Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Menning Gripimir sem aíhentir verða menningarverðlaunahöfmn DV: Lítil málverk í útskorinni tréöskju - Sigrún Eldjám og Hlynur Halldórsson, Miðhúsum, sameinast um gerð gripanna Verölaunagripirnir sem afhentir verða menningarverölaunahöfum DV 23. febrúar næstkomandi eru um margt ólíkir þeim gripum sem hafa veriö veittir sama tilefni undan- farin ár. Um er að ræöa eins konar ferðamálverk, þrjár litiar myndir í öskju meö tvískiptu loki. Mynd er í botni öskjunnar og jafnframt sín í hvorum helmingi loksins. Öskjurnar eru ekki stórar, um 15 sentímetra háar og 12 sm breiðar þegar þeim er lokaö. Höfundar gripanna eru Sigrún Eldjám myndlistarkona og Hlynur Halldórsson, smiður í Miðhúsum. Sigrún segir hugmyndina að myndunum tengjast þeim myndum sem hún vinnur að þessa dagana en hún er að vinna að sýningu sem sett verður upp í Norræna húsinu í vor. Þar verða myndir á lömum sem þó veröur ekki hægt aö loka. En hvað er á þessuiri myndum? „Myndefnið tengist því sem ég hef verið að gera. Á miðmyndinni er mynd af konu í peysufótum og karli með hatt. Þau eru að fást við eitthvað eða halda á einhveriu sem tengist þeim sjö listgreinum sem DV veitir verðlaun í. Á mynd verðlaunahafans í bókmenntum heldur parið til að mynda á bók en þau eru með grímur á myndinni sem verðlaunahafinn í leiklist fær. Myndirnar til hliðar eru Sigrún Eldjárn með myndasettin sjö sem sett verða inn i öskjur með loki svo úr verður eins konar ferðamálverk sem hafa má með sér hvert á land Hlynur Halldórsson í Miðhúsum vinnur að smíði askjanna sem myndir Sig- rúnar fara í. öksjurnar smíðar Hlynur úr birki og útskurður verður á lok- inu. Hlynur er þekktur listasmiður og hefur atvinnu af þvi að smiða minja- gripi og gjafir úr tré, horni og beini auk þess sem hann sker út. DV-mynd Örn Ragnarsson sem er með lítilli fyrirhöfn. Á miðmyndunum eru karl og kona i þjóðlegum búningum sem fást við eða halda á einhverju táknrænu fyrir þær sjö list- greinar sem Menningarverðlaun DV eru veitt í; leiklist, myndlist, bókmennt- ir, listhönnun, byggingarlist, tónlist og kvikmyndir. Til hliðar eru myndir af hafi og himni. DV-mynd GVA síðan af himni og hafi, fyrirbærum sem oft ljá listamönnum innblástur í sköpun sinni.“ Samstarf Sigrúnar og Hlyns er með allsérstæðum hætti. Þau hafa ekki hist ennþá en Sigrún starfar í Reykjavík og Hlynur í Miðhúsum, skammt frá Egiisstöðum. Sigrún hef- ur sent Hlyni skissur og tillögur með pósti og svo hafa þau vahð úr hug- myndum hennar meö símtölum. Sigrún segist hafa gert myndimar fyrst og síðan teiknað öskjuna og sent Hlyni. „Það er gaman að eiga við svona samstarfsverkefni, það er ólíkt flestu því sem ég hef gert áður,“ segir Sig- rún. Úr íslensku birki „Mér líst vel á að taka þátt í þessu verkefni en ég kem inn í þaö sem handverksmaður, smíða eftir fyrir- mælum Sigrúnar. Öskjurnar smíða ég úr íslensku birki sem verður lakk- aö og því ljóst og fínt. Það verður síðan útskurður á lokinu, af drek- um,“ segir Hlynur Halldórsson í Miö- húsum. Hlynur tók þátt í handverkssýn- ingu Handverks í desember og fékk viðurkenningu fyrir verk sín þar eins og Sigrún. Þaö varð til þess að þau voru leidd saman og samvinna um gerð verðlaunagripanna hófst. Sjálfsnám Hlynur er lærður húsgagnasmiður. Hann hefur atvinnu af því að smíöa minjagripi og gafir fyrir fólk og hefur ágætt að gera. Verkefnin era marg- vísleg en í seinni tið hefur hann smíð- að mikið úr beini og horni og gert útskurðarmyndir. „Þaö má segja að ég hafi ekki farið af bæ til að læra. Ég lærði mikið af fóður mínum svo segja má að ég hafi fengið þessa kunnáttu í arf og síðan stuðst við sjálfsnám," segir Hlynur. Hlynur hefur ekki unnið að mörg- um verkefnum líkum þessu en hann hefur smíðað farandgripi fyrir skóla- skákmótið og skákdrottningu ís- lands. Þá hefur hann smíðað Þorra, viðurkenningu sem Egilsstaðabær veitir þeim heimamanni sem þykir hafa skarað fram úr á ári hverju og veitt er á þorrablóti þar eystra. Sigrún hefur starfað sem myndlist- armaður frá 1978. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hérlendis og er- lendis. Þá hefur hún einnig ritað fjölda bamabóka og séð um að mynd- skreyta bæði þær og fjölda bóka eftir aöra höfunda. Nýtt náttúruvemdarfrímerki: Grafendur eftir ungan Englending Fjorða náttúruverndarmerki Nátt- úruverndarráðs er komið út. Merkið prýðir mynd af grafóndum eftir ung- an Englending, John Cox. Hann hef- ur unniö til verðlauna fagtímarita fyrir myndir sínar og hefur vel- gengni hans á þeim vettvangi orðið til þess að hann ákvað að gera list- ræna túlkun fuglalífs og náttúru aö ævistarfi. Ágóði af sölu merkjanna rennur í Friðlýsingarsjóð Náttúru- verndarráös sem stuðlar að fræðslu um náttúruvernd og náttúrufar, einkum á friðlýstum svæöum. Stuttmynda- dagaríapríl Stuttmyndadagar í Reykjavík 1995 verða haldnir dagana 11., 12. og 13. apríl næstkomandi. Eins og fyrr er óskað eftir stuttmynd- um af öllum stærðum og gerðum til þátttöku í keppninni. Fimm bestu myndirnar verða verðlaun- aðar og veitt vegleg verðlaun fyr- ir þær myndir sem hafna i 1.-3. sæti. Auk sýninga á stuttmynd- um verða hddnir fyrirlestrar um kvikmyndagerð og skyld málefni. Tekiö er á móti myndum á VHS- myndbandi hjá Kvikmyndafélagi íslands, Bankastræti 11, Reykja- vík. Síðasti skiladagur er 1. apríl. Þátttaka í Stuttmyndadögum var geysimikil í fyrra og má búast við að sama verði uppi á teningnum í ár. íslenskarbækur áöðrum tungumálum Englar alheimsins, bók Einars Más Guðmundssonar, sem hann fékk Menningarverðlaun DV fyr- ir í fyrra og tilnefnd var til Norð- urlandaráðsverðlauna af íslands hálfu, er væntanleg á dönsku og ensku síðar á þessu ári. Einar hefur gert samning við Mál og menningu um útgáfu verka sinna en hann var áður hjá AB. Yíir 20 bækur frá Máli og menningu og Foriaginu eru væntanlegar í er- lendri þýðingu á árinu. Má nefna Tröllakirkju, skáldsögu Ólafs Gunnarssonar, sem verður gefln út á ensku hjá Greyhound Press, í vor. Þá er verið að þýða Falsara Björns Th. Bjömssonar á dönsku og kemur hún út hjá forlaginu Samleren í haust. Von er á Gull- eyju Einars Kárasonar á þýsku og Heimskra manna ráðum á sænsku. Náttvíg Thors Vil- hjálmssonar, sem hefur fengið góðar viðtökur i Danmörku, er væntanleg á frönsku. Bók Þorsteins E. Jónssonar, Dansað í háloftunum, var gefin úr í Bretlandi í desember. Þor- steinn þýddi bókina sjálfur á ensku og geröi ýmsar berytingar á henni svo hún yrði frekar við hæfi erlendra lesenda. Breska útgáfufyrirtækið hefur einnig sýnt áhuga á að gefa út seinni bók Þorsteins, Viðburðaríka flug- mannsævi, og vinnur Þorsteinn að þýðingu hennar. Borgarleikhúsið: Nýttíslenskt leikritfrumsýnt Framtíðardraugar heitir nýtt íslenskt leikrit eftir Þór Tulirrius sem frumsýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins 16. febrúar. Verkið gerist i samfélagi með 20 prósenta atvinnuleysi og mikilli glæpaöldu þar sem fiskimiðin eru tóm og fjallar um ungt lánsamt ólánsfólk. Þór, sem einnig er leik- stjóri verksins, hefur áður skrif- að leíkrít upp úr smásögu H.G. Wells sem nefnist Dalur hinna blindu. Málverkí Gerðarsafni Sýning sex myndiistarmanna verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi um helgina undir yfir- skriftinni Málverk. Sýnendur eru málararnir Daði Guðbjömsson, Eyjólfur Einarsson, Gunnar Öra, Jón Axel Björnsson, Jón Óskar og Sigurður Örlygsson. Hafa þeir valist saman þar sem ákveðnum atriðum í list þeirra svipar saman og allir eiga það sameiginlegt aö mála figúratíft þótt verk þeirra séu að ýmsu öðru leyti ólík. Sýn- ingin varpar Ijósi á þróunina í íslenskri myndlist nú þegar stytt- ist í aldarlok.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.