Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 9 Utlönd Nítján hafa týnt M í mannskaðaveðri í Evrópu: Allt á floti alls staðar Nítján manns að minnsta kosti hafa týnt lífi af völdum sjókomu og met- rigninga í Evrópu að undanfórnu, þar af létust sex ungmenni í Frakk- landi þegar byggingarkrani fauk á skóla þeirra í gær. Stór svæði í Frakklandi, Þýska- landi og Niðurlöndum voru undir vatni í gær en í norðurhluta Eng- lands voru allar samgöngur lamaðar af völdum mikillar snjókomu. Veður- fræðingar spá meiri snjókomu og rigningu. Ekki hefur rignt meira í vestur- hluta Frakklands í 150 ár en þar hafa tólf manns látist af völdum flóða. Lögregluþjónn sagði að ungmenn- in, sem létust í skólanum í borginni Toul, hefðu verið á aldrinum 16 til 18 ára. Tveir til viðbótar slösuðust alvarlega. „Það var mikið rok og kraninn féll á skólann," sagði versl- unareigandi í grenndinni. í París var yfirborð Signu tæpum fjórum metrum hærra en venjulega og olh það umferðartöfum á götum meðfram ánni. Þá var skemmtisigl- ingum um ána aflýst. Fjórir létust af völdum bylsins í Englandi. Svo virðist sem hjartabil- un eða ofkæling hafi oröið þeim að aldurtiia. Þúsundir ökumanna kom- ust hvorki lönd né strönd og lögregla og sjúkraUð höfðu ekki undan. „Snjókoman hefur valdið algerri ringulreið alls staðar,“ talsmaður lögreglunnar. I Noregi lést tvítug sænsk stúlka þegar hún varð fyrir snjóflóði þegar hún var að renna sér á skíðum utan brautar. Borgir og bæir víða í Þýskalandi eru á kafi í vatni og allt bendir tii að flóðin verði jafn umfangsmikil og Slökkviliðsmenn fara um götur borgarinnar Zell við Mosel-ána á gúmbát en þar, eins og viðar, er allt á floti eftir úrhellisrigningar und- anfarna daga. Búist er við að flóðin færist í aukana. Simamynd Reuter þau sem urðu árið 1993, en þau voru kölluð „flóð aldarinnar." Reuter Majorkennir Líbýumönnum um Lockerble John Major, forsætisráð- herra Bret- lands, vísaði í gær á bug frétt- um um aö það hefðu verið ír- anir en ekki Líbýumenn sem stóðu að sprengingunni í Pan Am-flugvéhnni yfir Lockerbie í Skotlandi þegar 270 manns biðu bana. Major sagði í breska þinginu að skosk yflrvöld, sem væru að rannsaka málið, væru sannfærð um að allt benti til sektar tveggja Líbýumanna í málinu. Skoskt blað hélt því fram í vik- unni aö íranskur stjómarerind- reki hefði greitt fyrir tilræðið. Berserksgangur í Chapel Hill Tuttugu og sex ára gamall laga- nemi vopnaður kraftmiklum riffli gekk berserksgang í há- skólabænum Chapel Hill í Norð- ur-Karólínu í gær, drap tvo og særði aðra tvo til viðbótar áður en hann var yíirbugaður. Sjónarvottar segja að hann hafl fyrst drepið mann sem var aö sækja póstinn sinn og síðan ung- an pilt sem reyndi að flýja skot- hríðina á reiðhjóli sínu. Reuter UTSALA Dómari frestar Simpson- málinu til mánudags Saksóknarar í morðmáli ruðnings- hetjunnar O.J. Simpsons náðu ekki upp í nefið á sér fyrir reiði yfir að- ferðum veijendanna í réttarsalnum og fóm í gær fram á að Lance Ito dómari frestaði málflutningi um þrjátíu daga. Þá kröfðust saksóknar- ar þess einnig að veriendunum yrði refsað fyrir hegðun sína en þeir eru m.a. sakaðir um að hafa reynt að draga lygara og þjófa í vitnastúkuna. Mönnum var heitt í hamsi og af vörum saksóknara flugu orð eins og „ósiðlegur" og „viðbjóðslegur" Lance Ito dómari sagðist mundu fresta réttarhöldunum til mánudags. Hann sagði lögfræðingum Simpsons hins vegar að vera viðbúnir því að ljúka inngangsorðum sínum og sak- sóknurum að búa sig undir að halda áfram og leiða fram fyrsta vitni sitt. Reuter BARNAKULDASKOR ecco Laugavegi 41 &cöði/ o& pjóvuAttcu círvki KIRKJUSTRÆTI8 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A DV VALDA ÞÉR SKAÐA! 563 2700 Bílar við allra hæfi - SkiptamöguleikarJ Bílasalan Braut - Borgartúni 26 - SÍItfÍ 61 7 5 10 Toyota Landcruiser '92, ek. 57.000 km, toppl., 7 manna, sk. á ódýrari. Toyota Carina E '93, ek. 68.000 km, sjálfsk., rafm. i rúðum, o. fl„ sk. á ód. Cherokee Pioneer 4 I, '88, ek. 64.000 km, sjálfsk., gullfallegur bíll, sk. á ód. Mercedes Benz 190E '85, ek. Daihatsu Charade TS '88, ek. 150.000, sjálfsk., toppl., sk. á ód. 82.000, ath. skuldabréf. Bílasala Garðars - Nóatúm 2 - simi 6110 10 Nissan Sunny SLX '92, álfelgur, dökkblásanseraður, einnig Niss- an Sunny '93. Toyota double cab '94, bensín, ek. aðeins 15.000 km, 33" dekk. Opel Astra 1400 station '94, ek. 7.000 km, rauður, álfelgur, sem nýr bill. Pajero '92, ek. 82.000 km, V6 3000 vél, ABS, sóll., ssk., glæsil. vagn m/öllu. Toyota touring 4x4 XLI, '91. Einnig Toyota touring XL '91. MIKiÐ ÚRVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN! FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.