Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 5 pv________________________________Fréttir Setusaksóknari vegna kæru Sævars Ciesielskis: Bið verður á niðurstöðu Ekki er aö vænta niöurstöðu Ragn- ars H. Hall, sérstaks saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, í þessum mánuöi. Eins og fram kom í DV í nóvember skilaði Sævar Ciesielski,. aðalsak- borningurinn í málinu, greinargerð til dómsmálaráðuneytisins og óskaði eftir því að mál sitt yrði tekið upp aftur í ljósi þess að ný gögn hefðu komið fram í málinu sem sönnuðu sakleysi hans. Dómsmálaráðherra vísaði málinu til saksóknara sem vék sæti í málinu. Ráðherra skipaöi því Ragnar H. Hall sérstakan setusak- sóknara í málinu. Samkvæmt upplýsingum DV var það niðurstaða Ragnars að frekari gagna væri þörf til stuðnings kröfu um endurupptöku málsins og var Sævari gefinn frestur til seinustu mánaðamóta að skila þeim inn. Tíminn reyndist Sævari ekki nægur og óskaði hann eftir að fá frekari frest til gagnaöflunnar og var honum veittur hann. -pp Góö þorskveiði í netin: Þetta er eins og hálft kennarastarf - segir Stefán á Aöalbjörgu RE „Þetta er svona eins og að vera í hálfu kennarastarfi. Kvótinn setur okkur slíkar skorður að það má ekk- ert gera. Ef spáin gerir ráð fyrir kalda þá drögum við upp netin og höldum í landi,“ segir Stefán Einars- son, skipstjóri á Aðalbjörgu RE 5, sem stundar netaveiðar á Faxaflóa. Ágæt þorskveiði hefur verið og eru dæmi um að menn hafi fengið allt að 5 tonnum í trossu. Stefán segir að meira veröi vart viö hefðbundinn vertíðarþorsk, 7-10 kíló, nú en áður. „Það lítur vel út með þorskveiðina en vandinn felst fyrst og fremst í kvótaleysi," segir Stefán. -rt SUZUKI SWIFT Verulega góður kostur Suzuki Swift er bíll, sem hefur reynst einstaklega vel við íslenskar aðstæður, eins og mikill fjöldi ánægðra eigenda getur vitnað um. Rekstrarkostnaður er sérstaklega lágur vegna lítillar bilanatíðni og sparneytni er í algjörum sérflokki, frá 4.0 lítrum á hundraðið. Endursöluverð á Suzuki Swift er einnig óvenju hátt. Nú getum við boðið Suzuki Swift á ákaflega hagstæðu verði: Verð: Suzuki Swift, beinskiptur, frá kr. 939.000 Sjálfskiptur frá kr. 1.029.000 $SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFAN 17, SÍMI 568 5100 BÍLASTÆÐASJÓÐUR Bílastœði fyrir alla Það er þægilegra að nota miðastæði og bílahús en þig grunar Mikilvægar spurningar sem eigendur spariskírteina ríkissjóðs gætu hagnast á að svara! Viltu • bestu ávöxtun á sparifé þitt? œm. , • geta gripið til sparifjár þíns hvenær sem er? • dreifa sparifé þínu á mismunandi form? • hafa yfirsýn yfir úrvalið á einum stað? • nýta þér þjónustu viðurkenndra sérfræðinga Landsbankans og Landsbréfa sem leita bestu ávöxtunar fyrir þig og vaka yfir nýjum möguleikum og enn betri kjörum þér til handa? Festu ekki fé þitt að óathuguðu máli! Komdu eða hafðu samband í næsta útibú okkar og við leitum bestu leiða til ávöxtunar fyrir sparifé þitt og innleysum spariskírteini þér að kostnaðarlausu. Landsbanki íslands I Banki allra landsmanna f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.