Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 13 Að mála sig út í horn Jón Baldvin hélt um helgina aukaflokksþing Alþýöuflokksins. Ef dæma má af sjónvarpi hlýddi dálítill hópur kalU foringjans og safnaöist saman á Loftleiðum. Ekki gat ég þó varist því aö hugsa til Vilmundar heitins þegar söfnuður- inn var sýndur á skjánum. Þama sáust líka einstöku kverúlantar sem ég taldi víst aö væru komnir til Jóhönnu en kannski hafa þeir bara farið til hennar í „transit“. Vísifingur á lofti Jón Baldvin pataöi og nú jafnvel meö vísifingrinum einum og sagöi söfnuöi sínum hvaö „Alþýöuflokk- urinn viU“. „Ríkið, þaö er ég“ sagöi annar kóngur forðum sem ekki þjáöist heldur af minnimáttar- kennd og var heldur ekki forsjáll. Ekki tel ég líklegt að verulegar athugasemdir hafi verið geröar viö stefnumörkun foringjans. Mjög hefur Jóhanna létt flokksstarf bæði hjá krötum og kommum með flokksstofnun sinni. Fróðir telja aö jafnvel í Alþýöubandalaginu sé kominn á sæmilegur friður eftir stofnun Þjóövaka. „í fyrsta lagi“ Hvaö er þaö svo sem „Alþýðu- flokkurinn vill“? „í fyrsta lagi“ að sækja um aðild aö Evrópusam- bandinu og „í öðru lagi“ aö leggja niður landbúnað á íslandi. Hvorugt þessara márkmiða er líklegt til far- sældar en þar sem hér talaði áhrifamesti stjórnmálaforingi und- anfarinna íjögurra ára er rétt aö KjaUaiinn Páll Pétursson alþingismaður veita orðum hans nokkra athygli. Mesta glapræði sem íslensk stjórnvöld gætu tekið sér fyrir hendur væri aö gerast aðilar aö Evrópusambandinu. Þaö þýddi að viö yrðum aö afsala okkur sjálfs- forræöi okkar og yfirráðum yfir auðlindum okkar. Engu breytir þótt Jón Baldvin stingi upp á því aö binda þjóðareign á fiskimiðum í stjómarskrá lýöveldisins. Hann gæti auðveldlega fundiö íjóra lög- fræðinga sem kæmust aö þeirri niðurstöðu fyrir hann aö það væri ekki stjórnarskrárbrot að gerast aðilar að sameiginlegri fiskveiði- stjóm Evrópusambandsins. Það væri lítið stjórnarskrárbrot og „á afmörkuðu sviði“ að afsala „Með kosningastefnuskrá sinni hefur Jón Baldvin málað sig og flokk sinn út í horn. Aðrir flokkar verða ófáanlegir til að vinna með honum að kosningum loknum út á svona stefnu.“ Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. - „Mesta glap- ræði sem íslensk stjórnvöld gætu tekið sér fyrir hendur væri að gerast aðilar að Evrópusambandinu," segir Páll í greininni. yfirráðunum til Brussel samanber reynsluna af „fjórmenningum ut- anríkisráðherrans" sem gerðu fyr- ir hann fræga úttekt á samningn- um um Evrópskt efnahagssvæði. Jón Baldvin hefur sjálfur viður- kennt eftir á að með þeim samningi hafi íslenska stjórnarskráin verið brotin þar sem hann vill nú bæta ákvæðum inn í stjómarskrána sem heimila aðild að EES. „í öðru lagi“ Það sem „Alþýðuflokkurinn vill“ „í öðru lagi“ er að leysa kjaradeil- urnar með því að flytja inn búvömr af offramleiðslu Evrópubandalags- ins og hætta að framleiða þær hér og auka atvinnuleysið. Á Loftleið- um hugsaði Jón Baldvin fyrst og fremst um hænsni en það kann að hafa eðlilegar skýringar. Það myndi ekki bæta þjóðfélagsástand- ið hér að gera framleiðendur bú- vara atvinnulausa. Það þýðir ekk- ert að ætla aöilum vinnumarkaðar- ins að senda bændum kjarabóta- reikninginn. Út í hornið Jón Baldvin fjasaði um „ofur- tolla“ sem hann sagði Halldór Blöndal leggja á innflutta búvöru. Alþingi hefur með ályktun frá 28. des. sl. falið landbúnaðarráðherra eðlilegt vald á innflutningi búvara og skákað Alþýðuflokknum frá áhrifum á það mál. Með kosningastefnuskrá sinni • hefur Jón Baldvin málað sig og flokk sinn út í horn. Aðrir flokkar verða ófáanlegir til að vinna með honum aö kosningum loknum út á svona stefnu. Páll Pétursson Rógburður skolar til staðreyndum I leiðara DV 25. janúar síðastlið- inn skrifar ritstjóri blaðsins, Ellert B. Schram, eftirfarandi: „í þessu sambandi er það ómaksins vert að rifja upp að Ögmundur var á sínum tíma aðili að fyrirtækinu Svart á hvítu, sem lenti í fjárhagserfiðleik- um, og þáverandi fjármálaráð- herra, Ólafur Ragnar Grímsson, skar Ögmund niður úr snörunni með því að létta veðbönd af húseign hans ... Kannske er Ögmundur að launa þann greiða? Kannske er Ólafur Ragnar að taka út veðið sem hann átti í Ögmundi? Er það svona með þessum aðferðum, sem Ög- mundur og Alþýðubandalagið vilja færa fjármagnið þangað sem þess er mest þörf?“ Tveimur dögum síðar fjallar Ell- ert enn um undirritaðan og vill nú skyndilega ekki hafa menn „fyrir rangri sök“ en telur að ég verði að sætta mig við að vera „skoðaður" og um mig fjallað í ljósi þess „sem almælt var“. Staðreyndir málsins •í tilefni af skrifum DV, fékk ég það staðfest hjá fjármálaráðuneyt- inu að árið 1988 gerði bókaforlagið Svart á hvítu samkomulag við fjár- KjaUarinn Ögmundur Jónasson form. BSRB málaráðuneytið um uppgjör á skuldum eins og reyndar tugir og hundruð fyrirtækja höfðu gert án þess að hafa sætt „skoðun" að hætti Ellerts B. Schrams. Reyndar væri ekkert við þessu að segja ef farið væri rétt með staðreyndir en því fer fjarri. Byggt er á ósannindum og söguburði. Þannig átti ég engra fjárhags- legra hagsmuna að gæta í þessu sambandi, ég var ekki hluthafi, á eigum minum hvíldu aðeins þau lán sem tekin höfðu verið til að koma upp íbúðarhúsnæði mínu. Það er því uppspuni frá rótum að samningar fjármálaráðuneytisins hafi á nokkurn hátt komið fjármál- um mínum við. Það er rógur af verstu tegund að ég hafi losnað úr persónulegum skuldbindingum fyrir tilstilli fjármálaráðherra. Öllu snúiðvið Ef til vill ætti að virða Ellert B. Schram það til vorkunnar að um árabil hefur miklum ósannindum verið haldið á loft varðandi bóka- forlagið Svart á hvítu og ekki að undra að einhver hafi ruglast eitt- hvað í ríminu. í atlögunni að mér er staðreyndum algerlega snúið á haus. Hið sanna er að árið 1989, löngu eftir að Svart á hvítu hafði gengið frá samkomulagi við fjár- málaráðuneytið, rétti ég aðstand- endum fyrirtækisins hjálparhönd með því að axla persónulegar ábyrgðir. Þetta hafði hins vegar ekkert með neina samninga við nein ráðuneyti að gera, kom engum opinberum aðilum við og þaðan af síður skattpeningum. Nú vil ég ekki ætla að Ellert B. Schram annað en hann hafi veriö óviljandi . verkfæri óhróðurs- manna. En hér sannast hins vegar að óhróðurinn bitnar ekki aðeins á þeim sem honum er beint gegn heldur einnig hinum sem flytur hann, í þessu tilviki DV og ritstjóra blaðsins sem óneitanlega hefur sett niður við þessi skrif. Ellert B. Schram skuldar enn les- endum blaðs sins og öllum almenn- ingi sem hefur heyrt fjallað um þetta mál á opinberum vettvangi eftir að skrif hans komu fram, skýringu á því hvernig það getur gengið til að leiðari í blaði sem vill láta taka sig alvarlega sé byggður á slúðri, ósannindum og ærumeið- ingum. Ögmundur Jónasson. Athugasemd frá ritstjóra Þann 25. janúar sl. skrifaði undir- ritaður leiðara sem fjallaði um þann tvískinnung Ögmundar Jón- assonar að taka sæti á lista Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík sem óháður frambjóðandi. í framhjá- hlaupi var minnst á þær staðreynd- ir, annars vegar að Ögmundur tengdist fiárhagslegum vandræð- um Svarts á hvítu og hins vegar á þá vafasömu stjómvaldsaðgerð þá- verandi fiármálaráðherra, Ólafs Ragnars Grímssonar, að taka gagnabanka fyrirtækisins sem veð fyrir skuldum fyrirtækisins viö ríkissjóð. Undirritaður hafði fyrir því heimildir sem hann treysti og tók mark á að þessi umdeilda ákvörð- un ráðherrans hefði losað Ögmund úr þeirri „persónulegu áhættu" sem hann tók á sig. Ef þær upplýsingar eiga ekki við rök að styðjast er undirrituðum ljúft og skylt að biðjast velvirðingar á tilvitnuðu orðalagi í leiðaranum. í þessu máli verður hver að eiga það við samvisku sína hvað rétt er. Og við það situr. Ellert B. Schram „En hér sannast hins vegar að óhróður- inn bitnar ekki aðeins á þeim sem hon- um er beint gegn heldur einnig hinum sem flytur hann, í þessu tilviki DV og ritstjóra blaðsins.. Lækkun hlutaskipta átogbátum Hlutaskiptum verði breytt „Undanfar- iö hefur verið hér í Vest- mannaeyjum mikil um- ræða um út- gerð og þá þróun sem hér hefur ver- ið; að bátum, sem einkum Slguréur einarsson, Stunda tog- iramkvmmdasllórl. veiöar, hefúr fækkað mikið. I við- tali við vikublaöiö Fréttir í Vest- mannaeyjum í seinustu viku hélt ég því fram að í þessu sambandi þyrfti að skoða allar leiðir til að tryggja rekstur þessara báta og draga úr kostnaði við hann. Mér finnst að sjómannafélögin hér hafi haft áhyggjur af þessu ástandi án þess að komna með nokkrar tillögur til úrbóta. Égtel að sjómannafélögin ættu að bjóða það að hlutaskiptum á þessum skipum yrði breytt og þau lækk- uð til þess aö tryggja frekar at- vinnu fyrir sjómenn. Skipsrúm á þessum togbátum hafa undanfar- in ár verið meö þeim eftirsóttustu hér vegna mikifla tekna. Þegar samningar um hlutaskipti á skip- um f þessum útgerðarflokki voru gerðir var miðað við mikið fleiri menn um borð í þessum skipum en reynslan er í dag. Það hlýtur að vera athugandi fyrir þessa sjó- menn á þessum skipum að taka á sig launalækkun og halda frek- ar plássum sínum. Þess vegna tel ég koma sterklega til athugunar að hlutaskiptum verði breytt til að tryggja rekstrargrundvöllinn. Engin rök til lækkunar „Það eru engin rök til þess að lækka hlutaskipti togbáta í Vestmanna- eyjum frekar en annars- staðar. Þetta gildir um alla skiptapró- Ellíla Bjömaaon, (or- sentu að það eru engin rök til þess að hún verði lækkuð. Þegar sjóðakerfið var stokkað upp síðast, þá var skiptaprósentan lækkuð um ákveðinn hundraðshluta með þvi að þá var tekin upp kostnaðar- hlutdeild. Hún er breytileg eftir þvi hvemig oliuverðíð breytist á markaðnum. Þetta þýöir að á bil- inu 24 til 26 prósent fara fram hjá skiptum áður en sjómaðurinn fær sitt. Sjómaðurinn fær svo hundraðshluta af því sem eftir er. Yfirleitt þegar er talað um pró- sentureikning þá er gengið út frá tölunni hundrað en í þessu tilfelli vill svo einkennilega til áö þama er miöað við 70 til 76 prósent. Sem sagt aö skiptaprósentan miðast við 28 prósent af t.d. 75 prósentum sem er öðrum en okkur óskiljan- legt. Það er þess vegna út í hött hjá Sigurði Einarssyni að koma með það fram að það eigi að lækka skiptaprósentuna. Hann getur kannski fært rök fyrir því að sjómenn hjá honum hafi á stundum það góðar tekjur að þær megi lækka. Það hafa ekki alltaf veriðjólin hjá honum. Mérfinnst aftur á móti athugandi hvort ekki eigi að leggja af hlutaskiptakerfið því þeir sem eiga bæði skip og vinnslu hagræða þessu eins og þeim hentar í gegnum fiskverðið. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.