Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 7 Sandkom Þátttakastuðn- íngsmanna flokkannaí prófkjörum annarra flokka hcfurvoriötil umraíöu, ekki sísteftirpróf- kjurFram- soknariNorö urlandivestra ogpnífkjör kraíaíReykja- nesi. Er þá tilgangurinn að koma manniúrákveðnu byggðarlagi aðí gott sæti á framboðsiLsta svo byggð- arlagið hafi sem flesta menn á þingi, óháö flokkum, í þessu sambandi rifl- aðist upp saga af þekktum sjáifstæð- ismanni á Suðurnesjum. Fyrir ali- mörgum árum var prófkjör meðal krata i Keflavíkog átti að koma Karli Steinari á þing. í því sambandi var leitað til sjáifstæöismanna um að- stoð. Jú, einhveijir unghðar voru sendir á vettvang og merktu þem kjörseðlana samkvæmt fyrirskipun- um. Kn púkinn kom upp í umrædd- úm sjáifstæðismánni og varð úr að hann mætti sjálfhr á kjörstað krata. Krötum brá heldur, þustu úr sætum sínumogböðuðuúthðndum: „Nei, nei... þú mátt ekki kjósa hér,“ sögöu þeiróðamála. Lítir Jóhannesar Jóhannes, rit- stjóriáHúsa- vik, segirí blaði sínuaðhann hafifengið tjolda fyrir- spurnajiarsem blaðiðsénúí bláumiiíen ekki rauðum einsogvar. Scuii Jóhanne-, aðlitaskiptin týði ekki að blaðið sé sjáiíkrafa farið að styðja íhaldið áþesssuári. Á sama hátt hafl rauði liturinn ekki tálmað stuðning við ailabalia. Og þó langt sé um liðið frá þ ví blaðiö var grænt þýði jiað ekki að álit þess á Framsókn hafi farið þverrandi með árunum. Og... þó blaðið hafi aldrei verið bleikt þýði það ekki andúð á krötum. En hvað um Kvennalístann, Jóhann- Úkunnugur Hérersagaaf- fyrrumþing- manniFram- sóknará Yest- tjörðum. Gunn- laugiFinns- syni,semþykir orðheppinn maöur. Ein- hvctjusinni : varGunnlaug- uráflokksþingi ______________Framsóknttrá Akureyri. Honum leiddist eitthvað þrefið og fékk sér göngutúr sem end- aði á Ráðhústorgi þeírra Akur- eyringa. Vatt sér þá að honum ung og faiieg stúlka sem spurði hvað klukkan væri. Gunrdaugi brá við þessa spurningu en lét lítið á þvi bera raeð því að líta spekingslega til allra átta. Síðan kom svar þingmannsins þáverandi: „Því miður, ungfrú, get ég ekki sagt y ður það því ég er alveg ókunnugurhér.“ Númer hvað? Þriggjaára drenghnokki var þi-iin gáf um: gæddurað munatölur mjögvel.Man hann ekki nöfn : i'ólks en fái hnnnnðvitm hvaða götuþað á heitna og númerhvað ,___ kiikkarminnið ekki, Móðir drengsins færði honum þau tiðindi að gamall frændi hans hefði látist Drengurinn varð hugsi þvi hann kotn firændanum ekki alveg fyrir sig. Eftir að hafa fengið götu- nafh og númer hjá mömmu skildi hann um hvern var verið að tala. Hn þegar móðir hans sagöi honum aö nú fæn hann öl himna ætlaði stráksi öruggiega að rauna eftir þeim gamla framvegis og spuröi þvi: Himnar númerhvað? Fréttir Bensínsöluáform Hagkaups og Bónuss: Leituðu fyrst til þriggja erlendra aðila áður en samningar tókust við Skeljung Samkvæmt heimildum DV leituðu forráðamenn Hagkaups og Bónuss fyrst til þriggja erlendra aðila, þ.á m. Irving Oil, um samstarf á sölu bensíns á íslandi áður en samningar tókust við Skeljung og félagið Orkan hf. var stofnað. Ekki eru liðnar nema þijár vikur síðan viðræður við Skelj- ung hófust en eigendur Hagkaups og Bónuss hafa a.m.k. haft uppi áform um bensínsölu frá því aðstoðarstjóri Olís, Hörður Helgason, var ráðinn sl. haust, ef ekki enn lengur. Hörður er framkvæmdastjóri Orkunnar. Eins og kom fram í DV á laugardag stefnir Orkan að sölu bensíns við þrjá stórmarkaði Hagkaups og Bón- uss; á Seltjarnarnesi, í Kópavogi og við Holtagarða í Reykjavík. Umsókn- ir um starfsleyfi í þessum sveitarfé- lögum hafa verið lagðar inn. Orkan mun kaupa bensín af Skelj- ungi á heildsöluverði og hafa Orku- menn boðað „töluvert“ lægra bensín- verð til neytenda. Þegar gengið er á þá um hversu mikla lækkun verði að ræða vilja þeir ekki gefa slíkt upp að svo stöddu. Hlutafé Orkunnar er 60 miiljónir króna, þar af er hlutur Skeljungs 15 milljónir. Ljóst er að Skeljungur hefði ekki slegið til nema vegna áforma Irving Oil um starf- semi á íslandi. Til að ná fram lægra bensínverði ætlar Orkan að hafa litla yfirbygg- ingu og hafa þjónustuna öðruvísi en til þessá hefur verið hjá olíufélögun- um þremur. Hvemig þjónustan verð- ur nákvæmlega vilja Orkumenn ekki gefa upp. En hvernig ætla olíufélögin þrjú að bregðast við væntanlegri sam- keppni frá Orkunni? Verður dregið úr þjónustustiginu? „Það verður brugðist við sam- keppni en hvernig og hvenær er of snemmt að greina frá. Ég vil benda á að fram til l. september sl. giltu lög um eitt bensínverð í landinu. Sam- keppnin byggðist því á þjónustu. Kerfið í dag er barn síns tíma og við erum rétt að prófa gírana á því. Þú sveiflar ekki frá því aö vera byggður upp á einn veg yfir í að vera ómönn- uð sjálfsafgreiðsla úti í bæ og ætlast til að viðskiptavinurinn kunni að meta það. Ég held að mér sé óhætt að segja að við séum með tiltölulega hátt þjónustustig. Þegar verið er að kaupa bensín í roki, slyddu, rigningu eða frosti þá eru margir sem eru ánægðir með að geta rennt seðlinum út um rifuna á bíirúðunni og þurfa ekki að fara út að dæla,“ sagði Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins, viðDV. Geir sagði að á öllum bensínstöðv- um nema þeim stærstu í Reykjavík dygöi smásöluálagningin ekki til að reka þær, þess vegna væri veitinga- sala og fleira rekið samhliða. Arthur Irving, einn aðaleigenda kanadíska olíufélagsins Irving Oil, ásamt sonum sínum, Arthur yngri og Kenneth. DV-mynd ÞÖK Landvinningar Irving Oil: Umsóknir út fyrir höfuðborgarsvæðið - ein á Suöurnesjum auk Akraness Eins og fram hefur komið í DV hefur kanadíska olíufélagið Irving Oil sótt um lóð undir bensínstöð á Akranesi. Það er staðfesting á því að félagið ætlar ekki aö láta birgðastöð og þrjár bensínstöðvar í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, sem vilyrði hefur fengist fyrir, duga. Félagið hefur kannað málin á íleiri stöðum á suð- vesturhorni landsins. Þannig hefur DV heimildir fyrir því að erindi hafi borist sameinuðu sveitarfélagi Kefla- víkur, Njarðvikur og Hafna um lóð undir eina bensínstöð. Umboðsmað- ur Irving Oil, Othar Örn Petersen hrl., staðfesti þetta í samtali við DV en vildi ekki segja hvort félagið hefði sótt um víðar utan höfuðborgar- svæðisins. Áður hefur komið fram að Irving Oil hefur kannað lóðamál í Hafnar- firði, Garðabæ, Kópavogi og Mos- fellsbæ. Þær beiðnir hafa ekki hlotið afgreiðslu í viðkomandi sveitarfélög- um. Við eftirgrennslan á stöðum eins og Selfossi, Hveragerði, Borgarnesi og Grindavík kom í ljós að Irving Oil hefur ekki sent beiðni þangað um bensínstöðvalóðir. Borgarráð: Ibúar mótmæla staðsetn- ingu Irving Oil íbúar í Stekkjahverfi og við Boða- granda hafa mótmælt staðsetningu bensínstöðva Irving Oil við Eiðsgranda og Stekkjarbakka en borgaryfirvöld hafa fyrirhugað að selja forráðamönn- um Irving Oil þrjár lóðir undir bensín- stöðvar; við Eiðsgranda, Stekkjar- bakka og Bæjarháls. Mótmælin voru kynnt á borgarráðsfundi. „Við teljum að staðsetningin við Stekkjarbakka sé óheppileg og óþægUega nærri Elhðaánum. Það er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir slys þó að ýtrustu varúðar sé gætt auk þess sem útsýnið úr dalnum beint upp í bensínstöðina er leiðin- legt,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir, formaður umhverfismálaráðs Reykjavíkur. Umhverfismálaráð fjallaði um lóð- ir handa Irving Oil á fundi í síðustu viku og lagði til að fundinn yrði nýr staður í stað lóðar við Stekkjar- bakka. Irving Oil hefur leitaö til ýmissa fyrirtækja: Vildi kaupa lóð af Versló Samkvæmt heimildum DV heftu- Irving Oil leitað til ýmissa fyrirtækja og stofnana sem eiga ónýttar lóðir á höfuðborgarsvæðinu og boðið háar fjárhæðir fyrir lóðirnar eða hluta þeirra. Meðal annars hafa fulltrúar félagsins leitað til Verslunarskólans vegna 10 þúsund fermetra lóðar við Ofanleiti uppi við Kringlumýrar- braut. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans, kannast við til- raunir Irving Oil til að komast yfir lóðir. Meðal annars hafi fulltrúar kanadíska ohufélagsins falast eftir helmingi þeirrar lóðar sem skóhnn á. „Við höfnuðum þessu. Þetta var tekið fyrir á skólanefndarfundi fyrir viku. Við höfum hugsað okkur að byggja á þessari lóð. Okkur yeitir ekkert af henni allri. Þeir voru með hugmyndir sem alls ekki fara saman við starfsemi skólans." Að sögn Þorvarðs komst málið ekki á það stig að rætt hefði verið um fjár- hæðir í tengslum við lóðina. Ljóst sé hins vegar að lóðin sé dýr enda hafi Verslunarskólinn nú þegar sett um 52 milljónir króna í hana. Allar upp- hæðir í þessu sambandi eru svim- andi,“ segir hann. „Við fognum allri samkeppni. Við höldum okkar striki og erum að vinna í málinu. Það kemur síðan í ljós hvert framhaldið verður," segir Óthar Örn Petersen, umboðsmaður Irving Oil á íslandi, við þeim tíðind- um að eigendur Hagkaups, Bónuss og Skeljungs hafi stofnað nýtt félag, Orkuna hf., til að hefja sölu á ódýru eldsneyti hér á landi. Irving Oil hefur fengið vilyrði fyrir þremur lóðum í Reykjavík fyrir bensínsölu; við Eiðsgranda, Stekkj- arbakka og í Árbæ. Sótt var um 6 lóðir en að sögn Othars Amar er ijóst að Irving Oil þarf 6 til 8 lóðir undir starfsemi sína. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.