Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 12
I 12 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Spumingin Ætlarðu á skíði til útlanda? Jón Örn Sigurðsson: Nei, ekki í ár. Sigurður Stefánsson: Nei, ekki núna. Haraldur Björnsson: Nei. Heiða Reynisdóttir: Nei, það held ég ekki, ég á ekki peninga. Kristín Jóhannsdóttir: Nei. Helga Valtýsdóttir: Nei. Lesendur___________________________ íslensk stjómmál í endumýjun: Flokkakerfið tekur kipp Veldur endurnýjunarhæfileikinn verulegum flokkaflækingi kjósenda i kom- andi kosningum? Gunnlaugur Sigurðsson skrifar: Menn hafa að sjálfsögðu tekið eftir því að íslensk stjórnmál eru að breyt- ast. Flokkakerfið hér á landi hefur tekið kipp, sem ekki er séð fyrir end- ann á. Segja má að stjómmálaflokk- amir á vinstri vængnum séu ekki nema en svipur hjá sjón frá þvi fyrir nokkrum árum. Ýmist eru flokkar að sameinast eða máttarstólpar þeirra að færa sig um set. Þetta er áberandi í Alþýðuflokki, Alþýðu- bandalagi og jafnvel í Samtökum um kvennalista. - Aðeins tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknar- flokkur, standa óhaggaðir að mestu leyti. Það mátti svo sem búast við hrær- ingum í stjórnmálalífi hér, svo mjög sem þjóðmál (les: stjórnmál) eru í sviðsljósinu svo að segja dag hvern allt árið um kring. Fáar þjóöir eru jafn pólitískar og íslendingar, og ekki er svo gefið til samhjálpar eða steypt ný akbraut að ekki sé strax orðið umfjöllunarefni dagsins. Og fólkið vill hafa sinn flokk til að styðjast viö og engar refjar. Þess vegna skiptast menn hér óhjákvæmilega í flokka og ’fáir eru þeir íslendingar sem ekki hafa álit stjórnmálum. Þess vegna skipast líka fljótt veður í lofti og menn eru tilbúnir að skipta um flokka þegar þurfa þykir. En það er óvenjumikil uppstokkun í flokkakerfinu um þessar mundir, og óvenjumikil endumýjun í öllum flokkum. Ný kynslóð er bersýnilega að taka við einmitt núna. Ný viöhorf eru komin til sögunnar og gluggar til austurs og vesturs hafa opnast upp á gátt. Það þótti ekki hæfa fyrir nokkrum árum. Meira að segja frels- ið og markaðsbúskapurinn á upp á pallborðið í vinstri flokkunum, og það eitt kann að raska ró „kyrralífs- flokkanna", Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þegar fram i sæk- ir. - Og slíkur er endurnýjunarhæfi- leikinn í stjórnmálunum þessa dag- ana að hann gæti valdið verulegum flokkaflækingi hjá kjósendum í kom- andi kosningum. Eru reykingamenn ofsóttir? S.K. skrifar: Manni blöskrar hve ofsóknirnar gegn reykingafólki ganga langt. - Það skeður t.d. aftur og aftur að fólk sem hefur stolist til að reykja á salernum í Flugleiðavélum hefur fengið yfir sig slíkar formælingar frá flugfreyjum að fólk þetta er miður.sín í langan tíma. Jafnframt lýsir einn fulltrúi félagsins þvi yfir að allir séu ánægð- ir með reykingabann á leiðum flugfé- lagsins til Evrópu! Þetta er hins vegar alrangt. Það er mikil og almenn óánægja meö þetta bann því að fólki finnst það svipt mannréttindum. En öfgafólk hefur náð sínu fram. Og dæmi eru um að fólk kaupi alls ekkert í flugvélum og sitji óhresst undir slíkri kúgun sem reykingabann er. Og öruggt er að sala á vamingi hefur stórminnkað við banniö. Hvernig stendur á því að flogið hefur verið með fólk sem reykti um borð í flugvélum Flugfélags íslands og Loftleiða og síðan Flugleiða í yfir 30 ár? Hvaða hefur breyst? Eru öfga- menn allsráðandi? - Eg skírskota í leiöinni til farþega Flugleiða sem fljúga til Ameríku en þeim er ekki bannað að reykja. Sá fulltrúi Flug- leiða sem lýsti því yfir að allir væru ánægðir með reykingabannið gat þess í leiðinni að stutt væri í reyk- ingabann á leiðum félagsins vestur um haf. Mér er mjög hlýtt til Flugleiða og vil veg þeirra sem mestan. En ég spyr: Hver kom þessu reykingabanni á og er réttur minn enginn í þessu samhengi? Ég tel öll svona bönn úr- elt og að þau muni fyrr eða síðar heyra sögunni til. - Sum Evrópuflug- félög, sem tóku upp reykingabann, hafa hætt því og skipt farrými vél- anna í reyklaust og reykingasvæði. Ég skora hér með á umboðsmann Alþingis að kveða upp úr hvort ekki sé verið að bijóta á fólki, hvort sem það er á vinnustað eða i flugvélum. Hundar og kettir óvinir fólksins? ,Kristinn Sigurðsson skrifar: Svona spurning er að sjálfsögðu fáránleg því frá ómunatíð hafa hund- ar og kettir verið kærkomin húsdýr á þúsundum íslenskra heimila og veriö mikill gleðigjafi bæði fyrir börn og fullorðna og á öllum aldri. í sveit- um eru hundar og kettir sjálfsögð heimilisdýr og fá ekki síður umönn- un en heimilisfólkið. Og ótal dæmi eru um það að við óhöpp og slys er það hundurinn sem annaðhvort hef- ur bjargaö eða látið vita af óhappinu með einhverjum hætti. Ótal brunar hafa og orðið í Reykja- vik að næturlagi þar sem hundur kemur við sögu á þann hátt að það er hundurinn sem vaknar og vekur íbúa hússins. Svona mætti áfram halda að taka dæmi. - Nýlegur sorg- DV áskilur sér rétt tilaöstytta aðsend lesendabréf. Óheillaþróun er hafin með því að vilja útrýma blokkarkisunni, segir bréfritari m.a. aratburður á Vestfjörðum sýnir enn og aftur að hundar eru enn mikils virði hér á landi. Sumt fólk, sem heldur hesta sína innan um Fáksmenn sem eru upp til hópa sómamenn, þolir ekki hunda eða ketti. Fáksmenn hafa margir hverjir með sér hunda sína þegar þeir fara í útreiðartúra. Það þykir enn vera sjálfsagður hlutur þótt öðr- um þyki ekki mikið til koma. Þá má nefna samtök sem hafa hafið ofsókn- ir gegn köttum í blokkum og því miður hefur þessu óheillafólki tekist að fá bann við-því að fólk eigi kisur sínar óáreitt. Óheillaþróun er hafin í þjóðfélaginu með því að efna til gráts og gnístranar tanna hjá börnum og eldra fólki sem vill halda sín gæludýr. En nú er snobbfólkið að fara inn á þessa braut. Nú eru hundur og köttur óvinir fólks- ins að þess mati. Hvernig væri að stofna samtök sem væru mótvægi gegn þessu einstrengingslega fólki sem er fullt af mannvonsku? DV Hafnaþeiröllu á Akureyri? Jakob hringdi: Ég er farinn að óttast að bæjar- stjóm Akureyrar verði undir, ef svo má orða það, varðandi hugs- anlega sölu á hlut sínum i Útgerð- arfélagi Akureyringa. Sannleik- urinn er einfaldlega sá, aö mínu mati, að þeir sem nálægt þessu máli koma i bæjarstjórn eru þannig innréttaðir að þeir vilja ekki taka á málinu af festu. Því er hætt við aö allt málið klúðrist, ÚA og öllum bæjarbúum á Akur- eyri til stórfjóns. - Þetta mál var næstum komið í höfn, með hag Akureyringa að leiðarljósi, en nú er hætt við að allt tapist. Enn eitt dæmið um klúður í íslenskri stjómsýslu. Engin kjördæma- leiðrétting? Gunnar Magnússon skrifar: Það era mikil og ill tíðindi að Alþingi skuli ekki standa við neitt af því sem ýjað er aö til úrbóta. Menn bjuggust sannarlega við að kjördæmamáliö yrði tekið fyrir á þessu þingi og afgreiðslu þess máls háttað á þann veg að kosið yrði þá tvisvar á árinu til að ný kjördæmaskipan gilti með seinni kosningunum. Þetta virðist nú ekki ætla að ganga eftir. Og þá spyr maður sig hvort nokkurn tíma verði leiðrétt það misvægi sem nú er í gangi hvað snertir atkvæðavægið. Þetta mál er dæmigert fyrir seinagang og stjómleysi það sem ríkir á Al- þingi hin síðustu ár. Skýrslan ógnvænlega Sigmundur skrifar: Mér þykir skýrslan sem meiri- hluti bæjarstjómar í Hafnarfirði sendi frá sér um kærur vegna samskipta Hagvirkis-Kletts og bæjarsjóðsins ætla að draga dilk á eftir sér. Það virðist a.m.k. ætl- un krata að krefjast þess að for- sætisráðherra hreinlega láti þetta mál niður falla með boðskipun þar um til meirihlutans i Hafnar- firði. - Það má því með réttu nefha skýrslu þessa Skýrsluna ógnvæniegu, því hún kann að setja allt á annan endann í sam- starfi ríkisstjómarflokkanna ri'eggja á lokasprettinum. Viðskiptafarsinn áAkureyri Sigfús hringdi: Það verður fróðlegt að heyra hverjar verða lyktir á Akureyri vegna tilboðanna til bæjarstjórn- arinnar í eignarhlut bæjarins í Útgerðarfélaginu. Hingað til hef- ur málið allt mest líkst farsa, og ég sé ekki hvernig bæjarstjórnin ætlar að ganga aö hinu svokall- aða „sprengjutilboði" Söluiniö- stöðvarinnar, án þess aö veita íslenskum sjávarafurðum hf„ hinu nýja og endurreista SÍS í sjávarútvegi, þungt höfuðhögg i leiðinni. Tilvísunarkerfið ersjálfsagt F.K.Á. hringdi: Það yrði mikill skaði fyrir neyt- endur, sem eru sjúklingar í þessu tilviki, ef tilvisunarkerfið marg- rædda yrði ekki að veruleika. Þaö styrkir trúna á heilbrigðiskerfið og gefur möguleika á að halda mun betur utan um þær greíðslur og verk sem unnin eru af sér- fræðingum á stofum sínum. Lát- um sérfræðingana bara segja sig úr lögum við kerfið. Hvaöan halda þeir aö peningarnir kæmu þá? ( í I c i 4 € 4 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.