Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 46
58
LAUGARDAGUR 4. FKBRÚAR 1995
Afmæli
Hrólfur Jónsson
Hrólfur Jónsson, slökkviliðsstjóri í
Reykjavík, Grjótaseli 13, Reykjavík,
varð fertugur þann 24.1. sl.
Starfsferill
Hrólfur fæddist í Reykjavík. Hann
lauk námi í húsasmíði 1973, námi í
byggingatæknifræði frá TÍ1979,
stundaði nám við Stadens Brand-
skole í Kaupmannahöfn 1981, við
Fire Service College í Moreton-in-
Marsh á Englandi 1986 og fram-
haldsnám í brunavarnaverkfræði
við háskólann í Lundi 1989-90.
Hrólfur var stærðfræðikennari
við Tækniskólann 1979-80 tækni-
fræðingur hjá Verkfræðistofu Braga
og Eyvindar 1980, tæknifræðingur
Slökkviliðsins í Reykjavík 1980,
varaslökkviliðsstjóri 1982 og er
slökkviliðsstjóri í Reykjavik frá
1991.
Hrólfur var landsliðsþjálfari í bad-
minton 1980-86, sat í stjórn Tækni-
fræðingafélags íslands 1983-87, í
stjóm knattspyrnufélagsins Vals
1983-89 og situr í badmintonráði
Reykjavíkur frá 1984. Hann hlaut
heiðurslaun Brunabótafélags ís-
lands 1986.
Fjölskylda
Hrólfur kvæntist 28.9.1974 Ingi-
björgu Steinunni Sverrisdóttur, f.
13.2.1955, bókasafnsfræðingi. For-
eldrar hennar eru Sverrir Bjarna-
son, verktaki í Reykjavík, og k. h.,
Steinunn Ámadóttir skólaritari.
Böm Hrólfs og Ingibjargar eru
Sigrún Inga, f. 2.5.1973, nemi við
Myndlista- og handíðaskólann en
sambýlismaður hennar er Þorgeir
Guömundsson kvikmyndagerðar-
maður; Steinunn Björg, f. 8.1.1986;
Ragnar Jón, f. 14.7.1988.
Bróðir Hrólfs er Þorkell, f. 8.7.
1947, byggingatæknifræðingur í
Reykjavík, kvæntur Kristínu Guð-
mundsdóttur bókaverði.
Foreldrar Hrólfs eru Jón Magnús-
son, f. 16.11.1912, húsgagnasmiður
í Reykjavík, og k.h., Sigrún Sigur-
jónsdóttir, f. 10.10.1916, húsmóðir.
Ætt
Jón er sonur Magnúsar, smiðs á
Hólmavík, Halldórssonar, b. á Hrófá
í Steingrímsfirði, Jónssonar, b. á
Hafnarhólmi, Eyjólfssonar, b. í Mið-
dalsgröf, Guðmundssonar, bróður
Bjargar, langömmu Óskars, afa
Óskars Magnússonar, forstjóra
Hagkaups. Móðir Magnúsar smiðs
var Ingibjörg, systir Sigríðar,
langömmu Guðlaugs Tryggva
Karlssonar hagfræðings. Ingibjörg
var dóttir Magnúsar, b. á Hrófá, Sig-
urðssonar, bróður Ingibjargar,
langömmu Gunnlaugs, afa Gunn-
laugs M. Sigmundssonar hjá Þróun-
arfélaginu.
Móðir Jóns Magnússonar var
Ingibjörg, dóttir Finns, b. í Fagra-
dal, Jónssonar, af Ennisætt, og Sól-
veigar Jónsdóttur, b. á Víðidalsá,
bróður Sigurðar, langafa Geirs Hall-
grímssonar. Jón var sonur Jóns, b.
í Hvítadal, Sigurðssonar og k.h.,
Guðrúnar Aradóttur, systur Sigríð-
ar, ömmu Matthíasar Jochumsson-
ar.
Sigrún er dóttir Sigurjóns, kaupfé-
lagsstjóri á Hólmavík, bróður Stef-
áns frá Hvítadal. Systir Sigurjóns
var Guðbjörg, amma Nínu Bjarkar
Árnadóttur skáldkonu. Bróðir Sig-
urjóns, sammæðra, var Tryggvi
Magnússon listmálari. Sigurjón var
sonur Sigurðar, kirkjusmiðs á
Hólmavík, bróður Gísla, afa Jakobs
Thorarensen skálds. Sigurður var
sonur Sigurðar, b. á Felli í Kolla-
firði, Sigurðssonar, bróður Magnús-
ar á Hrófá. Móðir Sigurðar kirkju-
smiðs var Guðbjörg Magnúsdóttir,
systir Magnúsar, langafa Maríu,
ömmu Friðriks Sophussonar. Móðir
Sigurjóns var Guðrún, systir Sigríð-
ar, langömmu Símonar Jóhanns
Ágústssonar prófessors og Sveins-
Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður hélt upp á 70 ára afmæli sitt í
Oddfellowhúsinu síðastliðinn þriðjudag. Valgarð hefur rekiö eigin lög-
fræðistofu frá 1961 og tekið virkan þátt í félagsmálum. Hann var vara-
borgarfulltrúi í Reykjavik 1974 til 1986 en sennilega muna flestir eftir
honum sem framkvæmdastjóra umferðarnefndar þegar skipt var yfir í
hægri umferð 1968. Með honum á myndinni er eiginkona hans Benta
Margrét Jónsdóttir Briem. DV-myndir S
Björgvin Schram, KR-ingur og fyrrverandi stórkaupmaður, var meðal
fjölmargra gesta sem tóku þátt í afmælisfagnaðinum. Með honum á
myndinni er Auður Stefánsdóttir.
Heiðursmennirnir Karl Theodór Sæmundsson og Guðmundur Jónsson
voru einnig meðal gesta Valgarðs.
Hrólfur Jónsson.
ínu, móður Skúla Alexanderssonar
alþm. Sigríður var einnig langamma
Bjarna, langafa Bjarna P. hrepp-
stjóra og Sigríðar EOu óperusöng-
konu Magnúsbarna og Gunnars
Þórðarsonar hljómlistarmanns.
Móðir Sigrúnar var Sigurbjörg
Benediktsdóttir, b. á Bassastöðum,
Jónatanssonar, og Magndísar Jóns- I
dóttur, b. á Fitjum í Vatnsdal, Hann-
essonar. Móðir Magndísar var
Kristín Jónsdóttir, b. á Ósi, bróður i
Jóns, langafa Þorvalds, afa Kristín-
ar Ólafsdóttur, fyrrv. borgarfull-
trúa. ^
Svidsljós
Helgi Sigurbjartsson
Helgi Sigurbjartsson húsasmíða-
meistari, Frostafold 56, Reykjavík,
verður fertugur á morgun.
Starfsferill
Helgi er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk prófi frá
Iðnskólanum í Reykjavík 1978 og
sveinsprófi hjá Húna sf. í Reykjavík
sama ár. Helgi fékk meistararéttindi
1983.
Helgi hefur starfað sjálfstætt frá
1985.
Helgi gekk til liðs við Junior
Chamber-hreyfinguna 1983 og hefur
gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum.
Hann er landsstjómarmaður þar
þettaárið.
Fjölskylda
Helgi kvæntist 3.12.1977 Kristínu
K. Bjarnadóttur, f. 22.5.1955, sölu-
manni. Foreldrar hennar: Bjarni
Guðbrandsson pípulagningarmað-
ur og Guðrún Ingvarsdóttir sauma-
hönnuður. Þau em búsett í Reykja-
vík.
Börn Helga og Kristínar: Berglind
Helgadóttir, f. 9.7.1975, Sigurbjartur
Ingvar Helgason, f. 25.5.1979, og
Guðlaug Helga Helgadóttir, f. 22.12.
1984.
Systkini Helga: Sigríður Sigur-
bjartsdóttir, f. 16.5.1958, sambýlis-
maður hennar er Þráinn Hafsteins-
son, starfsmaður í ísal, þau eru bú-
sett í Reykjavík og eiga eitt barn,
Sigríður á eitt bam af fyrra hjóna-
bandi; Jón Ásgeir Sigurbjartsson, f.
29.9.1961, sendibifreiðastjóri, sam-
býliskona hans er Guðrún Jóhann-
esdóttir, þau eru búsett í Reykjavík,
Guðrún á tvö börn; Arnar Sigur-
bjartsson, f. 16.8.1965, húsamálari,
kvæntur Maríu Dís Ciliu, þau eru
búsett í Svíþjóð og eiga eitt barn.
Foreldrar Helga: Sigurbjartur H.
Helgason, f. 17.9.1935, vélvirki og
starfsmaöur hjá Olís, og Guðrún Á.
Jónsdóttir, f. 12.8.1936, gjaldkeri hjá
Helgi Sigurbjartsson.
Vélum og verkfærum. Þau em bú-
settíReykjavík.
Helgieraðheiman.
50ára
Sigrútt Guðbj ör nsdóttir,
Hrafnistu við Kleppsveg, Reykj a-
vlk.
Jón Brynjólfsson,
Blönduhlíð 16, Reykjavík.
70 ára
Sigríður Guðmundsdóttir,
Kirkjubraut 16, Akranesi. Hún
dvelur nú á heimíli sonar síns og
tengdadóttur að Staöarbakka 4 í
Reykjavlk.
Rósa Þorleifsdóttir,
Ásbúð 87, Garðabæ,
80ára
Sigurður Gunnsteinsson,
Hlíöarvegi 18, Kópavogi.
Karl Halldórsson,
fyrrv. b. í Ey í Landeyjum,
Njálsgerði 10, Hvolsvelli.
Eiginkona hans er Guðflnna Helga-
dóttlrhúsfreyja.
Þau taka á móti gestum á Hótel
Hvolsvelli millí kl. 16 og 19 í dag.
Óskar Kjartansson,
Karlagötu 18, Reykjavík.
Vigdís Pálsdóttir frá Borgarnesi,
Avenue de Broqueville 8,1150
Brussel.
Jakob Valdimar Kárason,
Litluhliö 6f, Akureyri.
Þorbjörg Ásgrímsdóttir,
Heíðargerði 57, Reykjavík.
Sigurður Ingóifsson,
Háaleitisbraut 26, Reykjavík.
Gunnhildur Gunnarsdóttir,
Helgamagrastræti 34, Akureyri.
40 ára
Sveinbjörg Jóhannsdóttir,
Hrafnistu viö Kleppsveg,
Reykjavík.
Einar Jóhannsson,
Eyjaholti lOa, Garði.
Þorbjörg Sigfmnsdóttir,
Rauðumýri 13, Akureyri.
60 ára
Kristinn Guðjónsson,
Hlíðartúni 9, Hornafjarðarbæ.
Fríða Hjálmarsdóttir,
Karfavogi 28, ReyKjavík.
Þórólfur Friðgeirsson,
Holtagerði 16, Kópavogi.
Karl J. Kristjánsson,
Ásvegi 22, Akureyri.
Guðbjörg Hringsdóttir,
Sæbóli 18, Grundarörði,
Jón Oddur Jónsson,
Brekku 6, Djúpavogshreppi.
Jóna Ólafsdóttir,
Digranesvegi 60, Kópavogi.
ÁgústaGuðríður
Hermannsdóttir,
Vesturbraut 16, Grindavík.
Sigurður Einarsson,
Hæðagarði 19, Homafjarðarhreppi.
MargrétSigrún Jónsdóttir,
Vörðustíg 3, Haínarfirði.
Hólmfríður Magnúsdóttir,
Hólabraut 4b, Hafnarfirði.