Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 30
42
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Amarjit Ram segir krydd leyndardóminn á bak við indverska matargerðarlist.
kvæmi. Hins vegar hafi hann oft far-
ið meö fóöur sínum þegar hann und-
irbjó brúðkaup og aörar stórar veisl-
ur.
Nokkurs konar fíklar
Margir sem smakkað hafa á ind-
verskum mat segjast hafa orðið
nokkurs konar flklar. Indversk mat-
argerðarlist verður ástríða og jafn-
framt tómstundagaman sem menn
stunda helst um helgar vegna þess
hve undirbúningstíminn er oft lang-
ur. Aðalatriðið við indverska matar-
gerð eru kryddin.
Ram segir menn geta orðið háða
kryddinu og hann kveðst hafa fengið
fráhvarfseinkenni þegar hann fékk
ekki kryddaðan mat í nokkum tíma.
Hann leggur áherslu á að krydd hafi
lækningamátt og getur þess að aUs
kyns krydd í karríblöndu hafi meðal
annars áhrif á meltingu, starfsemi
lifrarinnar, nýmanna, kynhormón-
anna og virki gegn mígreni.
En þrátt fyrir að leyndardómurinn
við indverska matargerðarlist sé
krydd kemur það stundum fyrir að
þrátt fyrir að menn hafi eytt miklum
tíma í undirbúning og farið alveg
eftir uppskrift verður kryddbragðið
ekkert sérstakt og alls ekki eins og
menn kannast við frá indverskum
veitingastöðum.
Suðutími krydds
mikilvægastur
„Það er alls ekki sama hver suðu-
tími krydds er. Hann þarf að vera
réttur til að kryddið opnist og bragð-
ið verði eins og það á að vera og einn-
ig lyktin. Það þarf vissa tækni við
aö meta hvenær kryddin em mátu-
lega soðin. Ef suðutíminn er ekki
réttur er hætt við aö fólk fái upp-
þembu," segir Ram.
Hann kennir fólki ýmislegt um ind-
verska matargerðarlist um leið og
hann eldar fyrir það í heimahúsum.
Hann kemur með allt hráefni ferskt
og lagar allan matinn á staönum.
„Menn sjá því hvemig matseldin fer
fram frá upphafi til enda. Þar meö
fær fólk matreiðslukennslu í leið-
inni. Sumir taka mig upp á mynd-
band á meðan ég er að stússa í eld-
húsinu."
Ram segir áhuga á sósum einkenn-
andi fyrir islendinga. „Ég hef lært
þetta smátt og smátt. Ég bar fram
ýmsa rétti án sósu eins og þeir áttu
að vera en þá var ég oft spurður
hvort ekki væri einhver sósa með.
Ég er því farinn að bera fram sósur
þó svo að ekki sé gert ráð fyrir þeim
í ýmsum uppskriftum.“
Stríttvegna
hrútspunga
Hann kveðst viröa matarmenningu
allra þjóða og er alltaf reiðubúinn að
smakka á öllum mat. Þorramatur
bragðast ágætlega, að minnsta kosti
sumar tegundir hans, að mati Rams.
Hann bætir því við að sér hafi verið
strítt svolítið í sambandi við þorra-
mat skömmu áður en hann flutti til
íslands.
„Rétt áður en ég flutti var þáttur í
breska sjónvarpinu um þorramat. í
þættinum var sagt frá því að eitt af
því besta væru hrútspungar sem á
ensku eru nefndir rams testicles.
Mér var auðvitað strítt því eftirnafn
mitt er Ram en enska orðið ram þýð-
ir hrútur."
Ástin dró Amarjit Ram til íslands:
Kynnir íslendingum
indverska matargerðarlist
Ram með dótturinni Enya Solveigu sem er 16 mánaöa. Fyrra nafnið er
nafn írskrar söngkonu. Er Ram ók Hafdísi konu sinni á fæðingardeildina
spiluðu þau lag með söngkonunni I bll sfnum og I kjölfarið þótti tilvalið að
nýfædd dóttirin hlyti nafn hennar. DV-myndir ÞÖK
Amaijit Ram ólst upp á indverskum
veitingastað í London. Það kemur því
ekki á óvart að hann skuli hafa ofan
fyrir sér hér á landi með því að kynna
íslendingum indverska matargerð.
Það sem dró Ram til íslands var
ástin. Hann kynntist íslenskri konu,
Hafdísi Árnadóttur, í London. „Það
er merkilegt hvernig örlögin geta
breytt lífi manns. Ef ég hefði ekki
hitt Hafdísi hefði ég að öllum líkind-
um aldrei komið til íslands," segir
Ram og bætir því að það hafi reyndar
verið á skyndibitastað sem selur fisk
og franskar kartöflur sem þau
kynntust en ekki á indverskum veit-
ingastað. Hafdís starfaði þá sem au
pair í London og eftir að hún hélt til
Islands kom Ram hingað til að heim-
sækja hana. Það var árið 1986 og þau
settust hér að. Tveimur árum seinna
fluttu þau til London en komu aftur
fyrir rúmu ári.
Ram kveðst hafa orðið undrandi á
hversu allt var menningarlegt þegar
hann kom hingað fyrst en tekur það
fram að hann hafi í raun ekki vitað
mikið um landið annað en að hér
væru eldfjöll.
Fæddist í Naíróbí
Sjálfur fæddist hann í Naíróbí í
Kenía árið 1960. Þangað höfðu for-
eldrar hans flust tveimur áriun áður
frá Indlandi. Og þegar hann var
tveggja ára fluttust foreldrar hans til
London og settu á laggimar lítinn
veitingastað þar sem Ram og systkini
hans tóku þátt í starfseminni. Ram
er næstelstur af níu systkinum. „Viö
vorum starfsliðið á veitingastaðnum.
Við vorum í uppþvottinum og seinna
lærði ég að elda mat.“
Fleiri indversk
veitingahús í London
en í Bombay
Ram segir að sér hafi bmgðið þegar
hann kom hingað fyrst 1986 og fann
bara einn indverskan veitingastað.
„Ég skildi þetta eiginlega ekki. í Lon-
don eru indverskir veitingastaðir
fleiri en í Bombay. Reyndar eróskilj-
anlegt hvemig þeir þrífast allir þvi
að á mörgum götum eru þeir hlið við
hlið. En hver og einn hefur sín sér-
einkenni því matargerðin fer eftir því
frá hvaða landshluta í Indlandi eig-
endurnir eru ættaðir. í norðurhluta
Indlands er maturinn til dæmis ekki
hafður jafn sterkur og í suðurhlutan-
um. Fyrir noröan borða menn líka
meira brauð en fyrir sunnan þar sem
hrísgrjónin em rikjandi," greinir
Ram frá.
Fer í heimahús og
eldar indverskan mat
Hann starfaði um tíma á indverska
veitingastaðnum Taj Mahal á Hverf-
isgötu en ákvað að fitja upp á þeirri
nýjung að bjóða íslendingum að
koma heim til þeirra og elda þar.
„Þetta hefur notið mikilla vinsælda
og vakið mikla athygli gesta. Ég man
eftir einu tilviki þegar eiginmenn
nokkurra kvenna sem vom saman í
saumaklúbb ákváðu að koma konum
sínum á óvart. Ég var boðaður á
heimili eins eiginmannsins ásamt
aðstoðarfólki mínu. Aðstoðarkonur
mínar klæddust indverskum fatnaði,
sari og við höfðum með okkur ind-
verska tónlist. Eiginkonurnar höfðu
farið á krá og þegar þær komu heim
hljómaði indversk tónlist og á móti
þeim tók kona í sari og úr eldhúsinu
kom ilmur af indverskum mat. Kon-
umar urðu alveg dolfallnar. íslend-
ingum þykir gaman af öllu sem er
öðruvísi. Fólk tekur myndir af mér
og klappar fyrir mér svo að það ligg-
ur við að ég fari hjá mér. Mörgum
þykir þetta góð tilbreyting að láta
elda fyrir sig heima og þykir það jafn-
vel skemmtilegra en að fara á veit-
ingahús."
Að sögn Rams veit hann ekki til
að það tíðkist í London að farið sé í
heimahús og eldað fyrir lítil sam-