Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 23
M FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 Það verður dýrara að leggja bíl í miðbæ Reykjavíkur og gjaldskyldan mun ná til lengri tíma hvers dags en áður. L. g Bílastæðasjóður: Dýrara að leggja í miðbænum Skuldir Bílastæöasjóðs jukust um 44 milljónir króna milli ára 1993 og 1994, úr 786 milljónum í 830 milljón- ir. Fjárfestingar sjóösins námu 43 milljónum í fyrra og er gert ráö fyrir aö þær veröi um 29,5 milljónir á þessu ári. Aöallega er um aö ræöa framkvæmdir viö frágang á bíla- stæöum, undirbúning vegna ijar- gæslu í bílahúsum og íleira sem stuðlar aö bættri þjónustu og hag- ræöingu í rekstri. Þetta kemur fram í íjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár. í fjárhagsáætlun borgarinnar er gert ráð fyrir lengingu gjaldskyldu frá klukkan 17 til 18 í miðri viku og fjóra til sex klukkutíma á laugardög- um. Svokallaður þriggja daga afslátt- ur af aukastöðugjaldi lækkar úr 850 krónum í 500 krónur og hámarkstími á stöðumælum viö Laugaveg og í Kvos styttist í 30 mínútur gegn 50 króna greiöslu. Reiknað er meö aö tímagjald miöastæða á gjaldsvæði 1 hækki úr 60 í 85 og stöðubrotagjald hækki úr 1.000 í 1.500 krónur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði við fyrstu umræöu um fjárhagsáætlun nýlega að gert væri ráð fyrir því aö gjaldsvæði 3 yrði minnkaö til að fjölga skammtíma- stæöum í Kvos. Lagt væri til aö stæö- ið við Geirsgötu yrði á gjaldsvæði 1, stæðiö á lóðinni við Tryggvagötu 13-15 yrði á gjaldsvæði 2 og að lang- tímanotendur á gjaldsvæði 3 færðu sig á Miðbakkastæðið. Bílastæði á lóðinni Hafnarstræti 23 yröu gjald- skyld og tilheyrðu gjaldsvæði 1, tímagjald á Tjarnargötustæði myndi hækka og verð næturstæða yrði samræmt og lækkað í 1.250 krónur á mánuði. 14,5 milljóna króna afgangur varð á rekstri Bílastæðasjóðs í fyrra en gert var ráð fyrir 11 milljóna króna rekstrarafgangi í fjárhagsáætlun. Merming Haldið í hönd- ina á sólinni - Roger Ackling á Annarri hæð Segja má að Duchamp hafi gefið tóninn fyrir nútíma- listina þegar hann á öðrum áratug aldarinnar setti fundna salernisskál og glasagrind á sýningu sem sín eigin myndlistarverk. Tilbúni hluturinn, „ready made“, olli miklu fjaðrafoki á þeim tíma en í dag eru forsendur aðrar. Hugmyndalist, naumhyggja, geming- alist, umhverfislist og vistvæn viðhorf hafa meöal annars mótað afstöðu fólks til hins tilbúna hlutar í seinni tíð og orðið þess valdandi að hann birtist í öðru ljósi en í upphafi aldarinnar. Roger Ackling, sem um þessar mundir sýnir á Annarri hæð að Laugavegi 37, er einn þeirra listamanna sem fetað hafa í fótspor Duchamps og hirt hluti upp af götunni til aö hengja síðan upp í listhúsum. Sá er þó munurinn að Ackling hirðir einungis spýtur og að auki brýtur hann megin- reglu hugmyndar Duchamps með því að breyta hinum fundnu spýtum. Samþáttun umhverfislistar og náttúruferlis Ackhng eyðir miklum tíma og fyrirhöfn í að brenna með aðstoð sólarinnar beinar rákir með millimetra millibili í spýtumar sem við fyrstu sýn hafa ugglaust ekki haft mikla fagurfræðilega útgeislun. Listamaður- inn, sem fæddur er í Bretlandi árið 1947, hefur ástund- að þessa iðju í meira en tvo áratugi og list hans hefur ekki tekið miklum breytingum á þeim tíma. í kynn- ingu á listamanninum, sem liggur frammi á sýning- unni, víkur John Stathatos þó nokkmm orðum að því er Ackling tengdi verk sín ákveðnu ferli á áttunda áratugnum er mun hafa minnt á aðferðir Hamish Fultons. Um var að ræða samþáttun umhverfishstar, gemings og naumhuguls hugmyndaverks þar sem „hstamaðurinn kleif Qall og sólbrenndi fimm línur með reglulegu millibih og urðu línurnar styttri eftir því sem geislar sólarinnar urðu veikari." Viðarbútur með áletrun sólar var síðan festur á spjald og merktur á tilheyrandi hátt og náttúruferlið orðið að listrænni afstöðu. Sterk náttúrukennd Eins og sjá má á sýningunni á Annarri hæö hefur Ackling nú hætt að leggja áherslu á slíkt náttúruferli og umhverfistengsl heldur hengir hann sólbrunnin verkin einfaldlega upp í sýningarsal. En þótt ferlið og Myndlist Ólafur J. Engilbertsson hið staöbundna vanti inn í myndina skha hinir brenndu kubbar sterkri náttúrukennd. Viö fyrstu sýn er líkt og um einhvers konar smágeröan textíl sé að ræða en við nánari skoðun er það sem líktist ullar- bandi brennd hna. Það er ekki fyrr en nærri verkunum er komið að augu gestsins ljúkast upp fyrir þeim mikla aga og þeirri djúpu einbeitingu sem liggur aö baki hverju verki. Slík einbeiting og agi tengist oft trúar- legri hugleiðslu en öhu sennilegra er að meinlætaleg afstaða til samfélags og umhverfis skapi þá lífsspeki sem birtist í verkum Acklings. Hér birtast verk manns sem segir af hógværö en festu að aðgát skuli hafa í nærveru sálar jarðar og sólar. Sýningin stendur út febrúar. 31 Fréttir Reykjavíkurhöfn: Hækkun á gjald- skrá fyrirhuguð fá 105 milljómr í lóðagjöld frá Irving Oil Rekstrartekjur Reykjavíkur- hafnar eru áætlaðar um 680 millj- ónir króna og er það um 3,7 pró- senta lækkun frá síðasta ári þrátt fyrir 3,5 prósenta hækkun á gjald- skrá fyrir skipa- og vörugjöld. Tii- laga um þessa hækkun hggur hjá Hahdóri Blöndal samgönguráð- herra og er beðið staðfestingar á henni. Rekstrargjöld hafnarinnar fyrir þetta ár eru hins vegar áætluð 457 milljónir króna og er það 3,7 prósenta hækkun frá fyrra ári. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun borgarsjóðs fyrir þetta ár. Gert er ráð fyrir aö almennir vöruflutningar um Reykjavíkur- höfn aukist um 2,4 prósent og að olíuinnflutningur haldist svipaður í tekjuáætlun fyrir árið 1995. Reiknað er með að skipaumferð um höfnina haldist óbreytt á þessu ári og að svipuöum afla verði landað á þessu ári og í fyrra. Áætlað er að verja 287 milljónum til framkvæmda á vegum Reykja- víkurhafnar á þessu ári. Mestu fé verður varið í framkvæmdir við olíu- og iðnaðarhöfn í Örfirisey og á Klettasvæði, eða 142 milljónum króna. Samtals 115 milljónir fara í landgerð í Vesturhöfn, landgerð og frágang Vogabakka, aukningu raf- dreifikerfis og kaup á dráttarbát. Búast má við að kostnaður Reykjavíkurhafnar vegna 35.000 fermetra lóöar Irving Oh við Klettagarða verði um 70-100 millj- ónir króna en á móti koma 105 mhljóna króna lóðagjöld sem fyrir- tækið þarf að greiða og verður sam- ið sérstaklega um greiðsluhraðann. LVI I Wr Vinningstölur ,------------- miðvikudaginn:! 25. janúar ‘95 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 6 af 6 1 115.410.000 n 5 af 6 L33+bónus 1 3.343.730 fél 5 af 6 3 114.590 ES 4af6 269 2.030 3 af 6 Rfl+bónus 1.089 210 mUHIuinningur fór til Noregs Aðaltölur: Heildarupphaed þessa viku: 119.872.260 l á isi.: 4.462^2601 UPPLÝSINGAR, SlMSVARI ðí- $0 15 11 LUKKUUNA M 10 00 - TEXTAVARP 451 BJRT UEO rVRIHVARA UM PRENTVILLUR 99» 17*50 Verð kr. 39,90 mín. McDonald's leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost að vinna stjörnumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 99-1750 og svara fímm laufléttum spurningum um veitingahús, skemmtistaði og viðburði helgarinnar. Svörin við spurningunum er að fínna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV á fóstudögum. DREGIÐ DAGLEGA ÚR P0TTINUM! Daglega frá fóstudegi til fimmtudags verða fimm heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir hinir sömu stjömumáltíð fyrir tvo á McDonald's. Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn. Munið að svörin við spurningunum er að finna í blaðaukanum DV-helgin. Nöfn vinningshafa verða birt í DV-helgin í vikunni á eftir. Suöurlandsbraut 56. Sími 581-1414 Opið daglega frá 10-23.00 irix^a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.