Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.1995, Blaðsíða 28
36 FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995 OO Austan- og norð- austanátt á landinu Matthias Bjarnason. Hættið að hringja í mig frá þessu sorpblaði .....Ég ætla bara að biðja þig hér eftir að vera ekki að hringja í mig frá þessu sorpblaði og vona að það fari til fjandans sem allra fyrst eins og hin sorpblöðin," seg- ir Matthías Bjarnason í Morgun- póstinum. Langt síðan ríkisstjórnin hætti að starfa „Það er langt síðan þessi ríkis- stjórn hætti að starfa . . . Ríkis- stjórnin gerir lítið til aö undirbúa samninga en situr með hendur í skauti og segir þetta ekki sitt Ummæli I dag verður austan- og norðaustan- átt á landinu, hvassviðri allra syöst, Veðrið í dag stinningskaldi eða allhvasst sunnan lands og vestan en hægari norðaust- an til. Dálítil él verða víðast hvar, einkum þó við strendur. I nótt verður norðaustan stinningskaldi og él norðanlands en skýjað með köflum syðra. Hiti breytist lítið. Á höfuð- borgarsvæðinu veröur norðaustan átt, stinningskaldi eða allhvasst og dálítil él í dag en stinningskaldi og skýjað með köflum í nótt. Frost 1 til 5 stig Sólarlag í Reykjavík: 16.58 Sólarupprás á morgun: 10.21 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.31 Árdegisflóð á morgun: 04.12 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri heiðskírt -12 Akurnes skýjað -6 Bergsstaðir léttskýjað -13 Bolungarvik skýjað -5 Kefla víkurflugvöllur alskýjað -2 Kirkjubæjarklaustur alskýjað -5 Raufarhöfn snjókoma -6 Reykjavík skýjað -3 Stórhöfði skýjað 0 Bergen þoka -2 Helsinki snjókoma -1 Kaupmannahöfn léttskýjað -1 Stokkhólmur alskýjað -7 Þórshöfn hálfskýjað -2 Amsterdam slydduél 3 Berlín snjóélásíð. klst. 2 Feneyjar þokumóða 6 Frankfurt snjóél 2 Glasgow skýjað -2 Hamborg skýjað 2 London léttskýjað -1 Luxemborg léttskýjaö -1 MaUorca léttskýjað 12 Nice léttskýjað 10 París léttskýjað 1 Róm hálfskýjaö 14 Vin snjóélásíð. klst. 3 mál,“ segir Finnur Ingólfsson í Tímanum. 6000 númer úti - lítill höfuðverkur „Þetta var smávægileg bilun sem stóð stutt yfir. Bilunin varð í vél- búnaði í Múlastöðinni og menn sáu strax hvaö um var að vera. Þetta var enginn höfuðverkur," sagði Hrefna Ingólfsdóttir, blaöa- fulltrúi Pósts og síma í DV. Ekki byggt á óöruggu svæði „Það er bundið í reglugerð hjá okkur að ef útreikningar gera ráð fyrir að snjóflóð falli á svæði á þúsund ára fresti þá er ekki byggt á því svæði,“ segir Karsten Lid, norskur snjóflóðafræðingur, í DV. Spilað með tölur „Það er spilaö með tölur, það eru viðhöfð alls konar trix og logið fram og aftur. Það er engin stofn- un eða eftirlitsaðili á íslandi sem getur upplýst íslenska bókaútgef- endur hver salan á einstökum bókum er í raun og veru,“ segir Hans Kristján Árnason í Morg- unpóstinum. Bastarðurinn, gleraugu „Þetta er bastarður, svipað og þegar blandað er saman ketti og tófu, þá kemur út skofíin. En í þessu tilviki er um að ræða skil- getið afkvæmi derhúfu og gler- augna, sem ég leiddi saman eina kvöldstund í sumar," segir Einar Þorsteinn Einarsson í Tímanum. Kvíóastjórnun Námskeið í kvíðastjómun er fyrirhugað um mánaðamótin. Á námskeiðinu eru kenndar ákveðnar sálfræðilegar aðferöir til að takast á við kvíða, fælni og spennu í samskiptum og er ár- ■ angur hvers og cins þátttakanda metinn. Námskeiöm Irnfa verið haldín reglulega um árabil og er stjómandi þeirra Oddur Erlings- son sálfræðingur. Námskeiöin eru haldin um helgar. Fundir Félag fráskilínna, ekkna og ekkla Félag fráskilinna, ekkna og ekkla heldur fund i Risinu, Hverfisgötu 105, i kvöld kl. 20.30. Nýir félagar eru velkomnir. Svandís Guðmundsdóttir, Sunnlendingur ársins 1994: er „Ég fann ekki svo mikið fyrir því að það væri eitthvað merkilegt viö það að stökkva í gmnninn og koma drengnum á þurrt á meðan á því stóð. Tilfinningin kom eftir á þegar ég fór að hugsa um það hve litlu mátti muna. Þá kom yfir mig hræðslu- og ánægjutilfinning sam- tímis,“ segir Svandís Guðmunds- dóttir, ung þriggja barna húsmóðir á Selfossi sem var valin Sunnlend- ingur ársíns 1994 fyrir það afrek að bjarga 3 ára dreng frá drukknun í aprílmánuði sl. „Strákurinn minn, Birgir Dagur, sem er tveggja ára og tvíburarnir Orri og Þór Davíðssynir, sem eru þriggja ára, voru að leika sér úti þegar ég fékk tilfinningu fyrir því að athuga hvað þeir væru að bralla. Ég sá Birgi og Þór og kallaöi í minn strák að koma heim. Hann þver- neitaði því og heimtaði að ég kæmi til hans, sem ég og gerði. Þá sá ég Svandis Guðmundsdóltir. Orra fljótandi í húsgrunni sem ný- lega hafði veriö grafinn. Ég botnaði ekki í grunninum og átti í erfiðleik- um meö að halda okkur báðum á floti. Ég tróð svo marvaðann þar til kona í nærhggjandi húsi kom mér til hjálpar. Vatnið var ekki fall- egt á litinn og mér fannst það mjög kalt. Bakkinn gaf alltaf eftir þegar ég reyndi að komast upp úr og ég get ekki hugsað þá hugsun til enda ef strákarnir hefðu reynt að híálpa félaga sínurn. Orri var ekki meðvit- undarlaus þegar ég kom að honum og hann luesstist fljótlega." Svandís er fædd að Hólmaseli i Gaulverjabæjarhreppi og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Hún flutti til Selfoss þegar hún hóf sam- búð með Hallgrimi Birgíssyni, þau eiga þijú börn. Einbýlishúsiö sem að verða fullbyggt tekur flestar frístundir þeirra en þegar tími gefst sinna þau sameiginlegu áhuga- máli, ferðalögum um landið. „Jú, það er gott að búa hér á Sel- fossi og þjónusta er yfirleitt góð. Mér þætti þó betra ef hægt væri að koma bömum á leikskóla þegar þau eru orðin tveggja ára. í sam- bandi við ferðalögin finnst mér þjónustan góð á þeim tjaldstæðum sem ódýr eru, en misjöfn og stund- um bara léleg á stærri stöðunum sem selja tjaldstæöi dýrt. Þetta stendur sjálfsagt allt til bóta,“ sagði Svandís Guðmundsdóttir, Sunn- lendingur ársins 1994. Kristján Einarsson, DV, Selfossi Myndgátan Lausn gátu nr. 1130: \>4 l( rv/ V)J ' K1 !lfi Sb <T/bU VER&UR. 'að ra l oa 'a fka m EF Þu A-TLAR. At> J<l'ARA VERKÍD.'' Myndgátan hér að ofan lýsir málshætti ÍR-KA í hand- boltanum í kvöld verður einn leikur í 1. deild í handboltanum. Um er að ræða leik sem frestað var, milli ÍR og KA, og fer hann fram í Reykjavík oghefst kl. 20. Þá verð- ur eirrnig einn leikur í 2. deild. Fram leikur við Þór frá Akureyri i Framhúsinu, sá leikur hefst einnig kl. 20. Þrír leikir eru í blaki 1 kvöld. { 1. deild karla mætast kl. 20 í Nes- kaupstað heimamenn úr Þrótti og Sfjarnan. Á Akureyri mætast kl. 19.30 KA og HK í 1. deildinni og sömu hð í kvennaflokki keppa kl. 21. Fleira verður ekki á dagskrá í kvöld en þeím mun meira verður um að vera í boltaleikjum um helgina og þar ber hæst úrslita- leiki í bikarkeppninni í körfu- bolta. Skák , ,Fram á borðið með kónginn í endatafl- inu,“ segir gullna reglan. I meðfylgjandi stöðu á svartur peði minna en kóngsstað- an virðist tryggja honum góðar jafnteflis- vonir. Staðan sýnir hins vegar að engin regla er án undantekninga. Brasilíski stór- meistarinn Milos hafði hvítt og átti leik gegn Genba á opna mótinu í Groningen um áramótin. Hvað leikur hvítur? Hvítur lék 1. Re6 og skákinni lauk með jafntefli um síðir. Frá stöðumyndinni var smekklegan vinning að hafa með 1. Bf4! sem hótar máti með f-peðinu. Svartur á aðeins 1. - Re5 en eftir 2. Bxe5 Kxe5 3. Rxc6 + ! bxc6 4. b7 rennur b-peðið upp í borð og hvítur vinnur. Bridge Þetta spil kom fyrir í tvímenningskeppni í Bandaríkjunum fyrir skömmu sem spil- uð er ár hvert í minningu Jims Beckers. Norður opnaði á þremur gröndum sem lýsti þéttum sjölit í láglit með lítinn hlið- arstyrk. Austur ákvað að dobla og það varð til þess að suður ákvað að flýja í 4 lauf sem varö lokasamningurinn: ♦ D2 V D76 ♦ 10 + ÁKD8754 ♦ G65 V G832 ♦ K92 + G109 * Á10873 V ÁK5 ♦ D854 + 6 * K94 V 1094 ♦ ÁG763 + 32 Suður Vestur Norður Austur Pass Pass 3 G Dobl 4+ p/h Vestur spilaði út tígli og sagnhafi drap drottningu austurs á ásinn og tók tromp- in af mótspilurunum. Austur vissi nú að vestur átti tigulkónginn því ef suður hefði átt hann hefði hann örugglega tekið á þann slag. Sagnhafi spilaði næst spaða- drottningu úr blindum og austur þorði ekki annað en að gefa þann slag þar sem hann var hræddur um að sagnhafi ætti KG heima. Þá kom aftur spaöi úr blind- um, austur drap á ás og spilaði nú hjarta- kóngnum til að kanna stöðuna. Vestur henti áttunni til að reyna að gefa austri einhverja merkingu í litnum og austur fann réttu vörnina og skipti yfir í tígul. Sagnhafi trompaði í blindum og spilaði lágu hjarta en austur setti lítið spil sem tryggði vörninni 4 slagi. Forvitnilegt er að vita hvað skeð hefði ef suður hefði passað á dobl austurs þvi vömin í þeim samningi er erfiðari en gegn 4 laufum. Ef austur hefði spilað út lágum spaða gegn þremur gröndum hefði sagnhafi getað rennt niður 9 slögum. En vaninn er þjá vamarspilurum í þessari stöðu að lyfta háspili. Ef hann hefði spilað út hjartaás í upphafi hefði eina vörnin verið sú að spila næst tiguldrottningunni. En hefði hann fundið það?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.