Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 íþróttir Alberto Tomba hefur verið ósigrandi í vetnr: „Nú er hann orð- inn að manni" - verður væntanlega annar sigursælasti skíðamaður sögunnar innan skamms Alberto Tomba er á góðri leið með að verða einhver mesti skíðamaður sögunnar. Að vísu eru ekki horfur á að honum takist að hnekkja meti Svíans snjalla, Ingemars Stenmarks, sem vann 86 heimsbikarmót á sínum tíma, en ítalinn vinsæli er með 42 sigra að baki og þarf aðeins einn til viðbótar til að ná Marc Girardelli frá Lúxemborg sem er í öðru sætinu frá upphafi. Alberto Tomba hefur unnið öll svigmót vetrarins, níu að tölu, og er efstur í stigakeppni heimsbikarsins þó hann keppi aðeins í tveimur greinum, svigi og stórsvigi. Engum nema Stenmark hefur til þessa tekist að verða heimsbikarmeistari án þess að keppa í fleiri en tveimur greinum og í dag eru keppnisgreinamar þó fleiri en þegar Stenmark var kóngur- inn. ímynd glaum- gosans horfin Tomba er 28 ára gamall og hefur gengið í gegnum margt súrt og sætt á ferlinum. Hann hefur lengi vel bor- iö ímynd glaumgosans - eftir ólymp- íuleikana í Calgary 1988 var helsta áhyggjuefni hans hvort faðir hans myndi kaupa handa honum Ferrari- sportbíl og á leikunum í Albertville, fjórum árum síðar, sagðist hann ætla að breyta æfingaáætlun sinni á þann veg að skemmta sér með fimm stúlk- um til klukkan þrjú um nóttina í stað þess að skemmta sér með þremur stúlkum til klukkan fimm! Einhveiju sinni sagði Tomba að fyrir sér væri draumurinn að fá sér vínglas í rás- markinu og sígarettu á miðri leið og koma síðan fyrstur í mark. En þetta hefur breyst og Tomba virðist hafa tekið út mikinn þroska undanfarna mánuði. Fyrir skömmu gaf hann sigurlaun sín í einu heims- bikarmótinu til fómarlamba stríðs- ins í Bosníu og nú er aðeins ein kona í lífi hans, Martina Colombari, sem er fyrrum fegurðardrottning Ítalíu. Núerhann orðinn að manni Þeir sem best hafa fylgst með Tomba eru á einu máli um að hann hafi full- orðnast mikið að undanförnu. „Al- berto er aUtaf Alberto. Hann er lífleg- ur strákur. En hann hefur þroskast mlkið upp á síðkastið og Martina á sinn þátt í því. Nú tekur hann meiri ábyrgð. Heimurinn kynntist honum sem strák - nú er hann orðinn að manni,“ segir Paolo ComeUini sem hefur verið framkvæmdastjóri hjá Tomba undanfarin sjö ár. „Tomba er þannig að hann væri vís til að segja að hann spUaði aldrei golf en sýndi síðan í fyrsta höggi að hann hefði æft það mánuðum saman. Hann leggur hart að sér við æfingar. Tomba er ekki hefðbundinn ítalskur skíðamaður vegna þess hve hljóðlega hann rennir sér. Gustavo Thoeni og fleiri snjalhr ítahr voru mjög snöggir en mjög taugaóstyrkir og voru á sí- felldu iði. Tomba rennir sér á árang- ursríkan hátt og eyðir engri óþarfa orku,“ segir Tomas Karlsson, þjálfari karlalandsUðs BandarUcjanna. Alberto Tomba hefur sýnt ótrúlegt öryggi í skíðabrekkunum i vetur og allt bendir til þess að hann verði heimsbikarmeistari án þess að taka þátt í tveim- ur keppnisgreinum af fjórum. Breytti æfinga- áætlun sinni Tomba breytti æfingaáætlun sinni fyrir þetta keppnistímabU. Síðasta sumar hóf hann æfmgar 25 dögum seinna en venjulega og sleppti því að fara til Argentínu og Chile á þeim tíma. í staðinn tvöfaldaði hann þrek- þjálfunina og mætti sterkari til leiks en nokkru sinni fyrr. Hann hóf tímabiUð á því að enda í fjórða sæti í stórsvigskeppni í Tignes í Frakklandi. Eftir fyrri ferðina var Tomba í 21. sæti en keyrði frábær- lega í þeirri síðari, fékk þá besta tím- ann og var hársbreidd frá verðlauna- sæti. Hann var himinlifandi með þennan árangur. „Það sem skiptir mestu máU er að hafa tröllatrú á sjálfum sér og sínum sigurmöguleik- um. Það var stór stund hjá mér að vera bestur í síðari ferðinni. Það gaf mér mikið sjálfstraust fyrir fram- haldið," segir Tomba. Hlekktist á en sigraði samt Hann sýndi snilU sína í svigkeppni á Ítalíu rétt fyrir jólin. Honum hlekkt- ist á í miðri braut, varð að stoppa en gat haldið áfram og sigraði. Hann fagnaði sigrinum með heljarstökki, sendi aðdáendum sínum fingurkossa og knúsaði hundinn sinn, Yukon. „Hann er orðinn nánast óstöðvandi og ég sé engan sem getur ógnað hon- um í heimsbikarnum," segir Marc GirardeUi. Mamma bannaði keppni í bruni Eina spumingin sem ósvarað er á þessu keppnistímabili er hvort Tomba haldi út og verði heimsbikar- meistari án þess að keppa í risasvigi eða bruni. Hann á eftir að gera end- anlega upp hug sinn varðandi risa- svigið vegna þess að sigur í heims- bikarkeppninni er honum ákaflega mikilvægur og þar með gæti hann þurft aö brjóta odd af oflæti sínu. Tomba hefur ekki keppt í risasvigi síðan hann viðbeinsbrotnaði í slíkri keppni árið 1989 en segist ekki vera smeykur við greinina. Brunið er hins vegar ekki inni í myndinni. Þegar Tomba var strákur bannaði María, móðir hans, honum að keppa í bruni og hann hefur ekki áhuga á að óhlýðnast henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.