Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Síða 11
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 11 Fréttir Mál Guðjóns Andréssonar gegn ráðherrum: Ráðherrar og forseti verði kall- aðir til vitnis - ríkislögmaður mótmælir og dómari úrskurðar hvort þeir skuli vitna í gær var fyrirtekið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál Guöjóns Andrés- sonar, fyrrverandi forstöðumanns Bifreiðaprófa ríkisins, á hendur dómsmálaráðherra og íjármálaráð- herra fyrir hönd íslenska ríkisins. Guðjón stefndi ráðherrunum vegna tímabundinnar brottvikning- ar sinnar úr staríl í maí árið 1991 í kjölfar endurrannsóknar RLR á framkvæmd tveggja ökuprófa stofn- unarinnar. Krefst hann skaöa- og miskabóta að íjárhæð rúmlega 20 milljóna. Guöjón var hreinsaður af öllum grun um brot í starfi með bréfi ríkissaksóknara en engu að síður neitaði dómsmálaráðherra honum um starfið aftur. Deila menn þarna um hvort skipunarbréf Guðjóns hafi verið með fullu gilt. Guðjón hefur ekki fengið greidd laun frá því í sept- ember 1991 og af gögnum málsins má sjá að honum hefur aldrei verið sagt endanlega upp störfum með lög- formlegum hætti. Meðal þeirra sem kallaðir hafa ver- ið til vitnis í málinu eru, auk vararík- issaksóknara, fjármálaráöherra, for- sætisráðherra og forseti íslands, sem öll ræddu við dómsmálaráðherra um máhð árið 1991. Málið verður aftur tekið fyrir 9. febrúar næstkomandi og verður þá tekin fyrir krafa Guðjóns um að' embættismennirnir verði kallaðir til vitnisburðar en ríkislögmaður hefur mótmælt þeirri kröfu. Lögmaður Guðjóns telur að með brottvikning- unni hafi dómsmálaráöherra gerst sekur um grófa mismunun og póli- tískar ofsóknir á hendur Guðjóni en hann var ráðinn til starfans af Óla Þ. Guöbjartssyni, dómsmálaráð- herra og borgaraflokksmanni. Segir hann enn fremur Guðjón hafa undir höndum prófgögn frá Bifreiðapróf- unum sem sýni afdráttarlaust sam- bærileg en þó mun stórvægilegri mistök tveggja deildarstjóra í dóms- málaráðuneytinu og ráðuneytis- stjórans. Sum þessara gagna hafi verið hluti af upphaflegri kæru lög- reglustjóraembættisins vegna fram- kvæmda ökuprófa en síðan verið stungið undan frekari rannsókn RLR þegar í ljós hafi komiö að þau væru Guðjóni óviðkomandi. Dómsmála- ráðherranum hafi ítrekað verið greint frá þessum mistökum og sýnd- ir óyggjandi pappírar þar af leiðandi en þeim hafi verið stungiö undir stól á sama tíma og Guðjóni var vikið frá. Hann segir jafnframt að óeölilegur dráttur hafi orðiö á því að niðurstaða RLR hefði verið gerð opinber af ríkis- saksóknara en embættiö þurfti að fá umsögn dómsmálaráðuneytis áður en slíka yfirlýsingu hafi veriö hægt að gefa út. Telur Guðjón að dóms- málaráðherra hafi gefið sér rangar upplýsingar um gang málsins allt þar til seinni hluta árs 1991 og hafi fyrst gefið umsögn sína eftir aö fjármála- ráðherra og forsætisráðherra höfðu krafistþessafhonum. -pp Suðumes: Styttist í að naf n fæðist Ægir Már Kárason, DV, Suðurnesgum; „Við erum að vinna að máhnu og það styttist í að ákvörðun verði tekin um nafn,“ sagöi Ellert Ei- ríksson, bæjarstjóri í nafnlausa sveitarfélaginu á Suðumesjum, í samtali við DV. Bæjarráð hefur farið sér hægt i að ákveða hvernig staöið verður að kosningu um nafn á sveitarfé- lagið. Tveir Keflvikingar kærðu til félagsmálaráðuneytisins fram- kvæmd atkvæðagreiðslu 16. apríl 1994 þegar nafnið Suðumesjabær var valiö af íbúum staðanna. Ráðuneytið dæmdi atkvæða- greiðsluna ógilda. Eftir heimildum nú er talið að valið standi milli nafhanna Reykjanesbær, sem þykir sigur- stranglegra, og Suðurnesjabær en íbúar vilja fá nafn á sveitarfé- lag sitt sem fyrst. Ólafsfjöröur: Stúlka smitað- istaf heila- himnubólgu Helgi Jánssan, DV, Ólafafi.rði: Hér á Ólafsfirði smitaöist ný- verið stúlka af heilahimnabólgu og var flutt á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Vírasinn sem þesgu veldur er menico coccus eða sá sami og kom upp í Reykja- vík og á Dalvík í haust. „Þaö er lítið um þetta að segja i rauninni. Þetta getur komið upp alveg eins og kvef eða botnlanga- bólga," segir Hjörtur Þór Hauks- son læknir. Hann sagöi aö erfitt væri aö komast að því hvaðan þetta bærist og yfirleitt tækist það ekki. Óveður á Ólafsfirði: Miklar skemmdir á bryggju Helgi Jónsson, DV, Ólafefixði: Mikil kvika fylgdi óveðrinu í síðustu viku ásamt töluveröu róti í höfninni á Ólafsfirði með þeim afleiðingum að klæðning rifnaði upp á norðurenda bryggjunnar. Sjórinn féll með þvílíkum krafti til baka að borðin lyftust hrein- lega upp á bryggjunni. Samfara þessu barst mikið grjót yfir hafnargarðinn og inn á bryggj- una. Hún er ónothæf, að sögn Ölafs Sæmundssonar, en reynt verður að gera við hana til bráðabirgða. Talið er líklegt að Viðlagatrygging bæti tjónið að einhverju leyti. Ljósir punktar í Þverárhreppi: Tvö hús í smíðum Þórhallur Asrtumdsson, DV, Norðurl. vestra: í Þverárhreppi í Vestur-Húna- vatnssýslu var hafin bygging tveggja íbúðarhúsa á síðasta ári og verða það að teljast talsveröar framkvæmdir í ekki stærra sveitarfélagi. „Það eru ljósir punktar hjá okkur þó að fólki fækki frekar en hitt í hreppnum," sagði Agnar J. Leví odd- viti og bóndi á Hríshóli. Þá hefur verið unnið að gerð nýs skipulags fyrir sumarbústaðabyggð við Vesturhópsvatn. Fjöldi sumarbú- staða þar er kominn á fjórða tug. Skipulagt hefur verið svæði í landi Litluborgar, Stóruborgar og Hvols fyrir 70-80 sumarbústaði til viðbótar. Ung hjón, þau Jónína Jónsdóttir og Halldór Pálsson, em byrjuð búskap á Súluvöllum, en þar hefur búið Jón Stef- ánsson, faðir Jónínu. Ungu hjónin em aðeins hálfþrítug og síðasta sumar létu þau reisa einingahús úr timbri sem fengið var frá Samtaki á Selfossi. í vet- ur hafa þau verið að innrétta jafnframt bústörfunum og stefna að þvi að flytja í nýja húsið seinna á árinu. A Stóruborg syðri var einnig hafin bygging íbúðarhúss á liðnu sumri og áætlaö er að húsið rísi í þessum mánuði, en það er úr timbureining- um smíðað hjá Hjörleifi Júlíussyni, byggingameistara á Blönduósi. Styrkja Súðvíkinga með síldarsölu Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum: Fyrirtæki og einstaklingar í Vest- mannaeyjum, meö bæjarsjóö í broddi fylkingar, hafa staðið fyrir pökkun á marineraðri síld í legi í 7500 pakkn- ingar, sem seldar verða í verslunum Hagkaups á höfuðborgarsvæðinu fostudaginn 27. jan. frá kl. 17-21 og daginn eftir frá kl. 10-17. Öll innkoma rennur óskipt til Rauða kross íslands til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúruhamfara í Súðavík. Áætlað eraðsalan gefi af sér 2 millj. króna. Hátt uppi Litlir strákar sem hætta sér upp á hæstu snjóruðningana á Akureyri líta eflaust á sig sem „stóra karia" eins og þessi ungi maður sem var „hátt uppi“ á snjóruðningi á mótum Steinahlíðar og Smárahlíðar og hafði gott útsýni til allra átta. DV-mynd gk CD O) oo cn c 'CD »o < MYNDBANDAGETRAUN BONUSVIDEO 9 9-17-50 Myndbandagetraun Bónusvídeós er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost aö vinna gjafakort meö úttekt á þrem myndbandsspólum frá nýrri og stórglæsilegri myndbandaleigu Bónusvídeós aö Nýbýlavegi 16. Þaö eina sem þarf aö gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum um myndbönd. Svörin við spurningunum er aö finna í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir sem fylgir DV á fimmtudögum. Dregið daglega úr pottinum! Daglega frá fimmtudegi til miövikudags veröa nöfn þriggja heppinna þátttakenda dregin úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu gjafakort frá Bónusvídeói. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið aö svörin við spurningunum er aö finna í myndbandaumfjöllun DV á fimmtudögum. Nöfn vinningshafa veröa birt í blaðauka DV um dagskrá, myndbönd og kvikmyndir í vikunni á eftir. BONUSVIDEO Nýbýlavegi 16. Sími 564-4733 Opiö virka daga frá 10 - 23.30. Laugard. og sunnud. frá 12 - 23.30

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.