Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1995, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1995 15 Valdabarátta innan Kvennalistans: Grasrótin misnotuð Nú er svo komið að ákveðinn hópur innan Kvennalistans í Reykjanesi hefur beitt grasrótinni til að fá vilja sínum framgengt í prófkjörsmálum Reykjanessanga og um leið til að hundsa vilja þeirra kvenna er gáfu kost á sér og þeirra kvenna sem völdu á framboðslista angans fyrir næstkomandi alþing- iskosningar. Sætið frátekið Sá Usti sem þegar hefur verið vaUð á er að mati þessa hóps „ekki nógu góður“. Við hinar sem völd- um á hann getum bara valið upp á nýtt. Sá hængur er þó á að 1. sætið er frátekið og búið er að hrekja þá konu sem valdist upphaflega í 1. sæti burt. Þegar ég gekk í Kvennalistann var það meðal annars vegna þess að þar voru viðhöfð önnur vinnu- Kjallaiinn Ragnhildur Eggertsdóttir 2. varaþingkona Kvennalistans í Reykjanesumdæmi Greinarhöfundur harmar að Kvennalistinn hafi ekki borið gæfu til að halda sér við upphafleg áform. „Ekki átti að „búa til atvinnupólitíkusa og þess vegna var sú regla höfð að þing- konur sætu ekki lengur en 6-8 ár á þingi.“ brögð en í gömlu stjórnmálaflokk- unum. Ekki átti að „búa til at- vinnupólitíkusa“ og þess vegna sú regla höfð að þingkonur sætu ekki lengur en 6-8 ár á þingi. Þetta átti að koma í veg fyrir eig- inhagsmunahyggju þingkvenna og gera þeim auðveldara að vinna að málefnum Kvennahstans réttlátt og af heiðarleika, en heiðarleiki og réttlæti var eitt af því sem Kvenna- Ustakonum fannst skorta mikið á hjá hinum flokkunum. - Málefnin voru það sem leggja átti áherslu á ekki einstakUngamir innan Kvennalista. KvennaUstinn var kominn til að breyta til hins betra í íslenskri póUtík. Barist um völd KvennaUstinn hefur líka gert margt mjög gott og það velkist eng- inn í vafa um, sem fylgst hefur með, að áhrifa hans gætir verulega innan þjóðfélagsins og þjóðfélags- umræðan hefur breyst mikið frá því hann varð að veruleika. Nú er hins vegar komin upp sú staða hjá Kvennalistakonum í Reykjanesanga að barist er um völd og samstaða með konum sem gáfu kost á sér á Usta er að engu höfð. Undirrituð sat í uppstillingar- nefnd KvennaUstans í Hafnarfirði þegar undirbúinn var Usti fyrir bæjarstjómarkosningarnar í vor, og þvi er ekki að leyna þá komu þessi valdabaráttueinkenni óneit- anlega í ljós, svo ekki sé meira sagt. Og nú em þau sem sagt orðin ráð- andi innan Kvennalistans í Reykja- nesi. Þetta er vægast sagt dapurlegt og verður til þess að sú spuming kem- ur óneitanlega mjög svo áleitiö upp í hugann hvort KvennaUstinn sé sá vettvangur þar sem vert er að koma skoðunum sínum á framfæri. Ég harma það að þessi skuU vera staðan í dag og KvennaUstinn hafi ekki borið gæfu til að halda sér við upphafleg áform sem öll eru í fuUu gildi í dag og vinna fyrst og fremst að málefnunum, ekki að framapoti einhverra kvenna og faUa þar með í þá gildru, að aðlaga sig því sem kvennaUstakonur áður gagnrýndu svo mjög hjá öðmm flokkum og það með réttu. Ég vil taka það fram að að mínu mati á Kristín Halldórsdóttir allt gott skihð og er ágætlega hæf kona en ég tel að það sem nú er að ger- ast sé ekki rétt, hvorki af henni né þeim konum sem stóðu að því, að hún gaf kost á sér í 1. sæti listans eftir að búið var að velja Helgu Sig- urjónsdóttur í þaö sæti, en það að Helga var valin í 1. sætið sýnir að konur treystu henni til að vinna að málefnum KvennaUsta af heið- arleika og alúð. Ragnhildur Eggertsdóttir Kennarastéttin hefur að mínu mati oft orðið fyrir ómaklegum árásum fólks vegna langra leyfa. Kjarasamningar okkar við ríkið fela þessi leyfi í sér enda er kennur- um gert að vinna lengri vinnudaga yfir veturinn en gengur og gerist. Starf okkar felst ekki eingöngu í kennslu. Það felst einnig í undir- búningi, yfirferð verkefna og ýms- um öðrum störfum sem of langt mál yrði að telja upp hér. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort öU þessi umtöluðu leyfi séu upphaflega tilkomin vegna þarfa kennara. Hvaö haldið þið? Starfið hefur breyst Undanfarin ár hefur verið lögð mikil áhersla á þaö í umræðum um skólamál aö uppeldi bama hafi í vaxandi mæU færst inn í skólana. - Þetta er rétt. í nútímasamfélagi gefst foreldr- um sífeUt minni tími til að ala böm- in sín upp, aga þau og sinna þörfum þeirra fyrir mannleg samskipti. Kennurum hefur því verið fært þetta uppeldishlutverk upp í hend- urnar án þess að sérstaklega sé gert ráð fyrir því í vinnutí ma þeirra eða annarri skipulagningu á störf- um þeirra. Starf kennarans felst ekki lengur einvörðungu í því að nota töfluna, krít og kjaft, eins og KjaHaiinn Jarþrúður Ólafsdóttir grunnskólakennari gamaU skólastjóri minn orðaði það svo skemmtilega, heldur er hann huggari, verndari og uppalandi auk þess að sinna kennsluhlutverki sínu sem einnig hefur mikið breyst undanfarin ár. Kennari nútímans þarf að fylgj- ast með nýjungum í starfmu. Hann þarf að kynna sér nýtt námsefni í fjölmörgum námsgreinum og einn- ig hvemig nýta má ýmsa tækni til að ná sem best til barnanna. í þessu skyni verður hann að sækja nám- skeið og kynningarfundi sem yfir- leitt er ekki boðiö upp á nema á sumrin. Því miður eiga ekki allir kennarar kost á því að sækja end- urmenntun þar sem fjármagn til endurmenntunar er skorið við nögl. Kröfugerð okkar kennara byggist á þeirri staðreynd að starf okkar hefur breyst. Til okkar eru gerðar aðrar kröfur en fyrir þrjátíu árum. Eina löglega leiðin Þrátt fyrir fógur fyrirheit stjóm- málamanna um vilja til að leiðrétta kjör kennara hefur ekkert gerst í mörg ár og nú er svo komið að ekki verður lengur við unað. Við erum 5000 manna stétt og teljum okkur eiga heimtingu á því aö á okkur sé hlustað. Verkfall er al- gjört neyðarúrræði en er eina lög- lega leiðin sem við höfum til að þrýsta á viðsemjendur okkar um viöræður. Það er sorgleg staðreynd s að viðræður í kjarasamningum virðast aldrei geta farið í gang fyrr en á síðustu stundu, löngu eftir að kjarasamningar renna út. Kennar- ar lögðu fram kröfugerð sína fimm vikum áður en kjarasamningar þeirra og ríkisins runnu út. Tími til viðræðna hefur því verið nægur. - En hvað gerist? Kennarastéttinni er tjáð að hún sé ekki viðræðuhæf um launalið kröfugerðar sinnar fyrr en aðilar vinnumarkaðarins koma fram með sínar kröfur. Með hveijum deginum sem liður eykst harkan í launafólki. Það sættir sig ekki lengur Við kjara- samninga sem fela í sér „að hella meira vatni í súpuna svo að allir fái nóg“ heldur vill það fá bita af nautinu líka. Jarþrúður Ólafsdóttir „Það er sorgleg staðreynd að viðræður 1 kjarasamningum virðast aldrei geta farið í gang fyrr en á síðustu stundu, löngu eftir að kjarasamningar renna út.“ Vínkynningar Menningar- viðburður „Mér finnst ófært að það séu þrír eða fjórir menn þjá ÁTVR sem ákveða hvaða vín fólk á kost á að nota með mat. Ég hef verið a svona Úllar Eyatelnaaon vínkynning- “eWngsmaður. um og þá skynjar maður best hversu misgóð vín eru og einmitt þar hefur fólk möguleika á að finna vin við sitt hæfi. Þá þarf fólk ekki að vera að fara eftir því sem aðrir mæla með og verða fyrir vonbrigðum. Svona vín- kynningar og vínsmökkun fer fram um allan heim. í vínræktar- löndunum er vinsmökkun og vín- kynning aldagömul hefð. Stund- um finnst mér eins og íslandiö okkar sé síðasta landið í sovétinu þegar um boð og bönn er aö ræöa. Fyrir utan alla þessa þröngsýni varðandi vin þá er meira að segja bannað að flytja inn osta. Sem betur fer viröist sem þessir múrar séu aðeins að byija að brotna. Við verðum að fara að opna fyrir svona vínkynningar þannig aö vínmenning okkar ís- lendinga fari af brennivínsstig- inu og yfir á léttvínsstigið. Þá um leið verður vínneysla jákvæðari og eðlilegri en þegar fólk er bara aö drekka vodka og brennivín. Það er rétt að í landinu eru lög sem banna að auglýsa vín. Með vínkynningu er verið aö sveigja lögin svo lítið. En það má líka segja að þessi lög séu vond og það beri að breyta.“ Lagabrot Ólafur Haukur Árnason, framkvæmdastjóri Áfengisvarnaráós. „Rökinfyrir því aö banna vínkynningu og vínsmökk- un hér eru einföld. í fyrsta lagi er það bannað með lögum að auglýsa vín. í öðru lagi má benda á og spyrja hvort það yröi þolaö aö auglýst væri að sígarettur yröu prófaðar í einhveiju veitingahús- inu. Menn gætu komið, gengið í sígarettuklúbb og fengi að prófa ýmsar tegundir. Myndu menn sitja rólegir undir því? Ég tel að varðandi vínkynningu og vín- smökkun eigi þaö sama við. Þarna er verið að hvetja til auk- innar áfengisneyslu. Þaö er ekki bara að þetta sé í andstööu við áfengislögin heldur er þetta líka í beinni andstöðu við það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin er að hvetja til. Hún segir aö þar sem varnir gegn hvatningu til vín- neyslu eru í sæmilegu lagi, megi alls ekki slaka á. En þar sem þess- ar vamir eru ekki í lagi þar sé rétt að koma vörnum á. Þaö má í þessu sambandi benda á að Frakkar eru komnir með strangt bann við áfengisauglýsingum í fjósvakamiölum og er þar nú ura að ræöa eitt stærsta vinfram- leiðsluland veraldar. Með þessu sýnist mér að Frakkar séu að feta sig öfuga leið viö okkur. Þeir eru að reyna aö draga úr vínauglýs- ingum en við íslendingar erum að byrja að slaka á því banni sera hér er í gildi og leitt hefur ti! þess að við höfum verið með minni áfengisneyslu en aðrar þjóðir Evrópu í áratugi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.