Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglysingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofuc, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91 )563 2727 - aðrar deildir: (91 )563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Mistök eða misskilningur? Góð heilsa er dýrmætasta eign sérhvers manns. Á þessu er sífellt ríkari skilningur meðal almennings sem hefur undanfarið lagt aukna áherslu á heilbrigt líferni, skynsamlega líkamsrækt og heilsusamlegt mataræði. Þjóðfélagið ver líka gífurlegum fjármunum, mannafla og tækjakosti til að takast á við sjúkdóma og slys og hjúkra þeim sem missa heilsuna tímabundið eða varanlega. Hér á landi hefur um langan aldur ríkt nánast blint traust sjúkhnga til lækna. Þeir sem þurfa að leita til heilbrigðiskerfisins vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla hafa yfirleitt treyst því orðalaust að læknar viti hvað þeir eru að gera - hafi alla þá þekkingu og færni sem þarf til að takast á við vandann. Nú virðist þetta vera að breytast. Margir einstaklingar hafa látið í sér heyra í fjölmiðlum að undanfömu og sagt frá hroðalegum afleiðingum þeirr- ar meðferðar sem þeir hafa fengið hjá læknum. í þessum tilvikum blasir við að meðhöndlun sem átti að bæta heilsu og fiðan sjúklingsins hefur þess í stað valdið hon- um heilsutjóni og jafnvel varanlegri örorku. í þessum viðtölum hafa sjúkhngamir ekki aðeins rak- ið þau slæmu áhrif sem meðferðin hefur haft á heilsu þeirra og daglegt líf — stundum án þess að þeim hafi ver- ið gerð grein fyrir áhættu aðgerðanna fyrirfram - heldur er einnig lýst þeim múrum kerfisins sem virðast mæta mörgum sjúkhngnum sem reyna að leita réttar síns. „Ef eitthvað fer úrskeiðis er það nánast óvinnandi vegur fyrir fómarlömbin að standa í að ná fram rétti sínum. Menn rekast ahs staðar á veggi. í rauninni er svo í pottinn búið að oftast gefst fólk hreinlega upp í barátt- unni við að ná rétti sínum,“ sagði Ásdís Frímannsdóttir í viðtali við Morgunblaðið. Margir hafa þannig staðið í stappi árum saman við það eitt að ná skýrslum um sjálfa sig úr höndum lækna, eins og nýleg dæmi sanna. Það vakti almenna athygh að þegar nokkrir einstakl- ingar boðuðu stofnun nýrra samtaka fórnarlamba lækna- mistaka mættu um tvö hundmð manns th fundarins. Það gefur til kynna að vandamáhð sé alvarlegt. Landlæknir virðist þó ekki þeirrar skoðunar ef marka má viðtal við hann í Morgunblaðinu. Þar kemur að vísu fram að í fyrra hafi borist 300 kvörtunar- og kæmmál á hendur læknum - „þar af 150 alvarlegs eðhs“ - og að slík kærumál vom hlutfahslega flest á íslandi af Norður- löndunum. Samt segir landlæknir að umræðan um læknamistök hér á landi sé á nokkrum misskilningi byggð: „Við sjáum ekki betur en að meirihluti félags- manna í nýstofnuðum félagsskap sem nefnist Lífsvog hafi orðið fyrir ófyrirsjáanlegum óhöppum,“ segir hann. í þessu efni ber fómarlömbum og stjómvöldum ekki saman. Auðvitað em engin tök á því hér að deila við sérfræðinga um læknisfræðislegar forsendur þeirra mörg hundmð kærumála sem upp virðast koma á hverju ári. Hitt er rétt að minna á að þegar sjúkhngur leggst undir hnífinn hjá lækni sem hann treystir og iha fer þá em afleiðingar hinar sömu hvort sem sérfræðin greinir atburðarásina sem mistök eða óhapp. Það er svo hreint og beint ómannúðlegt að fómarlömb slíkra mistaka eða óhappa skuh til viðbótar þurfa að taka á sig langvarandi þrautagöngu um furðustigu kerfisins. „Margir hafa misst heilsuna og aleiguna eftir mislukk- aðar aðgerðir. flvar er réttlætið?" segir Ásdís Frímanns- dóttir í áðumefndu blaðaviðtah. Þannig spyija fleiri. Ehas Snæland Jónsson Friðargerð ísraela og Palestínu- manna í ógöngum Hálfu ööru ári eftir aö fulltrúar ísraelsstjómar og Frelsissamtaka Palestínu luku leyniviðræöum í Ósló, meö samkomulagi um friðar- gerö í áfóngum, hefur framkvæmd samkomulagsins lent í ógöngum. Sú er ástæðan til aö Rabín, forsæt- isráðherra ísraels, Arafat, leiðtogi Palestínumanna, Hussein Jórdan- íukonungur og Mubarak Egypta- landsforseti komu í fyrsta skipti saman til fundar í Kaíró. Allir eiga þeir mikiö undir því að tilraunin til friðargerðar renni ekki út í sandinn. Yitzhak Rabín lítur á hana sem kórónu ferils síns í hern- aði og stjórnmálum í þágu ísraels. Kosningar til þings nálgast og Verkamannaflokkur forsætisráð- herrans stendur höllum fæti, eink- um eftir að sjálfsmorðssprengju- menn drápu 18 ísraelsmenn, flesta úr hemum, nærri Tel Aviv fyrir hálfum mánuöi. Jasser Arafat sætir vaxandi gagnrýni í eigin rööum fyrir hve lítið Palestínumönnum hefur enn orðið úr takmarkaðri sjálfsstjóm undir forustu hans á Gasasvæðinu og í Jeríkó. Sprengjuárásin var skipulögð á Gasa og sýnir aö pal- estínsk heittrúarsamtök, sem ónýta vilja friðargerðina, sækja í sig veðrið. Það vekur svo auknar efasemdir ísraelsmanna um gagnið að því að semja við Arafat og menn hans. Hussein Jórdaníukonungur gekk á síðasta ári frá friðarsamningi við ísrael sem hæglega gæti raknað upp verði ekkert úr samkomulags- viöleitni ísraelsstjómar og Palest- ínumanna. Þar að auki hefur hann nýlega komist að samkomulagi við Frelsissamtök Palestínumanna um umsjón Jórdaníu með íslömskum helgistöðum í Austur-Jerúsalem eftir langar ýfingar. Hosni Mubarak er forseti fyrsta nágrannaríkis ísráels sem samdi frið við hið nýja ríki. Hann á í blóð- ugri baráttu við samtök íslamskra heittrúarmanna í Egyptalandi sem vflja steypa sljóm hans, ekki síst fyrir að taka upp eðlflega sambúð viö ísrael. í samkomulaginu, sem tókst í Ósló 1993, er gert ráð fyrir fimm ára umþóttunartímabili þar sem Palestínumenn fái smátt og smátt Erlend tLðmdi Magnús Torfi Ólafsson aukið stjórnarhlutverk á svæöun- um sem ísrael hefur haldið her- numdum síðan 1967. Vandasöm- ustu úrlausnarefnin, svo sem fram- tíð ísraelskra landnemabyggða á hemumdu landi, þjóðréttarstaða, það er að segja sjálfstæöi, svæðis Palestínumanna og nákvæm af- mörkun þess ásamt yfirráöum yfir gamla borgarhluta Jerúsalem skulu bíða lokaáfanga samning- anna. Eins og nú er komiö virðist þessi tímasetning óframkvæmanleg. Annaðhvort missa Rabín og Arafat tök á framvindunni eða þeir verða að gera upp hug sinn um gmnd- valiaratriði miklu fyrr en ráð var fyrir gert. i sjónvarpsræðu til landa sinna eftir síðasta hermdarverk ýjaði Rabín að þessu atriði. Hann sagði þar að ekki dygði lengur annað til að tryggja öryggi ísraelsmanna í daglegu lífi en „alger aðskilnaöur" þeirra frá Palestínumönnum. Slíku hlyti að fylgja stofnmi Palestínu- ríkis. En jafnframt hamraði Rabín á að Jerúsalem skyldi vera óskipt og að markalína milli ísraels og svæðis Palestínumanna gæti ekki orðið vopnahléslínan gamla heldur ör- uggari landamæri. í samræmi við þetta er ákvörðun ísraelsstjórnar að heimila að reistar verði um 2000 íbúöir í nýjum landnemabyggðum, aðallega umhverfis Austur-Jerú- salem. Þessi orð em fest á blað áður en fyrir liggur niðurstaða af fundi leiðtoganna fjögurra. Ljóst er þó aö eins og einatt áöur hefur Huss- ein konungur lykilhlutverki að gegna. Meira en helmingur þegna hans er landflótta Palestínumenn og vesturbakki Jórdan var undir jórdanskri stjóm frá vopnahléinu við ísrael fram til 1967. Þar að auki hefur Jórdaníustjórn yfiramsjón með íslömsku helgi- stöðunum í Austur-Jerúsalem enn þann dag í dag þrátt fyrir að borg- arhlutinn hafi verið innlimaður í ísrael eftir hertökuna 1967. Að- gangur að Austur-Jerúsalem er mikið tilfinningamál fyrir Palest- ínumenn og þar hefur Arafat heitið að höfuðborg palestínsks ríkis skuli standa. Framtíð borgarinnar verður vandasamasta málið ef nú verður reynt að hraða lokasamn- ingum. 1 .V Fundarmenn í Kaíró. F.v. Peres, utanrikisráðherra ísraels, Rabín forsætisráðherra ísraels, Hussein Jórdaníu- konungur, Mubarak Egyptalandsforseti og Jasser Arafat. Simamynd Reuter Skoðanir annarra Rétt hjá Clinton „Yfirvofandi hætta á gjaldþroti Mexíkó og aðgerða- leysi Bandaríkjaþings fékk Clinton til að hætta við að stóla á 40 milljarða dollara fyrirhugaða áætlun til aðstoðar Mexíkó, sem þingið hefði hvort eð er ekki samþykkt á næstunni, og veitti hins vegar sjálf- ur 20 milljarða dollara lán sem ekki þurfti samþykki þingsins tfl að veita. Auk þess fékk hann Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til aö lána allt að 20 milljörðum dollara og 10 milljarðar koma frá öörum lánastofnun- um. Þetta var rétt ákvörðun hjá Clinton Bandaríkja- forseta". Úr forystugrein The New York Times 2. febr. Kostir fleiri en gallar „Það var með blendnum hug að Clinton forseti ákvað að sniðganga þingið. Sérákvarðanir fram- kvæmdavaldsins hafa hingað til ekki verið vinsælar meðal þingmanna. En að þessu sinni virðast kostirn- ir mun fleiri en gallarnir. Með þessu fríar Clinton þingmennina frá því að þurfa að taka afstöðu til mjög óvinsæls máls. Forsetinn losnar líka við mögu- lega niöurlægingu sem hefði orðið ef hans eigin flokksmenn hefðu risið upp gegn tillögunni um að- stoðina við Mexíkó. Demókratar voru nefnilega alveg jafn áhugalausir um tillögur Clintons og repúblikan- ar“. Úr forystugrein Le Monde 2. febr. Norrænn raunveruleiki „Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíðþjóðar, á mikiö þakklæti skilið fyrir að hafa hótað fjórum norrænum kollegum sínum með hinum stóra og beitta niðurskurðarhníf. Hann krafðist þess að fjár- lög Norðurlandaráðsins yrðu lækkuð um 150 milljón- ir danskra króna á þriggja ára tímabili." Úr forystugrein Jyllands-Posten 1. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.