Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 52
Veðrið á sunnudag og mánudag: Talsvert frost um allt land Á sunnudag verður suðvestlæg átt og él sunnan- og vestanlands. Um kvöldið snýst til norðvestlægrar áttar með éljum um norðanvert landið, 0-5 stiga frost. Á mánudag verður norðanstrekkingur um landið austanvert en snýst í hæga suðlæga átt vestanlands er líður á daginn, 0-10 stiga frost. É1 verða norðan- og austanlands en skýjað með köflum sunnan- og vestanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 Hækkun stöðugjalda: Reiðarsiag fyrir miðbæinn - segir Ámi Sigfusson Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa mótmælt hækkun stöðugjalda á vegum Bílastæðasjóðs sem fyrirhug- uð er í vor. Ámi Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm, segir að sjálfstæðismenn telji að ekki sé rétt að láta bílastæðagjöld veröa sérstaka fjáröflunarleið fyrir borgar- sjóð heldur eigi að láta borgarsjóð greiða fjárfestingar sjóðsins niður. Hækkun stöðugjalda sé shk að greinilegt sé að gjöldin eigi að verða tekjuauki fyrir Bílastæðasjóð. Það hafi aldrei verið hugmyndin. „Uppbygging bílahúsa í miðborg- inni er uppbygging til framtíðar. Gjaldtakan hefur verið notuð til að stýra umferð og notkun stæða í mið- bænum og það er aðalatriðið. Við lít- um á þessi bílastæðahús sem fjárfest- ingu til lengri tíma og því sé eðlilegt að sú fjárfesting sé greidd á lengri tíma. Gjaldhækkunin getur verið reiðarslag fyrir uppbyggingu í mið- bænum og við höfum óskaö eftir því að haft sé samráð við samtök hags- munaaðila á þessu svæði áður en endanleg ákvörðun er tekin,“ segir Árni Sigfússon. Reykskynjari bjargar manni Maður bjargaðist úr íbúð fullri af reyk á Selfossi eftir að hann gleymdi potti á eldavélarhellu sem kveikt var á. Það voru nágrannar mannsins, sem býr í fjölbýlishúsi, sem urðu varir við væl í reykskynjara og fóru inn til mannsins og vöktu hann og komu honum út undir bert loft. Slökkvihðið reykræsti íbúðina og varð manninum ekki meint af reykj- arsvælunni. -pp Þeir eru á kunnum slóðum, heiðursmennirnir á þessari mynd sem tekin var í Karphúsinu í gær. Þá komu þar til fundar með atvinnurekendum samningamenn nokkurra landssamtaka innan ASÍ og Verslunarmannafélags Reykja- víkur í fyrsta sinn í þessari lotu. Það er formaður VR, Magnús L. Sveinsson, sem er hér á miðri mynd. Með honum i eru Þórir Einarsson ríkissáttasemjari, Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, og Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri þess. Sjá frétt af samningamálunum á bls. 2. DV-mynd GVA Lögmaður Sophiu til íslands Hasip Kaplan, lögmaður Sophlu Hansen, er væntanlegur til íslands á næstu dögum. Hann hyggst ganga frá ýmsum lausum endum er varða málsskjöl í forsjármáli Sophiu. Ástæða ferðarinnar er sú ákvörðun héraðsdómara á dögunum að neita að taka gild þau skjöl frá íslenskum yfirvöldum er málið varða. Ljóst er að sú aukavinna sem fer í að afla frekari gagna, sem líklegt er að tekin verði gild fyrir héraðsdómi í Istan- búl, muni verða á kostnað Sophiu. -Ótt/pp Háskóli íslands: Sex djáknar útskrifast Fyrstu djáknarnir hér á landi út- skrifast frá guðfræðideild Háskóla íslands í dag, 5 konur og 1 karl, en kennsla hófst í greininni síöastliðið haust. Gert er ráð fyrir aö djáknar starfi einkum á sviði líknar- og fræðsluþjónustu, jafnt innan sem utan kirkjunnar. Samkvæmt upplýs- ingum frá guðfræðideild hafa breytt- ar þjóðfélagsaðstæður og breyttir starfshættir kirkjunnar hin síðari ár kallað á djákna til starfa. Tvenns konar námsmöguleikar eru fyrir djákna innan guðfræði- deildar HÍ. Ánnar möguleikinn er 30 eininga nám í guðfræði fyrir fólk sem hefur hlotið starfsmenntun sem hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjaf- ar, kennarar eða fóstrur. Hinn mögu- leikinn er 90 eininga nám sem lýkur með BA-prófi í guðfræði. Þeir nemar sem eru brautskráðir úr deildinni með djáknanám eiga rétt á að leita vígslu. -kaa Höfuðborgarsvæöið: Hálkan olli meiðslum Um hundrað manns fóru á slysa- deild Borgarspítalans vegna meiðsla sem fólk varð fyrir í hálku á höfuð- borgarsvæðinu í gær. Nokkuð var um beinbrot, einkum um ökkla. -kaa Mánudagur LOKI Aldrei hefði hann Árni minn látið hvarfla að sér að hækka stöðumælagjöldin! I.ANDSSAMBAND ÍSI. RAhA KRK I AKA Eldur í vélaverkstæði í Njarðvik: Milljóna króna tjon a husi og vinnuvélum Ægir Már Káiason, DV, SuÓumesgum; Milljóna króna tjón varð í Njarð- vík síödegis í gær þegar eldur kom upp í vélaverkstæði Sigurjóns Helgasonar. Á verkstæðinu voru 5 stórvirkar vinnuvélar, dráttarvél- ar og körfubílar sem skemmdust verulega. Talið er að 2 dráttarvélar séu gjörónýtar. Sjálft húsið er mik- ið skemmt. Rjúfa þurfti hluta þaks- ins þar sem eldurinn hafði læst sig í það. Allt tiltækt slökkvihð Bruna- varna Suðurnesja var kallað út og tók slökkvistarfiö á þriðja tíma. Mikill viðbúnaður var viðhafður enda starfrækt gistiheimili í öðrum enda hússins. Eitt fyrsta verk slökkvfiiðsins var að fiarlægja gas- kúta af verkstæðinu til að koma í veg fyrir sprengingu í húsinu. Eldsupptök eru rakin til þeirrar vinnuvélar sem brann mest. Rann- sóknarlögreglan í Keflavík hóf þeg- ar í gær rannsókn á staðnum og beindi sjónum sínum einkum að umræddri vél. FRETTASKOTIÐ 562*2525 'Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJORN - AUGLYSINGAR - ASKRIFT - DRElFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIÐSLA 00 ÁSKRIFT ER 0PIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA- AFGREIÐSLU: 563 2777 ; icL. 6-s lAUöAáoÁGS- aé mánuoagsmorgua Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 4. FEBRUAR 1995.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.