Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995
Sérstæð sakamál
i>v
Jean Middleton var sannfærö um
að hún hefði hamingjuna höndum
tekið þegar hún kynntist Raymond
Fidler. Hún var sautján ára en
hann flmm árum eldri. Þótt Jean
væri enn táningur fannst henni það
engu skipta og reyndar ekki Ray-
mond heldur. Þau voru þeirrar
skoðunar að ást þeirra væri svo
mikil að ekkert gæti staði í vegi
fyrir því að þau nytu lífsins saman
um ókomna tíð. Þau hikuðu því
ekki við að ganga í hjónaband.
í upphafi gekk líka allt vel. Þau
keyptu sér lítið hús en stóðu sig
vel fjárhagslega og gátu borgað af
því eins og til var ætlast. Húsið stóð
við Dryden Road í Parson Cross
sem er snorturt einbýlishúsahverfi
í útjaðri ShefField á Englandi.
Jean var ánægð með að húsið var
skammt frá æskuheimili hennar
svo hún gat leitað til móður sinnar
þyrfti hún á ráðleggingum eða að-
stoð að halda. Það kom sér hka vel
þegar hún varð ólétt. Frú Middle-
ton kom þá með mörg góð ráð því
hún hafði sjálf eignast fjögur böm.
Glötuð ár
Á næstu sjö árum eignaðist Jean
þrjú börn til viðbótar og var því
orðin jafnbammörg og móðir
hennar, aðeins tæplega tuttugu og
fjögurra ára.
Fram að fæðingu fjórða bamsins
hafði allt gengið vel í hjónabandinu
og Jean verið ánægð. En nú varð
skyndilega breyting á. Það veitti
henni ekki lengur ánægju að hugsa
um mann sinn, börnin og heimilið.
Var sem henni hefði skyndilega
orðið ljóst að hún hefði misst af
dýrmætum árum, árum þegar jafn-
aldrar hennar höfðu notið lífsins á
margvíslegan hátt. Þegar Jean
hafði íhugað stöðu sína um hríð
fannst henni hún verða aö bæta sér
upp þennan missi, afleiðingu þess
að ganga of snemma í hjónaband.
Þegar hún ræddi vanda sinn við
móður sína lagöi hún til að þau
Jean og Raymond færu oftar út en
þau heföu gert. Yngri bróðir Jean,
Colin sem var fjórtán ára, gæti
gætt barnanna á meðan.
C'
Gegn gjaldi
Um þetta leyti var Colin kominn
í slæman félagsskap. Hann um-
gekkst heldur illa þokkaða pilta.
Móður hans fannst hún geta slegið
tvær flugur í einu höggi með því
að fá hann til að gæta barna þeirra
Jean og Raymonds. Ungu hjónin
kæmust út að skemmta sér og Col-
in héldi sig ekki eins oft með félög-
um sinum og áður.
En Colin var ekki ánægður með
hugmyndina. Honum fannst það
niðurlæging að eiga að verða hjá-
seta. Slíkt gerðu strákar ekki vildu
þeir njóta virðingar jafnaldra
sinna. En þegar honum var sagt
að hann fengi borgað fyrir þótti
honum sem hann hefði löglega af-
sökun fyrir því að sitja heima hjá
systur sinni og mági á laugardags-
kvöldum og stundum oftar.
Peningarnir gerðu honum líka
kleift að sýna Alison Cutts, sextán
ára stúlku sem honum leist vel á,
að hann hefði efni á ýmsu sem fé-
lagar hans gátu ekki veitt sér. Colin
tókst að fá Alison til að gæta barn-
anna með sér af og til þótt hún segði
að það væri mesta leiðindaverk.
Louise litla
verður óvær
Jean og Raymond voru mjög
ánægð með að fá Colin fyrir hjá-
setu. Þau nýttu sér það nánast út
í ystu æsar og í hálft annað ár fóru
þau út að skemmta sér á næstum
Colin.
AJison.
Louise litla.
Jean og Raymond.
hverju laugardagskvöldi. Var þá
ýmist farið á dansleik eða setið með
vinum á krám.
Á þessum tima var Colin farið að
þykja nóg um hve bundinn hann
var öll laugardagskvöld, jafnvel
þótt hann hefði dálítið fé til að slá
um sig með á virkum dögum. Og
haustkvöld eitt fór allt úr böndun-
um.
Jean og Raymond höfðu farið út
að skemmta sér. Colin og Alison
sátu i stofunni á neöri hæð hússins
og horföu á sjónvarp. Þrjú eldri
bömin voru enn úti að leika sér,
en það yngsta, Louise, lá í rúmi
sínu á efri hæðinni. Allt í einu fór
hún að gráta. Colin fór hálfargur
upp til hennar og reyndi að koma
henni í ró. En hann gat ekki fengið
hana til að hætta að gráta. Skipti
engu þótt hann hitaði mjólk í pela
og færði henni og gengi meö hana
um gólf.
Hræðileg sjón
Eftir nokkum tíma lagði Colin
Louise aftur í rúmið og fór niður
aö horfa á sjónvarpið. Hún hélt
hins vegar áfram að gráta. Loks
missti Colin þolinmæðina. Hann
fór upp á efri hæðina og byijaði að
lúskra á Louise litlu.
Nokkru síðar kom Alison upp til
þeirra. Um hríð horfði hún á þegar
Colin sló barnið. Þá fór hún líka
að berja það. Þau héldu svo áfram
að misþyrma Louise þar til hún
þagnaði.
Það var móðir Jean og Colins sem
komst að því hvernig Lomse var á
sig komin. Af tilviljun gekk hún
hjá húsinu og undraðist að þrjú
eldri börnin skyldu enn vera úti
að leika sér. Hún fór inn fyrir til
að spyija Colin hveiju það sætti en
sá þá að bæði hann og Alison vom
farin. Hún gekk upp á loftið og þá
mætti henni hræðileg sjón. Blóð
var á öllum veggjum herbergisins
en á gólfinu lá Louise litla og virt-
ist lífvana.
Þriggja daga óvissa
Frú Middleton hringdi þegar í
stað á sjúkrabíl. Þegar farið hafði
verið með Louise á spítalann og
börnin voru komin í rúmið fór frú
Middleton að þrífa barnaherbergiö
eftir það sem hún í einfeldni sinni
áleit hafa verið slys.
Þegar Jean og Raymond komu
heim sagði hún þeim að Louise
hefði slasast og lægi á spítala. Þau
flýttu sér þangað en brá að sjálf-
sögðu mjög mikið þegar þau fengu
að vita hver illa leikið barnið var.
í þrjá sólarhringa sátu þau hjón
til skiptis á spítalanum meðan
læknarrdr reyndu að bjarga lífi
Louise. Á þeim tíma voru þau Colin
og Alison tekin til yfirheyrslu af
lögreglunni svo fá mætti úr því
skorið hvað gerst hefði. Var frá-
sögn þeirra á þann veg að jafnvel
reyndustu lögreglumönnum var
nóg boðiö.
An þess að sýna nokkra samúð
sögðu ungmennin frá því hvemig
þau léku Louise litlu og var ekki
að sjá aö það sem þau höfðu gert
kæmi neitt við þau. Þau lýstu því
hvemig þau höfðu slegið barnið og
síðan „farið í fótbolta" með þaö.
Þá kom fram að Colin kastaði því
upp í loftið og lét það detta á gólflð.
Ákæran
Eftir yfirheyrsluna voru þau Col-
in og Alison handtekin og sett í
varðhald. Skýrsla um málið, ásamt
frásögnum þeirra, var send sak-
sóknaraembættinu og beið það
ekki boðanna með að gefa út ákæru
í málinu. Henni varð svo að breyta
því eftir þrjá daga lést Louise.
Læknarnir höfðu orðið að láta í
minni pokann í baráttu sinni fyrir
að halda lífmu i henni.
Þann tíma sem beðið var eftir
réttarhöldunum leið Jean afar illa.
Móðir hennar, frú Middleton sem
komið hafði að Louise lífvana, neit-
aði að trúa því að um morð væri
að ræða. Hélt hún fast við þá skoð-
un sína að slys hefði orðið. Reynd-
ist hún óhagganleg í afstöðu sinni
þrátt fyrir þau gögn sem fyrir lágu
í málinu og lagðist það mjög þungt
á Jean. Þá fannst henni það líka
lítt bærilegt að vita að bróðir henn-
ar skyldi hafa orðið dóttur hennar
að bana á umræddan hátt.
Engu skipti hve oft Jean reyndi
að sýna móður sinni fram á að lög-
regla, saksóknaraembætti og hún
sjálf hefðu rétt fyrir sér. Frú Midd-
leton var óhagganleg í þeirri skoð-
un sinni að um slys hefði verið að
ræða.
Dómurinn
Málið var tekið fyrir í sakadómi
í Sheffield um hálfu ári eftir at-
burðinn. Lýstu þá Colin og Alison
því enn á ný hvernig þau hefðu
farið með Louise litlu en sem fyrr
neitaði frú Middleton að trúa því
að um morð hefði verið að ræða.
Var hún óhagganleg í þeirri skoðun
sinni að sonur hennar væri sak-
laus.
Dómarinn leit hins vegar sömu
augum á máhð og saksóknari og
lögreglan. Hann sendi Colin og Ali-
son í unglingafangelsi. Colin hlýddi
á dóminn „með ískaldri ró“ eins
og fram kom í frásögn úr réttinum.
Alisn fór þá hins vegar að hágráta.
Og þaö gerði frú Middleton einnig,
og lýsti hástöfum yfir reiði sinni
yfir því „óréttlæti" sem hún taldi
dóminn vera.
Þegar rétti haföi verið slitið gekk
Raymond til tengdamóður sinnar
þegar hún gekk út úr dómhúsinu.
Hann hafði ekki atyrt hana til þessa
en nú gat hann ekki lengur orða
bundist og hellti yfir hana úr skál-
um reiði sinnar fyrir að taka af-
stöðu með Colin.
Síðan sneri Jean sér að móður
sinni og sagði: „Ég fyrirgef þér
aldrei að þú skulir hafa tekið af-
stöðu með Colin og ekki staðið með
mér þegar ég hafði mesta þörf fyrir
það.“ Síðan lýsti hún yfir því að
hún myndi ekki ræða við móður
sína framar.
Brottflutningurinn
Nokkru síðar seldu þau Jean og
Raymond hús sitt og fluttu til Winn
Gardens í Middlewood en það er
hverfi í hinum enda borgarinnar.
Sögðust þau ekki vilja búa í ná-
grenni við frú Middleton.
Sjö árum síðar var Colin látinn
laus. Félagar hans tóku honum
opnum örmum og létu sem hann
væri hetja enda hafði hann „setið
inni“. En það kom fljótlega í ljós
að honum gekk erfiðlega að fóta sig
í þjóðfélaginu. Brátt fór atvinnu-
leysi að verða honum vandamál og
tók hann þá upp iðju sumra þeirra
sem hann umgekkst. Leið 'ekki á
löngu þar til hann fór aftur í fang-
elsi.