Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 Fréttir DV Greiðslur Lífeyrissjóðs Áburðarverksmiðjumiar skertar um 15 prósent: Kjaftshögg fyrir þá sem stólað hafa á sjóðinn - segir Helgi Vilhjálmsson sem vann hjá verksmiðjunni 130 ár „Þetta er kjaftshögg fyrir þá starfs- menn sem hafa stólað á greiðslur úr lífeyrissjóðnum allt sitt líf. Áburðar- verksmiðjan á auðvitað að bæta mönnum það tap sem sjóðurinn hef- ur orðið fyrir en það var starfsmaður hennar sem framdi þau afglöp sem virðast hafa kostað sjóðinn tugi millj- óna króna,“ sagði Helgi VUhjálms- son, fyrrum starfsmaður Áburðar- verksmiðju ríkisins til 30 ára, við DV. Skerða á greiðslur úr lífeyrissjóði Áburðarverksmiðjunnar um 15 pró- sent vegna þess taps sem sjóðurinn varð fyrir vegna meints misferlis fyrrum íjárgæslumanns sjóðsins. Snertir skerðing lífeyrisgreiðsln- anna um 100 lífeyrisþega. Stjórn lífeyrissjóðsins kærði fyrr- um fjárgæslumann sjóðsins fyrr í vetur til Rannsóknarlögreglu ríkis- ins en hann var talinn hafa farið langt út fyrir heimildir sínar og ákvæði sjóðsins um kaup á óverð- tryggðum verðbréfum og þannig tap- að tugmilljónum króna. Málið hefur verið til rannsóknar hjá RLR og verður sent ríkissaksóknara á næstu dögum. Helgi Vilhjálmsson er 69 ára gam- all og vann sem vélamaður hjá Áburðarverksmiðjunni þar til fyrir tveimur árum, eða í þrjátíu ár. Hann fær um 40 þúsund krónur í lífeyris- greiðslur og nemur skerðing lífeyris hans því um 6 þúsund krónum. „Þetta er eins og að taka lifibrauðið af fólki. Það var þegar búið að skerða sjóðinn um 20 prósent og því má maður ekki við miklu þegar 15 pró- sent skerðing blasir við nú. Þessi sjóður er ekki lengur í stakk búinn að sinna skyldum sínum. Það er aga- legt til þess að hugsa að hafa borgað og borgað í þennan sjóð öll þessi ár og fá síðan ekki næga peninga úr honum til að framfleyta sér. Allt vegna þess að maður neyðist til að treysta mönnum fyrir peningunum sem er síðan ekki treystandi. Það væri nær að gefa fólki tækifæri til að velja sér lífeyrissjóði að vild eða borga inn á eyrnamerkta reikninga og kaupa sér síðan slysatryggingar," sagði Helgi. Sjóösformaöur: Varúðar- ráðstöfun „Meðan ekki er útkljáð hvort Áburðarverksmiðjan beri svo- kallaða húsbóndaábyrgð í þessu máli, og því óljóst hver skerðing sjóðsins endanlega verður, getum við ekki haldið áfrma að greiða út peninga eins og ekkert hafi í skorist. Við verðum aö hugsa um þá sem eiga eftir að fa greitt úr sjóönum, aö allir standi jafnir gagnvart þessura ósköpum. Skerðing greiöslnanna er nauð- synleg varúðarráðstöfun af okk- ar hálfu,“ sagði Steingrímur Har- aldsson, formaður stjómar Lif- eyrissjóðs Áburðarverksmiöj- unnar, við DV. Steingrímur sagði aö ríkislög- maður hefði úrskurðað að Áburðarverksmiðjan bæri ekki húsbóndaábyrgð í málinu þó að starfsmaður hennar heíði verið aö verki þegar lífeyrissjóðurinn tapaði milljónum króna. Því sæju menn fram á samningaviðræður við eiganda Áburðarverksmiðj- unnar, ríkið, eöa málaferli sem gætu orðið langvinn. Þangað til væri óljóst hvert raunverulegt tap sjóðsíns væri og því ekki hægt aö greiða út óskertan lífeyri á meöan. „Þessi 15 prósent verðalögðinn á sérstaka biðreikninga, merkta hverjum og einum lífeyrisþega. Þegar fyrir liggur hvert endan- legt tap sjóðsins verður verða reikningarnir gerðir upp,“ sagði Steingrímur. Undanfama þrjá mánuði hefur framfærsluvísitalan hækkað um 0,9%. Það jafngildir 3,8% verð- bólgu á ársgrundvelli. Kauplags- nefnd hefur reiknaö nýja fram- færsluvísitölu miðaö viö verölag i febrúarbyrjun. Vísitalan reynd- ist vera 172,3 stig og hækkaði um 0,1% frá janúar. Vísitala vöru og þjónustu reyndist vera 175,6 stig og hækk- aði um 0,2% frá janúarmánuði. Matar og drykkjarvörur hækk- uðu um 1,5%, sem olii 0,25% hækkun framfærsluvísitölunnar. Samkvæmt tilkynningu frá Hagstofunni var verðbólgan á ís- landi 0,5% frá desember 1993 til desember 1994. Aðeins í Sviss og Kanada var verðbólgan lægri á síðasta ári. í ríkjum Evrópusam- bandsins var að meðaltali 3,1% verðbólga árið 1994. Guðlaugur Guðmundsson lét ekki fótbrot aftra sér frá þvi að koma DV til áskrifenda. DV-mynd Olgeir Blaðburöarmaður DV í Borgamesi: Fótbrotnaði en lauk sannt viðaðberaút Olgeir H. Ragnaisson, DV, Borgarbyggð: „Ég steig á einhvern köggul eða ójöfnu, rann og datt og fóturinn fór einhvern veginn tvöfaldur undir mig. Það var vont fyrst og ég stóð ekki strax upp. Þegar kvalirnar fóru að líða hjá staulaðist ég á fætur,“ sagöi Guðlaugur Guðmundsson. Hann ber DV út í Borgamesi og lenti í því að fótbrjóta sig í útburðinum. Lét hann það ekki stöðva sig og lauk við að bera út. K Guðlaugur eða Gulli, eins og hann er kallaður, átti eftir að bera út blöð í tólf hús þegar slysið varð. En hon- um tókst að koma blöðunum í þau og fór svo heim. Þegar læknir athugaði hann kom í ljós að Gulli var fótbrotinn. Önnur pípan var í sundyr rétt ofan við ökkla og auk þess hafði hðband tognað. Ekki var hægt að setja hann strax í gifs því fóturinn var mjög bólginn eftir gönguferðina. Gulli og kona hans, Jóhanna Þor- steinsdóttir, hófu að bera DV út í desember sl. Gulli fékk kransæða- stíflu sl. sumar og var þá sagt aö fara í gönguferðir daglega, heilsunnar vegna. Hann sá að upplagt var að ganga með DV og fékk þar vinnu. Svavar Gestsson um eyðingu skjala um hann í skjalasafni Stasi: Fór ekki til Þýskalands „í stuttu máh var það svo að á þessum tíma var ég formaður ráð- herranefndar menntamálaráðherra Norðurlanda og þurfti að halda ein- hvem undirbúningsfund'með emb- ættismönnum um miðjan júní. Eftir það fór ég á Eureka-fund í Vínarborg 17. eða 18. júní. Síðan fór ég til Grikk- lands og var þar í einhvern tíma. Svo fór ég í opinbera heimsókn til Finn- lands í byrjun júh,“ segir Svavar Gestsson, alþingismaður og fyrrver- andi menntamálaráðherra, um ferðalög sín í júnímánuði árið 1989. Eins og fram kom í sjónvarpsþætt- inum í nafni sósíalismans, sem var á dagskrá Sjónvarps síðastliðið sunnudagskvöld, em skjöl úr möppu merktri Svavari Gestssyni, sem er að finna í skjalasafni Stasi, þýsku öryggislögreglunnar, ekki þar að finna. I samtali við DV sagði Valur Ingimundarson, annar þáttargerðar- mannanna, að hann hefði fengið þær upplýsingar hjá skjalavörðum að skjölunum hefði verið eytt eða „Akt- en gelöscht" eins og það hafi verið orðað á þýsku. Svavar segir að það sé mjög leiðin- legt aö skjölunum hafi verið eytt. Hann þvertekur fyrir að hann hafi fariö th Þýskalands þegar hann var í Vínarborg. Ennfremur neitar hann því aðspurður að einhver á hans veg- um hafi hlutast til um að gögnunum hafi verið eytt og alls ekki hann sjálf- ur. Upplýsingar um opinberar ferðir Svavars á þessum tíma eru staöfestar af menntamálaráðuneytinu. Þaöan fengust þær upplýsingar að hann var 15. til 18. júni í Kaupmannahöfn á ráðherrafundi og 18. til 21. júní í Vín á Eureka-fundi. Engar dagsetningar eru færðar til bókar eftir það en þær upplýsingar fengust að einhvern tíma undir lok tímabilsins 21. júní til 6. júlí hafi Svavar verið í opinberri heimsókn í Finnlandi. Sjálfur segir Svavar að hann hafi verið í Grikk- landi í fríi á þessum tíma. Þær upp- lýsingar fengust í ráðuneytinu að hann hafi komið heim 6. júlí. Enn fremur fengust þær upplýs- ingar í menntamálaráðuneytinu að ekki væri neitt óeðlilegt við það að engar dagsetningar fyndust á tíma- bilinu 21. júní til 6. júlí. Nákvæm skráning á feröalögum ráðherra og annara starfsmanna ráðuneytisins hefði ekki verið komin á á þessum tíma. -PP Stuttar fréttir Sjómenn á togaranum Kaldbak EA fengju 30 þúsund krónum meira í sinnhlutúr síðustu veiði- ferð ef tilboði, sem barst í aflann, hefði verið tekiö og útgerðin ekki keypt hann sjálf. RÚV greindi frá þessu. Þórarinn til Cargoiux? Flugfélagið Cargolux mun á næstunni ráða nýjan forstjóra. Að sögn Mbl. er umboðsmaður Cargolux á íslandi, Þórarinn Kjartansson, einn þriggja manna sem koma til greina í stöðuna. Mótmæli hafa borist Borgar- skipulagi Reykjavikur gegn hugsanlegum staösetningum bensínstöðva í borginni. Að sögn Timans hafa ríflega 300 manns skrifað sig á undirskriftalista. 94 endurkröfur 1994 Endurkröfunefnd tryggingafé- laganna úrskurðaði i 112 málum á síðasta ári þar sem samþykkt var að í 94 málum ættu trygginga- félög endurkröfurétt á ökumenn upp á 20 milljónir. Langflestar voru kröfurnar vegna ölvunar ökumanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.