Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Mary Wesley; An Imaginatlve Experience. 2. Anne Rice: Interview with the Vampire. 3. Peter Heeg: Miss Smilla's Feeling for Snow. 4. Colin Forbes: The Power. 5. Rosie Thomas: Other People's Marriages. 6. Sebastian Faulks: Birdsong. 7. Dick Francis: Decider. 8. Bernard Cornwell: Copperhead. 9. Gerald Seymour: The Fighting Man. 10. Robart Jamös Waller: Slow Waltz in Cedar Bend. Rit almenns eðlis: 1. Andy McNab: Bravo Two Zero. 2. Jung Chang: Wild Swans. 3. N.E. Thing Enterprlses; Magic Eye. 4. J. Cleese & R. Skynner: Life and how to Survive It. 5. W.H. Auden: Tell MetheTruth about Love. 6. Alan Clark: Diaries. 7. Bill Bryson: The Lost Continent. 8. Dirk Bogarde; A Short Walk from Harrods. 9. Angus Deayton; Have I Got News for You. 10. Bilf Watterson: Homicidal Psycho Jungle Cat. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Jostein Gaarder: Sofies verden. 2. Jung Chang: Vilde svaner. 3. Suzanne Brogger: Transparence. 4. Johannes Mollehave: Det tabte sekund. 5. Peter Hoeg; Freken Smillas fornemmelse for sne. 6. Anne Rice: En vampyrs bekendelser. 7. Arturo Perez-Reverte: Det flamske maleri. (Byggt á Politiken Sendag) Felida's Joumey valin bók ársins Skáldsagan Felicia’s Journey eftir William Trevor hefur fengiö hin eft- irsóttu Whitebread-verðlaun sem „bók ársins" í Bretlandi en þeim heiöri fylgja um tvær og hálf milljón króna í reiðufé. Whitebread-verölaunin eiga sér langa sögu í Bretlandi. Þetta er reyndar í þriðja sinn sem skáldsaga eftir Trevor hlýtur þennan eftirsótta heiður. Fyrst gerðist það árið 1976 fyrir The Children of Dynmouth og síðan árið 1983 fyrir Fools of Fortune. Afírskum ættum ■J- r„: William Trevor fæddist á Irlandi áriö 1928, nánar tiltekið í Cork. Hann er af ættum mótmælenda, sem voru þar í minnihluta, og ólst upp á miklu flakki. Faðir hans þurfti starfs síns vegna aö flytja oft á milli bæja í suð-' urhéntðum írlands eftir skamma viðdvöl á hverjum stað. William festi því hvergi rætur og gekk alls i þrett- án skóla. Hann varð því strax sem barn utangarðs og segist ekki minn- ast neins ákveðins staðar á írlandi sem æskustöðva. Hann hlaut menntun sína við Trin- ity-skólann í Dublin þar sem hann kynntist konu sinni, Jane. Og þótt hann hafi lengst af búið í Englandi lítur hann á sig sem írskan rithöf- und. Og hann ætlar að láta grafa sig í írskri mold þegar þar að kemur, Á yngri árum fékkst William Tre- vor við margháttuð störf: kenndi, skrifaði auglýsingatexta og reyndi fyrir sér sem myndhöggvari. Á fer- tugsaldrinum fór hann að semja sög- ur og hlaut verðlaun fyrir þá fyrstu, The Old Boys, árið 1964. William Trevor. Skáldsaga hans, Felicia’s Journey, hefur hlotið verð- laun sem „bók ársins“ í Bretlandi. Spennusaga Felecia’s Journey sem reyndar hefur fyrr á þessu ári unnið önnur bresk bókmenntaverðlaun, kennd við The Sunday Express - er auglýst í Bandaríkjunum sem spennusaga og selst þar betur en nokkurt fyrri verka höfundarins sem sumir líkja við Graham Greene. í Bretlandi hefur hins vegar meiri áhersla verið lögð á þá þjóðfélags- gagnrýni sem gagnrýnendur hafa lesið út úr sögunni. Þeir segja þetta „reiða“ bók sem taki á miskunnar- leysi þess Bretlands sem kennt er við stjórnartíð Thatchers. Trevor mótmæhr því reyndar sjálf- ur að í bókinni sé slíkur pólitískur boðskapur og bætir við: „En gagn- rýnendur veröa að skrifa eitthvað, ekki satt?“ Söguhetjan í þessari margverð- launuðu skáldsögu heitir Felicia. Þetta er ung og ófrísk írsk stúlka sem tekur sig upp frá smábæ á írlandi og heldur til Eriglands í leit að barns- föður sínum sem hún veit reyndar næsta lítil deili á. Leit hennar í iðnaðarborgum Eng- lands ber engan árangur. Hún býr við sífellt þrengri kost, án peninga Umsjón Elías Snæland Jónsson og húsnæðis, og verður að treysta á aðstoð hjálparstofnana af ýmsu tagi. Þannig kemst hún að lokum í kynni við mann sem Hilditch heitir. Hann býður henni húsaskjól og talar af hlýju um allar hinar ungu stúlkurn- ar sem hann hafi bjargað af götunni. En þær stúlkur hafa allar horfið - og Felicia kemst brátt að raun um að hús Hilditchs hefur að geyma óhugnanlegan leyndardóm. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Míchasl Crichton: Disclosure. 2. Ken Follett: A Dangerous Fortune. 3. E. Anníe Proulx: The Shipping News. 4. Michael Palmer: Natural Causes. 5. Anne Rice: lnterview with tbe Vampire. 6. Anne Rice: The Vampire Lestat. 7 Dean Koontz: Mr. Murder. 8. Peter Hoeg: Smilla's Sense of Snow. 9. Louisa May Alcott: Little Women. 10. Catherine Coulter: Lord Harry. 11. Jack Higgins: Sheba. 12. Anne Rice: The Queen of the Damned. 13. Robert James Walker: Slow Waltz in Cedar Bend. 14. Judith Krantz: Lovers 15. Sandra Brown: Eloquent Silence. Rit almenns eðlis: 1. B.J. Eadie 8r C. Taylor: Embraced by the Líght. 2. Jerry Seinfeid: Seinlanguage. 3. Newt Gingrich, D. Armey o.fl: Contract virith America. 4. Thomas Moore; Care of the Soul. 5. Delany, Delany & Hearth: Having Our Say. 6. Thomas Moore: Soul Mates. 7. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 8. Maya Angelou: Wouldn’t Take Nothíng for My Journey now. 9. Karen Armstrong: A History of God. 10. Joan Wester Anderson: Where Angel's Walk. 11. Maya Anagelou: I KnowWhytheCaged BírdSings. 12. Bailey White: Mama Makes up Her Mind. 13. Howell Raines: Fly Fishing through the Midlife Crisis. 14. M. Scott Peck: Further along the Road Less Traveled. 15. M. Hammer og J. Champy: Reengineeríng the Corporation. (Byggt ð New York Times Book Review) Vísindi Að halda niðri í sér and- anum eins og krókódíll Kannski getur maðurinn einhvern tíma dvalið langdvölum undir vatnsyfir- borðinu án þess að draga andann, rétt eins og krókódillinn. Vont er í bælinu Þá hefur það loksins verið sannað: Það er óhollt að liggja aUt of lengi í rúminu. Franskri- geimvísindamenn komust að þessu eftir að hafa rannsakaö átta námsmenn sem fóru ekki fram úr í sex vikur. í ljós kom að á fyrstu tveimur vik- unum minnkaði geta ónæmis- kerfisins til að berjast við veirur og æxli um 40 til 50 prósent. Rússar hafa komist að svipuð- um niöurstööum í rannsóknum á geímfórum sinum. Frönsku námsmennimir fengu hver um sig um 700 þúsund krón- ur fyrir þátttökuna. Mengun og asmi Norskir vísindamenn haía fundið enn eina vísbendinguna um að mengun valdi varanlegum skemmdum á lungum bama og að þaö geti leitt til asma síðar, Geröur var samanburöur á rúmlega 500 börnum í tveiraur þröngum dölum. í öðrum þeirra var mengandi iðnaður, svo sem álverksmiðja, en ekki í hinum. Þau böm sem höfðu búiö við mengun sýndu meiri viðkvæmni í lungnaberkjum en tengsl eru milli þess og asma. Urtisjon Guðlaugur Bergmundsson Krókódílar og allígatorar, frændur þeirra í Ameríku, svo og mörg skrið- kvikindi önnur, eru þeirrar náttúm að geta dvalið langdvölum undir vatnsyfirborði án þess aö þurfa að draga andann. Nú hafa breskir og japanskir vís- indamenn uppgötvað hvað veldur og segja hugsanlegt að rækta megi þennan eiginleika með mannskepn- unni einhvem tíma í framtíðinni. Þeir bjuggu til sameind sem er blanda af blóðrauða manns og krókó- díls en blóðrauöi er sameindin í rauðu blóðkomunum sem flytja súr- efni. Vísindamennimir segja að þetta sé stórt skref fram á við í viðleitni manna til að búa til gerviblóö. Það er sérstæður blóðrauði krókó- dílsins og skyldmenna hans sem ger- ir þeim kleift að vera svona lengi undir vatnsyfirborðinu án þess að anda. Það er önnur aöferð en hvalir, hnísur og önnur sjávarspendýr beita. Vísindamennimir segja að blend- ingsblóðrauðinn úr manni og krókó- díli hafi sömu eiginleika og krókó- dílsrauðinn. Kiyoshi Nagai, sem starfar við bresku rannsóknarstofnunina í læknisfræðum, og starfsbræður hans við háskólann í Osaka í Japan segja í grein í vísindatímaritinu Nat- ure að þeir hafi uppgötvaö hvemig blóðrauði krókódíla vinnur. Þegar skepnan sú heldur niöri í sér andan- um festa bíkarbónatsjónir í blóði þeirra sig viö blóðrauðann og fá hann ■ til að losa meira súrefni út í blóöið. Við gerð blandaöa blóðrauöans fundu vísindamennimir nákvæm- lega þann stað á sameindinni þar sem þetta gerist. „í þessu tilviki er blóðrauði krókó- dílsins hæfari að flytja súrefni til vefja sem sem vinna hörðum hönd- um,“ segir Nagai. Hann segir vinnuhópinn aðeins hafa gert þetta í rannsóknarskyni en hugsanlega verði hægt að nýta nið- urstöðumar hjá manninum. Þá gæti tækni þeirra verið yfirfærð á önnur svið rannsókna, eins og við notkun einræktaöra mótefna sem verka eins og „töfrakúlur” sem ráðast á að- skotadýr eins og krabbamein í mannslíkamanum. Færri dauðsföll Norræn rannsókn, sem gerö var á 4400 hjartasjúklingum, sýn- ir fram á aö nýtt lyf sem lækkar kólesteról í blóði getur dregíð úr hættu á dauðsföllum um þrjátíu prósent. Legudögum á sjúkra- húsum fækkar um 34 prósent með notkun lyfsins sem heitir simvastatin. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem stóö yfir í fimm ár, voru kynntar á þingi evrópskra lækna sem haldið var í Ósló fyrir stuttu. „Rannsóknin sýnir aö sjúkhng- ar sem fengu simvastatin lifa ekki bara lengur og fá færri hjartaá- föll heldur þurfa þeir líka aö liggja skemur á sjúkrahúsum,“ segir prófessor John Kjekshus sem stjórnaði rannsókninni. Alinu kippt í lag Vísindamenn víð ríkisháskól- ann í Ohio hafa ráðið bót á vanda- máli við aö framleiöa bílhluta úr áli. Málmurinn sá hefur nefnilega haft tilhneigingu til að rifna þeg- ar hann hefur verið mótaður. Nýja aðferðin byggist á því að sveifla álplötum á iiðlega 300 kíló- metra hraða á klst. inn i mót af hlutnum sem búa á til. Við þaö tognar á álinu en það rifnar ekki. Hægt veröur meö smávægileg- um breytingum að nota sömu , mótin og nú eru notuð við fram- leiöslu stálhlutanna viö gerö ál- hlutanna, nokkuö sem ætti að kæta framleiðendur bílahluta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.