Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 3 Fréttir 197 þúsund einstaklingar sveittir yfir skattframtölunum sem skila á fyrir miðnætti á föstudag: Vaxtagjöldin vefjast enn mest fyrir fólki - nokkrar nýjungar á framtalinu vegna skattalagabreytinga ing. Nú eru 80% af slíkum fjárfest- ingum frádráttarbær á skattframtali. Hámarksfrádráttur fyrir einstakl- inga er 103 þúsund krónur og 207- þúsund fyrir hjón. Á 7. grein skattalaga hefur verið gerð sú breyting að við lið um verð- laun, heiðurslaun, vinninga í happ- drætti o.fl. er viðbótarákvæði um að verðlitlir vinningar í almennum happdrættum og keppni teljist ekki til skattskyldra tekna sambærilegt við það sem gildir um tækifærisgjaf- ir. Að lokum skal nefna breytingu á eignaskattsútreikningi einstaklinga hvað dánarbú varðar. Eignaskattur er lagður á eins og hjá einstaklingi á dánarári viðkomandi. Ef menn deyja seint á árinu og ekki búið að ljúka búskiptum þurfa aðstandendur ekki að lenda í því aö borga hærri eigna- skatt af eigum dánarbúsins fyrir vik- ið. Á miðnætti annað kvöld rennnur út frestur fyrir 197 þúsund einstakl- inga, þ.m.t. hjón og sambúðarfólk, að skila skattframtölum sínum. Hægt er að sækja um frest til 28. fe- brúar og reiknað með að um fjórð- ungur einstaklinga nýti sér það. Einstaklingar með sjálfstæðan at- vinnurekstur hafa frest til 15. mars að gera upp síðasta ár. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á skattalögum frá síðasta framtali en samkvæmt upplýsingum frá endurskoðendum og embætti rík- isskattstjóra eru það sömu atriði sem veljast helst fyrir fólki við gerð skatt- framtala; þ.e. útreikningur vaxta- bóta. KPMG Endurskoðun hf. hefur tek- iö saman helstu breytingar á skatta- lögum á árinu 1994. Þegar litið er á þau atriði er varða einstakhnga, og tekið hafa gildi, kemur ýmislegt í ljós sem gagnlegt er að hafa í huga þegar skattframtalið er fyllt út. Fyrst skal nefna breytingar á út- reikningi vaxtabóta. Nú gildir 90% reglan ekki lengur. Ákvæði um út- reikning vaxtabóta hafa breyst á þann veg aö vaxtagjöld geta aldrei orðið hærri en nemur 7% af stöðu þeirra lána sem tekin hafa verið til öflunar íbúðarhúsnæðis eins og hún var í lok árs. Frá þannig ákvörðuðum vaxtagjöldum skal draga allar vaxta- tekjur samkvæmt 8. grein skattalaga. Einnig er heimilað að skuldajafna vaxtabótum á móti opinberum gjöld- um sveitarfélaga og meðlögum tii Innheimtustofnunar. Rétt er að minna á að afiföll af húsbréfum eru ekki viðurkennd sem vaxtagjöld sem veita rétt til vaxtabóta nema í þeim tilfellum þar sem menn gefa sjálfir út veðskuldabréf, t.d. húsbyggjend- ur. Þá hafa breytingar verið gerðar á útreikningi barnabóta. Heimilaö er að skuldajafna barnabótum og barnabótaauka á móti opinberum gjöldum sveitarfélaga og meðlögum til Innheimtustofnunar. Við ákvörð- un á barnabótaauka samkvæmf B- lið, sem að hluta til er tekjutengdur, Einstaklingar hafa frest fram tii mið- nættis annað kvöld að skila skatt- framtali sinu. verður ekki lengur heimilað að draga frá tekjum tekjur eins og laun emb- ættismanna, arð, stofnsjóðstillög og fjárfestingu í atvinnurekstri. 80% af leigutekjum eru frádráttarbær Um frádrátt frá tekjum manna ut- an atvinnurekstrar hafa verið gerðar nokkrar breytingar. Hafi maður leigutekjur af íbúðarhúsnæði, án þess að um atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi sé að ræða, er hon- um heimilt í stað frádráttar á beinum kostnaði að draga frá allt að 80% af þeim tekjum, þó ekki hærri fjárhæö en 25.980 krónur fyrir hvern mánuð sem húsnæði er í leigu. Einnig má í stað beins kostnaðar, ef við á, draga frá leigutekjum húsaleigugjöld sem greidd eru af íbúðarhúsnæði til eigin nota. Frádráttur vegna hlutabréfa Fyrir þá sem hafa keypt hlutabréf, samvinnuhlutabréf eða stofnfjárbréf í sparisjóðum hefur verið gerð breyt- Það er einfaldara að nota miðastæði og bílahús en þig grunar BILASTÆÐASJOÐUR Bílastœói fyrir alla Þér eru allir vegir færir með Macintosh Performa 475 ——1 Macintosh Performa 475 er öflug einkatölva, sem hentar sérlega vel hvort heldur er fyrir heimili, skóla eða fyrirtæki. Hægt er að nota hana fyrir nánast allt sem viðkemur námi, starfi eða leik. Svo er hún með íslensku stýrikerfi og fjölmörgum forritum á íslensku. Macintosh Performa 475 er með 15'' Apple-litaskjá, stóru hnappaborði, mús, 4 Mb vinnsluminni og 250 Mb harðdiski. 7® 119.000, 4.242,- msm TIL ALLT AD 36 MANAÐA lr.'a*™S"36r,0“ RAÐGREIÐSLUR TIL ALLT AÐ 24 MANAÐA \\\ ’ Upphæðin er meðaltalsgreiSsla meS vöxtum, lóntökukostnaði og faerslugjaldi. Apple-umboðið hf. Skipholti 21, sími: (91) 62 48 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.