Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 28
FRÉTTASKOTIÐ 562 2525. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað I DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. RITSTJÓRN - AUGLÝSINGAR - ÁSKRIFT - DREIFING: 563 2700 BLAÐAAFGREIDSLA OG ÁSKRIFT ER OPIN: Laugardaga: 6-14 Sunnudaga: lokað Mánudaga: 6-20 Þriðjudaga - föstudaga: 9-20 BEINN SÍMI BLAÐA’ AFGREIÐSLU: 563 2777 KL 6-8 LAUGAROAGS- OG MANUOAGSMORGNA Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995. Milljónatjón: Á sjöunda ~ þúsund ung- ar köf nuðu - í V-Húnavatnssýslu Á sjöunda þúsund hænuungar köfnuöu á bænum Syðsta-Ósi í Vest- ur-Húnavatnssýslu þegar rafmagns- tafla brann yfir í hænsnabúi á bæn- um. A ellefta þúsund hænuungar voru á búinu og lifðu um fjögur þús- und þeirra þetta af. „Þaö brann yfir rafmagnstafla í búinu og við það slokknaði á loft- ræstingu í búinu. Við þetta varð við- vörunarkerfið einnig óvirkt. Það eru tvær klukkur þarna inni. Önnur gengur fyrir eigin rafmagni og hin er tengd rafmagni hússins og sú sem gekk fyrir eigin rafmagni hafði geng- ið klukkutíma lengur en hin þegar Jón fór í húsið. Þannig að þetta upp- götvaöist ekki fyrr en um klukku- stund eftir að rafmagnið fór,“ sagði Guðmundur Friðriksson, fóðurbróð- ir Jóns Böðvarssonar, bónda á Ósi. Hænsnabúið á Syðsta-Ósi er upp- eldisstöðvar fyrir Norðurfugl, félag eggjabænda á Norðurlandi. Tvö bú áttu fugl að Syðsta-Ósi þegar óhappið -- varð. Jónas Jónasson, eggjabóndi að Sveinbjamargerði í Þingeyjarsýslu, sagði í samtali við DV að hann heföi átt sjö þúsund unga á búinu á Syðsta-Ósi og verulegur hluti þeirra væri dauður núna. Einnig hefði ann- ar eggjabóndi átt þarna fugla. Um væri að ræða milljónatjón en óvíst hvort ungadauðinn hefði áhrif á framboðáeggjumásvæöinu. -pp Frjáls fjölmiölun hf.: Sveinn kaupir - hlutHarðar Samningar eru á lokastigi á milli Harðar Einarssonar og Sveins R. Eyjólfssonar um að Hörður, fyrir hönd Reykjaprents hf., selji Sveini helmingshlut í Fijálsri fjölmiðlun hf. sem gefur út DV. Stefnt er að þvi aö ljúka samningum í dag. Þar með er Hörður að hætta störf- um hjá Frjálsri fjölmiðlun en saman hafa þeir Sveinn rekið fyrirtækið frá sameiningu Dagblaðsins og Vísis eða í nær 14 ár. Þegar þeir hófu að vinna að loka- frágangi málsins í morgun sagði Hörður það ekki tímabært aö ræða hvað tæki við hjá sér. Sveinn sagði _ «að engar breytingar yrðu gerðar á rekstri fyrirtækisins eins og staðan væri í dag. „Ég sit hér áfram og rek fyrirtækið,“ sagði hann. ímorgun: Barinn með hnvil/fcrti VllArll „Okkur barst tilkynning um honum. Maðurinn segist hafa flúið mann með verulega áverka við út úr húsinu en húsráðandi farið á Dunhaga tii móts viö Háskólabíó eftir honum og haldið áfram að klukkan 5.30 í morgun. Þegar lög- berja hann með borðfætinum. reglumenn komu á vettvang var Einníg rændi húsráðandi veski af þar alblóðugur maður með alvar- fórnarlambinu. lega áverka," sagðiÁrni Vigfússon, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Talið. er að maðurinn hafi hiotið Reykjavík, við DV í morgun. alvarlegustu áverkana á flóttanum Maðurinn gaf þær skýringar aö fyrir utan húsið og mátti sjá blóð- hann hefði verið gestkomandi í slóð eftir hann fyrir utan. Sam- heimahúsi við Arnargötu þegar kvæmt upplýsingum á slysadeild húsráðandi réðst á hann með borð- var maðurinn talsvert skorinn en fæti og byriaði að berja hann meö ekki lífshættulega slasaður. Hann átti þó eftir að fara í frekari rann- sóknir. Árásarmaðurinn var handtekinn stuttu eftir að atvikið átti sér stað. Hann var með minni háttar áverka og var fluttur á slysadeild og þaðan í fangageymslu. Hann hefur áöur komið við sögu lögreglu og sam- kvæmt heimildum DV meðal ann- ars verið kærður fyrir ofbeldisbrot. Mennirnir munu hafa setið að sumbli um nóttina en ekki hafa verið verulega ölvaðir þegar lög- reglankomaðmálínu. -pp Höröur Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson takast í hendur og þakka hvor öörum fyrir nærri 14 ára samstarf á DV. DV-mynd GVA Sjónvarpsþjófnaður: Starfstúlka fannþjófana Skarpskyggni starfstúlku á Hótel Loftleiðum varð til þess aö þrír menn voru handteknir vegna sjónvarps- þjófnaðar á hótelinu. Stúlkan var við vinnu í gærkvöld og varð vör við þijá grunsamlega unga menn í ráðstefnusal í kjallara hótelsins. Hún fór og náði í þjón til að stugga við mönnunum en þegar hún kom ásamt þjóninum í kjallara hótelsins voru ungu mennirnir á bak og burt og sjónvarpstæki horfið úr ráðstefnusalnum. Þegar stúlkan var á leið heim til sín eftir vinnu laust eftir miðnætti veitti hún athygli þremur mönnum, sem sátu í kyrrstæðum bíl við Snorrabraut. Þar þekkti hún að voru á ferðinni sömu menn og höfðu verið í kjallaranum um kvöldið og lét lög- reglu vita. Mennirnir voru hand- teknir og viðurkenndi einn þeirra að hafa stolið sjónvarpinu og fannst það heima hjá honum. Alhr mennirnir gistu fangageymslur í nótt og verður máliðsentRLRtilrannsóknar. -pp Húnavatnssýsla: Hross fennti íkafog drápust „Það er rétt aö í þessu foráttuveðri aðfaranótt 16. janúar og 18. janúar drápust hross hér í Húnavatnssýslu er þau fennti í kaf. Ég veit ekki hve mörg drápust en hjá mér fóru 2 og ég hef heyrt um 11 önnur án þess að ég hafi fengið á því staðfestingu," sagði Theódór Pálsson, bóndi á Sveð- justöðum í Húnavatnssýslu, í sam- tali við DV í morgun. Hann sagði að hér hefði verið um útigagnshross að ræða sem gefið væri hey þegar jarðbönn yrðu. Veðr- ið hefði verið svo brjálað þegar þetta gerðist að engum manni hefði verið fært út til að reyna að bjarga. -sjáeinnigbls. 11 Keflavik: Fimm handteknir Lögreglan í Keflavík handtók í nótt 5 konur og karla grunuð um innbrot í nokkur fyrirtæki þar í bæ. Um er að ræða fólk úr Reykjavík og var það á ferð í bíl þegar það var handtekið. Fólkið gisti fangageymsl- ur í Keflavík í nótt en yfirheyrslur höfðu ekki fariö fram í morgun. -PP LOKI Sagði ekki einhver að skyldu- aðild að lífeyrissjóðum væri lögverndaður þjófnaður? Veðriðámorgun: Frost inn til landsins Á morgun verður suðaustan og austan strekkingur um landiö sunnan- og vestanvert, víða slydda en snjókoma til fjalla. Norðan- og austanlands verður vindur fremur hægur og talsvert frost inn til landsins. Veðrið í dag er á bls. 36

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.