Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Skák Friðrik ruddi brautina Friörik Ólafsson varó sextugur 26. janúar sl. Fyrirhugað er aö haldið verði afmæiismót í Reykjavík í haust, honum til heiðurs. Skýringin á almennum skáká- huga á íslandi umfram mörg önnur lönd er varla einhlít en þrennt vilja spekingar nefna ööru fremur: í fyrsta lagi heföi þjóðin frá því land byggðist ornað sér við tafl og spil á köldum, dimmum vetrarkvöld- um; í annan stað hefði heimsmeist- araeinvígi Fischers og Spasskís í Laugardalshöllinni 1972 kveikt skákelda, sem enn loga; og í þriðja lagi - Friðrik Ólafsson. Þessar línur eru ritaðar í tilefni þess að Friðrik varð sextugur 26. janúar sl. Líklega hefur framganga hans á sjötta og sjöunda áratugn- um öðru fremur orðið kveikjan að svo aimennum skákáhuga hérlend- is sem raun ber vitni. Einhvem tímann sagði efasemd- armaður að álíka skemmtiiegt væri að horfa á skák teflda, eins og gras grænka eða málningu þoma. Hvað sem því líður er víst að þegar Frið- rik var upp á sitt besta var aldrei nein lognmolla á skákborðinu. Trúlega hefur skákklukkan átt drjúgan þátt í því. Friðrik var fræg- ur fyrir að lenda í tímahraki en var þá háU sem áll, jafnvel þótt tíminn væri aö renna út. Margar skákir hans era frægar hvað þetta varðar, eins og t.d. þegar hann sneri á Ghg- oric í Portoroz ’58. Á skákmótum var ekki óalgengt aö þegar aðrar skákir væra að nálgast endatafl, væru Friðrik og mótherji hans enn að klóra sig fram úr byijuninni. Þannig magn- aðist spenna í salnum kringum skák Friðriks og ekki spillti leiftr- andi sóknarstílhnn. Friðrik vakti fyrst verulega at- hygh á alþjóðlegum vetvangi er hann sigraði ásamt Kortsnoj á Hastingsmótinu fræga um áramót- in 1955/56. Landsmenn sátu síðan sem Umdir viö viðtækin er hann tefldi á miUisvæðamótinu í Port- oroz ’58 og vann sér rétt til þess að tefla í áskorendakeppninni árið eft- ir. Þar var Friðrik kominn í hóp átta snjöUustu stórmeistara heims, sem tefldu um réttinn til þess að skora á heimsmeistarann Botvinn- ik. Friðrik sinnti skákinni í hjáverk- um næstu árin, samhUða öðrum störfum en safnaði þó mörgum glæstum sigram. Hann varð at- vinnuskákmaður frá 1974 og kjör- inn forseti FIDE, Alþjóðaskáksam- bandsins 1978-1982. Síðustu ár hefur Friðrik verið skrifstofustjóri Alþingis og lands- menn hafa ekki átt þess kost að sjá hann við skákborðið. í haust kann að verða breyting á því að fyrirhug- að er sérstakt afmæUsmót Friðriks þar sem þekktum kempum verður boðið til leiks. VassUy Smyslov, fyrrverandi heimsmeistari, Svetoz- ar GUgoric, Robert Byrne og Jan Timman hafa þegar þekkst boðið og vonir standa til að Bent Larsen muni einnig verða meðal kepp- enda. Þegar Friðrik óx úr grasi voru skákbækur ekki á hveiju strái eins og nú er og þaðan af síður diskUng- ar. Því varð fyrst og fremst að treysta á hyggjuvitið. Friðrik sýndi skákUstinni þó meiri ræktarsemi en þá tíðkaðist og tókst að þroska ótvíræða hæfileikana. Hann varð útnefndur stórmeistari 1958, fyrst- ur íslendinga. Hann var ungum skákmönnum góð fyrirmynd og raddi brautina fyrir atvinnu- mennsku í skák á íslandi - nú eru stórmeistaramir orðnir átta. Rétt er að Uta á eina af skákum Friðriks en vandi er að velja. Mig langar að rifja upp fertuga skák Friðriks úr einvíginu við Hermann Pilnik 1955 sem einnig er að finna í bók Friðriks, Við skákborðið í aldarfjórðung, sem tímaritið Skák gafút 1976. Það er lærdómsríkt að sjá hvem- ig Friðrik byggir stöðu sína mark- visst upp og tekst að nýta sér þunglamalega taflmennsku hvíts. Þegar undirbúningi er lokið hristir hann fram úr erminni leikfléttu sem fór sigurför um heiminn - handbragði Friðriks var líkt viö sjálfan Aljekín. Ekki skal lagður dómur á það nú hvort fléttan stenst ströngustu kröfur. Þeir sem eiga öflug tölvuforrit geta kannað hvort tölvan finnur vörn í stöðunni eftir 30. leik Friðriks. Umsjón Jón L. Árnason Hvítt: Hermann Pilnik Svart: Friðrik Ólafsson Petroffs-vörn.. 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Be7 7. 0-0 0-0 8. Hel Rd6 9. Rc3 c6 10. Bf4 Bg4 11. h3 Bh5 12. Bh2 f5 13. Re2 g5! En ekki 13. - Bxf3 14. gxf3 g5 15. f4! og hvítur hrifsar tíl sín fram- kvæðið. 14. Rg3 Bg6 15. Re5 Rd7 16. Rxg6 hxg617. De2 Hf718. Rfl Re419. f3?! Einmitt það sem svartur vfldi - hvítur veikir stöðuna. 19. - Rd6 20. c3 Rf8 21. Dc2 Re8 22. He2 Bd6 23. g3? Stingur í augu, svo ekki sé meira sagt. Auðvitað eru mannakaup betri kostur en að múra biskupinn inni. 23. - Rg7 24. Hael Df6 25. Kg2 Rge6 26. Bgl Hd8 27. Hdl Hh7 28. c4 g4! 29. fxg4 Bxg3!? Eins og Friðrik bendir réttUega á í bók sinni hefði 29. - f4! verið enn sterkara. Þessi og næsti leikur era hins vegar svo sannarlega freist- andi. 30. Rxg3 Ef 30. Kxg3 Dh4+ og hvíti kóng- urinn sleppur ekki lifandi. 8 7 1 6 1 A £ Jl átti I 5 á A 4 A A A A 3 Jl m 2 £ S | 1 1 & A ABCDE FGH 30. - Hxh3! 31. gxf5? Ekki 31. Kxh3 Rf4+ 32. Kh2 Dh4 mát en PUnik finnur ekki bestu vörnina, éins og Guðmundur Pálmason benti á í samtímaskýr- ingum við skákina. Ef þá 31. - gxh5 er óhætt að þiggja hrókinn, eða 31. - Dh4 32. Bxf5! sem virðist bægja hættunni frá. 31. - Rf4+ 32. Kf3 Dh4 33. Bf2 Rh7! Nú er sóknin óviðráðanleg. 34. Hgl Rg5+ 35. Ke3 He8+ 36. Kd2 RÍ3+ 37. Kc3 Rxe2+ 38. Rxe2 Dxf2 39. Hxg6+ Kh8 40. Dcl He3 41. Rf4 Hel - Og hvítur gafst upp. Hraðskákmót Hraðskákmót Reykjavíkur verð- ur haldið á morgun, sunnudag, kl. 14 í skákheinúlinu Faxafeni 12. Tefldar verða eUefu umferðir eftir Monrad-kerfi, og teflir hver kepp- andi tvær fimm mínútna hraðskák- ir við hvem andstæðinga sinna. Öllum er heimU þátttaka. Bridge Tuttugu og fjögur erlend pör meðal keppenda Bridgehátíð 1995: Zia reiðir til höggs en Hjördis Eyþórsdóttir horfir áhyggjufull á. Bridgehátíð 1995 verður spUuð á Hótel Loftleiðum helgina 10.-13. febrúar og vegna mikUlar aðsóknar erlendra spUara verður tvímenn- ingskeppninni breytt í 72 pör. Sveitakeppnin heflr einnig slegið öll met og er jafnvel búist við yfir hundrað sveitum. Að venju koma margir af bestu spiluram heimsins tU leiks og er Pakistaninn Zia Mahmood einn af þeim. Hann spUar við besta spilara Bretlands, Tony Forrester. Frá Bandaríkjunum koma Fred Stew- art og Steve Weinstein, Michael Rosenberg og Debbie Zuckerburg og Larry Cohen og David Berkow- itz. Frá Bretlandi kemur unghnga- landshðið sem er skipað Jason Hackett og Justin Hackett, Tom Townsend og Jeffrey Allerton. Enn fremur kemur Andy Robson frá Bretlandi en hann spilar við Ritu Shugart frá Bandaríkjunum. Rita þessi veit ekki aura sinna tal og kemur náttúrlega á einkaþotu sinni. Þá era ótahn 12 pör frá Banda- ríkjunum sem koma á vegum ferðaskrifstofu sem kennd er við Charles H. Goren, einn mesta bridgemeistara allra tima. Lítið er vitað um bridgekunnáttu þeirra og verður það að koma í ljós. Larry Cohen segir frá skemmtílegu spili sem hann lenti í fyrir stuttu í svæðamótí í Flórída. Hann sat með eftirfarandi spil í fjórðu hendi: ♦ DG ¥ - ♦ K952 + D1098653 Eftír tvö pöss opnaði vestur á tveimur hjörtum sterkum. Á hag- Umsjón Stefán Guðjohnsen stæðum hættum stökk Cohen í fimm lauf sem vora dobluð af vestri. Sögnin gekk til makkers Cohens, sem lagðist undir feld. Að áhti Cohens á engin pössuð hönd aö eiga sögn í þessari stöðu en makker kom að lokum með óvænta en ánægjulega sögn - fimm tígla. Vestur doblaði með semingi og það varð lokasögnin. Útspihð var hjartaás og aht spihð var svona: A gefur AV á hættu: * DG ¥ - ♦ K952 + D1098653 ♦ Á53 i—r— 4 ¥ ÁKD965 „ " w ♦ú V ♦ ♦ 972 ¥ G72 ♦ ÁG108763 ♦ - Sagnir höfðu þvi gengiö þannig: Austur Suður Vestur Norður pass pass 2 hjörtu 5 lauf pass pass dobl pass pass 5tíglar dobl Alhrpass Úrspihö var ekki flókið. Sagnhafi trompaði hjarta og lauf á víxl, tók síöan tígulkóng og bhndur átti af- ganginn af slögunum. Sjö tíglar unnir og 750 til n-s. Á hinu borðinu voru spiluð fimm hjörtu, sem unn- ust af því að norður fann ekki lauf- útspihð. Það er athyghsvert að hægt er að vinna alslemmu í báðar áttir ef ekki fmnst rétta útspihð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.