Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 24
32 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Sviðsljós Leikarinn Paul Newman varð sjötugur í gær. Heldur var hann nú tregur til að halda upp á afmælið og sagðist ætla að vera í felum. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir hlutverk í nýjustu mynd sinni sem heitir Nobodys Fool en þessi mynd var tekin af honum við töku þeirrar myndar. Símamyndir Reuter Eili kerling er heldur farin að setja mark sitt á Paul Newman. Hann er þó enn eftirsóttur í Hollywood og svona lítur hann út í nýjustu mynd sinni. Paul Newman sjötugur: Var í felum á afmælinu Leikarinn ástsæli Paul Newman varð sjötugur í gær. Engin varð þó stórveislan hjá kappanum enda hafði hann lýst því yíir að hann myndi verða í felum á afmælinu. Clea dóttir hans sagði hins vegar í fyrradag að fjölskyldan ætlaði að halda honum litla og látlausa veislu. Hún var þó ekkert viss um hvort pabbi gamli myndi mæta. „Við viljúm ekki velta honum upp úr því hversu gamall hann er orðinn," sagði Clea. Paul hefur í það minnsta fengið eina afmælisgjöf í þessari viku. Hann fékk nefnilega verðlaun kvik- myndagagnrýnenda í New York fyrir bestan leik í aðalhlutverki fyrir nýjustu mynd sína sem heitir Nobodys Fool. Newman hefur dregið nokkuð úr kvikmyndaleiknum síðustu árin en þykir þó hafa staðið sig vel í þeim myndum sem hann hefur leikið í. Meðal mynda sem hann hefur leikið í síðustu árin eru Hudsucker Proxy og Blaze. Tískuhönnuðir eru greinilega sannfærðir um að Claudia Schiffer yrði glæsileg brúður enda er hún undantekningarlaust látin sýna brúðarkjól ■ lok hverrar tískusýningar. Ekkert hefur þó frést af því hvort Claudia og sambýlismaður hennar, látbragðsleikarinn David Copperfield, séu í giftingarhugleiðingum. Simamynd Reuter Súperfyrirsætan Elle Macpherson stillti sér nýlega upp fyrir Ijósmyndara fyrir utan Lansborough hótelið í London. „Kroppurinn" eins og hún er jafnan kölluð í tískuheiminum, var á ferð f stórborginni til að kynna nýtt líkamsræktarmyndband sitt sem nefnist einfaldlega „The Body“. Símamynd Reuter liza íhugar húsakaup Söngkonan Liza Minnelli er öll að hressast eftir að læknar settu gervimjaðmaliö i hana fyrir skömmu. Hún er þegar húin að skipuleggja fyrsta söng sinn opin- berlega, þann 7. febrúar í stór- veislu til heiðurs Anthony Hopk- ins stórleikara. Það sem meira er, hún íhugar meira að segja að kaupa sér hús og flytja aftur til Los Angeles. Ben og félag- ar eru þulir Ben Kmgsley og Whoopi Gold- berg eru meðal þeirra sem verða þulir í heimildarmyndinm Liber- ation, eða Frelsun, sem verður sýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín innan skamms. Það er stofhun Simons Wiesenthals sem stendur fyrir gerð myndarinnar sem fjallar um frelsun útrýming- arbúða nasista í Auschwitz fyrir 50 árum. Melanie Griffith eftir- sótt Melanie Griffith er einhver eft- irsóttasta leikkonan í Hollywood þessa dagana og rekur hver myndin aðra hjá henni. Nýjustu tíðindin eru þau að hún verður í fyrstu mynd Fernandos Truebas, höfundar Glæstra tíma, í Amer- íku. Sú heitir Too Much og með- leikendur Melanie eru þau An- tonio Banderas, sá frægi Span- jóli, og Daryl Hannah. Melanie leikur konu sem verður ástfangin af Banderas sem verður ástfang- inn af Daryl, Heidi Fleiss í sjónvarpi Heidi Fleiss, konan sem hefur verið kölluð hórumamman úr Hollywood, hefur öðlast meira en þessa fimmtán mínútna frægð sem Andy Warhol talaöi um á sínum tíma. Nú er verið að gera um hana heimildarmynd sem verður sýnd á kapalstöðinni HBO. Það er sá víðfrægi heimild- armyndasmiður Nick Broomfield sem sfjórnar en hann hefur m.a. gert mynd .um raömorðkvendið Aileen Woumos.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.