Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
7
Vinnsla i álverinu við Straumsvik. Frumkvæði að stækkun verksmiðjunnar er islendinga, segir talsmaður Alusuisse.
Nýr kerskáli í Straumsvik fyrir lok ársins 1997?
Það er undir íslenskum
stjórnvöldum komið
- segir Kurt Wolfensberger, stjómarmaður í Alusuisse-Lonza
„Frumkvæðiö að stækkun álvers-
ins kom alfarið frá íslenskum stjóm-
völdum. Viö höfum hitt fulltrúa ís-
lenskra stjórnvalda út af þessu máli
og staðfest vilja okkar til að kanna í
sameiningu kosti þess að stækka ál-
verið í Straumsvík," sagði Kurt Wolf-
ensberger, fulltrúi Alusuisse-Lonza í
ÍSAL, í samtali við DV þar sem hann
var staddur í aðalstöðvum fyrirtæk-
isins í Sviss.
Alusuisse-Lonza hefur undanfarin
misseri dregið úr álframleiðslu sinni
og tekur nú einungis þátt í álfram-
leiðslu á þrem stöðum í heiminum,
þar á meðal á íslandi. Engu að síður
hefur fyrirtækið lýst yfir áhuga á að
auka framleiðsluna í Straumsvík.
Kurt segir áhuga Alusuisse-Lonza
á stækkun álversins einkum byggj-
ast á því að álverð hefur hækkað að
undanfórnu og allar efnahagslegar
forsendur framleiðslunnar batnað.
„Við erum að kanna kosti á að
bæta við nýjum kerskála í Straums-
vik. Það er undir íslenskum stjórn-
völdum komið hvort af þessu verður
eða ekki. Orkuverðið skiptir okkur
mestu máh en einnig það efnahags-
lega umhverfi sem okkur yröi búið.“
Að sögn Kurts er ísland aölaðandi
kostur fyrir fjárfesta vegna orkunn-
ar. Hvað Alusuisse-Lonza varðar sé
hins vegar æskilegt að fleiri aðilar
komi að dæminu, innlendir eða er-
lendir fiárfestar. Hann segir að með-
al þeirra kosta sem verði kannaöir
sé þátttaka þýsks álfyrirtækis sem
sé reiðubúið að flyfia tilbúinn ker-
skála til íslands.
„Ef þetta er tæknilega framkvæm-
anlegt sé ég enga vankanta á þvi að
vefja þennan kost. Þetta hefur verið
gert annars staðar og því ekki á ís-
landi? Kostnaðurinn gæti verið allt
að 30 prósent minni en við að byggja
nýjan kerskála."
íslensk sfiórnvöld hafa sagt að nýr
kerskáli gæti orðið tilbúinn í árslok
1997 gangi allt að óskum. Aðspurður
um þetta segist Kurt vera hæfilega
bjartsýnn. „Allar ytri aðstæður lofa
góðu,“ sagði hann.
-kaa
Hestamannamót í Vestmannaeyjum:
Fyrsta mótið þar í áratugi
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum;
Aðalfundur í Hestamannafélagi
Vestmannaeyja var haldinn fyrir
skömmu. Þar kom fram að mikill
kraftur hefur verið í starfseminni og
í vor er ætlunin að halda hesta-
mannamót í Eyjum.
Silja Ágústsdóttir tók viö for-
mennsku í félaginu af Sigurgeiri
Brynjari Kristgeirssyni og eru Magn-
ús Kristinsson og Bjami Sighvatsson
með henni í stjórn.
Félagsmenn ráða yfir 30 hrossum
og ýmislegt veröur á döfinni í ár.
Ungir félagar Hestamannafélagsins
Harðar í Mosfellsbæ koma í heim-
sókn 28.-30. apríl. Þá verður hesta-
mannamót á malarvellinum. Þar
munu margir þekktir knapar sýna
gæðinga sína og verður það fyrsta
hestamannamótið í Eyjum á síðustu
áratugum.
LUXMlÐÍG
Dýna með tvöföldu gormakerfi og bómullar-
dúk. Medíó er millistíf dýna sem kostar ekki
mikið og dugar lengi.
Þykk yfirdýna fylgir.
(margar stærðir)
Verðdæmi:
90 x 200cm
kr. 22.360,-
llúsKíixníihöllin -þvgnr Ini \ilt soín \(k!
Fréttir
Atlantsál-hópurinn heldur enn að sér höndum:
Viljum meiri stöðug-
leika á markaðnum
- segir Tom Hagley, framkvæmdastjóri hjá Alumax
„Alumax hefur verið í sambandi
við hin fyrirtækin í Atlantsál-hópn-
um, Gránges og Hoogovens, varöandi
framkvæmdir á Keilisnesi án þess
að nýjar ákvarðanir hafi verið tekn-
ar. Við fylgjumst náið með heims-
markaðsverði á áli og viljum sjá það
haldast hátt í lengri tíma en orðið er.
Alumax hefur ennþá mjög mikinn
áhuga á þessu verkefni en við viljum
sjá meiri stöðugleika á markaðn-
um,“ sagði Tom Hagley, fram-
kvæmdastjóri hjá bandaríska álfyr-
irtækinu Alumax, þegar DV hafði
samband við hann í gær í höfuð-
stöðvum fyrirtækisins í Atlanta.
Alumax hefur verið leiðandi aðili
í Atlantsál-hópnum svokallaða sem
ráðgerði byggingu nýrrar álverk-
smiðju á Keilisnesi. Þeim áformum
var slegið á frest fyrir nokkrum
árum þegar álverð á heimsmarkaði
var í lágmarki. Þá var rætt um að
fyrirtækin endurskoðuðu ákvörðun
sína um framkvæmdir hér á landi
þegar álverð hækkaði. Um nokkurt
skeið hefur álverð verið vel yfir tvö
þúsund dollurum tonnið eða nokkru
yfir þeim mörkum sem Atlanta-
hópurinn miðaði við.
Tom vildi ekki fiá sig um hugsan-
lega þátttöku Alumax í þeim áform-
um Alusuisse-Lonza og íslenskra
stjómvalda að stækka álverið í
Straumsvík með þátttöku þriðja að-
ila. Á hinn bóginn upplýsti hann að
Alumax hefði ákveðið að selja jap-
önskum fiárfestum eignarhluta á ál-
verum fyrirtækisins í Maryland og
Washington. Aðspurður treysti Tom
sér ekki til að segja hvort þetta væri
vísbending um að Alumax ætlaði að
draga sig enn frekar út úr álfram-
leiðslu. -kaa
milljónir fóru
í úttektir
í borginni
Borgai'sjóður hefur greitt ríf-
lega 4,7 milljónir króna fyrir út-
tektir og rannsóknir á vegum
skrifstofu borgarsfióra frá því
Reykjavíkurlistinn tók við völd-
um í borginni. Stærsti hlutinn,
eða 3,3 milljónir, fór í úttekt á
fiárhagsstöðu borgarsjóðs.
Hagvangur fékk 735 þúsund
krónur fyrir skipulagsúttekt á
borgarskrifetofum. Stefán Jón
Hafstein fékk 510 þúsund krónur
fyrir að gera úttekt á sfiómskipu-
lagi borgarinnar og Ráö hf. fékk
200 þúsund fyrir könnun á fýrir-
komulagi innkaupa á garö- og
skógarplöntum.
Borgarsjóöur greiddi 355 þús-
und krónur í laun og launatengd
gjöld vegna nefnda og vinnuhópa
frá 15. júní 1994 til 1. febrúar 1995.
BILASTÆÐASJOÐUR
Bílastœði fyrir alla
Það er ódýrara að nota miðastæði og bílahús en þig grunar
Ægir Már Kárason, DV, Suöumesjum.-
„Það kom okkur virkilega á óvart
hvað ríkissaksóknari ætlar að ganga
langt í málinu. Við ákváðum að taka
ekki dómsátt - vildum ekki að nöfn
okkar færu inn á sakaskrá," sagði
Guðjón Vilhelm Sigurðsson, Keflvík-
ingur, sem ríkissaksóknari hefur
kært ásamt Benedikt Oddssyni og
höfðað opinbert mál gegn í Héraðs-
dómi Reykjaness fyrir að sýna hnefa-
leika. Þá var Bergþóra Berta Guð-
jónsdóttir ákærð fyrir að hafa skipu-
lagt atriðiö.
Héraðsdómur Reykjaness tók mál-
ið fyrir í Keflavík í fyrradag. Guðjóni
og Benedikt var boðin dómsátt sem
hljóöaði upp á 15.000 krónur á hvorn
og Bergþóru upp á 25.000 krónur. Þau
neituðu og ætla að fá lögfræðiaðstoð.
Hnefaleikamálið:
Höf nuðu dómsátt
i.