Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 11 Fréttir Sýslumaður kannar ásakanir um að lausagönguhross í Húnavatnssýslu séu vannærð og sum dauð: Mér ofbýður meðferðin á þessum hrossum - segir Sverrir Hjaltason á Hvammstanga - telur að tugir hrossa hafi drepist í óveðrinu „Mér hreinlega ofbýöur meöferðin á þessum hrossum, þess vegna haföi ég samband við Samband dýravernd- arfélaga íslands. Maöur horfir upp á þessi grey um allt þar sem algjör hagleysa er og hvergi stingandi strá. Ég hef fariö hér víða um á vélsleða og séö þetta ástand meö eigin aug- um,“ segir Sverrir Hjaltason, raf- veitustjóri á Hvammstanga, vegna slæmrar meðferðar á útigangshross- um. Hann segir ljóst að tugir hrossa hafi drepist í óveörinu eftir miöjan janúar. Mestum áhyggjum valdi sér þó umhirðuleysið sem mörg þeirra hrossa sem eftir lifa búa viö. „Þaö drapst hér mikið af hrossum um allar trissur. Þaö sem mér blöskrar mest aö sjá er aö það er engin beit og þrátt fyrir það eru hross enn í lausagöngu. Fólk þorir ekki að segja neitt til aö styggja ekki ná- grannana. Þaö eru sumir ræflar sem alls ekki sinna um sín hross en þaö er þó sem betur fer ekki algengt. Ég var að gera viö raflínu 20. janúar þegar ég kom aö hrossahópi, sem ég veit reyndar aö hefur veriö gefiö, ein hryssan í hópnum var með klaka- hnullung hangandi niöur úr snopp- unni. Þaö gerist þegar þessi grey eru aö snapa eftir æti. Klakinn hefur veriö upp undir kíló að þyngd og þaö var farið aö blæða úr snoppunni undan honum,“ segir Sverrir. Grípa verður til aðgerða Hann segir að lögum samkvæmt eigi aö skýla hrossum þó ekki sé beinlínis sagt aö hafa eigi þau í hús- um. Þaö sé ljóst aö þarna þurfi að grípa til einhverra aðgerða. „Menn geta spurt sig hver aöstaðan sé til aö skýla og gefa hrossum eftir aö skolliö er á vitlaust veður. Svariö viö því er einfalt; aðstaöan til þess er engin. Þetta hlýtur aö vera verk- efni fyrir Alþingi til að taka á,“ segir hann. Bóndi í Húnavatnssýslu, sem DV ræddi við, sagðist horfa upp á aö á næsta bæ væru 100 hross og flest þeirra án umhirðu. Hann segir ljóst að þar séu einhver hross dauö og þau sem eftir eru séu án umhirðu. „Reykvíkingar eiga þessi hross og einn þeirra var á staðnum þegar veöriö skall á. Hann hugsaði um það eitt að komast til Reykjavíkur í staö þess aö reyna að koma hrossunum í hús. Honum lá svo mikið á aö hann fékk far með snjóbíl. Þaö er engin leið aö átta sig á því hversu mörg hross hafa drepist þarna. Þaö kemur varla í ljós fyrr en snjóa leysir. Þarna eru um 20 hross í húsi og afgangur- inn hímir úti í hagleysu. Þetta er ómanneskjuleg meðferö, svo að ekki sé meira sagt. Þetta er örugglega ekki eina dæmið, það eru víðar hross i hiröuleysi," sagöi bóndinn. Sýslumaöurinn í Húnavatnssýslu, Kjartan Þorkelsson, segist hafa heyrt af hirðuleysi meö hross en ekkert sé staöfest í því efni. „Við erum með þessi mál til rann- sóknar en það er ekkert hægt að segja meira á þessu stigi,“ sagöi Kjartan. -rt AEG þvottavélar AEG Lavamat 508 Vinduhraði 800 sn/mín, tekur 5 kg, sér hitavalrofi, ullar- forskrift, orkusparnaðarforskrift, orkunotkun 2,1 kWst á lengsta kerfi, einföld og traustvekjandi, Kr. 69.990 stgr. eða 73.674 VfSA ■■■■ Raðgreiðslur, kr. 3.574 á mán., í 24 mánuði Raðgreiðslur, kr. 2.541 á mánuði, í 36 mánuði Þriggja ám áhyreð á ollum AEG ÞVOTTAVÉLUM Umboósmenn Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi. Kf. Borgfirðinga. Borgarnesi. Blómsturvellir, Helliss- andi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfiröir: Rafbúð Jónasar Þór, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvik. Straumur, isafiröi. Noröurland: Kf. Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Kf. V-Hún„ Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blöndu- ósi. Skagfirðingabúð, Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA, Dalvík. Kf. Þin- geyinga, Húsavik. Urð, Raufarhöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði, Stál, Seyðisfirði. Versl. Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. Suðurland: Kf. Rangæinga, Hvolsvelli. Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi, Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. Fit Hafnarfirði. . BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 8, simi 38820. LÁTTU SKRÁ ÞIGÍ VINNINGSLIÐ HHÍ95. VIÐ DRÖGUM 10. FEBRÚAR. Við eigum eftir að draga út yfir 100 vinninga frá einni milljón og upp í 25 milljónir króna. Auk mikils fjölda hálfrar miiljóna króna vinninga og lægri. 2. FLOKKUR: DREGIÐ 10. FEB. •1 ' vinningur á kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 4’ irinningar á kr. 2.000.000 kr. 8.000.000 •4 ’ vinningar á kr. 1.000.000 kr. 4.000.000 16 " á kr. 200.000 kr. 3.200.000 •10 " á kr. 500.000 kr. 5.000.000 40 " á kr. 100.000 kr. 4.000.000 •48 " á kr. 125.000 kr. 6.000.000 192 " á kr. 25.000 kr. 4.800.000 •820 " á kr. 70.000 kr. 57.400.000 3280 " á kr. 14.000 kr. 45.920.000 •1200 " á kr. 12.000 kr. 14.400.000 4800 " á kr. 2.400 kr. 11.520.000 •2 aukav. á kr. 250.000 kr. 500.000 8 aukav. á kr. 50.000 kr. 400.000 10425 kr. 175.140.000 • TROMPMIÐI Enn er tækifæri til að vera með í vinningsliði HHÍ95. Eftirsóknarverðustu vinningar árisins eru: 18 milljónir samtals í mars, 45 milljónir samtals í desember og glæsi- álbifreiðin AUDI A8 á gamlársdag. Allir þessir vinningar verða eingöngu dregnir úr seldum miðum og ganga því örugglega út. Þetta eru óvenju miklir vinningsmöguleikar. Láttu ekki þetta einstaka tækifæri fram hjá þér fara! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings y&6ur!i etn gera

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.