Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Sviðsljós Ríkasta stúlka heims: Ríkasta stúlka heimsins, Athina On- assis Roussel, átti tíu ára afmæli á sunnudaginn var. Hún þykir líkjast mjög móður sinni, Christinu, og afa sínum, Aristoteles Onassis í úthti eins og sjá má á myndunum. Móðir Athinu lést árið 1988 en þá var dóttir- in aðeins þriggja ára. Hún hefur síð- an alist upp hjá föður sínum, Thierry Roussel. Hann er kvæntur hinni sænsku Gaby Landhages og eiga þau þrjú börn saman. Athina litla er eini eftirlifandi af- komandi gríska skipakóngsins On- assis sem lét eftir sig milljarða króna. Bæði börnin hans létust á besta aldri og Athina litla erfir því allar eignirn- ar. Faðir hennar, sem sjálfur efnaðist mjög þegar hann skildi viö Christinu Onassis, gætir fjármuna hennar. Thierry segir að Athina eigi að fá eðhlegra og betra uppeldi en móðir hennar fékk en hún mun hafa verið frekar óvelkomið barn sem var kast- að á milli barnfóstra. Alin upp í systkinahópi Athina fær hlýju frá föður sínum og fósturmóður og hefur alist upp í systkinahópi. Eirikur, bróðir henn- ar, er á sama aldri en systurnar, Saiidrine og Johanna, eru yngri. Systkinin fá allt eins, Athina fær hvorki fleiri eða stærri gjafir þó hún sé milljónamæringur. Henni hefur verið kennt að deila með sér og að sælla sé að gefa en þiggja. Þess vegna hefur henni þótt frábært þegar faðir hennar býður ókunnugum börnum með þeim, börnum sem annars hefðu ekki átt þess kdst að ferðast. Þau hafa haft samband við félagsmála- skrifstofur og bjóða börnum á þeirra vegum með sér. Ekki er langt síðan Lena Björn var valin andlit ársins í Noregi fyrir þremur árum. Hún hefur nú gefist upp á fyrirsætustarfinu þótt hún hafi haft nóg að gera. Athina Onassis hefur alist upp hjá föður sínum, eiginkonu hans, Gaby, og þremur hálfsystkinum. þau buðu 120 bömum frá Englandi og Sviss með sér til Parísar að skoða EuroDisney-garðinn. Þau bjuggu í íbúð sem Ari Onassis og Jackie áttu í París. Yfir eitt hundrað börn komu að heimsækja Roussel fjölskylduna sl. sumar. Þetta voru börn alls staðar að. Krakkarnir fengu að veiða, synda og hjóla og skemmtu sér konunglega. Flest þeirra skrifa síðan bréf til fjöl- skyldunnar og halda þannig sam- bandi. „Fólk er ekki nógu gott hvað við annað,“ segir Roussel. „Ég vil að börnin mín alist upp í aö vera góð við aðra og kunna að gleðjast með öðrum.“ Christina Onassis var aðeins 38 ára gömul þegur hún lést snögglega frá þriggja ára dóttur sinni, Athinu. Fyrirsætustarflð getur haft alvarlegar afleiðingar: 181 sm á hæð og 49 kíló Fyrir nokkrum mánuðum hafnaði Levi’s-stúlkan Renate Karlsen frek- ari tilboðum sem toppfyrirsæta og ákvað að yfirgefa tískuheiminn. Nú hefur önnur fyrirsæta, norska stúlk- an Lena Bjöm, einnig ákveðið að hætta, aðeins þremur árum eftir að hún var kosin andlit ársins í Noregi. Lena hefur verið fyrirsæta í Mílanó og Munchen og gengið mjög vel. Starfið mun þó hafa verið of dýra verði keypt því heilsu hennar fór mjög hrakandi. Lena er 181 sm á hæð en var komin niður í 49 kíló. „Ég var örþreytt og stressuð," segir hún. „Og eiginlega aUt aö mér. Eg fékk t.d. ekki blæðingar í heilt ár.“ Það skiptir miklu máh í þeirri miklu samkeppni sem er í tískuheim- inum að stúlkurnar séu grannvaxn- ar. „Það var stöðugt veriö að segja að ég væri of feit og yrði að grenn- ast. „Eða þeir sögðu; En hvað þú lítur vel út, hefurðu verið í megrun? Það snerist allt um að vera nógu grann- ur,“ segir Lena og bætir því við að það hafi ekki verið kfióin sem skiptu máli heldur máUn. „Maður átti að vera 90-60-90. Fötin eru saumuð fyrir þessa stærð og þá þýðir ekkert að vera öðruvísi." Lena leitaði til læknis vegna eyrna- bólgu en lækninum líkaði ekki ástand hennar. Hann sagði að hún gæti farið svo fila með líkamann vegna næringarskorts að hún gæti aldrei orðið bamashafandi. „Ég er búin að vera í föstu sambandi í nokk- ur ár og langar að eignast barn þegar ég verð eldri. Þaö var því engin spurning í huga mér,“ segir fyrirsæt- an. Lena var ekkert allt of spennt fyrir fyrirsætuheiminum. Hún sagðist hafa deilt lítilli íbúð með fleiri fyrir- sætum og unnið frá morgni til kvölds. „Það vora ágætis peningar í þessu en umboðsskrifstofan hifiðir stærsta partinn," segir hún. Lena er nú komin heim til Bergen og farin að starfa við allt aðra hluti, reynsl- unni ríkari. Hún starfar í þjóðleik- húsinu í Bergen þar sem hún gerir allt mögulegt. „Eg er mjög ánægð með að hafa prófað fyrirsætustörf en ég er enn ánægðari með að vera hætt þeim,“ segir hún. Ólyginn ... að Linda McCartney, eigin- kona Pauls McCartney, væri svo mikill snilhngur í að búa til græn- metisrétti að hún heföi hlotið fyrstu, önnur og þríðju verölaun hjá félagi kjötlausra. ... að Eric Clapton ætlaði að heimsækja Noreg í vor og vera með tónleika bæði 5. og 7. apríl í Ósló Spektrum. Miðar á fyrri tón- leikana seldust upp á örskots- stundu og var því beðið um auka- konsert sem tónlistarsnillingur- inn féllst á. Þess má einnig geta aö Rolling Stones verða með tón- leika i Valie Hovin 8. júní. ... að Andrew Morton, sá er skrifaðí bókina um Diönu prins- essu, hefði þénað svo vel á bók- inni aö hann hefði nú fest kaup á miklu herrasetri sem kostaði litlar 80 milljónir. Andrew mun hafa grætt meira en 500 mifijónir á bókinni. ... aö leikarinn Timothy Dalton vildi einungis eldri konur. Ástæða þess mun vera sú, eftir því sem leikarinn segir sjálfur, aðþær „eigi aö veraþroskaðar." ... að Madonna ætiaði að selja húsiö sitt í Hollywood og því væri þaö nú komið á söluskrá. Verðið er litlar 400 mfiljónir. „Mér liður betur á Miami og í New York,“ mun söngkonan haiá sagt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.