Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 59 Afmæli Ingibjörg Steinunn Svemsdóttir Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir bókasafnsfræöingur, Grjótaseli 13, Reykjavík, verður fertug þann 13.2. nk. Starfsferill Ingibjörg fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MT1975, BA-prófi í bóka- safnsfræði og bókmenntasögu frá HÍ1978, stundaöi nám í sagnfræði við Háskólann í Lundi 1989-90 og stundar nú MA-nám í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ frá 1994. Ingibjörg Steinunn var stunda- kennari við Árbæjarskóla í Reykja- vík 1975-77, bókasafnsfræðingur við Árbæjarskóla 1977-80, stundakenn- ari við HÍ í félagsvísindadeild 1980-86 og bókasafnsfræðingur við FB1980-94. Ingibjörg Steinunn hefur gegnt ýmsum nefnda- og trúnaðarstörfum fyrir Félag bókasafnsfræðinga og Bókavarðafélag íslands. Hún hefur ritað greinar um málefni bókasafna og bókavarða í fagtímarit og dag- blöð. Fjölskylda Ingibjörg Steinunn giftist 28.9.1974 Hrólfi Jónssyni, f. 24.1.1955, slökkviliðsstjóra í Reykjavík. Hann er sonur Jóns Jóhanns Magnússon- ar húsgagnasmiðs og Sigrúnar Sig- uijónsdóttur húsmóður. Börn Ingibjargar Steinunnar og Hrólfs eru Sigrún Inga, f. 2.5.1973, nemi við Myndlista- og handíðaskól- ann, en sambýlismaður hennar er Þorgeir Guðmundsson kvikmynda- gerðarmaður; Steinunn Björg, f. 8.1. 1986; Ragnar Jón, f. 14.7.1988. Systkini Ingibjargar Steinunnar: Bjarni, f. 3.4.1950, tollvörður í Reykjavík, kvæntur Hönnu Maríu Oddsteinsdóttur; Árni, f. 15.5.1953, doktor í félagsfræði og lektor við Háskólann í Lundi; Gunnar, f. 21.5. 1964, vélstjóri í Reykjavík, kvæntur Karen Bergsdóttur. Foreldrar Ingibjargar eru Sverrir Ragnar Bjamason, f. 20.1.1927, verktaki í Reykjavík, og k.h., Stein- unn Ámadóttir, f. 2.9.1927, skólarit- ari. Ætt Sverrir er bróðir Sigríöar, móður Jóns, héraðsdýralæknis á Selfossi, og Loga, framkvæmdastjóra Landa- kotsspítala, Guðbrandssona. Sverr- ir er sonur Bjarna, b. í Skaftártungu og síðar steinsmiðs í Reykjavík, bróður Þorláks, fóður Óskars dóm- prófasts. Bjarni var sonur Sverris, b. í Klauf í Meðallandi, Magnússon- ar, b. á Kársstöðum í Landbroti, Jónssonar. Móðir Bjarna var Sigríð- ur Jónsdóttir, b. á Eystra-Hrauni, Arasonar Jónssonar, prests á Skinnastað, Einarssonar. Móðir Sigríðar var Ingveldur Gísladóttir, b. í Hörgsdal, Jónssonar, og Sigríðar Lýðsdóttur, sýslumanns í Vík, Guð- mundssonar. Móðir Sverris var Ingibjörg Stein- unn, hálfsystir, sammæðra, Sveins Egilssonar forstjóra. Ingibjörg var dóttir Brynjólfs, vinnumanns í Þórólfiir Friðgeirsson Hleiöargaröi í Eyjafirði, Olafssonar, og Rannveigar Kristjönu, vinnu- konu í Reykjavík, Þorkelsdóttur, vinnumanns í Sauöagerði í Reykja- vík, Magnússonar, b. á Ketilsstöð- um á Kjalarnesi, Runólfssonar, b. á Ketilsstöðum, bróður Magnúsar, langafa Áma Eiríkssonar leikara, afa Styrmis Gunnarssonar ritstjóra. Runólfur var sonur Magnúsar, b. á Bakka á Kjalarnesi, Hallgrímsson- ar, b. á Bakka, Þorleifssonar. Móðir Hallgríms var Guðrún Eyjólfsdóttir, b. á Ferstiklu, Hallgrímssonar, prests og skálds í Saurbæ, Péturs- sonar. Steinunn er dóttir Árna, verka- manns í Stykkishólmi, Jónssonar, Þórðarsonar, frá Borgarholti, bróð- ur Þorsteins, langafa Hjálmars, föö- ur Jóhanns skálds. Systir Þórðar var Þóra, langamma Guðbjarts, föö- ur Gunnars, fyrrv. framkvæmda- stjóra Framleiðsluráðs, og Stefáns, föður Alexanders, fyrrv. ráðherra. Þórður var sonur Þórðar, b. í Borg- arholti, Þórðarsonar, og Oddfríðar Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir. Halldórsdóttur, Árnasonar, Þor- varðarsonar, bróður Ragnhildar, langömmu Guðnýjar.ömmu Hall- dórs Laxness. Móðir Árna var Krist- ín, dóttir Hannesar, b. í Gerðubergi, Erlendssonar, og Þóru Jónsdóttur, b. í Akurholti, Finnssonar, sýslu- manns á Sveinsstöðum, Jónssonar. Móðir Steinunnar var Guðbjörg Guðmundsdóttir. Þórólfur Friðgeirsson kennari, Holtagerði 16, Kópavogi, er sextugur ídag. Starfsferill Þórólfur fæddist á Stöðvarfirði og ólst þar upp. Hann lauk landsprófi frá Eiðaskóla 1952, stundaði nám viö Norræna lýðháskólann í Kungálv 1953, lauk kennaraprófi frá KI1958, stundaði sérnám í stærðfræði við KHÍ og í dönsku og stærðfræði við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn 1974-75, auk þess sem hann hefur sóttfjölda starfsnámskeiða frá 1959. Þórólfur var kennari viö Grunn- skóla Vopnafjarðar 1S58-59, skóla- stjóri við Grunnskólann á Eiðum 1959-63, skólastjóri við Búðaskóla á Fáskrúðsfirði 1963-75, kennari við Víghólaskóla í Kópavogi 1976-79, yfirkennari við Kópavogsskóla 1979-86 og kennari við Breiðholts- skólafrál986. Þórólfur starfaði í mörg ár að málum kennara, bæði á Austur- landi og í Kópavogi. Hann sat í stjóm Ungmennasambands Austur- lands um tíma, er stofnfélagi Lions- klúbba á Fáskrúðsfirði og Stöðvar- firði og hefur tekið mikinn þátt í leikstarfsemi og ýmsum öðrum fé- lagsmálum. Fjölskylda Þórólfur kvæntist 24.12.1958 Kristínu Lilju Halldórsdóttur, f. 19.8.1933, gjaldkera hjá Myllunni- Brauði hf. Hún er dóttir Halldórs Þorvaldssonar, og k.h., Ágústu Páls- dóttur sem bæði eru látin en þau bjuggu á Kroppstöðum í Önundar- firði og síðar í Reykjavík. Dætur Þórólfs og Kristínar Lilju em Ágústa Þórólfsdóttir, f. 28.8. 1959, tónlistarkennari í Hnífsdal, gift Sveini K. Guðjónssyni og eru börn þeirra Þórólfur Sveinn Sveins- son og Halldór Sveinsson; Elsa Björg Þórólfsdóttir, f. 10.6.1962, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Jóni Erni Guðbjartssyni, markaös- stjóra hjá Streng hf. og eru dætur þeirra Kristín Lilja Jónsdóttir og Hildur Ýr Jónsdóttir. Bróöir Þórólfs var Guðjón Frið- geirsson, f. 13.6.1929, d. 13.9.1986, kaupfélagsstjóri, var kvæntur Ás- dísi Magnúsdóttur; Örn, f. 24.4.1931, skipstjóri í Þorlákshöfn, kvæntur Hallberu ísleifsdóttur verkakonu; Sveinn Víðir, f. 13.7.1932, skipstjóri í Garði, kvæntur Nönnu Ingólfsdótt- ur húsmóður; Guðríður, f. 10.6.1937, Þórólfur Friðgeirsson. verkakona á Stöðvarfirði, gift Bimi Pálssyni vélgæslumanni; Björn Reynir, f. 18.4.1951, sknfstofumaður í Reykjavík, kvæntur Ástu Gunn- arsdótturkennara. Foreldrar Þórólfs: Friðgeir Þor- steinsson, f. 15.2.1910, fyrrv. oddviti á Stöðvarfirði, nú vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði, og k.h., Elsa Jóna Sveinsdóttir, f. 7.8.1912, d. 20.12.1978, húsmóðir. Þórólfur og Kristín Lilja munu taka á móti gestum í golfskálanum í Grafarholti milli kl. 18.00 og 20.30, í kvöld, laugardaginn 4.2. Jakob V. Ólsen Kárason Jakob V. Ólsen Kárason vélstjóri, Litluhlíð 6 F, Akureyri, er fimmtug- urídag. Starfsferill Jakob fæddist á Akureyri og ólst þar upp í Brekkunni og á Oddeyr- inni. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1962, lauk 4. stigi vélskólanáms frá Vél- skóla íslands 1971 og sveinsprófi frá Shpphf. 1974. Jakob hefur að námi loknu lengst af stundað sjómennsku. Hann var fyrsti vélstjóri og síðan yfh-vélstjóri á Kaldbak EA1974-87, starfaði við viðgerðir hjá Niöursuðuverksmiðju K. Jónssonar og Co. í tvö ár, var vélstjóri í eitt ár á Stakfehinu frá Þórshöfn og hefur verið yfirvélstjóri á Súlnafehi EA frá Hrísey á fimmta ár. Jakob sat í stjórn Fannanna- og fiskimannasambands íslands í eitt ár og situr í uppstillinganefnd Vél- stjórafélags íslands. Jakob er mikill áhugamaður um ferðalög innanlands. Hann ferðast og starfar mikið með Ferðafélagi Akureyrar, situr í tveimur skála- nefndum og gönguleiðanefnd og hef- ur stundað vélsleðaferðir á vetrum frá 1973. Fjölskylda Jakob kvæntist 23.5.1983 Her- borgu Herbjörnsdóttur, f. 17.6.1942, húsmóður. Hún er dóttir Herbjörns Guðmundssonar og Elísabetar Magnúsdóttur, bænda að Ásgarði í Breiðdal. Synir Herborgar af fyrra hjóna- bandi eru Jónas Viðar Sveinsson, f. 2.2.1962, listmálari, kvæntur Sól- veigu Baldursdóttur myndhöggvara og eiga þau tvær dætur, Eddu Hrund, f. 21.2.1982, ogKarlottu Dögg, f. 28.10.1991; Björn Halldór Sveinsson, f. 10.1.1963, skipasmiður, kvæntur Kristínu Hrönn Hafþórs- dóttur og eiga þau eina dóttur, Silju Björk, f. 11.3.1992; Birgir Öm Sveinsson, f. 11.5.1964, flugvirki, kvæntur Vilborgu B. Torfadóttur og eiga þau einn son, Torfa Biming, f.7.6.1991. Systkini Jakobs em Guðrún Jóna, f. 2.6.1948, og Jóhannes, f. 15.1.1956, kvæntur Sólveigu B. Guðmunds- dóttur. Jakob V. Ólsen Kárason. Fósturfaðir Jakobs var Kári Jó- hannesson, f. 14.9.1924, d. 2.4.1975, sjómaöur á Akureyri. Móðir Jakobs er Ásta Ólsen, f. 10.9.1922, húsmóðir áAkureyri. Kári var sonur Jóhannesar B. Gíslasonar, pósts á Patreksfirði, og k.h., Svanfríðar Guöfreðsdóttur. Ásta er dóttir Jakobs Ólsen mál- arameistara og Guðrúnar Sigurðar- dóttur. 80 ára 50ára LárusSigfússon, Flétturima 8, Reykjavík. Láms verður ekkiheima. Kristinn Pálsson, Ásvahagötu 49, Reykjavík. Ingibjörg Sæmundsdóttir, Sæviðarsundi 78, Reykjavík. Ágúst Karl Sigmundsson, Hraukum, Djúpárhreppi. Þórður Vigfússon Bergstaðarstræti 8, Reykjavík. Pétur Einarsson, Heiðargerði 4, Vogum. Margrét Sölvadóttir, Réttarholtsvegi 67, Reykjavík. Gunnar P. Jensson, Furugrund 24, Kópavogi. 40ára _________________ Heigi Sigiu-bjartsson, Frostafold 56, Reykjavík. Kristj án Heimir Lárusson Ásgerður Garðarsdóttir, framkvæmdastjórí, Trönuhóluml2,Reykjavík. Kársnesbraut 92, Kópavogi. Birna Garðarsdóttir, Konahanser hbhm Hhöarbyggð 3, Garðabæ. SÍguriaugE. Jóhanna María Gunnarsdóttir, Björgvinsdóttir Wf >laW Hlíöarbyggð3,Garðabæ. hjúkrunar- B iMH Róbert Albert Darling, fræðingur. |f Setbergi 8, Villingaholtshreppi. Þau hjónin taka R jgipjf Linda Hrönn Ágústsdóttir, á móti gestum í H *-# |jfill§ Fjarðarási 5, Reykjavík. Oddfehowhús- MargrétGunnarsdóttir, inu, sunnudag- Brekkubraut 31,Akranesi. inn 5.2. frákl. 16.00-18.00. Meisturum fagnað Griðarleg stemning var í Grindavik þegar bikarmeistararnir í körfubolta komu til fagnaðar í félagsheimllinu Festi á laugardagskvöld. 700 manns voru þar og góður fögnuður vegna fyrsta bikarsigurs Grindvíkinga. Áður höfðu leikmennirnir verið í matarboði í veitingahúsi Bláa lónsins. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðurnesjum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.