Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Iþróttir unglinga DV Alþjóðlegt borðtennismót í Malmö: Guðmundur sigraði í flokki 13 ára - Bjöm Jónsson, Víkingi, varð í 2. sæti í unglingaflokki Landslið Islands í borðtennis tók þátt í mjög sterku, alþjóðlegu borð- tennismóti í Malmö í Svíþjóð, Kavl- inge-leikunum, dagana 16.-24. jan- úar. Þetta mót er hluti af undirbún- ingi landsliðsins fyrir Evrópumót A-landsliða sem haldið verður í Liechtenstein í byrjun febrúar. Guðmundur sigraði Hinn 12 ára gamli íslandsmeistari, Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, stóð sig frábærlega vel en hann sigr- aði í flokki drengja, 13 ára og yngri, þar sem hann lék til úrslita gegn Fredrik Malmgren og sigraði 2-1 (13-21, 21-17, 21-18). í flokki drengja, 15 ára og yngri, varð Guðmundur í 2. sæti eftir hörkuúrshtaleik gegn Martin Pers- son sem endaði með oddalotu. Þessi árangur Guðmundar er sér- lega glæsilegur þvi mikil pressa var á honum í mótinu. Hann hafði 3 titla að verja frá því í fyrra og sigraði nú í einum flokki og hafnaði í 2. sæti í flokki 15 ára sem er frábært. Ljóst var á öllu að Svíarnir lögðu mikið kapp á að sigra Guðmund - og mikil stemning var ávallt þegar hann var að keppa. Guðmundur vann 17 leiki og tapaði aðeins einum. Ljóst er því að Guðmundur er ekki auðunninn á erlendri grund. Björn með silfurverðlaun Björn Jónsson, Víkingi, 17 ára, stóð sig einnig mjög vel en hann varð í 2. sæti í sterkum unglingaflokki þar sem hann beið lægri hlut fyrir Magn- us Israelson, 0-2. Björn sigraði í 6 leikjum en tapaði 3 leikjum í mótinu. Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi, 16 ára, varð í 2. sæti þar sem hún keppti í karlaflokki og lék til úrslita við Niklas Christensen en tapaði 1-2. í kvennaflokki, 19 ára og yngri, varð hún í 5. sæti. Eva Jósteinsdóttir, 17 ára, Víkingi, varð í 3. sæti í sama flokki. Jón Ingi Árnason, 17 ára, Víkingi, og Adam Harðarson, sem leikur með sænsku liði, höfnuðu báðir í 5. sæti í sterkum flokki í mótinu. Ingólfur Ingólfsson, Víkingi, lék í mjög öflugum flokki þar sem hann sigraði í 3 leikjum en tapaði tveim. Kjartan Briem gat ekki tekið þátt í mótinu vegna meiðsla. Umsjón Halldór Halldórsson Nllsson á réttri leið Þessi góða frammistaða hjá hinu unga landsliösfólki íslands í borð- tennis er svo sannarlega gott vega- nesti á Evrópukeppnina í febrúar. Þessi árangur sýnir okkur enn og aftur að borðtennisíþróttin er í mik- illi framfór á íslandi og margir efni- legir spilarar aö koma fram í dags- ljósið. Landsliðsþjálfari íslands í borð- tennis, Peter Nilsson, sem er sænsk- ur, er örugglega á réttri leið með hö- ið - og er gaman að fylgjast með hin- um miklu framfórum sem landsliðið hefur tekið undir hans stjórn. Þrír sterkir, frá vinstri: Björn Jónsson, 17 ára, Víkingi, sýndi miklar framfarir í Svíþjóð og varð í 2. sæti í sterkum unglingaflokki. Við hlið hans er Jón Ingi Árnason, Víkingi, efnilegur spilari, þá þjálfarinn, Nilsson, og Ingólfur Ingólfsson, Víkingi, sem einnig hefur tekið miklum f ramförum að undanförnu. Guðmundur E. Stephensen, Víkingi, 12 ára, heldur áfram að angra Svíana en hann sigraði í flokki 13 ára og yngri í Malmö. DV-myndir Hson Körfuboltamót Hauka 1 yngri flokkum: IR-ingar meistarar í 7. og 9. flokki - en Valsstrákarnir voru með talsverða yfirburði 18. flokki útunum. Að venju völdu þjálfarar hðanna sitt stjörnulið, besta sóknarleik- manninn og besta vamarleik- manninn í hverjum aldursflokki, svo og besta dómara mótsins sem að þessu sinni var Eiríkur Ólafs- son. Sigurvegarar fengu síðan veg- leg verðlaun að mótinu loknu. Lið ÍR sigraði bæði í 7. og 9. flokki, eftir harða keppni við Haukamenn, en í 8. flokki höfðu Valsmenn nokkra yfirburði. Það mátti greini- lega sjá hversu körfuboltinn er í mikilli sókn því tilþrif leikmanna voru oft mjög skemmtileg. Körfu- boltadeild Hauka vill koma á fram- færi sérstökum þökkum til Lands- bankans sem unnið hefur frábært starf í uppbyggingu og eflingu unglingaíþrótta. - Úrslit í flokkun- um urðu annars þessi. 9. fiokkur Haukar-ÍR..................34-44 Valur-Leiknir...............33-9 ÍR-Valur...................38-36 Haukar-Leiknir.............30-29 Leiknir-ÍR.................33-26 Meistarar: ÍR, 2. Haukar, 3. Valur, 4. Leiknir. Stigahæstu leikmenn: Þorgeir, ÍR, 37 stig. Helgi (Val) 36 stig. Lúð- vík (Haukar) 30. Hahur (IR) 23. Stefán H. (Haukum) 23 stig. Stjörnulið: Þorgeir (ÍR). Lúðvík (Haukar), besti varnarmaðurinn. Helgi (Val), besti leikmaðurinn. Ásgeir (ÍR). Stefán H. (Haukar). 8. flokkur Haukar-Leiknir.............41-32 Valur-ÍR...................45-21 ÍR-Leiknir.................45-61 Valur-Haukar...............62-14 Hið árlega Landsbankamót Hauka í körfubolta fór fram um ármótin. Að þessu sinni var Val, ÍR og Leikni boðin þátttaka. Keppt var í 7., 8. og 9. flokki og fóru leikir fram bæði í íþróttahúsi Hauka og íþróttahúsinu við Strandgötu. Keppnin var bæði hörð og skemmtileg þar sem úrslit réðust oft og tíðum ekki fyrr en á lokamín- Sigurlið ÍR í 9. flokki ásamt þjálfara sínum, Herbert Arnarsyni. Stjörnuliðið í 7. flokki, frá vinstri: Sveinbjörn Guðbjarnarson, útibús- stjóri, Þórður, Hreggviður, Vignir, Smári og Gylfi. Leiknir-Valur.............21-52 Haukar-ÍR................21-33 Meistarar: Valur, 2. Leiknir, 3. Haukar, 4. ÍR. Stigahæstu leikmenn: Bjarni (Val) 54 stig. Einar Þór (Leikni) 35. Arnar (ÍR) 29. Guðjón (Val) 27. Ólaf- ur (Leikni) 23 stig. Stjömuhð: Guðjón (Val) besti varnarmaður. Bjarni (Val) besti leikmaður. Ólafur (Leikni). Arnar (ÍR). Hilmar (Haukar). 7. flokkur Haukar-Leiknir.............61-6 IR-Valur................ 35-20 Leiknir-ÍR................19-38 Haukar-Valur..............45-28 Valur-Leiknir.............42-11 Haukar-ÍR.................20-28 Meistarar: ÍR. 2. Haukar. 3. Valur. 4. Leiknir. Stigahæstu leikmenn: Smári (Haukar) 31. Ari (Haukar) 22. Þórð- ur (Haukar) 19. Gylfi (ÍR) 18. Hregg- viður (ÍR) 16. Valtýr (Val) 16 stig. Stjörnuhð: Smári (Haukar). Vignir (Valur). Hreggviöur (ÍR) besti leikmaður. Þórður (Haukar). Gylfi (ÍR) besti varnarmaður. Sigvaldi Ingimundarson, þjálfari sigurliðs Vals, ásamt Guðjóni, besta varnarieikmanni, og Bjarna, besta leikmanni 8. flokks.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.