Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 37 oo Verk efftir Peter Halley eru sýnd á Mokka. Nýja strangflat- armálverkið Á Mokka stendur nú yfir sýning á silkiþrykkjum eftir helsta forsprakka nýja strangflatarmál- verksins, Peter Halley, sem skaust upp á alþjóðlegan stjörnu- himin myndlistarinnar í hsta- verkahvellinum á miðjum síðasta áratug. Nýja strangflatarmál- verkið eða „neó-geó“, eins og inn- vígðir kalla það, stendur fyrir ný-geómetríska hugmyndalist. Sýningar Ólíklegustu listamenn hafa verið bendlaðir við þessa stefnu sem hlaut heiti í Sonnabend-gallerí- inu á Manhattan 1986. Viðurnefn- ið gaf góöa raun og hafa margir fulltrúar stefnunnar náð langt á framabrautinni. Hins vegar er orðið „neó-geó“ að mestu fallið úr notkun í tískuheimi myndlist- arinnar og stendur einna helst eftir sem samnefnari fyrir verk Halieys. Á sýningunni í Mokka er einnig að finna verk eftir Svavar Guðna- son (frá 1955) og Valtý Pétursson (frá 1958). Tilgangurinn er að sýna hvernig svonefnd skipulags- rit Halleys bjóða upp á þjóðfélags- legt endurmat á framlagi ís- lensku konkretlistamannanna. Þyrlur þykja mjög hentugar í björgunarflug, eins og dæmin sanna. Sitthvað um þyrlur Saga þyrilsins er nátengd þró- unarferh þyrlunnar. Árið 1908 tók Rússinn Igor Sikorsky, sem flust hafði til Bandaríkjanna, að velta fyrir sér þyrlubúnaði og skrúfublöðum. Þyrilhnn tryggði í senn að þyrlan héldist á lofti og þokaðist fram á við. Frá Sikorsky varð þróunin margslungin og ár- lega komu nýjar lausnir. Blessuð veröldin Fyrsta þyrluflugið Fyrsta þyrlan flaug 1 km í hring- flug 4. maí 1924. Þyrlusmiðurinn var Frakkinn Etienne Oemichen. Áriö 1936 smíðuðu Louis Breguet og Réne Dorand þyrluna Gyro- plane Laboratoire, sem gerði það sem henni var ætlað að gera, sveif kyrr á tilteknum stað, flaug út á hhð, flaug í ýmsar áttir í alhanga hríð, en mest var þó um vert að hún lenti með fyllstu nákvæmni. Fjöldaframleiðsla hefst Það voru Fokker-verksmiðjumar sem fyrst hófu íjöldaframleiðslu á þyrlum. Var þetta árið 1940. Var tegundin nefnd Fokker-Aghehs FA 223 og fór frumgerðin fyrst á loft um mitt árið 1940. Næturvagnar SVR Strætisvagnar Reykjavíkur hafa á undanfomum misserum verið með næturferðir um helgar og nú er kom- ið fast fyrirkomulag á þessar ferðir sem eru á föstudags- og laugardags- kvöldum. Ferðunum er skipt niður í tvær leiðir. Önnur leiðin er númer 125 og fer hún frá Kalkofnsvegi kl. 2 Umhverfi og 3 eftir miðnætti og heldur í Bú- staða- og Breiðholtshverfi og var kort af þeirri leið birt í gær. Hin leiðin er nr. 130 og er sýnd hér á kortinu til hhðar. Vagninn ekur frá Hverfisgötu við Stjómarráðshúsið kl. 2.00 og 3.00 og fer um Sundin, Árbæ og Grafar- vog. Fargjaldið er kr. 200 í reiðufé. Farmiðar og græn kort gilda ekki á þessum leiöum. jReykja- /vegur Fjallkonu yið Stjórnarráð 02:00 og 03:00 ■ ■ :■'■:• '■'■•■ Lækjartorg, Sund, Árbær og Grafarvogur Mæðusveit Reykjavíkur og nágrennis á Fógetanum: Á Fógetanura í kvöid mun Mæðu- sveit Reykjavikur og nágrennis skemmta gestum. Mæðusveitin var stofnuð fyrir um ári af þeim Hlöð- ver Eilertssyni og Jóni Óskari Gíslasyni, fyrrum Centaur- og Jöt- unuxameðhmum og Sigurjóni Skeirnntandr Skæringssyni, fyrram söngvara Stálfélagsins sáluga. Mæðusveitin hefur það að markmiöi að skemmta sér og öör- um með eldgömlum lummum. Má nefna lög sem Dr. Hook, Smokie, Janis Joplin, Neil Young, Rolling Stones, Eagles, Hank Williams og Bo Halldorsson hafa flutt. Þess má geta að Mæðusveitin afrekaði að spila sig inn í þátt Hemma Gunn með íslenska útgáfu af laginu Co- ver of the Rolling Stone. Mæðusveit Reykjavíkur og nágrennis leikur á Fógetanum í kvöld Þungfært á Austur- landi Góð færö er á helstu þjóðvegum landsins. Þó er þungfært um Mos- fellsheiði og Kjósarskarðsveg og fyrir Gilsfjörö. Norðurleiðin er fær til Akureyrar og um Víkurskarð með Færðávegum ströndinni austur til Vopnaíjarðar. Fært er yfir Steingrímsfjarðarheiði til ísafjarðar. Breiðadalsheiði er fær. Á Austurlandi er þungfært um Vatnsskarð eystra. JT Astand vega Hálka og snjór S Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir cu © Fært fjallabílum Litla stúlkan á myndinni heitir 4.30. Hún reyndist vera 4468 grömm Sonja Lóra og fæddist á fæðingar- og 53 sentímetra löng. Foreldrar deild Landspítalans 6. febrúar kl. SonjuLárueruSteinuxmRutÆgis- dóttir og Láras Axel Siguijónsson. Bruce Willis leikur sálfræðing sem lendir i slæmum málum. Sálfræðingur í leitað morðingja Regnboginn sýnir um þessar mundir spennumyndina Lit- brigöi næturinnar (Colour of Night) með Bruce Wihis í aðal- hlutverki. Leikur hann sálfræð- inginn Bill Capa sem bregst illa við sjálfsmoröi eins sjúklinga sinna og ákveöur að flytja sig um set frá New York til Los Angeles. Þar tekur á móti honum gamah skólafélagi og starfsbróðir sem Kvikmyndir stuttu síðar er myrtur. Bob ákveður að leita morðingja vinar síns en kynnist um sama leyti hinni fógra Rose sem fullnægir öhum hans leyndustu þörfum. Bruce Willis er óþarft að kynna, hann er meðal vinsælustu leikara í Bandaríkjunum og á það kannski fyrst og fremst að þakka leik sínum í Die Hard myndun- um. Hin unga breska leikkona Jane Marsh er ekki óvön því að vera fáklædd fyrir framan kvik- myndavélamar en hún lék annað aðalhlutverkið í The Lovers, kvikmynd Jean-Jacques Annaud, sem vakti mikla hneykslun. Nýjar myndir Háskólabíó: Skuggalendur Laugarásbíó: Timecop Saga-bíó: Pabbi óskast Bíóhöllin: Wyatt Earp Stjörnubíó: Frankenstein Bíóborgin: Leon Regnboginn: Litbrigði næturinnar Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 37. 09. febrúar 1995 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 67,100 67,300 67,440 Pund 104,320 104,630 107,140 Kan. dollar 47,980 48,170 47,750 Dönsk kr. 11,1540 11,1990 11,2820 Norsk kr. 10,0230 10,0630 10,1710 Sænsk kr. 8,9830 9,0190 9,0710 Fi. mark 14,1960 14,2530 14,2810 Fra. franki 12,6840 12,7350 12,8370 Belg. franki 2,1328 2,1414 2,1614 Sviss. franki 51,8800 52,0800 52,9100 Holl. gyllini 39,1500 39,3000 39,7700 Þýskt mark 43,9000 44,0300 44,5500 It. líra 0,04149 0,04169 0,04218 Aust. sch. 6,2310 6,2620 6,3370 Port. escudo 0,4253 0,4275 0,4311 Spá. peseti 0,5091 0,5117 0,5129 Jap. yen 0,67900 0,68100 0,68240 Irskt pund 103,600 104,120 105,960 SDR 98,38000 98,87000 99,49000 ECU 82,7600 83,0900 84,1700 Simsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan Larétt: 1 þrá, 8 visa, 9 spíri, 10 kúgunar, 12 ófús, 13 skorturinn, 14 gangflötur, 16 líf, 18 fónn, 19 gutl, 20 karlmannsnafn, 22 tré, 23 sólguð. Lóðrétt: 1 hreinsa, 2 rúm, 3 þegar, 4 fjar- lægasta, 5 málms, 6 yfirgefnar, 7 lækkun, 11 þreklaus, 13 styrkja, 5 nema, 17 sefi, 21 skóli. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 Solveig, 8 kría, 9 ill, 10 iðn, 11 rómi, 13 stuld, 14 at, 15 tala, 17 áðu, 19 ak, 20 ólmir, 22 sið, 23 óart. Lóðrétt: 2 orðtaki, 3 línu, 4 varla, 5 ei, 6 ilmaöir, 7 glit, 12 ódáma, 16 lóð, 18 urt, 21 ló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.