Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 3 Fréttir Um 650 milljóna króna útflutningur sjávarafurða frá Raufarhöfn: Útf lutningsrisarnir berjast líka um þessi viðskipti Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: íslenskar sjávarafurðir hf. hafa lýst áhuga sínum á að annast útflutn- ingsviðskipti Fiskiðju Raufarhafnar hf. sem Sölumiðstöö hraðfrystihús- anna hefur haft á sinni könnu und- anfarin ár. Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, staöfesti þetta við DV og sagði að rætt hafi Verið við bæði ÍS og SH um sölumál- in í tengslum við endurskipulagn- ingu fyrirtækja Raufarhafnarhrepps og fyrirhugaða hlutafjáraukningu. Raufarhafnarhreppur á 90% í út- gerðarfyrirtækinu Jökli hf. sem gerir út togarann Rauðanúp og tvo báta að auki. Jökull hf. á 60% eignarhlut í Fiskiðjunni en Raufarhafnarhrepp- ur 40%. Á Kópaskeri er síðan rækju- vinnslan Gefla hf. og þar á Jökull hf. 60% eignarhlut. Sveitarstjórnin á Raufarhöfn hefur því með öll sölu- mál fyrirtækjanna að gera. Gunnlaugur A. Júlíusson sveitar- stjóri segir að á síðasta ári hafi út- flutningsverðmæti afurða Fiskiöj- unnar og Geflu numið um 650 millj- ónum króna, og fyrir liggi að sú tala verði hærri á yfirstandandi ári. Það íslenskar sjávarafurðir: Við höfum ekkert að bjóða þeim - - segir borgarstj óri Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði á borgarráðs- fundi í gær að engar formlegar viðræður hefðu átt sér stað mflli borgaryfirvalda og forráða- manna Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, SH, og íslenskra sjávarafurða, ÍS, vegna væntan- legs flutnings fyrirtækjanna úr borginni. Með þessu svaraði borgarstjóri munnlega fyrirspurn Áma Sig- fússonar, oddvita sjálfstæðis- manna í borgarstjóm, í síðustu viku um það hvort borgarstjóri heíði sett sig í samband við for- ráðamenn fyrirtækjanna þar sem fyrirsjáanlegt væri aö borgar- sjóður tapaði miklum skatt- greiðslum færi fyrirtækið úr borginni. „Eg tel að borgarstjóri hefði átt að kanna hvort við gætum gert eitthvað innan sanngirnismarka til að missa ekki 400 manns úr borginni," segir Ámi Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. „Eg hef rætt við forráðamenn íslenskra sjávarafurða, ÍS. Þeir þurfa að losa húsnæöi sitt í haust og byggja sig upp hvort sem þeir em í Réykjavík eða á Akureyri. Ég hef lítflíega rætt við þá hvar þeir byggja sig upp í borginni en að öðru leyti hef ég ekki átt form- legar viðræður við þá því að við höfum ekkert að bjóða þeim,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. er því eftir nokkru að slægjast fyrir útflutningsrisana í sjávarútvegi að hafa með þessi viðskipti að gera. Gunnlaugur segir að nú standi yfir skoðun á öllum rekstri fyrirtækj- anna þriggja, á útgerðinni, vinnsl- unni og sölumálunum, og einn angi þeirrar skoðunar sé aö fá aukið hlut- afé inn í fyrirtækin. Islenskar sjávar- afurðir hafa lýst áhuga sínum á að koma að því máli og SH reyndar einnig. Það er því ljóst að útflutnings- risarnir eru í baráttu um viöskipti á fleiri stöðum á Norðurlandi en á Akureyri. TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-531 C STEREO NIC er 28" sjónvarpstæki: Black Matrix-flatur glampalaus skjór • Surround-umhverfishljóm- ur • PSI (Picture Signal Improve- ment) • ICE (Intelligent Contrast Electronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjólfvirk stöóvaleitog -innsetning • Mögu- leiki ó 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • Tímarofi • 40W magnari • A2-Stereo Nicam • 4 hótalarar • Tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndavél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heyrnartól • 2 Scart- tengi o.m.fl. Verð 94.900,- kr. eða 85«900fB slgr. * UpphæSin er með vöxtum, lóntökukostnaði og færslugjaldi. Surround-hljómmögnun: Þetta er sórstök hljóöblöndun, sem kur hljóminn og gefur möauleika á hljóöáhrifum líkt og í kvikmyndahúsum. Mono útsending fær blæ af stereo- útsendingu og stereo-útsending gefur aukin áhrif, pannig aÖ áhorfandinn færist eins og inn í kvikmyndina. Aöcins þarf aö stinga bakhátölurum í sam- band viö sjónvarpiö til aö heyra muninn ! raðgreiöslur TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA VÍSA RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 24 MANAÐA MUNA LAN TIL ALLT AÐ 30 MÁNAÐA IfT nm SKIPHOLTI 19 SÍMI29800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.