Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Afmæli Snorri R. Jónsson Snorri Ragnar Jónsson verkamaö- ur, Marbakkabraut 3, Kópavogi, er áttræöurídag. Starfsferill Snorri er fæddur á bænum Stakkadal í Aðalvík en ólst upp að Látrumí Aðalvík. Snorri fór til sjós um fermingu en sautján ára að aidri fluttist hann til ísafjaröar og þar reri hann á ýmsum bátum í áratug, fyrst á Gunnbimi frá ísafirði. Hann flutti þá til Reykjavíkur og hóf störf á flutn- ingaskipinu Heklu sem þá var í eigu Kveldúlfs. Heklu var sökkt af kaf- báti 29.6.1941 en Snorri hafði sleppt þeim túr til að sinna heyskap í Aðal- vík. Hann stundaði sjó á ýmsum togurum eftir það fram á sjötta ára- tuginn. Snorri starfaði sem véla- gæslumaður hjá Togaraútgerð Rey kj avíkur tU nokkurra ára, j afn- framt því sem hann hóf störf hjá Seltjamameshreppi. Hann vann síðan í kaffibrennslu Rydens í fimm ár og loks hjá Byggingavöruverslun Kópavogs í fjórtán ár eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Eftir það vann Snorri við steypu- vinnu og fiskeldi fyrir vini og vandamenn. Fjölskylda Snorri kvæntist 27.12.1942 Aðal- björgu Vigfúsdóttur, f. 1.2.1924, hús- móður. Þau slitu samvistir 1979. Foreldrar hennar: Vigfús Þorsteins- son, f. 15.1,1877, og Soffia Sigfúsdótt- ir. Þau bjuggu að Hofi á Höfðaströnd og síðaráSiglufirði. Böm Snorra og Aðalbjargar: Mar- ía, f. 21.7.1941, húsmóðir, gift Þor- steini Theodórssyni, þau eru búsett í MosfeUsbæ og eiga fjögur börn, Hlín, f. 9.1.1960, Sigurð, f. 28.10.1961, Kolbrúnu, f. 19.8.1967, ogTheodóru, f. 2.9.1969; Ágústa Fanney, f. 8.8. 1942, húsmóðir í Reykjavík, hún á þijá syni, Bárð Ólafsson, f. 2.5.1960, Snorra Leifsson, f. 26.10.1962, og Guðjón Leifsson, f. 3.10.1968; Gunn- ar, f. 28.8.1943, matreiðslumaður, sambýliskona hans er Ólína Krist- jánsdóttir, þau em búsett á Akur- eyri og eiga tvö börn, Kristján Inga, f. 8.10.1980, og Aðalbjörgu Ósk, f. 18.10.1986, áður átti Gunnar tvær dætur, Aldísi, f. 11.10.1967, og Elvu Björk, f. 11.2.1970, dóttir Ólínu er Katrin ívarsdóttir; Páll, f. 4.6.1947, mjólkurfræðingur, kvæntur Grethe Tverlid Snorrason, þau em búsett í Noregi og eiga þrjú börn, Richard, f. 28.6.1969, Trude, f. 18.6.1972, og Kjartan, f. 14.1.1976; Gestur, f. 27.5. 1951, sjómaður, kvæntur Mörtu Troland Snorrason, þau eru búsett í Noregi og eiga tvö börn, Oddbjöm, f. 25.3.1983, og Margréti Id, 27.8.1984; Halldóra Jóna, f. 10.6.1953, ræsti- tæknir, unnusti hennar er Guðlaug- ur Kr. Birgisson, þau eru búsett í Kópavogi, Halldóra Jóna á einn son, Björgvin Þór, f. 9.12.1983; Ragnar, f. 23.1.1959, verslunarmaður, hann er búsettur í Reykjavík og á einn son, Hlyn Þór, f. 31.7.1980; Jónína Sóley, f. 28.10.1963, hárgreiðslu- meistari, gift Sigurði Bjamasyni, þau em búsett í Reykjavík og eiga tvær dætur, Sunnu Mjöll, f. 23.2. 1987, og Margréti Silju, f. 3.10.1989. Bamabamabömin em níu. Bræður Snorra: Guðmundur, lát- inn; Sigurður, látinn; Sölvi; Hannes, látinn. Foreldrar Snorra voru Jón Þor- kelsson, f. 18.8.1875, d. 15.6.1927, og Halldóra Vigdis Guðnadóttir, f. 24.9. 1875,d. 11.7.1961,þaubjugguíLátr- um, Stakkadal, Tungu, Glúmsstöð- Snorri Ragnar Jónsson. um og aftur í Látrum en þar bjuggu þaulengstaf. Snorri tekur á móti gestum í húsi Kiwanisklúbbsins Eldeyjar að Smiðjuvegi 13a í Kópavogi í kvöld frákl. 20-22. Guðni Helgason Guðni Helgason rafvirkjameistari, Hlyngerði 3, Reykjavík, er sjötíu og fimm áraídag. Starfsferill Guðni fæddist að Bergi á Eyrar- bakka en ólst upp í Einarshöfn á Eyrarbakka hjá Sigríði Vilhjálms- dóttur og Kristni Gíslasyni tíl nítján ára aldurs. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugarvatni 1935-37, hóf nám í rafvirkj un hjá Sigurði Bjarnasyni rafvirkjameist- ara 1943, hlaut meistararéttindi í þeirri grein 1950 og lauk prófi frá rafmagnsdeild Vélskóla Islands 1951 og öðlaðist leyfisbréf til rafvirkjun- ar við háspennuvirki 1954. Guðni stundaði almenna vinnu á sínum yngri ámm, ók vömbílum og mjólkurbílum hjá Kaupfélagi Árnesinga undir stjóm Helga Ágústssonar og Egils Thorarensens, ók síðan rútum hjá BSÍ á vegum Páls Guðjónssonar og Sigga Sigur- dórssonar. Þá ók hann leigubíl um skeiö. Guðni hóf sjálfstæðan atvinnu- rekstur sem rafverktaki 1953 og hef- ur stundaö hann síðan. Þá hefur hann um árabil kennt og útskrifað fjölda nemenda í rafvirkjun. Guðni er stjómarmaður í Bygg- ingafélaginu Brú hf. Fjölskylda Guðni kvæntist 27.3.1948 Ingi- björgu Stefánsdóttur, f. 20.8.1923,' húsmóður. Foreldrar hennar voru Stefán Jóhannsson frá Gunnsteins- stööum í Húnavatnssýslu, bifreiöa- sali í Reykjavik, og Kristín Sigurð- ardóttír, ættuð frá Stórólfshvoli í Holtahreppi. Börn Guðna og Ingibjargar eru Sigurlína, f. 19.7.1948, sölufulltrúi hjá Flugleiðum í Reykjavík og á hún tvö börn; Ástmundur Kristinn, f. Guðni Helgason. 23.9.1951, rafvirkjameistari hjá Bílanaustí í Reykjavík, kvæntur Maríu Friðjónsdóttur og eiga þau tvö böm; Helgi, f. 11.10.1953, raf- virkjameistari í Seattle í Bandaríkj- unum, kvæntur Laurie Jean og eiga þau tvö börn; Stefán Kristinn, f. 16.11.1957, rafvirkjameistari og raf- verktaki í Reykjavík, kvæntur Sól- veigu Indriðadóttur og eiga þau þijú börn; Kristín, f. 2.2.1963, gift Garð- ari Hilmarssyni skrifstofumanni og eiga þau tvo syni. Foreldrar Guðna voru Helgi Ólafs- son, f. 18.6.1889, d. 17.2.1976, lengst af verkstjóri í Pípuverksmiðjunni við Rauðarárstíg í Reykjavík, og Sig- urlína Filippusdóttir, f. 16.7.1893, d. 9.6.1928, húsmóðir. 27. janúar 90 ára 70ára Óli ísfeld, Hilmisgötu 13, Vestmannaeyjum. Guðjón Þorsteinsson, Hamrabergi6, Reykjavík. Sigurður Pétursson, Höfðabraut 8, Akranesi. 80 ára Barbara Anna Ármannsdóttir, Æsufelli 2, Reykjavík. Hún eraðheiman. Guðrún Hrönn Kristinsdóttir, Markarflöt 17, Garðabæ. Hjördís Sigurðardóttir, Selási28, Egilsstööum. Einar Guðbjörn Helgason, fyrrv. Ieigubílstjóri, Garðastrætí 19, Reykjavík. Konahansvar Lovísa Sigríður Elífasdóttir, látin.húsmóð- ir. 60 ára 40ára Steinunn Ólafsdóttir, Efstalandi22, Reykjavík. Jóhanna Ehsabet Pálsdóttir, Gautlandi 17, Reykjavík. 50 ára 75 ára Eggert Sigurmundsson, Laufskógum 27, Hveragerði. Karl Guðmundsson, Þorgeirsstöðum, Bæjarhreppi. Kristján Þorgeirsson, Háteigi, Borgaríjarðarhreppi. JennýForberg, Miövangi 90, Hafnarfirði. Hreinn Eggertsson, Hjallastrætí 36, Bolungarvík. Jóhannes Jóhannesson, Lerkilundi 21, Akureyri. Guðný Hinriksdóttir, Brekkubæ 34, Reykjavík. Þorbjörn Hermann Viggósson, Reyrengi 4, Reykjavík. Guðrún Hallgrímsdóttir, Dvergholtí 23, Hafnarfirði. Jóhann Ulfarsson, Vesturbergi48, Reykjavík. Jenný Jónsdóttir, Móabarði 18, Hafnarfirði. Guðmundur Halldórsson, Koltröð 11, Egilsstöðum. Eyja Þóra Einarsdóttir, Moldnúpi 2, V-EyjafjallahreppL Guðni Þór Sveinsson, Suðurgötu 54, Siglufirði. Sigurður Sigurðsson, Hólabergi 52, Reykjavík. Guðrún Steingrímsdóttir, Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Ætt HelgivarsonurÓlafs.söðlasmiös frá Syðri-Steinsmýri í Meðallandi, Annlrlf Ólafssonar, og Sigríðar Jónsdóttur frá Seglbúðum í Landbroti. Foreldrar Sigurlínu voru Filippus, söðlasmiður frá Stóra-Hofi á Rang- árvöllum, Vilhjálmsson, og Elín Ámadóttir frá Stakkavík í Selvogi. Vanefndauppboð Vegna vanefnda fyrri uppboðskaupanda verður fasteignin Brattagata 3B, þingl. eign Herlufs Clausen, seld á vanefndauppboði, sem haldið verður á eigninni sjálfri þriðjudaginn 31. janúar 1995 kl. 11.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. SÝSLUMAÐURINN i REYKJAVÍK Á hvaða tífHd sem er! 99*56*70 lAðeins 25 kr. mín. Sama verð fvrir alla landsmenn. Sigurborg Á. Guðmundsdóttir. SigurborgÁ. Guðmundsdóttir, f. 14.8.1928, sem áttí heima að Njarðar- braut 10 í Súðavík, lést i snjóflóðinu í Súðavík mánudaginn 16. janúar sl. Sigurborg var fyrrverandi hús- freyja á Hestí í Hestfirði og lætur hún eftir sig þrjú uppkomin böm. Eiginmaður hennar var Ingibjart- ur Helgason, bóndi á Hestí, sem lést fyrir nokkrum árum. Hafsteinn Björnsson. Útfór Sigurborgar fer fram frá Súðavíkurkirkju föstudaginn 27. janúar, kl. 14. Hafsteinn Björnsson, f. 9.7. 1954, og fósturdóttir hans, Júlíanna Bergsteinsdóttir, f. 21.3. 1982, sem vom til heimilis að Túngötu 6 í Súöavík, létust í snjóflóöinu í Súða- vík mánudaginn 16. janúar sl. Júlíanna Bergsteinsdóttir. Móðir Júliönnu og kona Hafsteins er Björk Þórðardóttir. Faðir Júlí- önnu er Bergsteinn R. Sörensen. Útför Hafsteins fer fram í Lága- fellskirkju í dag, fóstudaginn 27. janúar, kl. 10.30. Útfór Júlíönnu fer fram í Lang- holtskirkju í dag, fostudaginn 27. janúar, ld. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.