl. 17.00. Bam dagsins Hún reyndist vera 3925 grömm að þyngd og 51,5 sentímetra löng. For- eldrarTiennar eru Eva Rut Eyjólfs- dóttír og Ragnar Jakobsson og er hún fyrsta bam þeirra. Lárétt: 1 einfaldur, 5 óróleg, 8 alltaf, 9 stautar, 10 ílát, 12 róta, 14 gruni, 15 ein- kenni, 17 verri, 19 viðvíkjandi, 20 flýtir, 21 heiður. Lóðrétt: 1 ágætast, 2 farfi, 3 fijótið, 4 manns, 5 hélt, 6 eining, 7 ferð, 11 nuddi, 13 grein, 14 mynni, 16 léleg, 18 klaki. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 huglaus, 8 örlátri, 9 stó, 10 gögn, 12 tæpast, 15 utar, 17 krá, 19 gumar, 21 úr, 22 friðaði. Lóðrétt: 1 höstug, 2 urt, 3 glóp, 4 lágar, 5 at, 6 urg, 7 sinn, 11 öskra, 13 ætur, 14 trúð, 16 ami, 18 ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.