Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Gagnrýni svarað í tveimur leiðurum í þessari viku hefur verið vikið að málum sem nokkra athygli hafa vakið og snerta fram- boð og þingmennsku. í öðru tilvikinu var fjallað um þá háttsemi margra alþingismanna að skrá lögheimili sín úti á landsbyggðinni enda þótt þessir sömu þingmenn haldi heimih að staðaldri í Reykjavik og nágrenni. Þetta sýnist gert til að „svindla á kerfmu“, fá greidda húsa- leigu, dagpeninga og ferðastyrki til að drýgja laun sín. I hinu tilvikinu er íjallað um framboð Ögmundar Jón- assonar sem óháðs frambjöðanda á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Bent er á þverstæðuna og tvískinn- unginn í þeirri póhtík Ögmundar að binda trúss sitt við einn tiltekinn stjórnmálaflokk á sama tíma og hann þyk- ist geta verið óháður í framboði sínu og þingmennsku ef af henni verður. í lok þess leiðara er minnt á þau hagsmunatengsl sem voru á mhh Ögmundar Jónassonar og fyrirtækisins Svart á hvítu en Ólafur Ragnar Gríms- son, þáverandi fármálaráðherra, varð frægur fyrir að taka gagnabanka fyrirtækisins sem veð upp í söluskatts- skuldir. Sú ákvörðun hefur verið tahn í hópi þeirra spih- ingarmála sem eru „lögleg en siðlaus“. í framhaldi af þessum skrifum er rétt cg skylt að geta þess að tveir þeirra sem nafngreindir eru í áðumefndum leiðurum, Sighvatur Björgvinsson og Ólafur Ragnar Grímsson, hafa viljað gera athugasemdir við það sem að þeim snýr. Ennfremur er það haft eftir Ögmundi Jónas- syn að óheiðarlega hafi verið að sér vegið. Sighvatur telur ómaklegt að nefna sig sérstaklega í tengslum við vafasöm lögheimili alþingismanna. Hann hafi setið meira og minna 1 tuttugu ár á Alþingi og hafi aðeins eitt árið látið skrá sig í fyrrum húsakynnum Hjálp- ræðishersins á ísafirði. Ólafur Ragnar Grímsson segir að engin tengsl hafi verið á milli þess að hann hafi veðsett gagnabanka Svarts á hvítu og veðbanda á húseign Ögmundar Jónassonar. Það hafi ekki verið á hans valdi að ahétta veðskuldum af þeirri húseign. Þessum athugasemdum er hér með komið á framfæri enda ekki ætlunin að hafa neinn fyrir rangri sök. Það breytir ekki því að sú gagnrýni sem fram kemur í áður- nefndum tveim leiðurum stendur óhögguð og hún er sú að alþingismenn og ráðherrar eru staðnir að því að mis- nota aðstöðu sína með löglegum en siðlausum hætti. Alþingismenn eiga að sjá sóma sinn í því að leggja niður þær reglur sem gera þeim kleift að svindla á kerf- inu varðandi lögskráningu heimila sinna. Gildir þá einu hvort þeir hafi sjálfir, hver og einn, notfært sér göt í reglunum einu sinni eða oftar. Meðan sá ósómi við- gengst er hann á ábyrgð þeirra ahra. Og Ólafur Ragnar situr uppi með þá staðreynd að hafa beitt valdi sínu sem ráðherra til að samþykkja ónot- hæfan gagnabanka tiltekins fyrirtækis sem veð fyrir skuld gagnvart ríkissjóði. Af því máh er póhtískur fnyk- ur sem settur er í samhengi við annað. Af þessum atvikum eru dregnar ályktanir. Hvert eitt mál sem er á mörkum velsæmis er kannski ekki svo stórt að viðkomandi verði dæmdir til ólífis í póhtík. Ögmund- ur Jónasson er enginn svikahrappur og hefur í rauninni ekkert til saka unnið annað en það eitt að vera kominn í framboð í krafti þess að segjast vera fulltrúi póhtísks skírlífis. Þá verður hann líka að sætta sig við að vera skoðaður í því ljósi og þau tengsl sem mynduðust og al- mælt eru í sambandi við sorgleg endalok Svarts á hvítu. Ehert B. Schram ... of snemmt að afskrifa herhlaup Jeltsíns í Tsjetsjeníu sem mistök,“ segir m.a. í grein Gunnars í dag. Símamynd Reuter j Jettsín sýnir réttan lit Því hefur víöa veriö slegiö föstu á Vesturlöndum aö Borís Jeltsín sé að grafa sér sína eigin gröf með herferöinni í Tsjetsjeníu. Víst er það að hann hefur valdiö aðdáend- um sínum meðal leiötoga Vestur- landa miklum vonbrigðum og horf- ur eru á að hernaðurinn muni bitna illilega á Rússum. Lánveitingar að vestan eru í bið- stöðu, fordæmingar hvaðanæva dynja á Jeltsín, veröbólga er á upp- leið, einmitt þegar virtist farið að rofa til í efnahagsmálum, og síðast en ekki síst hefur orðstír rússneska hersins beðið mikinn hnekki Vegna þess klúðurs sem einkennt hefur hernaðinn í Tsjetsjeníu enda þótt sigur ynnist að lokum í Grosní. En veikir þetta Jeltsín í raun og veru? Við þeirri spurningu er ekki ein- hlítt svar, vera má að Jeltsín þekki sitt fólk betur en vestrænir frétta- menn og póhtíkusar. Vestræn gildi Lýðræði er framandi hugtak fyrir Rússum, lengst af hafa þeir tahð aö það þýddi alræði meirihlutans. Sá meginþáttur lýðræðis að taka tillit til minnihlutasjónarmiða hef- ur verið þeim illskiljanlegur. Mannréttindi í vestrænum skiln- ingi hafa aldrei þekkst í Rússaveldi. Þótt Vesturlandamenn vilji trúa að Rússar þrái það heitast að líkj- ast Bandaríkjamönnum sem mest eru Rússar fyrst og fremst ákafir ættjarðarvinir og þjóðernissinnar. Tortryggni á allt vestrænt á sér djúpar rætur. í skoðanakönnunum kemur enda í ljós að alþýða manna utan Moskvu styður herferðina eindregið og Jeltsín með. Það er fyrst og fremst í Moskvu, þar sem vestrænna áhrifa gætir helst, sem andstaða gegn henni á gerir vart við sig. - Moskva er ekki allt Rúss- land. KjáHarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður Sú lína sem Jeltsín hefur nú tekið er afdráttarlaus þjóðernisstefna og upphafning Rússlands umfram að- ar þjóðir sem er mjög í anda hins klassíska rússneska hugsunarhátt- ar. Þar við bætist andstyggð á Tsjetsjenum vegna illræmdrar glæpastarfsemi þeirra sem og á Tsjetsjeníu sjálfri sem hefur veriö griðland bófaflokka sem herja í Rússlandi í Mafíustíl. Rússar gráta þurrum tárum yfir örlögum Tsjetsjena i Grosní. Sjálfstæðisyfirlýsing Það er virðurkennt með semingi á Vesturlöndum, a.m.k. í Banda- ríkjunumn, að Jeltsín hafi rétt til að beita valdi til að halda Rússa- veldi saman. Það er yfirdrifiö að hkja þessu stríði við Afganistan. Tsjetsjenar hafa, þótt ekki sé nema landfræðilega, enga möguleika til aö halda uppi hernaði til lengdar þótt þeir geti stundað skærur og skemmdarverk. Né heldur gæti sjálfstætt ríki þeirra staðist því að það er einangraö á alla vegu nema að Georgíu og þaðan er ekki vin- semdar að vænta. Eimitt þess vegna mætti spyrja hvers vegna ekki var reynt til þrautar að semja því að Tsjetsjenar vita að þeir fá ekki þrifist án ná- inna samskipta við Rússland. Svar- ið við því hlýtur að liggja í hugar- farsbreytingu Jeltsíns enda var hann sjálfur aldrei sannfærandi sem lýðræöislegur leiðtogi. Striðið er eins konar sjálfstæðis- yfirlýsing, það áréttar að Rússar gera það sem þeim sýnist, utanað- komandi ríki geta étið það sem úti frýs. Þessi hugsunarháttur kann vel að vera í betri samhljóm við rússneska þjóðarsál en erlent lýð- ræðis- og mannréttindahjal. Því er of snemmt aö afskrifa herhlaup Jeltsíns í Tsjetsjeníu sem mistök. Því fer fjarri að öll kurl séu komin th grafar. Gunnar Eyþórsson „Þaö er viðurkennt meö semingi á Vesturlöndum, a.m.k. 1 Bandaríkjun- um, aö Jeltsín hafi rétt til aö beita valdi til að halda Rússaveldi saman.“ Skodanir aimarra Kauphækkanir - samkeppnisstaða „Samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja hefur batn- að. Þessum árangri megum við ekki glutra niður. Kauphækkanir umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar munu veikja stööu okkar og raska því jafnvægi sem er forsenda hagvaxtar og atvinnuuppbyggingar. í hita leiksins sést mönnum yfir þá staðreynd, að grundvöhur aukinnar hagsæld- ar er traust atvinnulíf sem býr við hagstæð og stöð- ugstarfsskilyröi." Sveinn Hannesson framkv.stj. í Mbl. 26. jan. Samkeppni í olíusölu „Aukin samkeppni olíufélaganna hefur sprottið upp vegna þess að fyrirtækin hafa að hlúta verið leyst úr opinberum viðjum veröstýringar og af- skipta. ... Það skal dregið í efa að Irving OU heföi litið á ísland sem vænlegan fjárfestingarkost, heföi hið úrelta kerfi sameiginlegra innkaupa, opinberrar verðstýringar með kröfunni um eitt verð fyrir alla óháð magni eða kostnaði við sölu, veriö í gildi. Til aö stíga skrefið til fulls verður að afnema fiutnings- jöfnun sem alþingismenn heyktust á aö gera fyrir tæpu ári.“ Úrforystugrein Viðskiptablaðsins 25. jan. Tvær skýrslur „Tvær skýrslur, sem Ríkisendurskoðun hefur ný- lega sent frá sér, vekja nokkra athygU. Niðurstöður beggja leiða í ljós að stjórn ríkisfjármála og þær aö- gerðir, sem gripið hefur verið til á undanförnum árum, eru tUvUjanakenndar.... Þaö er ljóst að gjör- breyta þarf vinnubrögðum varðandi ríkisjjármáhn, en það verk bíður þeirra sem við taka eftír kosning- ar. TUvitnaöar skýrslur ásamt fleiri úttektum Ríkis- endurskoðunar ættu að vera góður grunnur tU slíkra breytinga." Úr forystugrein Timans 26. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.