Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Fréttir Sýslufulltrúi haföi afskipti af skýrslutöku hjá lögreglu: Komívegfyrir kæru á sjálf an sig Bakari á Egilsstöðum hefur sam- þykkt að hætta viö líkamsárásar- kæru á hendur sýslufulltrúa í kjölfar þess að embættismaðurinn kom að bakaranum í skýrslutöku hjá lög- reglumanni og taldi hann síðan á að leggja ekki fram kæru. Sýslumaður- inn, sem situr á Seyöisfiröi, og er í sama lögsagnarumdæmi og Egils- staðir, sagði við DV í gær að hann „muni skoða þann þátt málsins sem snúi að meintum afskiptum sýslu- fulltrúans af skýrslutökunni.1 Málavextir eru þeir að lögregla var kölluð að húsi sýslufulltrúans að- faranótt laugardagsins. Fólk hafði verið að skemmta sér um kvöldið en átök höföu orðið fyrir utan húsið. Bakarinn hafði týnt gleraugum sín- um og kvað sýslufulltrúann hafa Flettiskiltamálið: Ráðuneytið frestarákvörð- un sýslumanns Ægir Már Kárasati, DV, Suðumesjum: „Viö höfum fengið bréf frá ráðuneytinu sem segir að aðgerð- um sýslumannsins verði frestaö meðan kæran er hjá ráðuneytinu. Ég gerði ráð fyrir niðurstöðu fljótlega,“ sagði Ásgeir Jónsson, héraðsdómslögmaður í Keflavik, sem fer með mál eígenda fletti- skiltis í Njarðvík. Dómsmálaráðuneytið hefur sent sýslumanninum í Keflavík bréf þar sem segir að kröfu hans um að auglýsingar og aðrar myndir á flettiskilinu verði fjar- lægöar, veröi frestaö meðan mál- iö er hjá ráðuneytinu. „Við trúum því að skiltið eigi eftir að standa áfram á sama staö og verða félaginu til góðs,“ sagði Haukur Jóhannessson, formaður Ungmennafélags Njarðvikur, en félagið er lóðarhafi þar sem fletti- skiltiö er og nýtur tekna af aug- lýsingunum. Vöruskiptin: Afgangurinnvarð 20,3 milljarðar Vöruskipti Islands við útlönd í desember síðastliðnum voru hag- stæð um 2,2 milljaröa. Á sama tíma í fyrra voru vöruskiptin óhagstæö um 0,8 milljarða. Á öllu síðasta ári voru fluttar út vörur fyrir 113,5 milljaröa en inn fyrir 93,2 milljarða. Um 20,3 milljarða afgangur varö því af vöruskipt- unum viö útlönd en árinu 1993 voru þau hagstæð um 12,7 milij- aröa. Sjávarafuröir voru um 76 pró- sent alls vöruútflutnings á síö- asta ári og jókst útflutningsverð- mæti þeirra um 9 prósent milli ára. Útflutningsverðmæti áls jókst um 25 prósent og kísiljárns um 8 prósent. Heildarverðraæti vöruútflutnings jókst um 14 pró- sent miiii ára. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ings á síðasta ári jókst um 7 pró- sent miðað viö árið 1993. Inn- flutningur á mat- og drykkjar- vöru jókst um 8 prósent. Um 3 prósenta aukning varð á inn- flutningi annarrar neysluvöru en fólksbílainnflutningur dróst samanum2prósent. -kaa hlaupið á eftir sér og barið sig. Ástæðan hefði verið að hann heföi farið með glas sýslufulltrúans út úr húsinu. Bakarinn hlaut áverka við auga og hafði samband við lögregluna og kvaðst ætla að kæra sýslufulltrúann fyrir líkamsárás. Síðdegis á mánudag kom bakarinn til lögreglunnar. Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, yfir- maður sýslufulltrúans og lögregl- unnar á Egilsstöðum, hafði þá fyrr um daginn gefið lögreglunni fyrir- mæh um að taka frumskýrslu af bak- aranum ef hann vildi leggja fram kæru. Síðan ætlaði hann að koma gögnum til ráðuneytis sem væntan- lega úthlutaði málinu dl hlutlauss lögregluembættis til frekari rann- sóknar og víkja síðan sæti. Þegar skýrslutakan var nýhafin kom sýslufulltrúinn inn á skrifstofu lögreglumannsins en hans aðsetur er í sama húsi en á næstu hæð fyrir ofan. Fulltrúinn hafði á orði að trú- lega væri lögreglumaðurinn vanhæf- ur enda væri hann undirmaður þess fyrrnefnda. Lögreglumaðurinn kvaðst þá hafa fyrirmæli um að taka skýrslu samkvæmt fyrirmælum sýslumanns. Sýslufulltrúinn óskaði síðan eftir að fá að ræða við bakar- ann undir fjögur augu. Fallist var á það en stuttu síðar kom bakarinn til lögreglumannsins og kvaðst þá ætla að fresta kærunni. í kjölfar þessa hyggst sýslumaöur- inn, eins og áður segir, kanna hvort fulltrúinn hefði í krafti embættis síns komið með óeðlilegum hætti að skýrslutökunni þegar leggja átti fram líkamsárásarkæruna. Sam- kvæmt heimildum DV greiddi sýslu- fulltrúinn bakaranum pening fyrir nýjum gleraugum áður en maðurinn tilkynnti lögreglunni að hann hygö- ist falla frá kæru. Sýslufulltrúinn sagði í samtali viö DV, aðspurður hvort hann hefði komið að umræddri skýrslutöku með óeðlilegum hætti, að hann hefði verið „nýkominn úr þinghaldi" þeg- ar hann kom að lögreglumanninum og bakaranum í skýrslutöku. Hann hefði síöan spurt hvort „við gætum fengið að ræða saman undir fiögur augu“. Hann sagðist hafa reynt að ná í bakarann eftir atburðinn um nóttina en ekki tekist það. -Ótt Um það bil eitt þúsund Dagsbrúnarmenn komu saman á fund í Bíóborginni í gær og samþykktu með öllum greidd- um atkvæðum verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins. DV-mynd BG Reykir í Hrútafirði: Heittvatn fannstloksá 440 metra dýpi ÞóriiaBur Áamvmdsson, DV, Nl vestra: Arangur af borun eftir heitu vatni við skólasetrið Reyki í Hrútafirði hefur valdið ráða- mönnum í Staðarhreppi von- brigðum. Ljóst er að borunin varð árangurslaus. Lítið magn sjálf- rennandi vatns er í holunni og borínn var kominn á damp þegar það fannst á 440 metra dýpi. Fyr- irfram var reiknað með aö á þeim staö sem borað var mundi árang- urinn koma í ljós á 2-300 metrum. Það voru starfsmenn Jarðbor- ana hf. sem önnuðust borunina með jarðbomum Ými. Aö sögn Þórarins Þorvaldssonar, oddvita á Þóroddsstöðum, stóðu vonir til að árangurinn yrði svo góður að hagkvæmt yrði aö leggja hita- veitu um sveitina. „Vatnið var rajög heitt en magnið lítið. Þaö er nokkuð síöan við létum gera forathugun á hag- kvæmni þess að leggja hitaveitu um sveitina," sagði Þórarinn og kvað ljóst að einhver bið yrði á að þessar hugmyndir kæmust í framkvæmd. Sá jarðhiti sem til staðar er á Reykjum er, að sögn Þórarins, nær fullnýttur til upphitunar húsa í skólahverfinu. Fangarstyrkja Súðvíkinga „Við tókurn þetta mjög nærri okkur þegar við fréttum af at- burðunum í Súðavik. Ég er reyndar þama úr nágrenninu, frá ísafirði og fami mikið til með þessum nágrönnum mínum,“ segir Sölvi Arnórsson, vistmaöur á Litla Hrauni, en hann og sam- fangar hans gáfu fé til styrktar Súðvíkingum í söfnunina „Sam- hugur í verki". „Ég vil fyrir hönd samfanga minna votta öllum þeim sem eiga um sárt aö binda vegna snjóflóðs- inssamúðokkar,“segirSölvi. -rt SeljaBoeingþotu: Segjasthagnast um 300milljónir Flugleiðir hafa selt eina Boeing 737-400 flugvél félagsins til dótt- urfyrirtækis japanska fiármögn- xmarfyrirtækisins Nissho Iwai fyrir tæpa 2 milljaröa króna. Élugleiðir munu síðan leigja vél- ina af japanska fyrirtækinu til 5 ára. Forráðamenn Flugleiða segja að salan skili félaginu um 300 milljóna króna hagnaöi. Flugleiðir seldu aðra Boeing þotu með sama hætti til Japan Leasing Corp. í desember sl. Þúsund manna Dagsbrúnarfundur samþykkti verkfallsheimild einróma: Samningaviðræðum hef ur í rauninni verið slitið - og vaxandi líkur á verkfölium, segir Guðmundur J. Guðmundsson „Ég get ekki htið öðruvísi á en að samningaviðræðum hafi verið slitið. Áhugi VSÍ er enginn. Það hefur eng- inn fundur verið boðaður og við höf- um orðið að óska eftir þeim þremur fundum sem haldnir hafa verið og sá síðasti endaði með sprengingu eft- ir að við höfðum verið móðgaðir gróf- lega,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, við DV eftir að um eitt þúsund manna félagsfundur hafði samþykkt verkfaflsheimild einróma í gær. „Ég þekki mina menn. Ég fann það á stemningunni á fundinum að þeim er dauðans alvara í að fylgja kröfum sínum alla leiö með öllum tiltækum ráöum," sagði Guðmundur J. í ræðu sinni á fundinum fór hann yfir kröfur félaganna í Flóabandalag- inu og gang samningamála til þessa. í lok ræðunnar sagði hann svo. „Við viljum samninga og við mun- um reyna til þrautar að knýja fram samninga. En ef við eigum að vera með yfir 700 Dagsbrúnarmenn at- vinnulausa ár eftir ár. Ef við eigum að láta kaupmátt minnka ár eftir ár er komið nýtt ísland. Þá er komin stór stétt örsnauðra manna sem er að missa allar eigur sem þeir áttu. Þess vegna treysti ég á ykkur félaga að ganga uppréttir. Ég veit það er erfitt að möguleikar skuli vera á verkfalli fram undan. Hitt er miklu vonlausara ef ekkert er aö gert því að þá versna lífkjörin enn. Þessa þró- un verður aö stöðva. Ef það er ekki stöðvað af Dagsbrún og félögunum sem eru með okkur í Flóabandalag- inu heldur þetta áfram. Það skal ekki veröa. Göngum uppréttir af þessum fundi og fyrir guðsskuld, samþykkið einróma verkfallsheimild," sagði Guðmundur J. Guðmundsson. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.