Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 Spumingin Ertu hjátrúarfull/ur? Birgir Gunnarsson nemi: Nei, ég er alls ekki hjátrúarfullur. Lárus Eggertsson, fyrrum atvinnu- kafari: Já, eflaust er ég þaö. Ég myndi t.d. aldrei hrófla við álagabletti. Harpa Lind Kristjánsdóttir nemi: Nei, alls ekki. Ég hef aldrei veriö hjá- trúarfull. Þorsteinn Hafsteinsson, þolfími- kennari og þjónn: Nei, ég er ekki hjá- trúarfullur og hef aldrei verið þaö. Halldóra Guðmundsdóttir, í atvinnu- leit: Nei, þaö held ég alls ekki. Finnur Björnsson sjómaður: Já, ég er óft hjátrúarfuilur úti á sjó. Mér er illa við suma drauma. Lesendur Eru bæjarútgerðir réttlætanlegar Konráð Friðfinnsson skrifar: Hugsanleg sala Akureyrarbæjar á eign sinni í Útgeröarfélagi Akur- eyringa hefur að undanfórnu verið.í umræðunni. - Samkvæmt fregnum er eignaraðild bæjarins nú 50%. Því er óhætt að segja að útgerðarfélagið sé að hálfu bæjarútgerð. Það þarf því engan að undra þótt bæjarfulltrúar hafi viljað taka sér góðan tíma til verksins. Margir sýndu þessum kaupum áhuga. Einkanlega var þó ljósinu kastað að einum kaupandanum væntanlegum, nefnilega íslenskum sjávarafurðum. Það fyrirtæki var til- búið að flytja höfuðstöðvar sínar norður í land féllist Akureyrarbær á að selja þeim hlut sinn í ÚA. Við þetta heíðu komið um 70 ný störf inn í Akureyrarbæ. Þetta var girnilegur „biti“. En auðvitað eru ávallt tvær hliðar á öllum málum. Og sé annarri þeira velt upp hér kemur í ljós að viö sölu losnaði um ákveðinn örygg- isventil. Ventil sem hefur kannski verið styrkasta stoð útgerðarfélags- ins til þessa. Sem er bæjarsjóöur Akureyrar. Bæjarútgerðir tíðkuðust mjög á árum áður en eru nú allar aflagðar. Þær voru máski besti vitnisburður- inn um áðurnefnt öryggi. Fyrir þær sakir að á meöan þær voru starf- ræktar í bæjunum hafði fólkið vinnu. Bærinn sá einfaldlega um það. í Hafnarfirði var t.d. á mínum upp- vaxtarárum þar Bæjarútgerð Hafn- Bæjarútgerðir eru ekki lengur hornsteinn atvinnulifsins við sjávarsiðuna. aríjarðar einn af homsteinum at- vinnureksturs þar í bæ. Ég fullyrði að þar eru ekki margir „gaflarar" sem nú eru komnir á fimmtugsaldur- inn, sem ekki störfuðu hjá Bæjarút- gerðinni um styttri eða lengri tíma. En hvernig er umhorfs þar í dag? Útgerðin seld og síðan lögð niður. Togararnir seldir burt. Júní (Venus) er sá eini bæjarútgerðartogaranna sem enn er eftir þar. Eftir því sem ég best veit fer engin starfsemi fram þar lengur á þessu sviði. Að vísu veröur að viðurkenna að Bæjarút- gerðin var ákveðinn baggi á bæjar- sjóði. Samt sem áður var þessi starf- semi fastur punktur í tilveru Hafn- firðinga á meðan hún var, og veitti vinnu. - Það sem ég er aö leggja áherslu á er þetta: Ríki og sveitarfé- lög verða að fara afar gætilega og hnýta alla enda kirfilega áður en til sölu á fyrirtækjum innan þeirra vé- banda kemur. Olög samkynhneigðar Finnbogi Hallgrímsson skrifar: Hvíhk ógn og skelfing er að steyp- ast yfir íslenskt þjóðfélag. Hvað eru ráðamenn að leiða okkur í? Ég trúi því ekki að óreyndu að lögbinda eigi samkynhneigð sem er óeðli holdsins í einni sinni ömurlegustu mynd. Og þaö sem verra er, aö það eigi að fara að kenna börnum okkar í skólum landsins að kynvillan sé ósköp eðli- leg. Aldrei skal ég láta það yfir mig ganga að minum börnum verði kenndur slíkur ósómi. Kynvilla verður alltaf óeðli. Fólk með heilbrigða sómatilfinningu ber ekki slíkt óeðli á torg. Heimting þeirra á viðurkenningu sambúðar - hjónabandi - og að fá að ala upp börn í slíkum hjúskap er þvílík forsmán að það ber að fordæma. Biblían for- dæmir hart slíkt óeðli og í nafni Jesú Krists geri ég það líka. Það sér hver heiivita maður að kynvillingar í sam- búð alandi upp börn er hreint fárán- legt. Einstaklingar í mótun hljóta að verða fyrir gífurlegum áhrifum af að alast upp við slíka skrípamynd af hjónabandi því að börn mótast mest af uppalendum sínum. Við þær að- stæður hljóta börn að verða fyrir aðkasti umhverfisins, lenda í einelti og þeirri sálarkreppu að þau bíði þess aldrei bætur. Barnavemdarráð, umboðsmaður barna og allir þeir sem bera hag barna fyrir brjósti ættu að rísa upp, ekki seinna en strax, og stöðva ofangreint frumvarp í fæð- ingu. Sauðkindur hobbikarla 1 Grindavik: Eiga þær Reykjanesið? Herdís Þorvaldsdóttir skrifar: Á Reykjanesi, sunnan Hafnarfjarð- ar, búa um 15.000 íbúar sem vildu stuðla að því að nesið, sem í dag er bert, blásiö og gróðurvana, fengi eitt- hvað af sinni upprunalegu fegurð með skógi og blómgróðri. - En á hverju stendur tii aö hægt sé að af- girða skagann? Jú, sveitarstjórn Grindavíkur neit- ar að girða af sínar rollur þótt öll önnur sveitarfélög á skaganum séu búin að girða sitt fé af í nokkur ár. Þannig koma þessir óbilgjömu menn í veg fyrir að hægt sé að ljúka millj- óna girðingu sem vernda átti svæðið fyrir ágangi en hefur nú engan til- gang vegna þessa flökkufjár. Hringið í síma 563 2700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð BMMMþjónusta MR500 Fjöldi manns hefur um áraraðir reynt að semja við bæjarstjóm og reynt að koma henni í skilning um að með þessu eiginhagsmunapoti og tillitsleysi við alia íbúa svæðisins sé áfram stuðlað að eyðingu þess litla gróöurs sem eftir er og varna því að hægt sé að gera heildaráætlun um uppgræðslu og að fólk geti t.d. tekið svæði í fóstur, sér til ánægju og gagns. Bæjarstjóm Grindavíkur ætti að sjá sóma sinn í því að ljúka þessu máli sem hefur kostað áralangt þras með miklum tilkostnaöi. - Hin sveit- arfélögin eiga aftur á móti sóma skii- inn fyrir sitt framtak. Finnst 15.000 íbúum Reykjaness það ganga lengur að u.þ.b. 40 hobbí- karlar komi í veg fyrir að þeir geti farið aö taka á þessum málum með hjálp landgræðslu, af alvöm? - Ég skora á íbúa Reykjaness að samein- ast gegn þessum yfirgangi. Ólafur Dýrmundsson landnýtingarráðu- nautur, sem lengi hefur unnið í þess- um málum, segir að það sé algjört hneyksli, að ekki skuli búið að ganga frá þessu ennþá. Það finnst mörgum að sú ríkis- stjórn sem nú situr, og hefur haft þetta mál til úrlausnar síðan hún tók við völdum, geti ekki verið þekkt fyrir aö ljúka þvi ekki fyrir kosning- ar. Það er viða bert, blásið og gróðursnautt á Reykjanesskaganum. DV Álversstækkunin líkaloftbóla? Kristján Guðmundsson hringdi: í fréttum af hugsanlegri stækk- un álversins í Straumsvík virðist eitthvað málum blandið. í viðtaii við taismann Svisslendinga kem- ur fram aö þetta er alfarið frá íslendingum komiö og enginn þrýstingur frá Sviss. Er þetta enn ein loftbóian úr röðum krata? Síðast var það nýtt álver - í tíð Jóns Sigurðssonar. Skoðunarferðir til útlanda! Árný skrifar: Er það ekki merkilegt hve margir og hve oft íslendingar þurfa að fara í skoðunarferðir til útlanda? Aðallega á vegum lúns opinbera. Varia líður svo vika að ekki séu einhverjir hópar frá ríki eöa borg staddír vitt og breitt er- lendis að „skoða“ hin og þessi mannvirki. Það er götulýsing eöa gámastöövar, graífeitir eða gróðrastöðvar. Eða bara eitthvað og eitthvað. Gott er jú að geta flú- ið kuldann hér, en allt er dagpen- ingatengt og risnurúmt. Aukþess sem þetta er hreinn óþaríi. Sumarbústaðir íSúðavík? Ármann hringdi: Ég sé ekki nema einn tilgang með hugmyndinni að bjóða sum- arbústaði sem bráðabirgðahús- næði fyrir ibúa Súöavíkur, at- vinnubótavinnu fyrir framleið- endur sumarbústaða. - Þetta er auövitað ekkert annað en tví- verknaöur ásamt aukakostnaði fyrir alla hlutaðeigendur. Nær væri að fiýta vinnu við skipulag byggðar í Súðavík sém mest og drífa í byggingu þar snemma vors, þannig að húsin geti verið tilbúin fyrir þá sem þangað vilja endilega flytja síðsumars í ár. Guðmundurog tilvísanakerfið Margrét Sveinbjömsdóttir skrif- ar: Ég styð Guðmund Árna Stef- ánsson í viðleitni sinni til að koma í veg fyrir aö tilvísanakerfi Sighvats nái fram að ganga. Sig- hvatur gengur fram með slíku offorsi aö engu tali tekur. Rök- stuöningur hans er þó ekki í sam- ræmi við atganginn. Þá eru vinnubrögð Siglivats í málum Guðmundar Árna sist til fyrir- myndar. Upplýst hefur verið að Iiann lak markvisst röngum upp- lýsingum urn Guömund Árna til íjölmiðla, sem höfðu gagnrýnis- laust eftir. Slík vinnubrögð eru ekki nokkrum manni sæmandi. Gamiafólkið ogmaturinn Á.J. hringdi: Ég er ein þeirra sem bý við þær aðstæður borða í mötuneyti dval- arheimilis aidraðra dag hvem. - Þaö sem mér fmnst athugavert við þessar aösendu máltíöír er að hráefnið er vægast sagt ekki allt- af upp á þaö besta. Það fylgist þvi að að matreiösla verður heldur aidrei betri en hráefnið sem notað er. - Steikt hvalkjöt, súpur, svo sem kakósúpur eða sagógrjóna- súpur og grænmetissúpur úr pökkum (sem þó eru einna skást- ar) falia þar einnig undir. Nýtt kjöt er sjaldgæft svo og lamba- kjöt. Hrossakjöt meðhöndlað eins og Londonlamb er heldur ekki í hágæðaflokkL - Þetta er þó ekki allt aislæmt. Umræða um þetta mál er tímabær því gamia fólkið og matur þess er stór þáttur í vellíðaninni á þessu æviskeiði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.