Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 04.02.1995, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 1995 39 Hann flutti mörg þúsund ára kínverska laeknisfræði til íslands: Fjölskylduleyndarmálið varðveitist í mér - segir Jia Chang Wen sem hefur hjálpað mörgum íslendingum að losna við verki - forfeður hans eru allir þekktir læknar í Kína „Fjölskylda mín er þekkt lækna- fjölskylda í Kína og hefur varðveitt flölskylduleyndarmál varöandi lækningaaðferðir mann fram af manni. Afi minn var einn þekktasti læknir í Norður-Kína og móðir mín hefur verið um áratugaskeið einn þekktasti nálastungu- og jurtalæknir í Kina. Hún varð að gefa út opinbera yfirlýsingu þegar hún hætti störfum vegna þess hversu mikið var leitað til hennar en hún er nú á áttræðis- aldri. Alla þá tækni sem forfeður mínir hafa notað hef ég flutt með mér hingað,“ segir Jia Chang Wen sem margir þekkja sem kínverska nuddarann á Skólavörðustígnum. Jia Chang hefur hjálpað allmörgum íslendingum sem þjást af vöðva- bólgu, mígreni, bijósklosi, bakverkj- um og verkjum í hálsi og hrygg. Auk þess hafa fjölmargir hætt aö reykja hjá honum og má sjá þess glöggt vitni þegar komið er inn á stofuna til hans því reykingamennimir skilja pakk- ana sína eftir í körfu hjá honum. Eftirspum hefur auk- ist Óhefðbundnar lækningaaðferðir hafa verið að ryðja sér til rúms hér á landi sem annars staðar í heimin- um. Nálastunguaðferð er löngu kunn og hefur reynst mörgum vel. Jia Chang var bam að aldri er hann byrjaði að aðstoða móður sína á læknastofu hennar. Hann var því ungur þegar hann læröi þessa sér- grein Kínveija. „Ég prófaði nálarnar á sjálfum mér og lærði þannig að þekkja hvemig þær höföu áhrif á hina ýmsa líkamsparta. Ég sat stund- um tímunum saman og stakk mig meö nálum þannig aö jafnvel móður minni þótti nóg um,“ útskýrir Jia Chang. Það kom aldrei annað til greina en að Jia Chang yrði læknir eins og for- feður hans og því lá leið hans í lækn- isfræði í háskóla. Hann stundaði kín- verska læknisfræði í einum frægasta læknaskóla í Asíu. Auk hinnar hefð- bundnu læknisfræði lagði hann stund á íþróttameiðsl sem sérgrein. Þá stundaöi hann um tveggja ára skeið nám í svokallaðri heimspeki líkamans og nálastungum, sem er óijúfanlegur hluti kínversku læknis- fræðinnar, en Jia Chang getur lesið úr andliti og líkama fólks hvað þjáir það. Vegna þess hafa margir íslend- ingar, sem til hans hafa leitað, talið hann skyggnan. Jia Chang leggur mikla áherslu á að svo sé ekki heldur sé hér um ákveðna læknisfræði að ræða sem þekkt er í Kína. „Þetta eru mörg þúsund ára fræði." Þjálfaói blaklandsliðið Jia Chang kom til íslands árið 1986 til aö þjálfa íslenska landsliðiö í blaki og einnig starfaði hann hjá nokkrum íþróttafélögum. Jia hefur þjálfað um tvö hundruð íslenska blakmenn. Hann hafði sjálfur verið atvinnu- maður með kínverska blaklandshð- inu í flmm ár og ferðast mikið um heiminn með því. Einnig haföi hann starfað um tveggja ára skeið sem þjálfari. Jia þótti afburðasnjall íþróttamaöur í heimalandi sínu. Þeg- ar honum bauðst að koma til íslands langaði hann aö prófa það í stuttan tíma en sá tími hefur nú orðið að níu árum. „Ég ætlaði fyrst aö vera hér í þrjá mánuði en var beöinn að vera lengur og sá tími lengdist stöðugt. Það leiö ár og síðan annað og þannig koll af kolli,“ útskýrir hann. „Mér fannst ekki taka því að læra íslensku þar sem ég ætlaði aldrei að vera hér nema um tíma,“ heldur hann áfram. Þrátt fyrir margra ára dvöl talar Jia Chang lítið í íslenskunni en hefur hug á að bæta úr því. Giftist íslenskri konu Fyrir flórum árum kynntist hann eighikonu sinni, Rannveigu Hall- varðsdóttur, á nokkuð skondinn hátt. Hún var að koma meö dóttur sína í meðferð vegna tognunar 1 hálsi. Rannveig var þá fráskilin þriggja bama móðir. Það er skemmst frá því að segja að hann gat hjálpað baminu og þau Rannveig féllu hvort fyrir öðru, eru gift í dag og hafa eign- ast Önnu sem er fimmtán mánaða. Fyrir átti Rannveig dótturina Rann- veigu, sem er 17 ára, Egil, 13 ára, og Ásmund, 6 ára. „Nú fer ég varla nokkurn tíma aft- ur frá íslandi," segir Jia og lítur bros- andi í áttina til Rannveigar. Hún seg- ir að hann sé mjög sáttur við ísland, sérstaklega veðrið enda sé óheyri- lega heitt á heimaslóðum hans á sumrin og mjög kalt á vetrum. Sterk fjölskyldubönd Þar sem Jia Chang er eini sonur foreldra sinna, hann á fjórar systur, þótti móðurinni það leiðinlegt að missa hann til svo fjarlægs lands. En í hverri viku hefur flölskyldan samband símleiðis og systir Jia er nýfarin héðan eftir nokkurra mán- aða dvöl. Fjölskyldan býr um hundr- að kílómetra frá Peking. „Fjölskyldu- sambandið er óvenjulega sterkt. Móðir Jia og systur búa allar í sama húsinu og það er ekkert gert í flöl- skyldunni nema allir hafi samþykkt það,“ segir Rannveig og bætir því við að Jia hafi verið flölskyldu hennar alveg sérstaklega góður. „Hann er alinn upp við að bera virðingu fyrir flölskyldu sinni og eldra fólki og það á alveg eins við hér og í Kína. Hann færir móður minni stundum mat eða léttir undir með henni á annan hátt. Þó að flölskyldu minni hafi verið hálfbrugðið í fyrstu þegar hún vissi um samband okkar þá breyttist það mjög fljótt eftir að hún kynntist Jia Chang. Það heiUast alhr af honum,“ segir Rannveig. Þau Rannveig hafa ekki farið til Kína ennþá en langar til þess þegar tækifæri gefst. Hins vegar fór Jia Chang þangaö fyrir tveimur og hálfu ári eftir að hann varð íslenskur ríkisborgari en þá hafði hann ekki komið heim til sín í flögur ár. „Það er ákaflega sérstakt hversu sterk fiölskylduböndin eru og til marks um það þá helst öll þekking í fiölskyldum. Ef móðir Jia segir hon- um frá einhveiju leyndarmáli í læknisfræði tekur hún af honum lof- orð um að hann segi aldrei neinum það utan flölskyldunnar. Engum myndi detta í hug að svíkja slíkt lof- orð - það er alveg heilagt að halda flölskylduleyndarmálin," segir Rannveig. Árið 1991 langaði Jia Chang aö stunda fag sitt hér á landi og opnaði htla stofu á Vesturgötu. Það spurðist fljótt út hvað hann væri að gera og umsvifin jukust. Hann hefur hins vegar ekki fengið viðurkenningu sem læknir. „Þeir taka ekki mark á kínversku læknaprófi,“ segir Jia Chang. „Þetta er einhvers konar vandamál á milli austurs og vesturs. Þeir eru kurteisir og segjast trúa mér en geta ekki viðurkennt mig,“ bætir hann við. Þá sótti hann um að fá við- urkenningu sem sjúkranuddari en það hefur ekki tekist. Jia Chang verður því að kaha starf sitt kín- verskar náttúrulækningar. Hjálpar mörgum „Ég hef hjálpað mörgum sem hafa þjáðst lengi, t.d. af bakverkjum eða höfuðkvölum,“ segir hann. „Einnig hef ég getað hjálpað sumum bijósk- lossjúkhngum og raunverulegt þursabit get ég oftast læknað á tutt- ugu th fiörutíu mínútum en stundum þarf sjúkhngurinn að koma tvisvar.“ Jia Chang notar allan líkama sinn þegar hann nuddar fólk. Hann notar jafnt hendur, fætur, olnboga og axlir. Auk þess notar hann jurtablöndur sem hann kveikir í og setur síðan logandi blöndima á sjúklingana. Jia finnur ekkert fyrir því þó hann fari meö finguma í logana en útskýrir að þetta sé fom tækni úr hans eigin fiölskyldu. Móðir hans hefur kennt honum einum jurtablöndur sínar sem hann nú notar á íslendinga. Meðal þeirra eru jurtir ög nálastung- ur sem gagnast vel getulausum karl- mönnum. Þrátt fyrir að Jia Chang geti hjálp- að mörgum segist hann alls ekki vera neinn kraftaverkamaður og margt geti hann ahs ekki hjálpað með. „Eg sendi fólk oft áfram th lækna þegar ég sé hvað er að því,“ segir hann. „Þá get ég ekkert gert fyrir þaö. Einnig kemur fyrir að læknar vísa fólki tíl mín. Hins vegar mætti þetta sam- starf vera miklu meira og íslenskir Rannveig varð mjög mikið veik á meðgöngutímanum þegar mjaðma- grind hennar gliðnaði með þeim afleiðingum að hún þurfti að vera spengd um sig miðja í nokkra mán- uði. DV-myndir GVA Nálarnar, sem Jia Chang notar, eru af mörgum stærðum og gerðum. Hann lærði nálastungur af móður sinni sem er einn þekktasti grasa- og nálastungulæknir í Kína. læknar mættu syna startí mínu meiri áhuga með því að kynna sér það.“ Margvíslegar nálar Jia Chang vih alls ekki meina að ahir séu jafnhæfir í nálastunguað- ferðinni. Þetta sé aðferð sem menn þurfa að hafa lært lengi og helst að prófa á sjálfum sér th að finna áhrif- in. „Mínar nálar eru af mörgum stærðum, allt upp í þrettán sentí- metrar. Þær eru notaðar eftir því sem við á hveiju sinni.“ Jia Chang fær mikh viðbrögö frá því fólki sem hann hefur hjálpað. Fólkið hefur samband við hann eða jafnvel sendir honum gjafir. Fyrir stuttu var komið með bam th hans sem hafði verið með 39 og 40 stiga hita í tvær vikur án þess að nokkur gæti ráðið viö það og m.a. legið á sjúkrahúsi vegna þess. Jia Chang tókst að gera bamið hitalaust með nálastimgum og hann var ákaflega glaður að geta hjálpað því. Þá minnist hann manns sem hafði verið með miklar bakkvalir í larigan tíma án þess að fá nokkra þjálp. Maðurinn kom inn og sagðist ætla að prófa þessa aðferð .því það biði hans hvort eð er ekkert nema upp- skurður. Hann kom þrisvar th Jia Chang og fékk bata. „Ég býst við að ég geti hjálpað í 60% tilfeha af brjósk- losi. Ég vh aldrei lofa fólki fyrirfram bata en vh gjaman prófa,“ segir hann. Gatekkihjálpaö eiginkonunni Svo virðist sem íslendingar hafi Uppgötvaö þessa nýju óhefðbundnu lækningaaöferð hér á landi. Að minnsta kosti er þéttsetinn bekkur- inn hjá Jia Chang. „Ef ég get hjálpað einhverjum þá lætur hann aðra vita og þannig fréttist af mér. Stundum kemur manneskja hingað inn sem þjáist af mikihi þreytu en þá get ég hjálpað bæði með nuddi og grösum sem auka orkuna í líkamanum. Ef einhver mjög erfið tilfelli koma upp þá hringi ég gjarnan í móður mína og ræði það við hana. Hún kann ráð við öhu,“ segir Jia Chang. Eins og áöur var getið getur Jia alls ekki hjálpað öllum og þannig var það einmitt með eiginkonu hans, Rannveigu, sem veiktist mjög mikið á meðgöngutímanum. Að vísu gat hann hjálpað henni með morgunó- gleði í upphafi meðgöngu með nálast- ungum. Hins vegar varð Rannveig fyrir því að hún fékk mjög slæmt grindarlps frá tíundu viku með- göngu. Á 33. viku var hún tekin í aðgerð og mjaðmagrindin spengd saman með hofímangrind sem hún þurfti að vera meö í níu vikur. Bam- ið fæddist sex vikum fyrir tímann vegna þessa og Rannveig þurfti að hggja í þijá mánuði á sjúkrahúsi. Ehefu mánuðum síöar var mjaðma- grindin spengd að innan og hún fékk aftur hoffmangrindina í sjö vikur. „í þessu tilfelli vora það vestrænu læknavísindin ein sem gátu bjargað og það var Hahdór Jónsson, yfir- læknir á bæklunardeild Landspítal- ans, sem bjargaði mér,“ segir Rann- veig og undirstrikar þar með að stundum eru það vestrænir læknar sem einir geta bjargað og svo getur það hka verið öfugt. Góður kokkur Rannveig hefur því verið mikill sjúklingur frá því að hún varð ófrísk. Vegna þessa hefur hún ekkert getað gert frá því Anna litla fæddist og heimihsverkin hafa að mestu komið niður á Jia Chang og heimhishjálp sem þau hafa. „Það hefur verið gam- an að fylgjast með hversu vel þau feðginin ná saman. Vegna þess að ég hef algjörlega verið rúmhggjandi og ekki einu sinni mátt halda á henni eru þau mjög náin. Annars er Jia algjör hstakokkur og hefur ekki haft mikið fyrir að hjálpa við eldhússtörf- in. Hann býr til alveg frábæran mat og sérstaklega er gaman að fylgjast meö hvemig hann notar grænmeti,“ segir Rannveig sem er nú á batavegi eftir þessi erfiðu veikindi. „í fiölskyldu Jia þótti ahs ekki við hæfi að karlmenn elduðu mat og því var það ekki fyrr en hann kom hing- að th lands sem hann byijaði í elda- mennskunni. Hann vann meira að segja um tíma í veitingahúsinu Asíu,“ bætir hún við. „Ég hef lært mikiö um samsetn- ingu fæðunnar og hvernig maður varðveitir best vítamínin úr henni. í Kína lærði ég hvernig maður á að blanda saman matnum, t.d. varðandi fituinnihald og þess háttar. Ég hef haft mjög gaman af að stúdera þetta. Margir sem koma hingaö spyija mig og biðja um ráðleggingar varðandi mataræði," segir Jia. Tveir aðstoðarmenn Ástæða þess að Jia opnaði sína eig- in nuddstofu á íslandi var sú að eftir aö hann hætti aö þjálfa leituöu marg- ir, sem um hann vissu, th hans með Með nálastunguaðferðinni hefur Jia Chang hjálpað mörgum að hætta að reykja. En þegar hann nuddar fólk notar hann allan líkamann, jafnvel fæt- urna og þá gengur hann á fólki. Jia Chang Wen, Rannveig Hallvarðsdóttir og dóttir þeirra, Anna, sem er fimmtán mánaða. Rannveig á einnig þrjú börn frá fyrra hjónabandi. ýmsa kvhla. Það hafði nefnilega frést að blakþjálfarinn hefði hjálpað íþróttamönnunum mikið ef þeir meiddust. Hann hafði þvi orðið tals- vert mikiö aö gera í þessu, raunar án þess að átta sig á því. Eftirspumin kom honum því th þess að opna nuddstofuna. Jia hefur nú fengið tvo aðstoðar- menn, sem eru nálastungumeistarar frá Kína, sér th hjálpar þó hann hafi yfirumsjón með öllum þeim sem koma til hans. Eftir að kona hans veiktist gat hann ekki sinnt nudd- stofunni einn og því sendi flölskylda hans honum aðstoöarmann. Fyrir stuttu kom síðan annar. Jia segir að þeir séu menntaðar læknar en hann leiðbeinir þeim með sína tækni. Jia Chang vih leggja áherslu á að engir tveir fái sömu meðferð hjá honum þar sem aht er þetta háð jafnvægi líkama fólks og hvað hijáir það. Jia Chang ítrekar aö hann virði mjög læknavísindi vestrænna lækna en hann langar mikiö til að um ein- hvers konar samvinnu geti verið að ræða. „Við þyrftum að blanda því besta saman úr austri og vestri," seg- ir hann. Rannveig segir að Jia Chang hafi hjálpað bróður sínum sem hafði þjáðst lengi af magaverkjum. „Chang sagði honum aö hann mætti ahs ekki drekka kalda drykki og það dugði. Stundum duga hlægilega einfóld ráö. Ég hef líka séð hann ná frábærum árangri með fólk sem þjáist í öxl- um.“ Jia Chang bætir við að verkir í öxl sé miðaldursvandamál, sérstak- lega hjá konum. „Ef ekkert verður að gert verða þær skakkar með aldr- inum,“ segir hann og bætir við aö þetta sé hægt að laga. Vandmeðfarin tækni „Nálastungur eru vandmeðfamar og það eru ekki allir sem geta stund- að þær. í Kína eru þær hluti lækna- námsins og hafa þekkst í árþúsund- ir. Ég vh að fólk komi og prófi þessa gömlu kínversku lækningaaðferö og athugi hvort hún getur ekki hjálpaö. Stundum þarf fólk að koma tvisvar eða þrisvar th að ná bata en íslend- ingar eru óþohnmóöir og vilja helst fá bata eftir eitt skipti," segir Jia Chang Wen sem vonast til að fá við- urkenningu á störfum sínum hjá ís- lenskum læknum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.