Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Fréttir DV Slagurinn um sölumál Útgerðarfélags Akureyringa: Meirihluti í bæjarstjórn fyrir viðskiptum við ÍS - væntanlegar niðurstöður athugana á sölumálunum þó úrslitaatriði Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ef niðurstööurnar í þeirri rann- sókn, sem verið er að vinna, um áhrif þess að flytja sölumál ÚA frá Sölu- miðstöðinni til íslenskra sjávaraf- urða hf. segja ótvírætt að hagsmun- um ÚA sé allt eins borgið með ÍS sem söluaðila á afurðum ÚA þá styð ég það að ÍS fái þessi viðskipti og flytji hingað höfuðstöðvar sínar að fullu,“ segir Heimir Ingimarsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Alþýöubanda- lagsins á Akureyri. Þar með virðist ljóst að verði niður- stöður rannsókna Nýsis hf. og Andra Teitssonar á áhrifum á flutningi sölumála ÚA á þann veg að hagur ÚA verði tryggður með samningi viö íslenskar sjávarafurðir hf. þá sé meirihluti í bæjarstjórn Akureyrar fyrir því að flytja viðskiptin frá Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna til ÍS. Framsóknarfulltrúarnir fimm í bæj- arstjórn eru allir á bandi ÍS í þessu máli. Heimir hefur þó þann varnagla á að hann vilji fá það gulltryggt að ÍS verði á Akureyri með höfuðstöövar sínar til frambúðar. „Ef hægt verður að treysta þvi að ÍS verði hér. með allt sitt veldi en ekki litlar höfuö- stöðvar hér og stórt útibú í Reykja- vík þá líst mér betur á þennan kost en Sölumiðstöðina. Ef ég fæ þetta gulltryggt þá er ekki minnsti vafi í mínum huga á að taka eigi tilboði ÍS,“ segir Heimir. Enginn skrípaleikur „Við erum ekki að leika þann skripaleik að ætla okkur að vera meö litlar aðalstöðvar á Akureyri og stórt útibú í Reykjavík, það væri að falsa tékkann," segir Benedikt Sveinsson, framkvæmdastjóri íslenskra sjávar- afurða. „Við flytjum okkar höfuð- stöðvar norður með öllu sem þeim tilheyrir fáum við viðskiptin viö ÚA. Við myndum sennilega hafa aðstöðu í Reykjavík til að taka á móti gestum sem kæmu til landsins og eins fyrir okkur ef sú staöa kæmi upp að við yrðum veðurtepptir í borginni en starfsemin yrði öll á Akureyri." Benedikt segir að um 66 störf sé að ræða en auk þess vinni um 10 laus- ráðnir hjá fyrirtækinu. Flutningur ÍS ef af yrði tæki til höfuðstöðvanna með þróunarsetri og vöruhúsi þar sem m.a. er lager fyrirtækisins. Benedikt segir að um þriðjungur starfsfólks hafi þegar lýst vilja sínum til þess að flytja með fyrirtækinu. Annar álíka stór hópur hefur ekki tekið ákvörðun ennþá en þriðjungur starfsmanna á e.t.v. óhægt um vik með flutning. Er þar aðallega um að ræða konur sem starfa í fyrirtækinu. Innsiglingin að Stykkishólmshöfn er nú full af ís sem veldur töfum fyrir skip og báta. Stærri bátar sigla gegnum ísinn en smábátar úr plasti hafa lokast inni og þess vegna hafa orðið tafir á hráefnisöflun fyrir ígulkeravinnslur. Þetta ismagn telst þó ekki mikið og nefna má að 1978 þurfti að fá varðskip til að halda innsiglingunni opinni. Flóabáturinn Baldur er sérstaklega styrktur til siglinga í ís og getur því haldið siglingaleiðum opnum að mestu á erfiðum ísárum. Hann er til hægri á myndinni. DV-mynd Arnheiður Ólafsdóttir, Stykkishólmi Stjóm Útgerðarfélags Akureyringa og sölumálin: Annar fulltrúi Sjálfstæðis- f lokks í stjórninni vilj ÍS - líkur á hluthafafundi og nýrri stjóm ÚA vegna málsins MeiriMutasamstarfið: Allaballar gætukomist í lykilaðstöðu Gyifi Kiistjánssan, DV, Akureyit ’ Sigríður Stefánsdóttir, oddviti Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn Akureyrar, neitar því ekki aö Alþýðubandalagið getí komist í oddaaöstöðu um myndun meiri- hluta í bæjarstjóm nái núverandi meirihluti ekki saman um lausn á sölumálum Útgerðarfélags Ak- ureyringa. Eins og DV skýrði ftá í gær rið- ar meirihlutasamstarf krata og framsóknarmanna í bæjarstjóm- inni til falls vegna þessa máls og líkur era á að samstarfið bresti vegna þess, Gerist það era mögu- leikamir um nýjan bæjarstjóm- armeirihluta sem menn ræða að- allega tveir. Annar er sá aö bæj- arfulltrúi Alþýðuflokks gangi til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og Alþýðubandalag, hinn sá að Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag myndi meirihluta. „Ég heyri ýmislegt rætt og við gerum okkur grein fyrir því að þessir möguleikar eru fyrir hendi. Að öðra leyti segi ég ekki meira um þetta,“ segir Sigríður. Um kapphlaup Sölumiðstööv- arinnar og íslenskra sjávaraf- uröa um viðskipti með afurðir ÚA segir hún að sin afstaða liggi ekki fyrir. Stálu kjöti úr frystigámi Tveir menn sáust vera að bera reykt folaldaKjöt og lambahryggi út úr frystigámi sem þeir höfðu brotíst inn í fyrir utan húsnæöi kjötvinnslufyrírtækis að Grens- ásvegi snemma í gærmorgun. Málið er í rannsókn en vitni sem sá mennina taldi að hér hefði verið um að ræða rétta eigendur sem reyndist ekki vera. Mennirnir tveir vora á dök- kleitum Econoline sendibíl. Þeir komu aö fyrirtækinu um klukk- an sex aö morgninum og brutu upp hengilás á gáminum og létu síðan greipar sópa. Talið er að á þriðja hundrað kílóum af folalda- kjöti og lambahryggjum hafi ver- ið stoliö. Umrætt vitm gat gefið lýsingu á mönnunum en þeir sem geta gefiö frekarí upplýsingar um máhö eru beönir um aö hafa sam- band við lögregluna. -ótt Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mín afstaða er ekkert leyndarmál. Það er mitt mat að íslenskar sjávar- afurðir hf. geti sem best annast sölu- mál Útgerðarfélagsins og í atvinnu- legu tilliti tel ég mjög mikilvægt aö fá slíkt fyrirtæki með alla starfsemi sína hingað tíl bæjarins,“ segir Sverrir Leósson, annar tveggja full- trúa Sjálfstæðisflokksins í stjórn Út- gerðarfélags Akureyringa. Stjóm ÚA er pólitískt kjörin, og í dag skipuð fulltrúum sem kjömir vora er Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag vora í meirihlutasam- starfi í bæjarstjóm fyrir kosningam- ar sl. vor. Sjálfstæðisflokkurinn á 2 menn í stjórn en Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðu- bandalag einn mann hver flokkur. Hver sem niðurstaða sölumála ÚA verður, hvort sem Sölumiðstöðin heldur þeim eða þau veröa flutt til íslenskra sjávarafurða, veröur það stjóm ÚA sem gerir hið formlega samkomulag viö söluaðilann. Þar mun m.a. verða að taka inn í ákvæði um samningstíma við söluaðilann til ákveðins árafjölda með einhverjum uppsagnarákvæöum. Afstaða Sverris Leóssonar í stjóm ÚA gerir það að verkum að ógerlegt er að segja tíl um hvernig atkvæði myndu falla í stjórn ÚA varðandi það hvort ÍS eða SH fái sölumálin. Full- trúi Framsóknarflokks er að öllum líkindum með samningi við ÍS, full- trúi krata hlynntur samningi við SH en frekar óljóst hvernig fulltrúi Al- þýðubandalags og annar fulltrúi Sjálfstæöisflokks myndu greiða at- kvæði. Það má því reikna með að þeir sem standa að meirihlutaniður- stöðu í bæjarstjórn varðandi þetta mál muni grípa til þess ráðs að kalla saman hlutahafafund og láta þar kjósa nýja stjóm sem yrði samstiga varðandi ákvörðunina. Stuttar fréttir Viðskiptajöfnuður Líklegt er að viðskiptajöfnuður- inn hafi verið hagstæður um átta til tiu milljarða á síöastá ári. Það eru um tvö prósent af landsfram- leiðslunni og er hagstæðara en búist var við. Þetta kemur fram i Mogganum í morgun. Kjörnef nd klofnar Kjörnefnd Alþýöubandalagsins á Reykjanesi klofnaöií afstöðu til þess hver á að skipa annað sætí framboðslista flokksins. Hörð barátta er milli alþýðubandalags- manna í Kópavogi og á Suöur- nesjum um þetta sætí. Þetta kem- ur fram í Alþýðublaðinu. Svikibanka Fyrrverandi forstöðumaður hagdeildar Búnaðarbankans hef- ur verið ákærður fyrir umboös- svik með þvi að hafa nýtt gengis- upplýsingar Reuters tíl aö hagn- ast og færa inneign milli gjaldeyr- isreikninga í bankanum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu. Skýrslurafhentar Hæstiréttur hefur dæmt yfir- lækni á geðdeild Landspítala, Ríkisspítala, landlækni og heil- brigðisráöuneytið til að afhenda Sigurði Þór Guðjónssyni rithöf- undi upplýsingar um sjúkra- skýrslur sínar. Kristinn sigraði Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður sigraði i síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum. Kristinn fékk 82 at- kvæði i fyrsta sætið. Lilja R. Magnúsdóttir verkakona lentí í öðru sæti og Bryndís Friðgeirs- dóttir kennarí í þriðja sæti. 113 greiddu atkvæði í forvalinu. Infiúensa greínist Inflúensa af A-stofni hefur greinst hér á landi en ekki hefur borið mikið á veikindum enn sem komið er. Búist er við faraldri í nokkra mánuði nái flensan sér á strik, samkvæmt Morgunblaðinu í morgun. 130bílarkeyptir Tilboð hafa verið opnuð í útboði Ríkiskaupa vegna kaupa opin- berra stofnana á 130 nýjum bif- reiðum á þessu ári. Tilboö bárust frá ellefu aðilum og réyndust níu aðilar eiga lægustu tilboð. Eftir er aö yfirfara tilboðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.