Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 15 Fiskveiðisljórnun - ný markmið Fiskveiðilögsagan er sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Það er íslend- ingum lífsnauðsyn að hámarksaf- rakstur náist með skynsamlegri nýtingu fiskistofna. Jafnhliða hag- ræðingu og hágkvæmni í nýtingu fiskistofnanna verður að taka fullt tillit til byggðasjónarmiða og kjara sjómanna og fiskvinnslufólks. Auðlindin er eign allrar þjóðar- innar og því ber handhöfum veiði- heimilda að greiða fyrir afnot hennar. Til að koma í veg fyrir að fiskveiðiheimildir safnist saman á fáa lögaðila i sjávarútvegi, sem valdið getur byggðaröskun og slæmu atvinnuástandi, verði land- inu skipt niður í a.m.k. sjö umdæmi sem hvert um sig fái úthlutað ákveðnum fiskveiðiheimildum. Umdæmaskiptingin gæti verið: Reykjanes, höfuðborgarsvæðið, Kjallannn Kristján Pétursson fyrrv. deildarstjóri „Sterklega kemur til greina að strand- veiðiflotinn (innan 12 mílna) veiði sam- kvæmt heildarkvóta á sóknarmarki sem takmarkast af banndögum og lok- un veiðisvæða.“ Vesturland, Vestfirðir, Norður- land, Austurland og Suðurland. Skipt eftirstærð Fiskveiðistjórnun úthluti heild- arkvóta til umdæmanna, sem síðan útdeili fiskveiðiheimildum til lög- aðila í sjáyarútvegi innan sinna umdæma. Óheimilt væri að fram- selja eða leigja fiskveiðiheimildir til annarra umdæma nema að fengnu samþykki viðkomandi sveitarstjórna. Fiskveiðilandhelginni væri skipt eftir stærð og veiðarfærum skipa í strandveiða- og djúðslóðaflota. All- ar bolfiskveiðar með fiskitrolli stærri togskipa væru bannaðar innan 30 mílna. Minni togskip, allt að 350 tonn, og stór línuveiðiskip hafi leyfi til að veiða inn að 12 míl- um en línu-, handfæra- og netabát- ar þar fyrir innan. Veiði uppsjávar- fiska verði óbreytt frá því sem nú er en veiði á kola, rækju, humri og skeldýrum sé háð ströngu eftirliti Hafrannsóknastofnunar. Framan- greindar breytingar myndu vemda uppeldis- og hrygningarstöðvar fisksins. Til að allir sjómenn njóti sömu kjara varðandi fiskverð fari allur óunninn fiskur í gegnum sölukerfi fiskmarkaða. Til að koma í veg fyrir að með- afia (smáfiski) sé hent í sjóinn sé greitt gjald sem taki mið af kostn- aði við að koma honum í land. „Til að allir sjómenn njóti sömu kjara varðandi fiskverð fari allur óunn inn fiskur í gegnum sölukerfi fiskmarkaða," segir m.a. í grein Kristjáns. Smáfiskur landróðrarbáta verði nýttur til strandeldis. Forkaupsréttur á fiski Engar raunhæfar tölur eru til- tækar um smáfiskadráp í fiskveiði- lögsögunni sem veldur mikilli óvissu um niðurstöður og áætlanir Hafrannsóknastofnunar á nýtingu og uppbyggingu fiskistofna. Ströng viðurlög verði sett um að kasta fiski í hafið og að afla sé leynt við löndun. Sterklega kemur til greina að strandveiðiflotinn (innan 12 mílna) veiði samkvæmt heildarkvóta á sóknarmarki sem takmarkast af banndögum og lokun veiðisvæða. Veiöistýringu djúpveiðiflotans (með togveiðarfærum og nót) sé stjórnað með aflakvótum. Skipting á heildarveiði milli strand- og djúpslóðaflotans sé greinilega afmörkuð af fiskveiði- stjórnun, bæði er tekur til afla- magns og fisktegunda. Lögaðilar í sjávarútvegi og sveit- arstjórnir hafi forkaupsrétt á fiski- skipum og kvóta innan umdæm- anna. Úreldingarreglur miðist við aldur og ástand skipa samkvæmt mati Siglingamálastofnunar. Kristján Pétursson Lykill að lífskjörum framtíðarinnar: Öf lugt menntakerf i Það er von mín að nýársávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finn- bogadóttur, hafi náð eyrum stjórn- málamanna. í ávarpi sínu benti hún m.a. á að forystumenn á ýms- um sviðum í nágrannalöndum okk- ar hafi áttað sig á því að menntun- arstig og þekking muni ráða úrslit- um í samkeppni þjóða á komandi árum. Frændur okkar, Danir, hafa sýnt í verki aö þeir hafa uppgötvað þessi sannindi. Áskorun forseta ís- lands til stjórnmálamanna um að bæta menntun í landinu er því fagnaðarefni. Bætum skólann Hér á landi er mun lægra hlut- falh þjóðartekna varið til skóla- og félagsmála en í þeim löndum sem við berum okkur oftast saman við. í flestum grunn- og framhaldsskól- um þarf að bæta aðbúnað stórlega. Það ætti að vera eitt af forgangs- verkefnum stjórnvalda fram til aldamóta að einsetja alla grunn- skóla. Þá er brýn nauðsyn að íjölga kennslustundum, fækka í bekkjar- deildum og auka sérkennslu, bæði á grunn- og framhaldsskólastigi. Einnig þarf víða að bæta aðstöðu KjaUaiinn Þorsteinn Hjartarson skólastjóri fyrir fatlaða í skólum; aðeins í átt- unda hverjum grunnskóla landsins geta fatlaðir farið óhindraðir ferða sinna. Það eitt að flytja allan grunnskólann til sveitarfélaganna tryggir ekki nauðsynlega skólaþró- un - ljóst er að fleira þarf að koma til. Alþjóðlegar áherslur Vaxandi alþjóðahyggja og sam- starf á sviði skólamála, menningar- mála og vísinda gera enn frekari kröfur til menntakerfisins - á öll- um skólastigum. Ef íslendingar ætla að taka virkan þátt í heimi alþjóðlegra viðskipta og menningar verður að fjárfesta meira í mennt- un en gert hefur verið. Þjóðfélagið þarf fólk með alþjóð- lega þekkingu og færni til að vinna á ólíkum sviðum atvinnulífsins - fólk sem sýnir frumkvæði og býr yfir skapandi hugsun sem gæti hleypt nýju lífi í atvinnuvegi þjóð- arinnar. En þrátt fyrir ótvírætt gildi alþjóðahyggjunnar getur mik- ið framboð á alþjóðlegri menningu grafið undan íslenskri þjóðmenn- ingu. Þess vegna verður jafnframt að stuðla að þvi að æskufólk til- einki sér haldgóða þekkingu á eigin landi og menningu. Öflugt menntakerfi er lykill aö lífskjörum framtíðarinnar. Ef krafan um bætt menntakerfi fær ekki hljómgrunn hjá stjórnmála- mönnum á kömandi árum er óvíst hvernig íslensku þjóðinni reiðir af í samfélagi þjóðanna. Þetta verður eitt meginstefið á fyrsta landsfundi Þjóðvaka - hinnar nýju hreyfingar fólksins - sem haldinn verður helg- ina 28.-29. janúar nk. Þorsteinn Hjartarson „Þjóðfélagið þarf fólk með alþjóðlega þekkingu og færni til að vinna á ólíkum sviðum atvinnulífsins - fólk sem sýnir frumkvæði og býr yfir skapandi hugs- „y, íí Urelding fiskiskipa Ættiaðfækka krókabátum „Ástæðan fyrir því að það þarf að grípa til úr- eldingar á fiskiskiputn er sú að við crummeðallt of stóran og afkastamik- ínn flota. \7lð qmnrvwswninfHr höfum ekki tagsNar4urlands. nema takraarkaðar heimildir til að sækja sjávarfangið og þess vegna ljóst að eina ráðiö er að minnka flotann. Þetta eru miklir íjármunir sem verið er að beina í þennan farveg og þetta skapast allt vegna lítillar fiskigengdar á móti of stórum flota. Þessi úreld- ing fer þannig fram að það er sjávarútvegurinn sjálfur sem axl- ar þessar byrðar. Stéttin stendur þannig sjálf að því aö minnka flotann. Þetta er að hluta gert til að rekstrarumhverfi þeirra sem eftir verða i greininni veröi betra. Ég tel þetta vera mjög skynsam- lega leið sem farin er til að minnka flotann. Þetta er raunar eina leiðin sem líkleg er til að skila árangri. Það sem er öllu verra er það að ákveðinn hluti spilar þrátt fyrir allt frítt i þessu kerfl og ég hef oft bent á nauösyn þess að loka kerfinu. Það ættu allir að sitja við sama borð í þessu stífa kerfl okk- ar ef við ætlum að ná utan um vandaraálið. Það þarf því að taka á þessu máli hvað varðar króka- bátana og.fækka þeim eins og öðrum. Sú fækkun ætti svo að vera á þeirra eigin kostnað." Afgerandi vanskapningar „Gildandi kvótakerfi hefur fætt af sér a,m.k, tvo afgerandi vanskapn- inga. Sá fyrri felst í þvi að neyðarún-æði / fiskimanna er að kasta fiski BenedlktVolsson.tfam- fyrir borð kvœmdastjóri FFSt þegar kvótinn er uppurinn. Hinn síðari er að kerfið býöst til aö kaupa út úr sjávarútveginum gömul og ný fiskiskip fyrir 40 prósent af húftryggingarverði þeirra. Sú stefna sem er í fram- kvæmd varðandi úreldingu fiski- skipa er Ijóslifandi dæmi um of- stjórn af verri tegund. Tilgangur- inn er að aðlaga afkastagetu flot- ans að afrakstursgetu fiskistofn- anna, sem er reyndar sama markmið og kvótakerfið byggir á. Greiðsla styrkja til úreldingar fiskiskipa er þcss vegna væntan- lega liður i þessari aðlögun. en um leiö tæki til að færa heim sanninn um þá hagræðingu sem kvótakerfið á að leiða af sér. Gall- inn er bara sá að hagræðingin er fjármögnuð að mestu leyti fyrir opinbert fé, sem notað er tD styrkja vegna úreldingar fiski- skipa. Mörg þessara skipa eru nýleg og seld úr landi langt undir kostnaðarverði. Meö þessu eru stjórnvöld að greiða nokkurs konar útflutningsbætur á fiski- skip en slíkar bætur voru aflagö- ar gagnvart landbúnaðarvörum fyrir nokkrum árum í Jjósi þess að þær þóttu óveijandi. Urelding- arstyrkir eru forréttindi til út- geröarmanna sém komá til við- bótar því að þeim var gefinn veiðiréttur í auölind sem á að telj- ast sameign þjóðarinnar. “ -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.